Þjóðviljinn - 23.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVXLJl'NN — Þríðjudagut1 23. júní 1970. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. AB standa við samninga Eítir samningana við almennu verklýðsfélögin keppast atvinnurekendur við að barma sér; Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands og aðrir minni spá- menn úr atvinnurekendastétt draga upp af því á- takanlegar myndir hversu halloka þeir hafi farið í samningunum, svo að þeir standi nú uppi rúnir fjármunum og ekkert framundan annað en bull- andi taprekstur. Tilgangurinn með þessum harma- gráti er augljós. Nú vilja atvinnurekendur smokra sér undan því að standa við þá kjarasamninga sem þeir hafa gert; þeir vilja velta yfir á aðra þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem þeir hafa tekið á fyrirtæki sín, velta kauphækkununum út í verð- lagið eins og það er orðað. yerklýðssamtökin þekktu þessi viðbrögð af langri reynslu, og því var lögð á það megináherzla að tekin væri upp í samninga ákvæði um verðtrygg- ingu launa, svo að launafólk fái bætur fyrir verð- hækkanir. En jafnvel þótt vísitölukerfið væri fullkomið, sem éhgán’ vegihh””ér' ráunin, ’getúr launafólk ekki látið sér í léttu rúmi liggja að yfir dynji ný óðaverðbólguskriða. Slík þróun raskar öllu efnahagskerfinu á skömmum tíma, kall- ar á nýjar kollsteypur, kauprán og ný stórátök á vinnumarkaðnum; þann hrunadans þekkja lands- menn nú af margra áratuga reynslu. því skiptir það meginmáli að atvinnurekendur verði nú skuldbundnir til þess að standa við þá samninga sem þeir hafa gert, en að þeir fái ekki að velta kauphækkununum út í verðlagið. Sú staðreynd var viðurkennd fyrir verkföllin að í efnahagskerfinu væri nægur gróði til þess að standa undir þeim kauphækkunutm sem um hefur verið samið; hún var staðfest með hugmyndinni um gengishækkun og með fréttum ýmissa stór- atvinnurekenda um verulega gróðasöfnun á síð- asta ári. Ef tryggt verður að kjarasamningarnir nýju feli í sér raunverulega tilfærslu á fjármun- um, þannig að gróðinn standi undir kauphækk- ununum, þurfa samningarnir ekki að fela í sér neina nýja verðbólguhættu. Til þess að það megi takast verða stjómarvöld að grípa til ýmissa efna- hagsráðstafana, því að atvinnureksturinn er auð- vitað misvel fær um að standa undir kauphækkun- um, en almenn staða atvinnuveganna sýnir að sú stefna er framkvæmanleg. j>ví hlýtur athygli imanna að beinast mjög að við- brögðum ríkisstjórnarinnar um þessar mund- ir; gerir hún ráðstafanir til þess að hafa hemil á dýrtíðinni eða sleppir hún ófreskjunni lausri rétt einu sinni? Sérstaklega munu Alþýðuflokks- nienn fylgjast gaumgæfilega með því hvort ráð- herrar þeirra bera hagsmuni launafólks fyrir brjósti eða eiga þá ósk heitasta að afnema allt verðlagseftirlit. — m. Skúli Þórðarson magister sjötugur Kollega minn elsknlegu.r! Ég ávarpa þig á þessum af- mælisdegi með því nafni, sem þú ert frægastur af. Allt £rá Hafnarárunum varst þú „koll- ega“ allra vina þinna og kunn- ingja, einnig þeirra, sem fjærst stóðu skykkjufaldi þeirrar gyðju Clíó, sem var með Hell- enum hinum forn sjálf dís sög- unnar og ágætust í flokki srysitr- anna níu, menntagyðjanna. Ekki var nú neinn kotungsbrag- ur á ætt og uppruna gyðjunn- ar okkar. Mnemosyne hét móð- ir hennar — hvað útleggst: Minni. í>ví var það mál forn- skáldanna, að Minnið væri móðir allra mennta. Þessir gömlu hagyrðingar hafa sýni- lega verið af öðrum ánda en framsitígir uppeldisfræðingar okkaf aldar, sem telj a það holl- ast skólaæskunni að skilja allt, en muna ekkj neitt. Mnemosyne var dóttir Himins og Jarðar — hvorki meira né minna. Þá kom til hennar sá erkifjandi, Seifur, og þóttist vera hjiárðsveinn. En upp úr þessu guðdómlega kvennafar; varð Clíó til, sögu- gyðjan. Henni var ætlað að mun.g sögu mannanna. og því hafði hún að tákni bók í ann- arri hendi. En hún bar einnig lúður í hinni til þess að minna okkur á það, þjóna gyðjunnar, að ekki er allt fengið með bók- vísinni einni saman, helduæ verðum við að þeyta trompet- inn á paðreim mannlífsins þeg- ar þess gerist þörf. Þú kannast vel við þettia, kæri kollega, þú sem ert marxisti gamall og nýr og verður róttækari með hverj- um sólstöðum, og þverbrýtur, svo siem þín var von og vísa þau náttúrulögmál, sem gera gömlum mönnum örlög------------ Ég hef þessar stundirnar veæ- ið að velta því fyrir mér hve- nær ég sá þig í fyrsta skipti. Óljóst minnir mig það hafi ver- ið á fundj í Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Ég leit töluvert upp til þín vegna þess að þú vairst víðreistari en títt var um efnalitla stúd- enta þeirra tíma. Þatma hafðir þú tekið þig upp frá Jökul- dalnum, strokið af þér húsa- skúm átthaganna og farið lítt búinn skotsilfri á lýðháskólann í Sigtúnum. Þar átti að gera úr þér kristilegan lýðháskóla- mann, eins konar skandinav- ískt Grundtvigsbarn. En þú und- ir þér ekki við flata lýðskóla- alvöru og leitnðir þangað sem léttlyndið vex eins og villi- gróður — til Kaupmannahafn- ar. Að loknu stúdentsprófi fórstu til Parísar og lézt ber- ast þangað á bylgju frönsku gengisfellingarinnar. en þegar ég leit þig fyrst augum varstu nýkominn sunnan frá Búdapest, brúnn á vangann eftir dvöl í þeirri borg, sem þá bjó yfir meiri lífsgleði en aðrar borgir Miðevrópu. en gamlir syndarar minnast með trega. Að áratali varstu nokkru eldri en ég, en einkum varstu mér þó ríkarj að lífsreynslu, og þú tókst það að þér að veita mér, fremur saklausum og reynslulitlum nýstúdent, þær vígslur, er gætu komið mér að haldi á breiðgötum Kaupm.anna- hafniarlífsins. Ég man að nokkr- ur árum síðar minntist ég þess í ræðu á stúdentafundi í Höfn. hvílíkur lærifaðir þú hefðir reynzt mér og mörgum öðrum stúdentum á mínu reki. Þú svaraðir með örstuttri ræðu. ég held eg muni hana nærri orðrétt: Um leið og ég þakka kollega mínum Sverri Kristj- ánssyni fyrir vinsamleg orð í minn garð. þá vil ég aðeins geta þess, að hafi ég verið góð- ur lærifaðir. þá hef ég aldrei átt næmari né efnilegri læri- svein en hann! Þannig kunna sagnfræðingar að siá hvor öðr- um gullhamrg á góðri stund. En úr því ég er genginn á vit minninganna — svo ég tali nú dálítið skáldlega — gef ég ekkj látig hjá líða að minnast þess, að það varst einnig þú sem leiddir mig inn um borg- arhlið hins æðra fjármálalífs. Það var nefnilega fyrir þína tilstuðlan, að ég sló fyrsta víx- ilinn á ævi minni. Þú komst mér í kynnj við bankastjóra í víxlafirmanu Brún & Bostrup,<® sem hafði skrifstofur neðarlega á Strauinu. Brún bankastjóri var kvæntur islenzkri konu, sem var ættuð úr Jökuldalnum eins og þú. Ætli það haíi ekki verið vegna þessa jökuldælska grannskapar, að Brún keypti af þér fyrsta víxilinn? En nú er mér eiður sær, að áður en þú innleiddir mig i bankavið- skiptin lifði ég í sliku sakleys- isins ástandj að ég h-afði aldrei séð víxileyðublað, hvað þá heldur að ég kynnj að fylla út slíkt skjal. En þú komst mér sem sagt í kynni við direktör Brún svo sem vig venjulega köUuðum hann, hinn ágætasta mann, en dálítið háðskan. Hann vissi vel, að við vorum báðir kommúnisitar. en ég held honum hafi beinlínis þótt dá- lítið gaman að eiga víxlavið- skipti við þessa ungu komma. Einu sinni þegar ég þurfti á víxli að halda (eftir að þú varst búinn að koma mér á braigðið. kollega minn, hélt ég ótrauður út á víxla-brautina). lét direktör Brún 1 ljós við mi-g grun um að ég væri að fara til Esbjerg til að skipu- leggja ólöglegt verkfall með dönskum kommúnistum! Gamli vinur og kollega! Ég sé það í almanakinu, að þú ert fæddur á sólstöðudaginn og ert nú jafngamall öldinni. Þeg- ar ég lít um öxl og hugsa uim okkar gömlu kynni finnst mér jafnan leika um þau birta frá þeim degi, er sólargangur er lengstur. Þeir eru fleiri en ég, sem svo hu-gsa. Og á þessum tim-amótum ævj þinnar þegar þú hverfur inn í þitt otium þá er það að lokum ósk rníh að þú megir njóta margra bjartra daga um ókomin ár við hlið henn-ar Helgu þinnar. Þinn gamli vinur Sverrir. „Gjaldið" sýnt á Vestfjörðum Á morgun, mánudaginn 22. júní, leggur flokkur frá Þjóð- leikhúsinu upp í leikför til Vest- fjarða og sýnir þar næstu daga leikrit Arthurs Miller „Gjaldið". Verður fyrsta sýningin á Isa- firði, en síðan verður sýnt i Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Fyrr í þessum mániuði var léikurinn semkunnugt er sýríð- ur á nokkrum stöðum á Norður- landi við ágætar undirtektir leikhúsgesta. Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að skipting lands, t.d. í sumarbústaðaland, er háð sérstöku sam- þykki hlutaðeigandi bygginganefndar. Bygging sumarbústaðar er, eins og bygging annarra húsa, óheimil án sérstaks leyfis bygginganefndar. Ef bygging er hafin án leyfis verður hún fjarlægð bótalaust og á kostnað eiganda. Byggingafulltrúinn í Reykjavík. Byggingafulltrúinn í Kópavogi. Byggingafulltrúinn á Seltjarnarnesi. Byggingafulltrúinn í Garðahreppi. Byggingafulltrúinn í Hafnarfirði. Byggingafulltrúinn í Mosfellshreppi. Oddvitinn í Bessastaðahreppi. Oddvitinn í Kjalameshreppi. Laust starf Samtök sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi vilja ráða sálfræðing eða félagsráðgjafa til starfa i skól- um u’mdæmisins. Umsóknir sendist formanni samtakanna, Hjálmari Ólafssyni, bæjarskrifstofunni í Kópavogi, fyrir 15. iúlí næstkomandi. Hann veitir allar frekari upplýsingar. Stjórn S.A.S.f.R.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.