Þjóðviljinn - 14.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1970, Blaðsíða 4
4 — ÞtfóÐVILJTOrN — Þriítjudagur 14. júni 1070 — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Framkv.stjórii Ritstjórar: Fréttaritstjóri: Ritstj.fulltrúl: Auglýsingastj.: Otgáfufélag Þjóðviljans. EiSur Bergmann. Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson SigurSur V. FriSþjófsson Svavar Gestsson. Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiSja: SkólavörSust. 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 10.00. 12% hækkun álagningar í heildsölu og smásö/u E“ er langt um liðið síðan íslenzkt verkafólk stóð í margra vikna verkfalli til þess eins að tryggja sér mannsæmandi hlut og til þess um leið að freista þess að lyfta íslandi upp úr öldudal lág- launatímabilsins. Verkalýðsbaráttan krafðist ítr- ustu samstöðu verkafólks og með sams'töðu og ein- beitni tókst að ná fram ýmsum umtalsverðum at- riðum til hagsbóta fyrir verkafólk í kjarasamning- unum. En hin faglega samstaða hefur nær ein- göngu komið í ljós 1 kjarabaráttunni sjálfri, — einingin hefur ekki verið jafnvíðtæk þegar átti að 'tryggja árangur erfiðisins. Dæmin um þetta eru mýmörg og einmitt þessar staðreyndir verður al- menningur að hafa í huga þegar mjög stórfeldar verðhækkanir dynja yfir landsmenn eins og nú ger- ist; einmitt þessa dagana er fyrsta flóðið að skella yfir. r fundi sínum 7. júlí síðastliðinn samþykkti meirihluti verðlagsnéfndar að héimila hækkun á allri álagningu í heildsölu og smásölu um 12 af hundraði. Sagt er að kaupmenn hafi neitað að ganga til samninga við verzlunarfólk nema þessi hækkun álagningarinnar fengist. Á einni dagstund tryggja kaupmenn sér með hótunum meirihluta verðlagsnefndar og þar með 12% hækkun brúttó- tekna verzlunarinnar. Þó er gróðaaukning verzlun- arinnar nú í rauninni miklu meiri vegna þess að fyrirsjáanleg er á næstu vikum og mánuðum aukin vöruvelta ekki sízt vegna nýgerðra kjarasamninga. Þannig er kjarabarátta kaupmanna; — þeir njóta þess að almenningur hefur betri laun með aukinni veltu en síðan er þessi ávinningur jafnvel notaður sem röksemd fyrir því að kaupmenn geti ekki hækkað laun við starfsfólk si’tt nema fá 12% hækk- un allrar álagningar. Og þetta tekur kaupmenn aðeins eina dagstund að knýja fram — þeir standa ekki í fórnfrekri kjarabaráttu eins og verkafólk. Með verðhækkununum sem nú eru að skella yfir er valdastéttin í þjóðfélaginu að beita styrk sín- um til þess að ræna aftur því sem verkafólk náði fram með erfiðri baráttu í vor. Þessa ber að minn- ast í framtíðinni og af þessu verður launafólk að draga lærdóima. Það er ekki nóg að sýna samstöðu og baráttuþrek meðan staðið er í kjarabráttunni sjálfri. Launafólk verður að sýna einbeitni og sam- stöðu til þess að varðveita þann árangur sem af kjarabaráttunni næst. — sv. fslandsmótið í útihandknattléik: Valur varð íslandsmeistarí bæði í mfl. karía og kvenna Þar með lauk 14 ára sigurgöngu FH í útihandknattleik Drengja- og stálknameist- aramótið Drengja- og stúlknameistara- mót lslands í frjálsum íþróttum verður háð á Akureyri um næstu helgi, dagana 18. og 19. júlí. Rétt til þátttöku hafa þeir unglingar, sem fæddir eru á árunum 1952 og 1953 og síðar, en þátttökutilkynningar þurfa að berast Hreiðari Jónssyni, í þrótta vel 1 i nu m á Akureyri, sími 21588, fyrir 17. þ.m. Fyrri mótsdaginn verður keppt í þessum greinum stúlkna: 100 og 400 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, langstökki og kringlukasti. Drengir keppa í 100 og 800 m hlaupi, 200 m grindahiaupi, kúluvarpi, há- stökki, spjótkasti og langstökki. Síðari dag mótsins verða keppnisgreinar þessar: Stúlkur: 200 og 800 m hlaup, 100 m grindahlaup, hástökk, kúluvarp og spjótkast. Drengir: 300 og 1500 m hlaup, 110 m grinda- hlaup, 4x100 m boðhlaup, kringlukast, stangarstökk og þrístökk. boltinn urðu mjög hálir, og áttu leikmenn í erfiðleikum, bæði með að fóta sig og eins að handsama boltann. Eins og áður segir var leik- urinn jafn framan af, en Valur náði öllum tökum á honum er á leið og eflaust hefur þar komið til góða mikið og gott úthald Vals-liðsins, en það hef- ur ekkert slakað á aefingum allt frá því að íslandsmótinu lauk í vor. Hefur liðið aðallega æft lyftingar og aðrar þrekæf- ingar, sem greinilega komu lið- inu til góða í þessu móti. Allt liðið lék skínandi vel, en einna stærstan þátt ; sigrinum átti þó markvörðurinn Jón Bréið- fjörð. er varði af einstakri prýði. Þeir Bjarni, Ólafur, Bergur, Stefán og Jón Karls- son áttu allir mjög góðan leik og eru greinilega í betri aef- ingu \en þeir hafa verið lengi. FH-liðið lék allvel meðan út- haldið entist, en datt svo veru- lega niður í síðari hálfleik. Eini maðurinn, sem virðist í góðri æfingu, er hinn frábæri handknattleiksmaður Geir Hall- steinsson, enda var hann allt í öllu hjá FH í leiknum. Hvort FH ætlar að draga það öllu lengur að yngja upp liðið veit ég ekki, en ef það verður dreg- ,ið eitt árið enn, fer illa fyrir þessu gamla stórveldí í hand- knattleiknum. Dómarar voru Bjöm Kristj- ánsson og Karl Jóbannssion og dæmdu mjög vel. — S.dór. □ Sannarlega geta Vals-menn verið stoltir af hand- knattleiksdeíld sinni eftir þetta íslandsmót í útihand- knattleik, því að bæði meistaraflokkar karla og kvenna urðu íslandsmeistarar. Sigur Vals-stúlknanna kom að vísu ekki mikið á óvart, þar eð þær hafa orðið íslands- meistarar 6 síðastliðin ár, en með því að sigra FH 16:10 rauf tnfl. karla 14 ára sigurgöngu FH í útihandknattleik, og ko’m hin frábæra frammistaða Vals-liðsins í mótinu mörgum á óvart. Valur — Fram 8:7 Þessi leikur Vals og Fram í meistaraflokki kvenna var mjög jafn og skemmtilegur, en nokkuð harður á köflum. Vals- liðið, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir Fram í íslandsmeisf- aramótinu innanhúss á liðnum vetri og tapa þair með af Ís- landsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í mörg ár, var greinilega í hefndarhuíg. Fyrri hálfléikur var líka mjög vel leikinn af hálfu Vals-stúlknanna og í leik- hléi höfðu þær náð öruggri for- ustu, 5:3. í síðari báUleiknum sðttu Fram-stúlkumar sig nokkuð og unnu síðari hálfleikinn 4:3, en það dugð; ekki til sigurs í leiknum, og mikill var fögnuð- ur Vals-stúlknanna er flautan gall til merkis um leikslok og þeirra var ísJ<andsmedstaraíítill- inn. Fram-stúikuirnar voru eðli- lé'ija sái-ar að faþa leiknum. on heldur lítil íþróttamennska vair það a-f þeirra hálfu að ganga í ÍÚss, . at .lsikvalli, án þess að óska andstæðingum sínum til hamingju með sigurinn. Þa-r með hafa Valsstúlkumar unnið íslandsmeistaratitilinn í úti- handknaittle-ik 7 ár ; röð. hann yfir til Vals aftur, en eins og kunnugt er hefur FH haldið þessum tdtli í 14 ár í röð. Úrslitaleikur þessara liða sl. sunnudag. var mjög jafn og skemmtilegur fram-an af, en hægt og sígandi náðu Va-ls- menn betri tö'kum á leiknum og um miðjan siðari hálfleik var greinilegt að um yfirburða- sigur yrð; að ræða. Það skemmdi leikinn nokkuð að mikil rigning ska-11 yfir í byrj- un síðari hálfleiks, svo að bæð; malbikaður völlurinn og Valur — FH 16:10 Það eru liðin 15 ár síðan Valur varð síðast Íslandsmeist- ari í mfl. karla, en það var í útihandknattleik 1955. Svo ein- kennilega vill til, að félagið sem náði titlinum af þeim ári síðar var FH, er nú rnissti Úr leik ReykjavíkurúrvaJsins og úrvals af landinu. Einar Guöleifsson markvörður L-úrvalsins og Hafliði Pétursson h-útherji R-úrvaisins berjast um boltann. Knattspyrna: Reykjavík sigraði landið Síðasti liðurinn j íþróttahá- tíðinni var knattspyrnuleikur milli Reykjavikurúrvals og úr- vais knattspyrnumanna annars- staðar af landinu. Svo fóru leikar, að Reykjavíkurúrvalið sigraði 3:2 og verður ekki ann- að sagt en að sá sigur hafi ver- ið óverðskuldaður eftir gangi lciksins að dæma. Kári Árn-ason frá Akureyri náði forystu fyirir landið snemma í fyrri hálfleik, enda sótti L-úrvalið mun meira i fyrir; hálfleik. Skömmu síðar tókst Eiríki Þorsteinssyni úr Víking að jafn-a fyrir R-úx- valið með ágætu skoti. Svo, rétt fyrix leikhlé, skora-ði Ey- leifu-r Hafsteinsson annað m-ark L-úrvalsins og þannig var staðan í leikhléi. Strax á 2. minútu síðari hálfleiks jafnaði Baldvin Bald- vinsson fyrir R-úrvalið með skot; úr mikilli þvöigu, er myndaði-st fyrir f-raman ma-rk L-ú,rvalsins. Þrátt fyrir nær látlausa sókn tó-kst L-úrvalinu ekki að skora, þó oft munaði ekki nema hársbreidd. Ásgeir Elíasson skoraði svó sigur- mark R-úrvalsins á 30. mín- útu úr einni af örfáum sókn- a-rlotum þess. Var þetta m-airk Ásgeirs gullfa-llegt, lan-gskot, sem hafnaði efst í m-ax’khorn- inu. Ma-tthías Hallgrimsson, sem valinn vax varamaður L-úr- valsins, kom inn á snemhia í fyrri hálfleik og vax 1-ang-bezti maður liðsins í leiknum, Hvað eftir annað sendi hann boltann til félaga sinna fyrir markið, eftir að hafa leikið sig í gegh um vinstri varn-arvæng R-úr- valsíns, en einhverra hluta vegna náðu félagar hans a-ldrei að vinna úr þes-sum sending- u-m. Þá áttu þeir He-rm-ann og Eyleifur mjög góðan leik svó og Jón Alfreðsson, sem að þessu sinni lék í stöðu bakvarð- ar og sýndi Jón þama hvé fjöl- hæfur leikmaður hann er. Hjá Reykjavíkurú-rvalinu átti Þórðu-r Jónsson beztan leik, en Þórðu-r er einn a-f þessum tra-ustu leikmönnu-m sem aldrei bregðasit. Þá áttu Eiríkur Þor- steinsson og Jóbannes Atla-son báðir góðan leik að þess; sinnL S.dcr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.