Þjóðviljinn - 21.07.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1970, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVEUrnSTN — Þriðgudaeur 21. júM lff7a — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eíður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestssoa Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Tímanna tákn JJefði það gerzt fyxir tíu árum, fimm árum, að ungir Framsóknarimenn hefðu samþykkt að taka þátt í ráðstefnuhaldi um leið íslands til sósí- alismans? Hefðu samtök allra vinstri sinnaðra stúdenta í Háskóla íslands samþykkt að hafa for- göngu um slíka ráðstefnu fyrir jafnlöngum tíma? Sennilega er óhætt að svara þessum spurningum hiklaust neitandi og samanburður á afstöðu ungs fólks til stjórnmála í dag við það sem áður var hlýtur því að gefa bjartar vonir. Enda þótt ungt fólk úr stjórnmálahópum vinstri manna greini á uim margt — líka ýmis grundvallaratriði — er það vissulega framfaraspor, að málin fást nú rædd. Núna um helgina efndi Verðandi, félag vinstri sinnaðra stúdenta í Háskólanum, til ráðstefnu um leið íslands til sósíalismans — vinstra sams'tarf. Þessi ráðstefna er tímanna tákn — tákn þeirra itíma sem leyfa fordómalausar, opinskáar umræð- ur um vandaimál líðandi stundar og framtíðarinn- ar, sósíalismans. Og um sama leyti og þessi ráð- stefna er haldin hér á íslandi er haldin ráðstefna í Bandaríkjunum — heimsþing æskunnar — tifl. þess að minnast 25 ára afmælis Samein- uðu^jóðanna, og það kemur í ljós af frét't- um að þar blása aðrir vindar en við upphaf Sam- einuðu þjóðanna fyrir 25 árum og þar hafa ráðið ríkjum næstum frá öndverðu. Allt er þetta til vitnis um annað hugarfar, önnur og fordómalaus- ari viðhorf. Það hefur skapazt umræðuvettvangur. Röksemd gegn verðhækkunum Qengishækkun sem liður í kjarabótum, hefði þó " tryggt raunhæfar kjarabætur og stöðugt verð- lag.“ Þannig kemst leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins að orði í fyrradag og lýsir í leiðinni undrun á því að verkalýðssamtökin skyldu hafna tilboði um gengishækkun. Það er staðreynd að ríkis- stjórnin gat hækkað gengið ef hún aðeins taldi það rétt — á valda'tíma núverandi ríkisstjórnar hefur gengið verið fellt fjórum sinnum án þess að verklýðssaimtökin hafi verið spurð um leyfi. Hví skyldi þá ekki ríkisstjómin geta hækkað gengið hvað sem leið afstöðu verkalýðssamtak- anna í vor? Ríkisstjómin ætlaði sér auðvitað aldrei að hækka gengið; hugmyndin átti aðeins að vera leikur í tafli. Hin svegar jafngilti hug- myndin um gengishækkun viðurkenningu á því að útflutningsframleiðslan stæði auðveldlega und- ir 40 til 50 þúsund króna hækkun árslauna hvers félagsimanns alþýðusamtakanna. Þessi viðurkenn- ing staðfestir því nauðsyn þess að berjast gegn hvers konar verðhækkunum þar sem meira að segja ríkisstjórnin sjálf hafði viðurkennt að hennar eig- ið efnahagskerfi „þyldi“ jafnvel meiri kauphækk- anir en samið var um í vor. Hugmyndin um geng- ishækkun er því rökseimd gegn verðhækkana- skriðunni sem geysist yfir þessa dagana. — sv. ERLENDAR FiSRSMÁL FRÉTTIR ■•©flir- ..«J68isann 1 «J« E* Múicf 1 Góður árangur Spánverja af notkun 2ja skipa togvörpu Aflamagnið í ren 11 miljónir lesta Aflainiagnið á „anohoveta“- veiðunum í Perú heíur í ár slegið öll fyrri miet og losaði vel 11 miljón smáiestir 13 miai s.l. en þá voru veiðarnar stöðviaðar til 1. septemlber í haiust. Um 1400 sfcip tóku þátt í veiðunum í ár. Við veiðamar eru notaðar snurpunaetur og kraftblakkir, en fiskidaeflur hafðar til að losa úr nótinni um borð í skipið og eins frá sfcipi í verksmiðju. Verksmiðjur standa þarna aiiar undir berum himni, án húsa. veiðamar eru sóttar afi kappi 5 daga vikunnar, en laugardaga og sunnudaga eiga skipshafn- imar flrí. Veiðdsvæðið er allt frá fjörusteinum og út í 40 móiur frá landi. Júgóslavar eru nokkuð fjöl- mennir meðal skipshafna þama og mestu aifilaskipstjórar í Pera eru Júgóslavar. Talið er að kringum 12-13 kr. ísl. komi í Stærsti leiðangur Norðmanna á f jar- læg mið til þessa Nú í júlímánuði átti að ieggja af stað staersti veiðileáðangur sem Norðmenn hafa gert út ó fjarlaeg mið,. Þetta er verk- smiðjuskipið Norgloba.l, ásamt 14 eða 15 stórum sildveiðiskiD- um búnum snurpunótum og kraftblökkum. Leiðangur þessi heldur til miðanna við Vestur- Afrfku. Að þessum leiðangri stendur nýstofnað Mutafélag og eru aðalforgöngumenn þess ýmsir þekktir útgerðarmenn í Tromsþ. Félaigið sótti um rfkis- ábyrgð fyrir láni að upphæð 12 miljónir n.kr. en hefur nú af- salað sér þeirri ábyrgð, þurfti hennar ekki með þegar til kom. Verðmæti í skipum og vélum þessa leiðangurs er tailið vera yflr 100 miljónir n.krónur. Saltfiskverð í Álasundi Saltfisfcverð í Álasundi um rniðjan júní var n.kr. 1.10 upp úr skipi fyrir kg., eða isl. kr. 38.13. 1 Álasundi, svo og alls- staðar á Sunnmeeri, er frjáis verðmyndun á öllu fískverði og ræður þar fisfcverði á hverjum tíma framboð og eftirspum, svo og útlit á mörkuðum. Rikisupp- bætur eru þvi ekki innifaldar i fmmangreindu verði. Norski Fiskéri- banken hækkar vexti Nýlega hækkaði Fiskeribank- en nonski vexti sína um '/2%, en vextir þessa banka hafia ver- ið lægri en alimennir vextir af rekstrarlánum í Nore'gi sem eru 6*/:%. Vextir af nýjum lánum til skipakaupa hækkuðu úr 4*/2°/n ! 5%. Vextir af nýjum lánum til nýrra fiskstöðvabygginga úr 4%% í 5 %% og reksturslán bankans til útgerðar og fiskiðn- aðar út 5'/2% í 6%. hlut sjómanna af hverju veiddu tonni. Það skipið sem vakti mesta athygSi í Perú-veiðiÐotanum í ár, var nýr glæsilegur físki- bátur smíðaður úr plasti og sagður stærsti fiskibátur heims úr því efni. Þetta skip vair 110 fet á lengd og 26 fet á breidd og lestar 350 smólestir. Gengið er þannig frá þessu fiskisikipi að það getur ekki sokkið. Smíðaverð skipsins var 170.000 dollarar en jafnstórt skip, smíð- að úr stáli, er saigt kosta þama 325.000 dollara. I hinum máklu jarðskjáilftum sem urðu í Perú nú í sumar, urðu miiklar skemimdir í borg- inni Ghimbote, sem hefur um 80 þús. íbúa. Þama eru 32 stóir- ar fiskimjölsverksmiðjur og er hætt við, að á þeim hafi orðið skemmdir í hinum mikCu ham- förum náttúrunnar. Ýmsir hafa óttast ofveiði á miðunum við Perú þegar milj- ónum lesta er ausið á land á ör- fiáum miánuðum árlega. Það er líka sögð staðreynd að lengd fisksins hafí minnkað talsvert frá því fyrst að Veiðarnar hióif- ust þama. En það er talin bót í máli, að „anchoveta" tímg- ast óvenju ört, bar sem hún verður kynþroska 7-8 mánaða gömul, en aldur þessa físks er mjög lágur eða í kringum tvö og hálft ár. Aðailhrygningar- tíminn er í júlí og ágústmánuði, en annars er „anchovetan“ sögð hrygnandi afflt árið. Útgerðarmenn í Álasundi í NoregS hafa ákveðið að giera út sendinefnd táíl spánar til að skoða og rannsaka tveggja skipa togvörpur sam Spánverjar hafa notað að undanfömu með mijög glæsilegum árangri. 1 þessari sendinefnd eága að vera mieðal annarra vanur togaraskipstjóri, vanur línubátaskipstjóri og sér- fræðingur í veiðarfærum, sá þriðji atf fagmö'nnum. Það hefur sem sé hvartflað að norsfcum útgerðarmönnum að breyta útgerð úthafslínuvedðaxa sinna í togveiðar þar sem tvö skip vœru með eina togvörpu að spænskri fyrirmynd. Bn þessi huigmynd er tilkomin hjá Norð- mönnum vegna hins góða árangurs sem Spánverjamir hafa oft náð mieð sinni tveggja sfcdpa togvörpu þar sem varla varð vart á h'nuna. Á árinu 1968 gerðu Spán- verjar út 144 slífc fiskiskip og var samanlagður smálestafjöldi þeirra 59 þús. En á sama tíma gerðu þeir út 26 stóra togara sem voru samtafis 34 þús. smá- lestir br. Afli paratogaranna 1967 var 62 þús. smálestir af saltfiski og árið 1968 80 þús. smélestir. Á sama tíma fengu stóru tog- ararnir 35 og 34 þús. smálestir af salitifiski. En það er annað en afla- maignið sem vekur þó hvað mesta athygli svo að menn staldra við og spyrja, hver sé á- stæðan. Það hefur sem sé kom- ið á daginn að litlu paratogar- amir hafa veitt miklu stærri fisk heldur en þeir stóru. Framangreindur atfili paratogai’- anna 1968 sfciptist þannig: Yfír 10 þús. smóllestir mjög stóir fisk- ur, 8.500 smálestir miðiungs- stærð, og ca. 61 þús. smálestir smáifiskur. (undirm'álsfiskur). Afli stóru togaranna skiptist hinsvegar þannig árið 1968: Að- eins 637 smálestir stórþirskur, 675 smálestir meðalstór, en allt hitt var smáfiskur (undirmál). Með þessar staðreyndir í huga, leggur sendinefndin frá útgerð- armönnum í Álasundd til Spán- ar til að kynna sér veiðarfæri paratogaranna og fyrirkomuiag við veiðamar á þeim. Norðmenn ná byrjaðir að klifra niður upphCtastigann Stuðningur norska rfkisins við sjávarútveginn 1970—1971 var nýlega samþykktur og er hann yfír þetta árs túmabil 243 miljónir n.kr. og hefur lækkað um 14 miljónir firá því i fyrra, en það ár var hann líka færður niður um sörnu upphæð. Þessd stuðnimguir hefiur und- angengin ár verið í fonmd verð- uppbóta á fisk till útgerðar og sj'cimanna, stuðningur til beitu- kaupa í vissum tilféllum og flutningsstyrkur á hráefni til vinnslustöðva sem liggja fjarri miðum og hafa jafmhliða langa flutningaleið á markað. Verð- uppbætur á þonsk voru með þessari fjárveitingu í ár fasit- settar þær sömu og í fyrra, 7 aurair norskir á kg. af haiusuð- úm og slægðum fiski; hinsvegar er sölusamfiögunum í sjálfsvald sett, hvort þau hafa þá tilfræslu á þessum uppbótum að gredða hærra á þeim tímum árs, þegar minna berst á lamd af fiski og svo lægra þegar mdkdð kemur á land; það hafa þau otft gert. Út frá þessari reynslu gizkaði ég á, að 10 aunar norskir gaetu verið innifaldir sem uppbætur í þvl sumarverði sem Norges Ráfisklag auglýsti frá 15. júní og ég saigðd frá í þættdnum hér í blaðinu 14. j.údií. Spánverjar bæði innfíytjend- ur og útfíytjendur sa/tfisks Framyfir fyrri heimsstyrjöld- ina keyptu Spánverjar oft meg- in hlutann af okkar fullverkaða saltfiski og Norðmanna líka. Eftir þetta fer útgerð þeirra á fjariægum miðum að aukast og aftlinn er eingöngu verkaður í salt. Nú eru Spán.verjar í tölu þeirra þjóða sem fiullverka safit- físk i stórum stíl og selja jötfn- um höndum á innanlandsmark- aði eða flytja á erienda mark- aði. I fyrra ráku þeir 35 stórar fískveirkunarstöðvar fyrir salt- fisk. Spánverjar vilja helzt stóran og miðlungsstóran saltfisk; fói þeirra eigin útgerð ekki nægi- legt magn af þessum fískstærö- um, þá flytja þeir þessar stærð- ir inn til að fullnægja mark- aðnum, en flytja svo í staðinn út fullverkaðan smáan físk. Þannig keyptu Spónverjar 9837 smálestir frá Færeyjum 1963, 5837 smálestir frá Þýzkalandi. hcðan frá íslandi 5217 smálestir, frá Noregi 1638 smálestir og Kanada 1447 smálestir af salt- fiski. Sama ár fluttu Spánverjar út fullverkaðan saltfisk til eftir- talinna landa: Brasilíu 14283 smiálestir. til Portúgal 9195 simólestir, til Kongó 4957 smá- lestir, Bandaríkja N-Amerfku fku 1522 smálestir og tif! ný- lendna Portúgala í Vestur-Afr- fku 322 smálestir. Á þessari upptalningu geta menn séð, að Spánverjar eru stór saltfiskiðn- aðarþjóð, bæði fyrir sjálfa sig og ekki síður fýrir erlemda markaði. auglýsing Ju Brasih'u Sá óvænti atburður gerðist austur í Brasdlíu nú á þessu vori á hinni áriegu blysfara- og grímudansahátíðarkeppni þar í landi, að einn aðalsöng- texti unga fólksins undir Samba lagi, var um Noreg „land kuld- ans og gdeðinnar, þar sem salt- fiskurinn er fraimíleiddur". nú er þesisi söngur um Noreg og saltfiskinn kominn út á plötu í Brasilíu og orðdnn mjög vinsæll þaæ í landi, eins og stendux. Að sjálfsögðu telja norskir saltifisk- útflytjendur þessa óvæntu aug- lýsingu í Brasldíu mikið happ fyrir sdg á árinu 1970. Minmngarkort * Akraneskirkju. H Krabbameinsfélags * Borgarneskirkju, islands. Frikirkjunnar. H Sigurðar Guðmundssonar, * Hallgrímskirkju. skólameistara. * Háteigskirkju. H Minningarsjóðs Ara * Selfosskirkju. Jónssonar, kaupmanns. * Slysavarnafélags íslands. H Minningarsjóðs Steinars * Barnaspítalasjóðs Richards Elíassonar. Hringsins. H Kapellusjóðs h Skálatúnsheimilisins. Jóns Steingrímssonar, h Fjórðungssjúkrahússins Kirkjubæjarklaustri. á Akureyri. H Blindravinafélags íslands. * Helgu ívarsdóttur. H Sjálfsbjargar. Vorsabæ. H Minningarsjóðs Helgu * Sálarrannsóknarfélags Sigurðardóttur skólastj. islands. H Liknarsjóðs Kvenfélags * S.I.B.S. Keflavíkur. H Styrktarfélags H Minningarsjóðs Astu M. vangefinna Jónsdóttur, hjúkrunark. h Maríu Jónsdóttur, H Flugbjörgunarsveitar- flugfreyju. innar H Sjúkrahússjóðs iðnaðar- H Minningarsjóðs séra mannafélagsins á Páls Sigurðssonar. Selfossi. H Rauða kross íslands. Fást s AAinningabúðinm Laugavegi 56 — Simi 26725.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.