Þjóðviljinn - 05.08.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINK — Miðvikxidagur 5. ágúst 1070 - Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiðu; Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Slgurður Guðmundsson Fréttaritstjórl: Sigurður V. Frlðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askrlftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Morgunblaðið uppnæmt J\|°rgunblaðið er óvenju uppnæmt undan'farna daga vegna þess að Þjóðviljinn rifjaði upp að gefnu tilefni nokkrar staðreyndir um tengsl mik- ilsráðandi manna í Sjálfstæðisflokknum við naz- istahreyfinguna í Þýzkalandi og innlendu nazista- hreyfinguna, sem segja mátti að rynni inn í Sjálf- stæðisflokkinn þegar ekki þótti hentugt lengur að hafa sjálfstæða nazistahreyfingu hér á landi, og minnti á að menn úr íslenzku nazistahreyfing- unni eru enn hinir mestu áhrifamenn í Sjálfstæð- isflokknum og hefur verið tyllt í há embætti í þjóðfélaginu af þeim sa.n:a flokki. Minnt var einn- ig á þann fábjánalega hátt sem Morgunblaðið hef- ur iðkað allt frá rússnesku byltingunni að kalla alltaf öðru hvoru stjórnmálaandstæðinga sína hér á landi „kommúnista“, án alls tillits til þess hvort hlutaðeigendur hefðu nokkurntíma komið nálægt sósíalisma eða kommúnisma. Þessháttar áróðri, sem var eitt aðalatriði þýzka nazistaáróðursins og er enn í dag aðalatriði bandarísks auðvaldsáróðurs, bregður Morgunblaðið óspart fyrir sig enn í dag, hvort sem er um að ræða innlenda stjórnmálaand- stæðinga eða þýðing á fréttaskeytum um bænda- fólk í Kambódíu sem bandaríski herinn myrti, víst án þess að hafa fyrir því að spyrja um stjórnmála- skoðanir þess, (að minnsta kosti hafa meira að segja bandarískir fréttamenn dregið í efa að „kommúnisminn“ hafi verið búinn að gegnsýra hvern mann ungan og gamlan í þorpum þeim sam bandaríski herinn eyddi í morðárásum sínum inn í þetta fátæka Asíuland). Þessar hugmyndir, að halda eins og þýzkur nazisti og bandarískur áróð- ursstjóri að hægt sé að afgreiða andstæðinga íhalds og afturhalds innanlands og utan með því að kalla þá „kommúnista" er of billegur og imbalegur á- róður til þess að gangi í íslendinga, og þetta held- ur áfram að setja vissan ómenningarsvip á Morg- unblaðið, meðan það vex ekki upp úr þessum dillum. Jgins gegnir það furðu að jafn lífsreyhf blað og Morgunblaðið skuli vera jafnviðkvaamt fyrir því ef minnt er á fyrra nafn flokksins, íhaldsflokk- ur, og taka að fjasa um nafnbreytingar annarra flokka til að breiða yfir þau nafnaskipti. Þegar stjómmálaflokkurinn, sem Morgunblaðið studdi og stjómað var af sömu þjóðfélagsöflunum og nú ráða Sjálfstæðisflokknum, tók sér nafnið íhaldsflokkur var það gert af ráðnum hug, og vegna þess að flokk- urinn átti þá um skamma hríð í forystu menn sem ekki skömmuðust sín fyrir íhaldsnafnið né íhalds- eðli flokksins. En 1929 þurfti fallegra nafn, hvern- ig svo sem það æt’ti við flokkinn, og þá voru inn- byrtar leifar lítils flokks sem hét Sjálfstæðisflokk- ur og á einni nóttu ummyndaðist Thaldsflokkur inn, sem bar nafn með rentu, í ..SiálMæðisflokk1' í orði kveðnu. Síðan eru Morgunblaðinu nafnbre-' ingar flokka viðkvæmt mál, og að vonum. — s. Þegar misklíðarefni eru leyst — farsællega og hávaðalaust Brezka og íranska stjórnin áttu nýlega hlut að sígildu dæmi um lítt raett form frið- arviðleitni innan Sameinuðu þjóðanna, sem sé þegar þær færðu sér í nyt „velviljaða lið- semd“ U Þants framkvæmda- stjóra. Umræddar tvær ríkisstjómir höfð’u um langt skeið verið á öndverðum meiði um stöðu eyj- arinnar Balrraín á Persaflóa. I>essi misklíð var alvarlegur tálmi allri viðleitni við að skapa til frambúðar ró og ör- yggi á svæðinu, og misheppnuð tiiraun til að finna íriðsamlega lausn á vandanum hef ði get- $>■ að haft mjöig alvarleg áhrif á önnur alþjóðleg samskipti. íran og Bretland höfðu fyrst formlegt samband við fram- kvæmdastjórann og hvöttu hann síðan til að veita aðstoð sína með því að senda persónu- legan fulHtrúa sinn til Bahraín. Verkefni fulltrúans var að kanna óskir eyjarskeggja. Báð- ar ríkisstjómir stigu það ó- venjulega skref að lofa fyrir- fram að fallast á úrskurð hans, eftir að hann hefði verið yfir- vegaður og samþykktur í Ör- yggisráðinu. Hinn 11. maí samþykkti Ör- yggisráðið einróma úrskuæð fulltrúans, sem var Vittorio W. Guicciardi, þess efnis, „að yfirgnæfandi meirihluti íbú- anna á Bahraín æskir þess að fá viðurkennda stöðu Babraíns sem fullkomlega sjálfstæðs og fullvaida ríkis, er hafi frelsi til að taka ákvarðanir um sam- bgnd sitt við önnur ríki“» Það var í fyrsta skiþti, sem verkefni af -■þessa * tagi ■ leiddi til jákvæðrar niðurstöðu í Öryggisráðinu. Fundur ráðsdns var einnig óvenjulegur af ann- arri ástæðu, sem sé þeirri að viðburðurinn blés brezka sendiherranum hjá Sameinuðu þjóðunum, Caradon lávarði, í brjóst þeirri snjöllu hugmynd að ávarpa ráðið í bundnu máli. Góðar fréttir eru engar fréttir Taka ber fram. að þetta ágæta dæmi um siðmenni- leg alþjóðasamskipti, sem leystu Bahraín-deiluna, vakti óendanlega miklu minni at- hygli en hin síendurteknu dæmj um ofbeldi og mannleg- ar þjáningar sem eiga rætur að rekja til þverúðarfullra og hrottafenginna alþjóðlegra um- gengnishátta. Með öðrum orð- um: „Góðar fréttir eru engar fréttir". Og ekki ættu menn að van- meta þá fyrirhöfn, sem lá að baki hinni friðsamlegu lausn á Persaflóa. Hún var árangur- inn af nálega árlöngum látlitl- um og erfiðum samningavið- ræðum og samtölum milli deiluaðila og framkvæmda- stjórans og samverkiamanna hans. Hvattur til að bera fram hótanir Baíhraín-málið er ekki neitt einangrað dæmi. „Velviljuð lið- semd“ er verulegur hluti af störfum framkvæmdastjórans og samverkamanna hans. Hug- takið „velviljuð liðsemd“ er ekki notuð um verkefni sem Allsherjarþingið eða Öryggis- ráðið hafa með höndum, held- ur einungís í tilvikum, þar "em framkvæmdastjórinn hef- •ir ekki neitt formlegt umboð '-á einhverri af meginstofnun- Sameinuðu þjóðanna. Settar hafa verið upp nokkr- ir almennar reglur um, hvenær . beita slkiuld „veiviljaðri liðsemd.‘‘ ; Verkefnið verður að vera i i samræmi við grundvallarregl- ur stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna. Fr amkvæmdastj órinn verður einnig að vega og meta, hvort íhlutun hans sé líkleg til að stuðla að lausn, eða hvort hún sé þvert á móti áhrifa- laus eða jafnvel beinlínis sbað- leg. Komið hafa til dæmis upp aðstæður, þar sem tiltekin rík- isstjóm hefur hvatt fram- kvæmdastjórann til að bera fram aðvananir eða jafnvel hót- anir við aðna ríkisstjóm eða eiga þátt í að eitthvert ríki sé fordæmt af almenningsálit- inu í heiminum. Slíkurn til- mælum er jafnan vísað á bug. Þagmælska sjálfsagður hlutur Þegar framkvæmdastjórinn hefur afráðið að leggja tii at- lö'gu við tiltekið verkefni, verð- ur hann að hafa í huga, að vandamálin, sem honum er ætlað að hjálpa til við að leysa, enu nálegia alltaf nátengd virð- ingu og áliti ríkis'Stjóma eða annarra hlutaðeigandi aðila. Þegar um ríkisstjómir er að ræða, er pólitísk staða þeirra heima fyrir einatt alvarleg hindrun hugsanlegrar lausnar. Þess vegna eru traust, gagn- kvæm virðing og alger þaig- mælska frumskilyrði jákvæðs árangurs. Jafnframt er æski- legt, að sem allra minnst sé fjailað um málið á opinberum vettvangi. Það er því ekki ótitt, að framkvæmdastj órinn sé sakiað- ur um að virða að vettugi al- þjóðlegt vandamál eða láta &ér á sama standa um það, þó hann sé einmitt að vinna að lausn þess í kyrrþey. (Frá S.Þ.). Theódór Skúlason læknir í dag verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavik útför Theódórs Skúlasonar læknis, sem lézt í Ban dspítalanum hinn 27. fyrra mánaðar, á 63. aid- ursári. Theódór Skúlason fæddist á Borðeyri 28. febrúar 1908, sonur Skúla Jónssonar kaupfélags- stj'óra á Blönduósi og Eiínar Theódórsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskóflamium í Reykjavík 1928 og lauk kandí- datsprófi í læknisfraeði-frá Há- .. skóla Islands 1936. Var síðan við framihaldsnám og störf á sjúkrahúsum í Danmörfcu 1936 —1940 og fór auk þess oft námsferðir utan síðar. Sérfræð- ingur í lyfllækningum var Theódór frá 1940 og var stairf- andi læknir í Reykjavík upp frá því, og jafnframí aðstoðar- læknir á rannsóknarstofiu pnóf. Jóns Steffensens 1941—42 og 1946. Hann starfaði við lyf- læknisdeild Landspítaílans sem aðstoðarlæknir 1942—1945, deild- arlæknir 1954—58 og aðstoðar- yfiriæknir frá 1959. Theódór Skúlason var í stj«5rn Læknafélaigs Reykjavfkur 1942— 44 og flormaður þess 1946—47. Hann varð fonmaður Félags lyf- lækna á íslandi 1961 og fonmað- ur Félags sérfræðinga í Reykja- vfk 1962 og hefur verið í stjórn Hjairta- og æðasjúkdómavamar- féfiags Reykjavíkur frá 1964. Við læknadeild Háskóilans hef- ur Theódór kennt lyfilæknis- fnæði 1956, 1960—61, sem aiuka- kennairi 1957—59 og dósent síð- an 1959. Eftir hann liggur fjöldi greina um læknisfræðileg eflni í innlemdum og eriendum iæknatímarituim, ednkum um blóð-, hjarta- og kransæðasjúk- dóma. Theódór Skúlason var tví- kvæntur. Fymi kona hans var Guðlín Ingiriður Jónsdóttir en eftirlifandi kona Rósa Mar- gnét Steingrílmsdlóttir. — Kveðja frá læknanemum — Minningarorð nemenda um kennara sína eru jafnan öðr- um minningargreinum mæröar- fyllri, enda oftast rituð af ímyndaðri skyldurækni. Skrif sem þessi kæmu því edgi frá okkar hendi, nema um væri að ræða mann á borð við Theódór Skúlason, Við fráfall hans sjá- um við á bak okkar bezta og virtasta kennara í síðasta hfluta. Við sjóum á bak þeim manni, sem öllum öðrum fremur reyndi að örva okkur til rökréttrar hugsunar við sjúkrabeð, reyndi að gera alla cikkar uitanbókar- þekkingu hagnýta og var okk- ur um leiö ímynd góðs læknis. Theódór var óHatur við að kenna læknanemum, jafnt inn- an veggja kennslustofunnar sem utan, og eigum við, sem nut- um hans ágætu handleiðslu, erfitt með að hugsa okkur kennslu í lyflœfcnisfræði áin Theódórs Skúlasonar. Theódór starfaði mikið að 1 málefnum læknadeildar, eink- um að framtíðarskipulagningu f- læknakennsiu. Þeir læknanem- ar, er kynntust honum á þedm vettvangi, fundu vinsemd hans og skilning á mólefnum sínum. Byggðist afstaða hans í hverju máli ávallt á rökréttri hugsun, og komiust enigir fordómar þar að. Reyndist hann læknanem- um ósjaildan hinn skelegg- asti máJsivari. Theódór Skúlason var þeim marahkostum búinn, að hann a- vann sér traust og virðingu dkkar umfram w mðra kennara. Við söknum hans. Eiginkonu og börnuifn, ýCd^ni víð samúð. úr og skartgripir JflORNBÍUS JÚNSSON tig 8 Dönskukennari ósknst að Gagnfræðaskóla Garðahrepps. Skólinn er ein- setinn og kennsluaðstæður mjög góðar. Upplýsingar gefur skólastjórinn Gunnlaugur Sig- urðsson í síma 42694 og formaður skólanefndar séra Bragi Friðriksson, sími 42829. Skólanefnd. Útboð — Mó/un Framkvæmdanefnd byggingiaráætlunar, Lágmúla 9 Heykjavík, óskar eftir tilboðum í málun fjölbýlis- húsanna: Þórufell 2-20, Yrsufell 1-3 og Yrsufell 5-15, Reykjavík. í húsum þessu’m eru 180 íbúðir og er óskað eftir til- boðum í málun þeirra bæði að utan og innian, og skal vinna verkið á tímabilinu 20. ágúst 1970 til 1. júlí 1971. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Lág- múla 9 gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri mánudag- !nn 17. ágúst næstkomandi kl. 16. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.