Þjóðviljinn - 30.08.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.08.1970, Blaðsíða 3
SurmudaS'ur 30. ágúst 1970 — TÞJÓÐVItJTNN — SlÐA J 1. . ......——----------------------------------------------------------------------:-----------------------------—-------------- Byltingamaðurinn Shepp Enn jazz, sól, vín og tíminn líður. Eeee-bam-a-ra-bam, og sjálfur ,,L,ittle Jazz“ Roy Efldri- dge stendur á sviðinu bláa og íyftir silfruðum trompetnum móti pálmum og svörtum himni. Það var kvöld hins fyrsta dags. Soirée Inau.guralle Hom- mage á Louis Anmstrong og When Dt’s Sleepy Time Down South er blásið til heiðurs þedm sjötuga. (Hver töfraðist eldd er Armstrong blés það sjálfur hér í Háskólabíói? Það var upphaf og jafnframt hápunktur tón- leika hans). Bldridge er teng- ill hins tradísjónella og hins módema trompetleiks. Hann tók við arfi Airmstrongs og Dizzy Gillispie sagði eitt sinn: „Þegar ég gat ekki blásið edns og Eldridge tök ég að blása eins og ég'gefi nú“. Fyrir 30 árum sikrifaði Armsitroing: „Eldridge hefur kraftinn og engum þýðir að brjóta heilann um ihve hátt Roy kömist á trompetinn, því hann kemst hærra en svo“. Nú er Eldridge nær sextuigur. Kannski hann komist ekki eins hátt og áður, en kraftinn hefur hann. Tónninn er ýmist skær eða rámur, en alltaf breiður og umfram allt heitur. Og bogar hann telur fyrir í allsherjar djammsessjón, Jumpin at the Woodside, er sveiflan stenk og það stimir alf EHdridge þaima í hópi Claude Luthers og allra hinna Frafckanna. Modemistar Það var kvöld módernistanna. Gítarsnillingurinn Grant Green og þeir framúrstefnumenn, Bretinn John Surman og Frakkinn Midhel Portal, hurfu í skugga tvístimisins, sem þó var jafn ólíkt sem dagur nóttu, Archie Shepps, höfðingja fram- úrstefnumanna og Stan Getz, krónprins hins svaia jazz. Getz er eins og tónlist hans með gráblá augu. Hann heilsar með gömlum kunningjum: X Remember ClifPord, Nicas Tempo. Síðan kemur nýtt lag eftir Jobim: The Slum Has’nt Change. Og að lokum verk eftir Ohidk Corea: Leda og með saxafón svans í stað lyftist Getz í tónaflugi djörfu en þó hefðbundnu. Það er annað upp á teningn- um þar sem Arehie Shepp ræð- ur rífcjum. Siðhærðir rýþma- leifcarar franskir, trylla góða stund áður en Shepp, klæddur upp á afrísku, gengur fram og sezt við píanóið. Hionum fylgja blásaramir Alan Shorter og Clifford Thorton. Shepp sýpur á bjórnum sínum og hamrar á píanóið af hjartans list. Þegar andinn kemur yfir blásarana -<S> I. DEILD Leikir í dag sunnudagr 30. ágúst. AKRANESVÖLLUR KL. 16.15 /A — Valur Vegna leiksins fer Akraborgin 'til Akraness kl. 15 og til baka að leik loknum. AKÚREYRARVÖLLUR KL. 16.00 ÍBA - ÍBK Mótanefnd. Verjum gróður — Verndum land ljóma þeir upp og ganga að hljóðnemanum og blása. Þegar hugmyndirnar em þrotnar hætta þeir að blása, leggja frá sér trompetana og fá sér bjór. Það er heitt að fara hamförum þarna suður við Miðjarðarhaf. Shepp hamrar enn píanóið. Thorton hefur setzt við hlið hans og þeir leika fjórhent þar til Shepp stendur upp, girípur saxafónmunnstykkið og tekur að blása. Hann blæs s-töðugt meðan hann setur saxafóninn saman. Fuirðutónar taka á sig mynd, urrandi reiðir, glelfsandi síðain mijúkir einsog grimmur angóruköttur og Shepp beygir sig, en þegar hann réttir sig aftur öskrar saxafóninn í hönd- um hans. Hann sleppir honum og hrópar: Bjargið þjóðunum áður en Bandaríkjamenn koma til að hjálpa þeim. Slhepp boðar byltin.guna: Alilt vald til fólks- ins. Rýfþminn verðu-r sterkari og sterkari og nú er Alan Shor- ter við hlið hans og þeir raula á einhverju Afríkumáli út f nóttina og hægt, hægt, unz öllu er loikið. Hey-ba-ba-rec-bop Þegar ég. var 11 ára edgn- uðulmist við bræður lítinn svart- an kött. Honum viar gefið nafn; Lionel Hampton, því þá stóð enginn honum framar, ekki einu sinni Tarzan eða Ormur Stórólfsson. Og nú sit ég suður á Rívem og fyrir framan mig stendur virtúósinn Lionel Hampton og slær fyrstu hljóm- ana í Flying Home á gullinn víbrafón sinn. Hampton er stjörnuleikari og hann er maður fólksins. Hllijóm- sveit hans er aðeins úndir- leikari, sem hlýðir minnstui bendingu meistarans. Hamrarn- ir dansa á víbraifóninum, Hamp’s Boogie Woogie, og á- finaim streymir tónlistin. Hamp- ton syngur The Spinning Wheel og allt í einu er hann seztur við trommumar og kjuðamir dansa eftir skinminu og hring- snúast í loftinu, fjórir í einu og' ailit er kryddað með hinum hamptoníska jarmii. Ékki gleym- ir h.amh helduir að leilka 12th Street Rag með tveimur fingr- um á píanóið, en þegar sjóvið er í algleymingi þyngist brún- in á vininum. Hann gengur að víbrafóninuim, I Can’t Get Started og hver ballaðan rekur aðra. Á stundum tvö - jatfn- vel fjórfaldar Ham.p tempóið og sérlhver skymjar að þarna leibur sá er valdið hetfur. Eng- inn impróvíserar jafn rýþmískt Hamptoni og þegar hann slær út í How High the Moon og gefur hljómsveitinní merki um að taka undir brjótast faign- aðarlætin út. Pólkið ætlar aldrei að s'leppa honum af VERNHARÐUR LINNET: 11ALÞJÓÐLEGA JAZZHÁ TIÐIN IANTIBES sviðinu. Þá leikur hann Hey- Ba-Ba-Ree-Bop og allir eru komnir upp á stóla, jafnt hipp- ar sem miðaldra millistétt og jafnvel einstaka milli með hvítt brjóst og gullslegna framhlið. Hamp hrópar og fólkið svarar, þó glósur eins og skúdiíbúblííeea vefjist dálítið fyrir því. Loks leikur Hampton When the Saints Go Marching In ög eins og vera ber stormar hljómsveitin með meistarann í broddi fylk- ingar af sviðinu í beinni sam- fylkingu og blandar sér meðal fjöldans og hann með trommu- kjuðana og svitinn eins og stór- fljót í leysingu. Þegar öllu er lokið vill enginn fara heldur er hrópað í kór: Heýbabareebop. Liohel Hampton kom. sá og sigraði. Með hvortu tveggja, sjóvi og tærri listsköpun. Þó margir hefðu kosið að hánn eyddi lengri tíma við víbrafón- inn er eitt víst að seint máist mynd Hamptons úr hugum þeirra er á hlýddu, þama í andvaranum í Juan-les Pins Garner engu líkur Sál í ham Stúl'ka er nefnd Aretha Franklin. Hún er helzt svo- nefndra séilsöngvara. Vinsæl er hún með afbrigðum. Hún er afburðasöngkona og synigur með meiri rýþma en maður á að venjast. Kannski skyggði helzt á söng ungfrú Franklin minn- ingin um sálmasöngkonuna Marion Williams er söng á þessu sama sviði í fyrra. Þeir er hlustuðu á Marion Williams í fyrra höfðu sömu sögu að segja, því árið áður hafði meistarasöngkonan Maihalia Jackson sungið í Juan-les-Pins og við hlið hennar fölnaði Marion Williams. En hivern listamann verður að dæma af eigin verkum og ung- frú Franklin er söngtoona af guðs náð og ekki er að efa að hún á eftir að vinna mikla sigra beri hún gæfu til að halda árunni hreinni. Hann er engu líkur Og nú er auglýst með trölla- letri: Finale du Festival. Récital Ermtl Garner. Og í fyrsta skipti féstívalsins er hvert sæti skip- að. Ég veit ekki hve marga þessi útivangur rúmar. Þúsund- ir, tugi þúsunda. Gamer lét bíða eftir sér i klukkuitíma. Hann fannst hvergi. Kannski hann hafi bara fengið sér g'las, en sviðið stéð autt utan á því miðju var mik- ill flýgill og svo stóll og á stólnum rauð símaskrá, þy>kk. Það fór ekki milli mála hver átti að leika. Símaskráin er eitt einkennismenki Garners, Hamp's Bo<}gie Woogie því enginn píanóstóll er hæfi- lega hár fyrir Garner þó hann sé ekki neimia tæpir 160 sentt- metrar á hæð. Loks gekk kynn- irinn fram og tilkynnti að Gar- ner væri kominn. Það var úað á hann. Tríó Garners gekk inn á sviðið og reyndi hljóð- færi sín. Frakkamir, sárreiðir yfir töfinni, úuðu enn. Þá kom Garner, í ljósgráum fötum og brillíantíngreiddur. Þögn. Hann gekk raHleiðis að flýglinum og hagræddi sér á símaskránni. Hann leit yfir mannf jöldan. enn þögn. Hann slö nokkrar nótur, tónaregn og. síðanmimmm og There Never Will Be Ano- ther Than You. Þá brast stífl- an. Fagnaðalátunum ætlaði aldrei að linna. Hvað var að bíða einn vesælan klukkutíma til að hlýða leik meistarans. Og þama sat hann. Hann og flýgillinn eitt, og hendur hans flUigu yifir tónborðið.. Gamal- kunnar ballöður eins og Laúra, Yesterdays, The Talk Of the Town öðluðust nýtt líf. Raullög eins og The Girl From Ipa- nema og The Shadow o£ Your Smile öðluðust nýtt líf þegar Gamer lagði út af þeim og notaði þau sem beinagrind meistarasólóa sinna. Blúsa lék hann af ótömdum krafti og stundum brá hann á leik og Chopin valsar í ragtime, List með garnerísku tónaregni eða Rachmandoff með sveiflu stungu upp kollinum milli frumsamdra millikafla sem gneistuðu af krafti fullir spennu sem Garner er flestum slyngari í að fram- kalla með gítarískum slögum vinstri handaar. Þegar Erroll Garner stóð á fætur um leið og hann sló síð- ustu tónana í Up In Errolls Room lauk 11. alþjóðlegu jazz- hátíðinni í Antibes, Juan-les- Pins. Sérhvert andlit ljómaði og þar mátti lesa: Erroll Garner, hann er engu lífcur. « >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.