Þjóðviljinn - 30.08.1970, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 30.08.1970, Qupperneq 10
J0 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Sunnudagur 30. ágúst 1970. NICHOLAS BLAKE: DÝPSTA UNDIN 3 — Eins konar kaupsýslumaður. Það mætti víst kaUa það eins manns fyrirtæki. Ég kærði mig ekki um að auglýsa starfsgrein mína. Það var betra að fól'k vissi ékki hver hún var. — Er það búð? — Búð þar sem óviðkomandi er bannaður aðgangur, sagði ég galgopalega. Haggerty leit snöggt til mín, líkt og skyndilega hefði runnið upp fyrir honum ljós; hann leit strax undan eins og hann vildi leyna þvi að hann hefði áttað sig á hlutunum. Ef ég hefði skilið hvað bjó undir þessu augnaráði, heifði ég getað kom- izt hjá ýmsum óþægindum síðar meir. En um leið kom kona inn á barinn og dró að sér athygli mína. Ég hef oft reynt að rifja upp fyrstu áhrif mín af henni. Á hölfðinu var hún með eitfhvert millistig milli knapahúfu og kirkjuberjarauðu kaskeitanna sem í þá daga var mjög í tízku meðal ungs fólks af báðum kynj- um. Ég tók strax eftir óstýri- látu hárinu undir kaskeitinu; það var sítt passíuhár, sem hafði verið í tízku í Englandi fyrir nckkrum árum — svart hár með rauðleitum bjarma. Hún gekk vaggandi líkt og sjómaður og sveiflaðá handleggjunum. Hún Var klædd skærgrænni peysus hárri í hálsinn og mjög” stuttu knallgulu pilsi, eins konar skota- pilsi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði séð konu á bar í írlandi og ég gerði ráð fyrir að það væri vegna þess sem það var eins og alílir viðstaddir karlmenn drægju að sér fálm- arana. — Hvemig líður þér, Des- mond? Hún sagði þetta á sama hátt og allir aðrir Irar, en rödd- in var ekki vitund írsk, hún var hljómfögur og dálítið sveita- leg um leið; þannig talar fólk í smábæum á Vestur-Englandi. — Vel eins og alltaf. Ertu með hans hátign í togi? c Ér É f* i EFNI ^// SMÁVÖRUR M TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 (II. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. — Var með hann. Býst við að hann hafi farið á klósettið. Ég tók eftir því að karlmenn- irnir á bamum drogu fálmarana enn betur að sér og það var eins og þeir stirðnuðu Síðan kom karlmaður inn, dálítið rei'k- ull í sporj — stór og fölur slött- ólfúr með hæruskotið hár, klæddur flauelsbuxum og lygi- lega lúðum sportjakka. Allir heilsuðu honum og allir vissu hvað hann hét. Fyr.st heyrðist mér þeir kalla hann „Plossie“; en svo mundi ég að nafnið Flonenee með styttingunni „Flur- ry“ -er talsvert algengt skímar- nafn karlmanna á Irlandi. Hann upphóf friðsamlegar deilur við Haggerty, sem stóð nú fyrir inn- an barborðið. Konan settist á háan barstól við hliðina á hon- um. Hún leit á mig snöggt en með mikiLu sjálfsöryggi, og teygði sig eftir whiskýglasinu sínu, sem barþjónninn hafði hellt í án þess að spyrja hvað hún vildi. Ég tók eftir því að slöttóilfur- inn laumaði fimTega ávísun að Haggerty og fékk í staðinn eitt- hvað af reiðufé. Hann leit á mig yfir öxlina og spurði Hagg- erty að einhverju; ég þóttist heyra að hann tautaði „Vestur- Englendingur“ — og ég vissi að slíkt er ekki talið mönnum til gildis í Irlandi. Enda þótt ég hafi aldrei verið haldinn ofsðknarbrjálæði að heit- iö gæti þá var ég þrælkúgaður eitt árið í skólanum, og sáðan hefur mér einlægt hætt til að írr.ynda mér að fólki geðjist ekki að mér. En ég man greinilega að við þetta tækifæri fannst mér sem þessu fólki væri ger- samlega sama hvort því félTi við mig 'eða ekki; það setti bara um mig gaddavír eins og ég heföi óforvarendis álpast inn á fund samsærismanna — já, á einhvern óskýranlegari hátt var eins og eitthvert róðabrugg gegn mér lægi í loftinu: karlmennim- ir tveir hvísluðust á við barinn, kvenmaðurinn þóttist ekki hafa áhuga á neinu öðru en whiský- glasi sínu og á rauðu leðurbekkj- unum meðfram veg-gnum stóðu menn sem forðuðust vandlega að líta hver á annan. En þessi ónotalegí blær stóð ekki lengi. Haggerty og stóri slöttólfurinn komu yfir um tiT mín. — Herra Eyre, þér verðið að afsaka að við skyldum skflja yður eftir einan. Við þurftum að ræða dállítið Hann langar til að kynnast yður. Slöttólfurinn rétti fram stóran hramm en handtak hans var mýkra og slappara en búast hefði mátt við. — Desmond segir mér að þér búið í þessairi vesölu hótelholu. Ég vona að Guð haTdi verndarhendi sinni yfir yðu-r. — Æ, hættu nú, FTurry, and- mælti hótelstjórinn. — Þér verðið að heilsa kon- unni minni. Harry! Hingað. Konan renndi sér niður aif bar- stóTnum — ég undraðist hve liðlega og léttiTega hún gerði það. Hún rétti mér TitTa hönd og ég tók eftir þvi hve grannur úlnliðu-rinn var, en handtak hennar var kraftalegt. Haggerty var horfinn. — Það gleðu-r mig að kynnast yður, sagði hún og bar hvert orð fram af svo mikilli vand- vTrkni að það var næsturn hlægi- legt. Hún hafði verið fullörlát á varalitinn og málað þunnar varirnar allt of rauðar. Au-gu hennar voru brún með græn- leitu. blæ, Mér brá næstum í brún þegar ég uppgötvaði að í rauninni var hún mjög falleg. Ég gleymd þvi aldrei, að ég fékk strax eins konar hugboð um að þessi kona sem sýndi-st í fljótu bragði ósköp hversdagsleg, með stóra, ólundarlega munninn og fu-11 náin augun, leyndi undir ytra borðinu ofsafengnu s-kapi, sem var annað hvort í þann veginn að fá útrás í gosi eða að fara í hundana. Þessi ósamstæðu hjón settust við borðið mitt. Flyrry og Harry. Trúlega Harriet. — Jæja, segið okfcur állt um sjálfan yður. Þetta va-r FTurry, fremur að gera að gamni sínu en að hann væri eiginfega for- vitinn. — Tja, hvar á ég að byrj-a. Ég er fæddur í Tuam og átti fróma og guðhrædda foreldra. Þriggja ára að aldri .. Harry hló. Litlar, regluiegar tennur hennar voru mjög hvítar. Hún ilmaði langt að af alltof sterku ilmvatni. — Vertu nú ekki að angra hann, FTurry. Af hverju á hann að segja okkur ævisögu sína? — Af því að hann á að gera það. Það koma ekki svo m-argir ferðamenn í þennan veraldar- innar afkima að við getum leyft okfcur að sjá þá í friði. Er það ekki satt, Harry? Ætlið þér að verða hérna leragi? Ég sagði frá því sem komið hefð-i fyrir bílinn minn. — Hvemig lízt yður á stað- inn? — Umhverfið er fallegt. Ég ætla ekki að halda því fram að Oharlottestown sé neitt sér- stakt auignayndi. Var það búðin yðar sem ég -gekk framhjá? — Nei, svo hátt er ég ekki skrifaður. Það er bróðir minn, sem á hana. Yngri bróði-r minn. Við köllum hann „borgarstjór- ann“, Hann á hálfan bæinn. Hann vill komast upp á tind- inn, hann Kavin. Er of nær- göngult að spyrja hvað þér gerið? — Ég sk-rifa bæk-ur. Þetta glopraðist út úr mér áður en ég var búinn að átta mig. Ég var fokreiður sjálfum mér, vegna þess að undir niðri vissi ég að ég sagði þetta fyrst og fremst til að hafa ha-gstæð áhrif á Harry. Ég leit varfæmislega í kringum mig. Eng-in-n virtist hafa verið að hlusta á það sem ég sagði. Flurry glennti upp augun. — Skáldsa-gnahöfundur? sagði hann og mér líkaði ekki alls kostar hvemig hainn sagði það. — Heyrðirðu þetta, Harry? Maire verður óð í að kynnast honum. — Ég er að hu-gsa um að kalla hann „Skálda* sagðj koinan hans. — Ég verð að frábiðja mér það. Nei, í alvöru talað, ég kæri mig ekki um að fól-k fái að vita — — Skammist þér yðar fyrir að skrifa bækur? spurði hún frj'álslega. — Auðvitað ekki. En — — Þér eruð sem sé kominn til að grandskoða þá inn-fæddu undir dulnefni? sagði Flurry. — Nei, nei. Ég æblaði bara að finna mér friðsælan stað, þar sem ég gæti skrifað næstu skáldsöguna mína. Hún gerist alls ekki á Irlandi. Fluirry sló hressilega á öxl mér. — Já, en þá getið þér búið hjá okkur, sagði hann ák-af- ur. — Eins lengi og þér viTjið. Við höfum ótal -herbergi. Vakn- aðu, H-arry! Er það ekki góð hugmynd? Það var hugmynd sem mér leizt ekki á. Ég hafði heyrt tals- vert látið af írskri gestrisni, en þetta var næstum of mi'kið af því góða. Ég sagði þeim að ég hefði í hyggju að taka á leigu smáhús, þar sem ég gæti stundað iðju mína í næði. — Ef þér hafið áhyggjur af fjárhagshliðinni, þá getið þér bara tekið herbergi á leigu hjá okkur. Hve mikið getið þér btxrg- að? Núja, þessi alúðTegi slöttólfu-r er þá á hnotskóg eftir slíku, hugsaði ég, og þessa-r gmnsemd- ir mínar hljóta að halfa sézt í svip mínum. — Þér gætuð verið Harry til skemmtunar — tveir Englendingar í hópi trylltra Ira. Jæja, skítt með það. Ef þér viljið það ekki, þá er ekkert um það að tala. Vandræðaleg þö-gnin sem á eftir kom var notuð til að panta nýj-a drykki á borðið. — Hvað um hús Joyces? sagði Harry allt í einu; hún hafði setið þegjandi og gón-t niður í glasið sitt Flurry sló sér á lær með stór- um hramminum. Sem ég er lifandi, þú ert svei mér klár í koillinum. Hann upphóf mikla ltfgjörð um húsið sem var hálf- an annan Mlómetra frá heimili hans. Siðastj íbúi þess, ekkjan Joyce, var nýdáin, og Kevin Lœ- son hafði keypt húsið og endur- nýjað það í þeirn tiT-gangi að leigja það ferðamönnum. Flurry hélt að hann væri ekki enn bú- inn að ná i leigjanda fyrir sum- arið. .Og svo bætti hann við með glettnisbliki i au-gum: — Og svo get ég kreist sm-ásummu út úr Kevin bróður, og við verðum allir hæstánægðir. Þessir stórfurðulegu írar. Þelr geta lesið hugsanir annarra manna og komið hlutunum þann- BIFREIÐASTJORAR Við kaupum slitna sólningarhæfa NYLONHJÓLBARÐA, a veröi, sem her segir: BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavík, c Fólksbíladekk: flestar stærðir kr. 200,00 Jeppadekk: 600—650 — 250,00 700—750 — 300,00 Vörubíladekk: 825X20 — 800,00 900X20 — 1000,00 1000X20 — 1200,00 1100X20 1400,00 30501 HARPIC er flmandi efni sem hreinsar salernfsskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. ilííiiíílilíii!ílííiiií!iiilíiíiíiliiliííllíSiilííii!iiíliííill!iiIiilíillíiiíliíilliíliliííiilíiiliiiíiiííííílIiiííi!iííiiílíi!!iil!itlill!ll ............................. . ....... : , -.... ' ••••.................................................../ HEFUR TEPPIN SEM HENTA. YÐUR TEPPAHUSIÐ SUÐURtANDS- BRAUT 10 * SÍMI 83570 Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar MarsTradlng Companylif Laugaveg 103 sími 1 73 73 Volkswageneigendur Höfum fyrlrliggjandl BRETTI - HURÐÍR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen I allflestum litum. — Skiptutn á einum degj með dagsfyrirvara fyrix ákveðið verð. - REYNIÐ VIÐRKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Sklpholti 25 — Síml 19099 og 20988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.