Þjóðviljinn - 06.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVŒLJiIINN — Sumnudaigur 6. septeimlber 1970. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Lltgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjórar: Útgáfufélag ÞjóSviIjans. Eiður Bergmann. Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Slgurður V. Friðþjófsson Svavar Gestsson. Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fréttarltstjóri: Ritstj.fulltrúi: Auglýsingastj.: / trúnaði jpyrir nokkru greindi Þjóðviljinn frá því að for- ustumenn stjórnarflokkanna hefðu komið sér saman um það að leggjia fyrir fulltrúa Alþýðu- sambandsins tillögur þess efnis að vísitalan verði að nokkru tekin úr sambandi, svo að ekki fáist uimsamdar bætur fyrir þær stórfelldu verðhækk- anir sem nú dynja yfir, m.a. á hversdagsleg- ustu matvælum. Þessi frásögn Þjóðviljans vakti mjög almenna athygli og hún kom að vonum mjög illa við málgögn stjómarflokkanna. En hún hefur komið illa við fleiri. í sáðasta eintaki af Nýju landi frjálsri þjóð eru höfð eftir Bimi Jóns- syni, varaforseta A.S.Í., mikil gífuryrði um Þjóð- viljann og Alþýðubandalagið af þessu tilefni. Segir þar að fré.tt Þjóðviljans hafi verið birt til „að torvelda lausn þessara brýnu vandamála“ og síðan segir orðrétt: „Enda er það meginstefna Al- þýðubandalagsins að ala undir óróa og ofstæki, og er öllum tækjum til þess beitt... Til þess að ná marki sínu gæta Alþýðubandalagsmenn þess einnig að svíkja allan þanh trúnað, er þeim er sýndur, hvort sem er í nefndum, ráðum, stjórn- urti eðá annars staðar.“ Þanníg hefur BjÖrn Jóns- son viljað fá að fjalla um tillögur ríkisstjórnar- innar í „trúnaði“; ef launamenn fá vitneskju um fyrirætlanir valdamanna stuðlar það að „óróa og ofstæki“ eins og komizt er að orði. Er einkar fróð- legt að kynnast þesisu viðhorfi hjá blaði sem kennir sig við verklýðshreyfingu og vinstristefnu. J^r þetta ef til vill vísbending um það að nú ætli Bjöm að dusta rykið af gömlum kenningum sínum um kjaramál? Fyrir nokkrum áruim boðaði hann þau fræði að hin hefðbundna kjarabarátta væri úr sögunni; hún væri komin á nýtt stig og færi í staðinn fram í verðlagsnefndinni! Hafa a’f- rek Bjöms í verðlagsnefndinni vissulega ekki far- ið fram hjá nokkrum manni að undanförnu, og kannski er sú reynsla honum og félögum hans hvatning til þess að hefja nýtt makk við stjórn- a'flokkana. Hvar eru lækkanirnar? Jjegar íslendingar gengu í EFTA var sagt að sú ráðstöfun myndi hafa blessunarrík áhrif á verðlagsþróunina. Þegar tollar yrðu felldir nið- ur af iðnaðarvamingi frá EFTA-löndum myndi verðlag lækka á ýmsum varningi. Fyfsti áfangi þessarar tollalækkunar er sem kunnugt er kom- inn til framkvæmda og jafngilti hundruðum milj- óna króna á ári. En hvar eru verðlækkanimar á binum innflutta iðnvarningi? Hann hefur yfir- ] eitt haldið áfram að hækka að undanförnu. Hafa t ollalækkanirnar ef til vill runnið til kaupsýslu- manna í ofanálag á þá stórfelldu álagningarhækk- un sem fulltrúar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sj álfstæðisflokks samþykktu í sumar? — m. Andlegt jafnvægi í heiminum. — Hvar eru mörkin? — Þrjár uppsuður í Þjóðleikhúsi H.E., Ari og Leikhúsgestur eiga bréf í Bæjarpóstinum að þessu sinni og fjalla þeir um ýmsar hliðar lífs og tilveru, eins og gengur, jafnvægi í menningarpólitík, Htt djarfar kvákmyndir í sjónvarpi og leikritaval fyrir komandi vetur, . Elskulegur Bæjarpóstur. Við íslendingar verðum eins og margar smálþjóðir aðrar fyrir menningarsókn frá stór- veldum og er ekikert við því að segja. Bandaríkin hafa sig ekki mikið í framrni dags daglega, liklega vegna þess að þau telja sig eiga heila móverkið hvort sem er um sjónvarp, kvikmyndahús, blöð og aðrar sjálfvirkar leiðir. Rússar eru svo að reyna að hamla á móti með tónlistar- fólki Dg útbreiðslustarfSemi. Ég hef ekkert mdsjafnt um þetta að segja annað en að mér flnnst stórveldin vera of fá í þessum skemmtilega leik. Hvar eru nú vinir okkar Frakfcar? Eða þá Maó oddviti og hans menn? Mér finnst satt að segja að þessi veldi sýni okkur ekkd verðugan sóma, né heldur viöleitni til andlegs jafnveegis í heiminum. H.E. Vinur minn Bæjarpóstur. Fyrir nokkru talaði kona í útvarpíð og þýsnaðist mikið jrfir klámmyndum og öðru ó- siðlegu, sem sjónvarpið sýndi. Þegar ég hafði híegið góða stund að þessum ummælum, því að hér er um algert öfug- mæli að ræða, datt mér í hug, hvort það væri kannski á stefnuskrá sjónvarpsins að sýna ekki það sem kallað er djarfar myndir. Þessi stóri þáttur mannlegs lífs er svo til gersamlega vanræktur, meðan sjónvarpið dengir yfir mann alis konar glæpamynd- um, með vafasömum siðferð- isboðskap. Það væri fróðleigt að fiá svöir við þvú, hvers veigna kynferðdsmyndir eru ekki sýndar t>g hvar mörkin séu. Ari. Kæri Bæjarpóstur. Við höfum verið að lesa margskonar tíðindi úr menn- ingarlífinu og nú síðast hafa leikhússtjóramir verið að gera grein fyrir vetrarstafseminni. Ég get eikki að því gert að álykta sem svo, að þeir hjá Iðnó komi vel út úr þeim samanburði. Sérstaklega lízt mér vel á það að þedr færa út kvíamar og halda sig ekki einungis við þetta litla svið sem þeir halfa, heldur ætla út í skólana og svo út um íandið, Vertefnavallið virðist forvitnilegt, en þó saknar maður þess að þeir hafa ekki boðað neitt nýtt íslenzbt verk fyrir utan Kristnilhaldið. Hin kiassísku verk Þjóð- leMiússins eru góð fyrir sinn hatt, en heldur verður mynd- in nú daufleg að þeim sleppt- um. SérstáMega á ég erfitt með að skilja þá ráðstöfun að fara af stað með söngleik fyrir tvær manneskjur, soðinn upp úr gömlu leikriti sem margir hafa séð á þessu sama sviði. Og svo er söngleikurinn soðinn upp úr Zorbasi. Og svo er gamanleifeuir soðinn upp úr útvarpsteikriti. Og svt> er dramatískur ledkur, soðinn upp úr Svartfugli. Það getur verið að eitthvað af þessu sé gott og sérstaklega munu menn eftirvæntingarfullir eftir Svarttfugli, en er hér etkki um heldur hæpna stefnu að ræða, góðir hálsar? Leikhúsgcstur. I . olympíuskákmótið hóf st Vestur-Þýzkalandi í gær Olympíumótið í skák, hið nítjánda í röðinni, hófst í gær, laugardaginn 5. september, í bænum Siegen í Vestur-Þýzka- landi. Mætast þar við skák- borðin flcstir af snjöllustu skákmönnum heims. Vemdari olympíumótsins er dr. Gustav Heinemann. for- seti Sambandslýðv. Þýzkiatands. Mótshaldið er að sjálfsögðu mikið fyrirtæki og kostar ær- inn penirig. en undir kostnað- inum standa opinberir áðilax í Vesttlr-Þýzkalahdi, sambands- stjómin, héraðið Nordrhéin- Westfalen, borgaryfirvöld í Siegen o.s.frv. Starfsmenn munu verða um 129 meðan á mótinu stendur. / Mótsstaðurinn, borgin Sie- gen. er í Mið-Þýzkalandi, um 100 km austan við Köln. Ol- ympíumótið fer fram í ný- tízkulegri byggingu, „Sieger- landháHe“, ráðstefnuhúsd þar -------------------------------- sem er stór salur Ul furida- halda (tekur um 2500 manns í sæti) og fjölddnn allur af rninnj salarkynnum og her- bergjum, og að sjálfsögðu veit- ingasalur. Áhorfendur eiga að SINNUIVI LENGRI LÝSING nma 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framieiddar fyrir svo iangan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HQNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 geta fylgzt me'ð hverri skák, án þess að trufla sikákmennina. Sem fyrr var sagt munut flestir snjöllustu skákmenn mættir til leiks og eru þátt- takendur frá um eða yfír 60 þjóðum. Þarna verða skák- menn frá nokkrum löndum nú í fyrsta sinn með á olympíu- mótí, m.a. Færeyingar, Japan- ir, Ný-Sjálendingar og Rhodes- íumenn svo dæmi séu nefnd. Þess má að lokum geta, að hinn frægi málari Peter Paul Rubens fæddist í Siegen árið 1577. Borgarsiafnið þar í bæ mun sýna nokkrar af myndum bans meðan á olympíumótinu stendur. IBM-skákmótið í Amsterdam IBM-skákmótið svonefnda, hið 10. í röðinni, var baldi’ð í Amsterdam dagana 13. júlí tíl 1. ágúst. Sigurvegarar urðu þeir Polugajevski og Spasskí frá Sovétríkjunum; þeir urðu jafnir með ll%vinning hvor. í þriðja sæti var Uhlmann frá A'Jstur-Þýzkalandi með IOV2 virming. Geller frá Sovétríkj- unum varð fjórðd með 10 vinn- inga, fimmti Hort frá Tékkó- slóvakíu með 8% vinning og sjöttj GHgoric frá Júgóslavíu með 8 % vinning. Þessiir sex skákmenn tóku sem kunnugt er þátt í keppni sovézkra skák- manna og skákmanna frá öðr- um hlutum heims, svo að þa’ð kom ekki á óvart að þeir skyldu raða sér í efstu sætín. Polugajevskí var efstur fyr- ir síðustu umferð IBM-móts- ins, en í þeirri umferð gerðd. hann jafntefli við Hollending- inn Langeweg — stórmeistara- ,-j afntefli r í - aðeins 8 leikjum. Spasskí, sem var hálfum vinn- ingin neðar en Polugajevskí fyrir síðustu umferð vann sína sfcák gegn Csom frá Holiandi í þeiiri urnferð og þar með sámá hieildarvinningafjölda og Polugajevskí. Frá Finnlandi Vesterinen var’ð Finnlands- meistari árið 1970. Sigraði hann með gífurlegum yfir- buirðum á meistaramótinu, bla'Jt 4% vinning umfram næsta mann, Havansi sem var í öðru sæti með 9 vinninga. Frá Tékkóslóvakíu Hort varð skákmeistari Tékkóslóvakíu í fyrsta skipti í ár, hiaut 12% vinning á meistaramótinu. í 2, og 3. sæti voru þeir jiafnir Jansa og Sme* bal með 11% vinning. Frá Buenos Aires Eftír 14 umferðir á stórmót- inu sem þar hefur staðdð yfir að undanfömu var staða efstu manna þessi: 1. Fischer 13 vinn^ (hafði unnilð 12 skákir en gert 2 jaínteffli) 2. Tukmakof 9% vinn. 3. Reshevsky 9 vinn. 1-2 herbergja íbúð með baði) óskast frá •któber í miðbænum eða nágrennj Kennara- kólans. Jpplýsingar í síma 40338. Leyndardómur góðrar uppskriftar! Uppskrift verður aldrei góð, ef notuð eru léleg hráefni. Þetta vita allar reyndar húsmæður. Því hefur Ljóma Vítamín Smjörlíki verið mest selda smjörlíki á íslandi í mörg ár. LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖR- LÍKI GERIR ALLAN MAT GÓÐAN OG GÓÐAN MAT BETRI ÉÐ smjörlíki hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.