Þjóðviljinn - 15.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ'JÓÐVTUINN — Þríðjojdagur 15. septemlber 1970. — Máigagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórk Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestsson. Auglýslngastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 Iinur). — Áskriftarverð kr. 165.00 ó mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Fyrir opnum tjöldum jþegar Þjóðviljinn greindi frá því að ríkisstjóm- in og sérfræðingar hennar stefndu að því að skerða kaupgjaldsvísitöluna, brugðust stjómar- blöðin ókvæða við og raunar einnig litla blaðið með langa nafnið, Nýtt land frjáls þjóð. Var þess krafizt að hinir æfðu stjórnjmálamenn fengju að ræðast við í kyrrþey um verðbólgumálin, án þess að almenningur væri með ótilhlýðilega afskipta- semi, og Alþýðubandalagsmenn voru hrakyrtir sérstaklega fyrir að bregðast trúnaði, eins og mál- gagn hannibalista orðaði það. En staðreyndir verða ekki umflúnar til lengdar. Nú hefur Morg- unblaðið hafið opinberan áróður fyrir því að vísi- talan verði skert á nýjan leik og takmarkaður sá árangur sem launafólk náði með harðri baráttu í vor. í Reykjavíkurbréfi í fyrradag segist Morg- unblaðið 'telja það furðulegt „að þeir, sem telja sig umboðsmenn hinna lægra laimuðu, skyldu halda fast við kröfuna um fullar vísitölubætur á launum". Og í annan stað segir blaðið: „Nú standa yfir... viðræður um lausn verðbólguvandans og leiðir til þess að tryggja að verulegu leyti þær kjarabætur, sem um var samið í kjarasamning- unum sl. vor.“ Lykillinn að þessari setningu er orðin „að verulegu leyti." Það á að sögn Morgun- blaðsins sjálfis að skerða þær rauntekjur sem um var samið í vor, og aðferðin á að vera sú að hag- ræða' vísitölunni. ^stæða er til að ítreka þá kröfu að ríkisstjóm- in geri grein fyrir hugmyndum sínum og rök- semdum í heyranda hljóði. ímyndi hún sér að samkomulag geti tekizt um að breyta ákvæðum þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í vor, eru verklýðsfélögin sjólf samningsaðili, þeir tugir þús- unda rnanna sem beint eða óbeint stóðu að kjara- baráttunni. Það er óviðunandi með öllu að verið sé í laumi í lokuðum hópi að pukrast með tillög- ur sem snerta afkomu og réttindi flestra launa- manna á íslandi. Telji ráðherramir og aðstoðar- menn þeirra sig hafa fundið lausn sem fullnægi öllu réttlæti ætti þeim ekki að vera neitt að van- búnaði að ræða hana fyrir opnum tjöldum. „Þjóíarskömm ■i þjóðviljinn hefur áður bent á fróðlega ályktun frá kjördæmisþingi Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, svohljóðandi: „Kjördæmis- þingið telur, að ástandið í réttarfari, dómsmálum og fangelsismálum þjóðarinnar sé þjóðarskömm, og átelur þingið harðlega stjóm þeirra mála und- anfarin ár. Telur þingið að tafarlaust verði að hefjast handa um endurbætur og endurskipulagn- ingu á þessu sviði.“ Svo undarlega hefur brugðið við að Morgunblaðið hefur ekkert sagt um þessa grimmilegu gagnrýni á Jóhann Hafstein. Er blaðið sammála þessu mati? Var það ef til vill þessi „þjóðarskömm“ ,sem olli því að dómsmálin urðu fyrir valinu þegar leitað var að verkefnum handa nýjum ráðherra? — m. Íslandsmótið 1. deild: Fram — ÍBA 7:1 Ókræsilegt veganesti fyrir ÍBA ÍBA hélt í Evrópukeppnina með 1:7 tap í veganesti □ Vissulega hefði veganesti Akureyringa í Evrópu- keppnina getað verið betra en 1:7 tap fyrir Fram, en Ak- ureyringar leika á morgun í Evrópukeppni bikarmeistara. Hörtnulegri vamarleik hef ég sjaldan séð en hjá ÍBA gegn Fram sl. sunnudag, enda er Fram-liðið þekktara fyrir annað en að skora mörg mörk, en að þessu sinni gátu framherjar þess næstum því gengið í gegnum ÍBA-vöm- ina að vild sinni. Þeir em frekar óvanir slíkiri gestrisni sóknarmenn Fraim, en þegar hún býðst kunnna þeir sannarlega að nota sér hana. I>að eina sem vantaði upp á að gestrisnin værj fiuillkiomin var Svo virðist sem heimavöllur- inn sé heldur lítils virði fyrir ÍBV-liðið. Það hefur tapað 4 af þeim 6 leikjum er það hefur Icikið í Vestmannaeyjum og nú síðast fyrir KR sl. laugardag. KR-ingar sigruðu verðskuldað í Eyjum á laugardaginn og hefur liðið nú heldur bctur tekið við sér aftur eftir heldur slakan kafla framan af síðari umferð- inni í 1. deildarkeppninni. KR-ingar léku undan golunni í fyrri hálfleik og skoruðu þá bæði mörfkin og gerði það hinn bráðefnilegi nýliði í KR-liðinu, Bjöm Ottesen. Fyrra markið kom um miðjan fyrri hálfleik og skoraði Bjöm það með skotj af löngu færi, sem Páll Pálrna- son réð ekki við. Síðara markið að maður heyrði varnarmenn IBA aldrei segja „gerið svo vel“. En að öllu gamni slepptu, þá er manni spurn, hvemig vöm þeirra Norðanmanna gat verið svona léleg. Raunar var skoraðd Björn svo stuttu síðar með því að leika á tvo vamar- menn ÍBV og kornast þannig í ágætt færi innan vítateigs og skotið var óverjandi. 1 síðari hálfleik sóttu heima- menn stíft, en KR-ingar lögðu áherzlu á vömina og tókst að hrinda öllum sóknarlotum IBV, þótt stundum munaði ekki miklu. Mest geta KR-ingar þafckað Magnúsi Guðmundssyni marloverði, en hann stóð sig með mikilli prýði og varði markið ai£ snilld. Með þessum sigri hafa KR- ingar lyft sér upp í 3ja sæti ásamt Fram og sýnir þetta hve skammt er á milli botnsins og toppsins, því að fjrrir rúmri viku voru KR-ingar ekiki leikiurinn í heild sinni xnjög sdakur, en ekkert af homum þó eins og vöm ÍBA. Þetta byrjaði strax á fyrstu mínútunum. Þá skoraði Hélgi Númason fyrsta markið með skalla, en síðan kom dálítið hlé eða þar til á 25. mínútu, en þá komu mörkin llka edns og á færibandi. Nýliði í Fram-liðinu, Gunnar Guðmundsson, skoraði mark númer 2 og þrem mín- útum síðar skoraði Kristinn Jörundsson 3ja mankið og á 32. mínútu Helgi Númason hið 4ða, Þá skoraði Kári Árnason eina mark ÍBA á 40. mínútu og var komnir úr faUhættu. Heima- menn í Eyjum undu illa þess- um úrslitum og létu áhorfendur bæði leikmenn KR og dómar- ann óspart heyra það. Þessi framkjoma áhorfenda í garð að- komuliðanna og dómaranna úti á landi er að verða alveg ó- þolandi fyrir þá. Þessir menn ern þarna komnir til þess að leikurinn, sem fólkið er komið til að horfa á, geti farið fram og álhorfendur verða að læra það að lið þess getur tapað og við því er ekkert að gera annað en að gera liðið betra. Þessi framkoma áhorfenda á ekki bara við í Eyjum, heldur víðar úti á landi. Og því fer fjarri að áhorfendur í Reykjavik séu einhverjir englar í þessum efn- um. — S.dór. það gert með skalla. A 42. mín- útu skoraði Kristinn Jörunds- son 5ta markið með skoti af 25 metra færi og aftur var Kristinn að verki á 44. mínútu og skoraði þá 6ta markið. Stað- an í leilahléi var þvi 6:1 og eru ár og dagar síðan þessi marka- tala hefur staðið á töflunni í leikMéi í 1. deildarleik, svo að maður tali ekki um Fram í vil, því að í þessum eina leik skoraði Fram fleiri mörk en liðið hefur stundum gert í 5-6 leikjum. Síðari háilfleikurinn var mun slafcari þeim fyrri, enda lögðust Framarar nú í vörn og varð leikurinn bæði þófkenndur og leiðinlegur á að horfá. Þó náðu Framarar að bæta einu marid við og var Helgi Númason þar að verki á 15. mínútu og skor- aðd þar sitt 3ja mark í leiknum. Þó slök vöm IBA hafi átt stærstan þátt í þessu marka- flóði, þá gerði afturkoma Helga Númasonar þar strik í reikn- inginn. Helgi hefur verið frá í mest ailt sumar vegna meiðsla, en hann er mjög góður sóknar- leifcmaður og gerbreytir fram- linu Fram, þegar hann leikur með. Þá átti Marteinn Geirsson mjög góðan leifc, og sama má segja um Ásgeir EMasson. Kristinn Jörundsson er einn af þessum markheppnu framherj- um, og gerir lítið fram yfir það að skora mörk, en er það ekki aðalafriðið? Leiki iBA-liðið eitthvað þessu liíkt á morgun er það mætir inótiherjum sínum í Evrópu-«, keppninni, þá kvíðir maður fyrir að heyra úrslitin. Enginn leikmanna ÍBA lék þannig*s£ ástæða sé til að geta hans sérstaklega nema Skúl; Ágústs- son, Hann var sá edni, er reyndi að byggja upp samleik, en það var til lítils fyrir hann, sam- herjar hans höfðu engan' áhuga á því, Dómari var Einar Hjartarson og dærndi ágætlega. — S.dór. Getraunaúrslit Nýtt heimsmet sett í fimmtarþraut kvenna Austur-þýzka stúlkan Burglinde Pllak, sem sést hér á myndinni, setti fyrir fáum dögum nýtt heimsmet í fimmtarþraut kvenna í frjálsíþróttum. Hlaut hún 5460 stig, en eldra metið var 5352 stig og átti það austurriska stúlkan Liese Prokop, Árangur Burglinde Pllak í einstökum greinum var sem hér segir: 100 m grindahlaup 13,3 sek., kúiuvarp 15,57 m, hástökk 1,75 m, langstökk 6,20 m, 200 m hlaup 23,8 sek. Það hefur vakið verðskuldaða athygli manna hve gifurlegar fram- farir hafa orðið á öllum sviðum iþrótta hjá A-Þjóðverjum. íþróttafólk þeirra setur nú hvert heimsmetið á fætxu: öðru í lvinum ýmsu greinum íþrótta, þó að hæst beri árangur þess í sundi og frjálsíþróttum. íslandsmótið 1. deild. KR — ÍBV 2:0 Heimavöllurinn lítils virði fyrir Vestmannaeyja-liðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.