Þjóðviljinn - 23.09.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifeudaigui- 23. september 1970. Bólusetning gegm kóleru í Líbanon. í þessari grein, sem áður hefur verið getið hér í blaðinu og birtist í franska dagblaðinu „Le Monde“ fyrir nokknim dögum, gerir læknirinn Escoffier-Lambiotte grein fyrir því, að kólera sé bölvaldur fátækra þjóða sem búa í senn við læknisskort og hafa heldur ekki tök á því að hlíta einföldustu heilbrigðisreglum. Jafnframt bendir hann á að þótt kóleran sé í senn hættulegur og oft banvænn sjúkdómur, sé hún með meinlausari farsóttum sem sótt geti á „ríka og vel nærða“ Evrópumenn. Greinin nefnist á fnHnmálinu „Le silence et la pauvreté11 — eða „Þögnin og fátæktin" — þögnin um raunverulega útbreiðslu drep- sóttarinnar og örbirgðin sem er valdur að henni. MkfiU. mek~i m mumu® ii'WÍik'Síf. n.’.l WHtite'. rHtHHHtHHrW ííuí <í‘> fóolt/ra r'j'X/rinu'jfflifiiíítlfrí^nt o-.i wti Hér birtist aftur til frekari glöggvunar lesendum kort þaö sem fylgdi grein dr. Escoffier- Lambiotte og sýnir útbreiðslu kólerunnar. Dökku dílaruir sýna hvar hún hefur stungið sér niður á síðustu mánuðum og misserum en innan hringanna er kóleran landlæg drepsótt. Kólerusjúklingar á sjúkrahúsi í Suður- Kóreu. Franskur landamæravörður tekur á móti gestum frá kólerulandi. KÓLERAN, BÖL FÁTÆKRA ÞJÓÐA Bólusetning gegn kóleru er ekkj sársaukalaus en veitir algera vörn gegn sjúkdómnum um Frá ársbyrjun 1970 hefur ver- ið skýrt opinberlega £rá því að 11218 menn hafi veikzt af kól- eru í ellefu ríkjum í Asíu og 1833 látizt. Árið 1969 var tala þeirra manna, sem voru af stjómvöldum sagðir hafa látizt úr kóleru, 4580. En allir sér- fræðingar vita að þá tolu verð- ur að margfalda með tuttugu a.m.k. og enginn — nema Heil- brigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) — hefur til skamrns tíma haft miklar áhyggjur af þessari drepsótt, sem hefur í meira en öld verið bundin við hinn fátækasta hluita austurlanda Árið 1965 barst þó kóleru- sýkillinn alla leið að ströndum Kaspíahafsins og Svartahafsins. Hann barst wm Pakistan, Afganistan og íran og komst til Iraks og Tynkiands og dó þar út í fyrstu vetrarkuldunum í ofctóber 1966, Sinnuleysi vcsturlandabúa. Dagblöð skýrðu frá þessum atburðum, en hinir auðugu og vel nærðu vesturlandabúar haifa ekki meiri áhuga á slíku en þeim mikia feUi, sem þólu- sótt og mislingar valda í þríðja heiminum á ári hverju, Þeir sem búa við allsnægtir líta á ójafnrétti manna gagnvart sjúkdómum og dauða, og ó- réttláta skíptingu gæða vísind- anna sem óumflýjanleg örlög á okkar tíma, og menn gleyma hættunni vegna fjarölægðarinn- ar. Kólerufarsóttar varð siðast vart í Evrópu í lok nítjándu aldar, en þá var hún mjög staðbundin og kom aðeins upp í hafnarborgum, þar m skipa- kMmnur frá austurlöndum voru tíðar. Fýrr á öldinni höfðu slík- I ar farsóttir gengið um aila Evrópu. Berst til Sovétríkjanna. 6. ógúst i sumar var skýrt frá því í Moskvu að menn hefðu sýkzt af kóleru í Astrak- an (eins og 1965). Viku síðar voru héruðin á ströndum Kaspíahafs og Svartahafs sett í stranga sóttkví. Ferðamönnum var bannað að fara til Ödessu, Batúm, Volgograd og Úljanof. Margir evrópskir ferðamenn dvöldust i nálægari Austur- löndum, þar sem yfirvöld Líbanons, Sýrlands og Jórdan- íu fóm að bólusetja íbúana en lýstu þvi þó yfir að þar hefði eikki komið upp kólera. Þá gusu upp alls kyns kvik- sögur: Kóleran hafði borizt til Sovétríkjanna frá Egyptalandi með sovézkum hemaðarsér- fræðingi.. Stjórn Egyptalands neitaði þessu með krafti ör- væntingarinnar, þvi að henni voru í fersku minni þau öm- urlegu áhrif, sem síðasta kól- erufarsóttin í landinu, 1947, hafði haft á efnahagslíf lands- ins og ferðamannastrauminn þangað Kvittir og tilgátur. En 20. ágúst lýsti stjórn Libýu því yfir að „einstaka menn“ hefðu sýkzt þar af kól- eru, og ísraelsmenn skýrðu frá því daginn eftir að sex sjúkiingar hefðu verið fluttir frá arabískum flóttamannabúð- um í sjúkrahús. Sama dag er skýrt frá því að „óþekkt far- sótt“ geysi í Gíneu. Vegna þagnarskyldu Heilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna gengu hinir furðulegustu kvittir og tilgátur um farsóttina. Flest- ar ríkisstjómir komu þá upp hedlbrigðiseftirliti á landamær- i unum, en það dregur mjög úr ferðamannastraumi, skaðar ut- anríkisviðskipti og vekur skelf- ingu almennings. Dagtolöð skrilfuðu ógnvekjandi greinar um drepsóttina, og í enskum og bandarískum blöð- um voru birt kort — venjulega ónákvæm — um útbx’eiðslu kólerusýkilsins E1 Tor frá Cele- bes, þar sem hann kom upp 1961, til Kóreu, Suður-Rúss- lands, Miðjarðarhafslandanna og Afríku. Ferðamenn flykktust að flugvöllum í austurlöndum nær, og Parísarbúar streymdu í læknamiðstöðvar til að láta bólusetja sig, þótt sú bólusetn- ing væri óþörf, því að engin kólera var í FrakMandi. Veitt áminning. 28. ágúst skýrði heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna frá þeim kólerusjúklingum, sem tilikynnt hafði verið um í Israél, Libanon og Libýu í hinni vikxiiXegu skýrslu sinni, og gaf þeim stjórnum einnig aðvörun, sem væra „tregar til að sikýra frá því að menn heíðu sýkzt af kóleru í löndurn þeirra, þótt trúverðugar en óopinberar heimildir væru fyrir þvtf að sjúkdómuxinn hefði borizt þangað og athugun á útbreiðslu hans annai’s staðar benti til hins sama.“ í þessari skýrslu var skýrt frá þeim fáránlegu ráðstöfunum (bólusetningu ferðamanna o.þ.h.) sem fjörutíu lönd höfðu gert til að verjast sjúkdómnum, og sýndi hann, að allir grunuðu alla, og menn þóttust verða sjúkdómsins varir alls staðar nema í Vestur-Evrópu og Ameríku. Vegna þessarar ringulreiðar og síaukins ótta almennings, braut Heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna sínar eigin i reglur og tilkynnti það opin- berlega, að kólerufaraldur geis- aði í Cíneu, og bar hún stjóm- ir Irans og Egyptalands söteum og gaf þeim löndum nýja að- vörun, sem „skýrðu ekki frá kólerufarsótt og vildu heldur bjarga orðstír sánum og verzlun en sjútelingum“. Rcttmæt ádeila. Þessi ádeila var fyllilega rétt- mæt, en þad verður að harma það að Heilbrigðisstofnunin skuli ekki hafa fordæmt þær ríkisstjórnir sem lokuðu landa- mærum sínum í trássi við al- þjóðlegar heilbrigðisregHur. Þegar stjórn írans tók þá ákvörðun 1965 að skýra opin- berlega frá því að kólerufar- aldur geisaði í landinu, lokuðu nágrannaríkin ekki aðeins landamærunum, heldur stöðv- uðu allan útjflutning Irana á ávöxtum og grænmeti og jafn- vel á málmgrýti. Gerði illt verra. Þessar ráðstafanir gerðu það að verkum að Iran var á vissan hátt útskúfað úr samfélagi þjóðanna og eftir þrjá mánuði var allt efnahagslíf landsins í kaldakoli og alvarleg ólga ríkti í landinu. Fátæktin leiðir af sér köleirufarsóttir, þvi að kól- eran er órjúfanlega tengd fá- tækt, dhreinlæti og fáfræði. Viðskiptabannið við Iran gerði því aðeins illt verra og var alveg óréttlætanlegt, jafn órétt- lætanlegt og hedlbrigðisvamir, sem teomið er upp á landa- mærum af handahófi, og ótti vel nærðra Evrópubúa Stjóm írans er nú reynslunni ríkari og þegir sem fastast. I Takmörkuð vitneskja. Þessi viðbrögð Evrópumanna stalfa af ævailtomum ótta og sjáifselsku og bex-a einteum vitni xxm tatomarteaða vitnesteju og reyndar fáfræði um srrxitun og útbreiðslu kóleru. Andstartt því sem Eivrópu- menn trúa, þegar þeir draga upp vinduibrýr sínar, þá er engin drepsótt minna smitandi en toólera þegar sæmilegs hreiniætis er gætt. Kólerusýteilinn er óvenj-ulega veikbyggður: hann þolir eteki að þoma (og getur þvi ekki lifað á ávöxtum eða grænmeti), hann þolir ekki só'lskin eða teulda og engin sóttvarnarlyf sem sett eru í vatn, þótt magn þeirra sé mjög lítið. Hann þol- ir eteki heldur mörg fúkkalyf. Stafar af eymd og fáfræði Kólera getur því ekki orðið að farsótt nema þar sem hin mesta eymd ríkir, og sem betur fer eru slíks fá dæmi í Evrópu nú. I þunnum hægðum kóleru- sjúklings (hann missir 9 til 10 lítra á dag) er einn miljarður kóienisýkla í hverjum teninigs- sentimetra. Menn sýkjast ekki af kóleru nema þeir fái sýkilinn í mat eða úr menguðu drykkj- arvatni. Kóleran veldur þvi að frum- ur líkamans geta ekki haldið neinu vatni, það berst burt úr líkamanum í svita og uppköst- um, en eintoum þó með hægðun- um. Líteaminn þomar síðan uþp og veldur það mjög miklum þorsta, vöðvakrampa ogköfnun- artilfinningu. Ef menn fá rétta meðferð er unnt að lækna sjúk- dómdnn á þremur dögum með fúkkalyfjum og sykurviatnsi- gjöf í æð. Það er mjög einföld meðferð og hún dregur svo mjög úr dauðsföllum að þau Framhald á 9 síðu. Varnaðarorð á plaggötuni í verzlunarhúsi í Moskvu til allra að gæta fyllsta hreinlætis, til að sigrazt verði á faraldrinum, sem þangað hafði komizt með ferðamönnum frá syðstu héruðum Sovétríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.