Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVlLJIiNiN — Miðvikudjaigur 30. Bieptamiber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson Auglýslngastj.: Olafur lónsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Krafan um öryggi 'J'vær þjóðir náskyldar, íslendingar og Færeying- ar, tengjast þessa daga í hryggð og eftirsjá mætra manna sem fórust í flugslysinu á Myki- nesi. íslenzkur flugstjóri og færeyskir farþegar týndu þar lífi og margir aðrir meiddust svo að ekki er séð fyrir hver áhrif kann að hafa á heilsu þeirra og framtíð. jslendingar munu einum huga votta færeysku frændþjóðinni samúð og hluttekningu vegna hins mikla og sára mannskaða. Að flugi Flugfélags íslands til Færeyja og milli Færeyja og Noregs hefur verið mikil saimgöngubót, og ekki annað kunnugt en það hafi verið vinsælt jafnt í Færeyj- um, á íslandi og í Noregi. En erfiðleikar hafa á því verið vegna ónógra flugvallaskilyrða í Fær- eyjuim, og hafa oft orðið tafir á áætlunarflugi þangað af þeim sökum. íslendingar þekkja þáð frá flugi til staða hér úti á landi sem hafa lélega flug- velli að oft tekst á löngunin og þörfin fyrir sam- göngurnar og hitt að tefla ekki á tæpasta vað með flugvöll og veður. íslenzkir flugmenn hafa oft sýnt ótrúlega hæfni og kjark í starfi sínu við örð- ug skilyrði, og það hefur tvímælalaust stuðlað að því að gera flugið jafnvinsælt og það er orðið með íslendingum hversu vel hefur gengið að halda flugsambandi við staði um allt land. Samt verður að krefjast þess að öryggi áhafnar og farþega sé alltaf látið sitja í fyrirrúmi, fyrir þeirri kröfu verði önnur tillit að þoka. Dýrtíðareldur jjað er eftirtektarvert að svo virðist sem engin tilraun sé gerð til þess í sumar að rökstyðja verðhækkanaflóðið sem dunið hefur yfir, dýrtíð- in sem er eins og eldur í peningum hverrar al- þýðufjölskyldu. Ríkisstjómin virðist hafa gefið gróðamönnum og bröskurum grænt ljós, allt má hækka og flest stórhækka; stjómarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa lagt ákvörðunarvaldið um vöruverðið að lang- mestu leyti á vald kaupmanna, og þeir kunna auð- sjáanlega að nota tækifærið. Einnig búvörurnar og þjónusta ríkisfyrirtækja rýkur upp úr öllu valdi, jafnframt því að ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins segist öll af vilja gerð til að varð- veita aukinn kaupmátt launa sem fékkst með kjarasamningunum síðustu! Væri ekki full þörf að gefa þeim flokkum 'lausn frá stjómarstörfum sem uppvísir em að slíkum klækjum? — s. Getraunin enn. — Lögberg-Heimskringla í Winnipeg — Rannsóknir er varða sögu íslands og íslenzka tungu. Bæjarpósturinn féklk um daginn cig birti bréf, þar sem farið er lofsamlegum orðum um síðustu getraiun Þjóðvilj- ans, sem laiuik í síðustu viku. Nú vill Pósturinn enn minna lesendur á skilafrestinn; hann rennur út annan lauigardag, 10. október. Fyrir þann tíma — og í síðasta lagi þann dag þurfa lausnir að hafa borizt blaðinu. Lausnimar eru reyndar þegar famar að streyma til blaðsins — og hér fer á eftir bréf G.E. sem fylgdi einni sendingunni: Reykjavík 27/9 ’70 Ég vil með örfáum línum þakka blaðinu fyrir að bjóða til þessarar skemmtilegu keppni. Mér var ljóst, þegar leikurinn hófst, að ég fengi marga byltu, en þær hef ég hlötið svo margar á glímu- velli lífsins, að mig munaði ekkj um nokkrar í viðbót. En hvað sem verður urn happ eöa tap, lýk ég þessu spjalli með heitri ósk til stefnumála Þjóðviljans. Sækjum fast í Sókn til happs, sízt má kosning skeika. AHavega hlutverk Hrapps hyggst ég ekkí leika. G.E. ★ Áhugamaður hafði samband við Bæjarpóstinn á dögunum og bað hann um að koma á framfæri þeirrj áminningu til lesenda blaðsins, að vestur í Winnipeg-borg í Kanada væri enn gefið út íslenzkt blað, Lögberg-Heimskringla, blað sem ætti nú eins og mörg önnur við fjárhagserfiðleika að stríða en mikilvægt væri að héldi áfram að kcma út vegna íslenskrar menningar- arfleifðar vestan hafs. Sagði maðurinn að kaupendur Lög- bergs-Heimskringlu hér á Is- landi væru alltof fáir, þeim þyrfti að fjölga til mikilla muna og yrði styrkur að hverjum nýjum áskrifanda. Við komum þessum boðum áhugamannsins til skila og vekjum jafnfram athygli á því að umboðsmaður Lög- bergs-Heimskringlu á Islandi er Kristján Guðmundsson, forstjóri bókaútgáfu Æsk- unnar. ★ Loks birtum við bréf sem ,,Kaildstednn“ sendir, svohljtóð- andi: Góði Bæjarpóstur. Ekki kemur mér til hugar að efast um að stofnun eins og t.d. Orkustofnunin vinni merkilegt verk með rannsókn- um sínum á vatnsafli lands- ins og virkjunarmöguleikum, enda mun stafnun þessi hafa nær ótalkmörkuð fjárráð til rannsóknanna, eða næst því sem hún telur sig þurfa. Þ-að er fjarrri mér að telja eftir þá tuigi miljóna sem þessi ríkisstofnun hefur lagt i rann- sóknir á undanfömum ára- tuigum, en er ekki fé almenn- ings nokkuð misskipt milli rannsóknarefna? Ég hef þar í huga fyrst og fremst að mér finnst sem meira fé mætti verja til rannsókna sem varða sögu íslands og ís- lenzka tungu. Er ekki oftast nær óþarf- lega smátt skammtað þegar um slík verkefni er að ræða, jafnvel svo að engu er liikara en þai1 haldist gamalt mat á hvað peningaupphæð sé og hvað hægt sé að gera fyrir tiltekna upphæð, mat sem gleymzt hafi að leiðréfcta í verðbólguiþróun undanfarinna ára. Hvað er t.d. að sogja um íbmminjarannsáknir á Is- landi? Væri ekki þess vert að veita meiri fjármuni til þess gagnmerka starfs að heítnildaleit vegna íslands- sögunnar? Þarna gætu upp- hæðir sem öðrum ríkisstofinun- um þætti ekki mikill pen- ingur orðið til þess að hrand- ið yrði í framkvæmd víð- tækum og gagnlegum rann- sóknum varðandi sögu Islands. Annað verkefni sem þannig væri hægt að ýta undir er t.d. íslenzka orðabókin sem í dag- legu tali er nefnd „orðabók háskólans". Þar væri meira réttnefni orðabók íslenzku þjóðarinnar Þama vinna ör- fádr fræðimenn og alltof fá- mennt hjálparlið þeirra að einu mesta verki sem verið er að vinna að á þessari öld í íslenzkum fræðum. Undir- búningur slíkrar orðabókar er gifurlegt starf, og það teygist í áratugi með bví fjárfram- lagi og starfsliði sem verið hefur. Til þessa starfs hafa valizt hinir ágætustu fræði- menn, og eftir langa og dýr- mæta reynslu þeirra og þekk- ingu væri ómetanlegt að þeir gætu stjómað starfinu a.m.k. þar til undirbúningi er lokið og auðvitað helzt þar til orðar bókin er fullbúin, ómetanlegt afrek unnið til varðveizlu og skilnings á íslenzkri tunigu. Á fjárlögum þessa árs, 1970, sýnist mér að orðabókarstarf- ið fád einungis 1.560,000, kr. Ég er sannfærður um að alveg ný viðhorf sköpuðust til að hraða að mun undirbúnlngi þessa mibla verks ef í stað þessa liðs á fjérlögum yrði sett á næstu fjárlög 10 milj- ónir króna, og álíka upplhæð á fjárlögum framvegis. Og hitt er ég alveg viss um að fjárlög íslenzka ríkisins koll- steyptust ekki þó þessum lið yrði breytt þannig. Og svo minnzt sé enn á orkustofnun- ina og miljónatugi hennar skal það hiklaust fullyrt, að starfið að undirbúnimgi ís- lenzku oi'ðabókarinnar er ekki síður þjóðnytjastarf en rann- sófcnir á vatnsafli landsins; um alla framtfð Islcndinga verður það starf blessað og virt og metið. Þar má ekki spara, ef nokkrar verðbólgu- miljónir gætu flýtt því og auðveldað svo um munar. Kaldsteinn. Krefst fyllstu rannsóknar oo dómsúrskurÓar í málinu Benedikt Gíslason frá Hof- teigi hefur sent blaðamanni Þjóðviijans bréf þar sem hann kemur á framfæri athugasemd- um við viðtaj er birtist í Þjóð- viljanum á sunnudag. Telur blaðamaðurinn ástæðu til þcss að biðjast velvirðingar á óskilj- anlegri villu, þar sem segir að það kosti 8 kr. að þurrka hvert kíló af heyi! Fyrr má nú vera. Hið rétta er að Benedikt hefur það eftir verkfræðingi að kostnaðurinn við þurrkun kílós af heyi eftir sinni aðferð sé allt að 8 aurar á kílóið — 8 kr. á hvcm hestburð. Hér fer á eftir athugasemd Bencdikts. — sv. „Herra blaðamaður Svavar Gestsson. Ég hélt að rangfærslur og vit- leysur kæmu ekki fram í vi’ð- tali okkar um heyþurrkumina í Hveragerði. Það fór skipulega fram og mér famnst skilningur þinn í málinu etóki fara í neinu burt frá því, sem eðli þess máls er Nú gaf mér á að líta er þetta samtal okkar var kom- iö á prent í Þjóðviljanum í dag, sunnudag 27. sept: Þar stendur að kostnaður sé 8 kr. við að þurrka 1 kílógramm af grasi. Ég sagði að verkfrajðingur hefði sagt að kostnaðuirviðaðþurrka heyhest mundi nálgast 8 kr. og til frekairj áherzlu og minnis um þessa tölu nefndi hann 8.000 kr kostnað við að þurrka 1.000 hesta heys. Kannski er rétt að segja að heyhestur gildi 100 kg. en heyhest kannast þó öll þjóð- in við. Ég veit ekki hvemig slík della má vera komin á prent án þess að koma frá Hvanneyri, að 800 kr fcosti að þurrka heyhest og alls fjarri liggur það í mínu máli að 800 kr. kosti að þurrka heyhest, og hlauztu að sjá tvísýnu í því að þú færir hér með rétt mál og leita frekari upplýsinga hjá mér. Þetta er ekki heldur prentvilla því í litlum formála fyrir þessu máli ökkar heldur þú þessu fram frá eigin brjósti. Gilda má þetta sem leiðrétting frá minní hendi. Þá segir þú í nefndum for- mála, að ég láti liggja að því í máli mínu að kveikt hafi ver- ið í húsinu. Fyrir þessu áliti mínu sagði ég þór rök og þau mun ég nú endurtakia og eru sem fyrr segir að brunahætta sé ekk; samfara þessari heyverk- un en hef tekið þaQ fram i skýrslu minni til rannsóknar- lögreglunnar á Selfossi, að ég viti ekki hverju afbrigðilegir hættir í heyverkuninni geti valdið, eins og það, að sogdð er tekið af, en undirhdti ekki, þó mér þyki ótrúlegt að það geti valdið eldsuppkomu. Nú veízit þú að mótorinn er uppi á mæni hússins og rafleiðslan, utan á því til mótorsins. Um:> hvaða fkveikj uhættu innanhúss getur hérveriðað ræða? Innan- húss em pípur með heitu vatni (gufu hér) og liggja í köldu Iofti og eru 3,5 þumlungar frá pipunum upp að heyinu, sem liggur á vímeti. Sogið er ekki í heyinu og dregur því næsta lítjnn hita upp í gegn- um heyið, en hitinn af pípun- m hlýtur að íara mestur út 1 kalt loftið undir húsinu. Hey- ið er laust í sér í stæðunni og getur þar af leiðandí engan sjálfshita myndiað, enda orðið mikið þurrt. Hvað segja nú vitnisbur’ðir, sem þú last um þetta. „Nokkuirt heymagn mun hafa verið í húsánu til þurrk- unar, en ekki var að sjá að það væri varuiega brunnið". Þetta segir varðsitjórinn Sig- urður Jónsson í skýrslu á sitaðnum. Næsf segir siökkvi- liðsstjórinn í Hveragerði, Bjami Eyvindsson: „Þegar á staðinn var komið bafði éldur- inn laest sig um allt húsið og það byrjað að falla. Húsið var nærfellt ful-lt af óþurrkuðu hafnagrasi en það var óbrunn- ið að öðru leytf en því, að það var sviðið að utanverðu og í botninn. Tjl a0 slökkva eldinn urðu hrunaliðsmenn að moba út heyinu, enda það eina sem hægt var að bjarga, „voru vatnsrör í botni hússins“. Ég tek ekki meira úr skýrslumþess- ara manna, enda segja þeir ekkert sem. úr þessu dregur í því sem á efitir fer. Hér seg- ir í skýru miáli: heyið brann ekkj, eldurinn korn ekkj upp í heyinu, það er byrjað að moka því út til að bjarga því og meðan á þeim mokstri stendiur er húsið að mestu brunni'ð, þ.e. veggimir brenna utan af hey- inu, sem ékki brennurlrpg sgiij-, ast, er ekki náðist að mofca medra út, er enn óbrunnið hey í húsinu, og þeigar sogarinn fellur aif albrunnu húsdnu fell- ur bann ofan í hey, sem ver hann a'Iigerri eyðileggingu. Hvaö vilja menn álykta af þessum staðreyndum? Jú, þaö kvað vera ályktað að um sjiálfsí- kveikju hafi verdð að ræða <ig þar sem heyið ekki bx'ann, hlýt- ur sú sjálffkveikja! að vera í timbrinu. Þetta þykj,a mér allskrýtin íkvejkjufræði, og þó með skírskotun til þess sem ég hefi sagt, get ég ekkd tekið rnark á henni og kirefst fyllsitu rannsóknar og dómsúrskurðiar í málinu. Til glöiggvunar er að geita þess að vatnið eða gufan. í pípunum er rúmleiga 130 gráðu heitt plú® kalt loft verð- ur hitinn mikið innan vdð 100 gráður og meiri hiti kemur ekki nærri, hvoríki heyi né timbri. Það má hver já mér sem viil, þótt ég baldi að hór hafi verið farin hin leiðin og segið þdð sivo að hún sé ekki nothætf! Svona fór þa Eyvind- ur. Þess var von. Það vildu margir heygja Fjalla-Eyyind og von aö hann hefði noklkuð af nafni. Reykjavík 27. sept. 1070. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. BERKLA VÖRN Berklavörn hefur kaffisölu fyrir Hlífarsjóð á sunnudag. Þeir, sem vilja gefa kökur, láti vita í síma 17399 og 24689.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.