Þjóðviljinn - 11.10.1970, Page 4

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVXLJINN — Sunniuidagiuir 11. oSctóber 1970. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Verðbó/gustjórn gtjómarblöðin, Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Vísir, viðurkenndu á vordögum í kaupdeilun- um að nú væri eðlilegt að vinnandi fólk á íslandi fengi verulegar kjarabætur. Að vísu kam sá vilji ekki fram í samningunum við verkalýðsfélögin, þar vaæ við að etja sama kolsvarta afturhaldið og venjulega. Verkalýðsfélögin urðu eins og oftast áður að beita valdi sínu eða hóta að því valdi yrði beitt til þess að knýja fram þá samningia sem feng- ust. En einnig eftir þá samninga kom fram í um- mælum ráðherra og annarra áhrifamanna stjóm- arflokkanna að hér hefði ekki verið samið um kjör sem teljast mættu ofrausn, og raddir heyrð- ust úr þeirra hópi um nauðsyn þess að aukning kaupmáttarins héldist. J^ú er aftur hafinn sami áróðurssöngurinn í íhaldsblöðunum um launahækkanir og verð- jryggingu launa sem orsök „verðbólgu“ og geng- islækkana. Þetta er rakalaus áróður, verðbólgu- þróunin er vegna óstjómar í landinu og stefnu ríkisstjómarinnar. Ef nokkur alvara hefði fylgt játningum ráðherra fyrr í sumar hefði ríkisstjórn- in gert ráðstafanir til að hindra hinar skefjalausi1 verðhækkanir sem velt hefur verið yfir þjóðina í þess stað hefur ríkisstjómin gefið verðhækkana- bröskurum grænt ljós og sjálf stuðlað að miklum hækkunum. í þessu máli eins og svo mörgum öðr- um einkennist stjómarfarið af duglausri, uppgef- inni stjóm, sem bíður þess eins að henni verði velt. Með því að afstýra kosningum í haust hyggst Alþýðuflokkurinn fresta uppkvaðningu dóms yfir stjómarflokkunum til næsta sumars, en ráðleysi þeirra og innbyrðis valdastreita í flokkunum er slík að ekki er víst að þurfi að bíða loka kjörtíma- bilsins. Tryggingarnar gleymdust ^lþýðuflokkurinn hefur nú setið í íhaldsstjóm í meir en áratug. Aðalforystumenn flokksins hafa vart átt orð til að lýsa því hversu þetta stjórnar- samstarf hafi verið ánægjulegt og hve miklu af stefnumálum flokksins hafi fengizt framgengt í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nú lýsir formað- ur flokksins því yfir í Alþýðublaðinu í gær, að aðalmál Alþýðuflokksins nú á síðasta þinginu eft- ir áratugs samfellda valdasetu í íhaldsstjórn verði allsherjarendurskoðun almannatrygginganna! Til þess hefur Alþýðuflokki Gylfa Þ. Gíslasonar ekki unnizt tími í áratugs íhaldsstjóm; en kannski á að finna þar í vetur „ágreiningsmálið“ mikla sem aftur kenni kjósendum að sjá mun á Alþýðu- flokknum og íhaldinu. — s. ,Piltur ogstúlka 'afturásviBi í SKÓLANUM, HEIMA OG í STARFINU ÞURFA ALLIR MARGA BIC HLUTAVELTA Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík verður í dag, sunnudaginn 11. október í Iðnskólanum. — Opnað kl. 2 e.h., gengið inn frá Vitastíg. — Glæsilegir vinnjLngar. — Fjölmennið. N E F N D I N . Afhending afsláttarkorta til félagsmanna og nýrra félagsmanna hefst á morgun, 12. október. Kortin eru afhent í skrifstofu KRON og eru ókeypis. Hver félagsmaður og nýr félagsmaður fær 3 kort, sem þýðir að hann fær 10% afslátt í þrjú skipti. Kortin gilda í öllu'm verzlunum KRON til 25. nóvember n.k. Hagkvæmast er að sækja kortin sem fyrst. Skemmtileg tilþrif Polugajevskís í eftirfarandi skéik, sem tefld var í 8. umferð undan- keppni Olympíuskákxnótsins í Siegen, sýnir Polugajevski 4. borðsmaður sovézku sveitarinn- ar skemmtileg tilþrif. Andstæð- ingur hans, Yabra frá Domíní- kanska lýðveldinu má sin lít- ils í þeim átökum.Yabra flýtir fyrir úrslitunum með því að drepa á e5 í 20 leik, því þar verður bisfcup svarts mjög vitnk- ur. Hvítur á eikkert svar við 21. leik svarts — Hxd8. Leiki hann 22. Dxd8—Df2t 23. Khl— Dxg3 og mát verður ekki varið. Hvítt: Yabra Svart: Polugajevskí Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. gz 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Rc3 e5 8. dxe5 dxe5 9. Dc2 c6 10 Hdl De7 11. e4 Re8 12. Bg5 f6 13. Be3 f5 14. Dd2 Rb6 15. Bg5 Df7 16 b3 f4 17. Bd8 h6 18. h3? fxg3 19. fxg3 Bxh3! 20. Rxe5? Bxe5 21. Bxh3 Hxd8! Og hvítur gafst upp. Norðmaðurinn Johannes leik vegna 20. Rd5t ásamt 21. Db6t. Drepi svartur riddarann á d5 í 21. ledfc þá 22. Ddt ásamt Bb6t. Drepi svartur hins vegar ekki riddarann þá fellur svarta drottningin eftir 22. Rc7t. Hvítt: Camilleri Svart: Johannessen Spánskur ieikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5 6. Rxe5 Rxb3 7. axb3 Dg5 8. Rf3 Dxg2 9. Hgl Dh3 10. Hg3 De6 11. d3 Bb7 12. Rc3 0-0-0 13. Be3 g6 14. Rd4 De8 15. Ha2 c6 16. Dal Kc7 17. Hxa6! Bxa6 18 Dxa6 Hc8 19. Rdxb5t! Kd8 20. Db6t Ke7 21. Rd5t! Og svartur gatfst upp. fékk slaeman skéll í 8. umf. undanúrslitanna. Andstseðingur hans, Möltubúinn Camilleri teflir af miklum krafti og sig- urvilja. Svartur má að sjálf- sögðu ekki drepa á b5 í 19. Á stolnum bí! ölvaður unglingur ók um bæ- inn í fyrrinótt, réttindalaus á stolnum bfl. Hafði hann stolið bílnum í Þingholtunum rétt upp úr ki. 2 en var stöðvaður af lög- reglunni um hálftíma síðar í Vonarstræti. Bifreiðin skemmdist ekki. Piltur þessi er 16 ára gam- alL Sýningar á „Pilti og stúlku“ urðu alls 27 í Þjóðleikhúsinu á s. 1. leifcári og var aðsókn að leiknúm góð, eins ög jafnan, þegar þetta vinsæla alþýðuleik- rit hefur verið sett á svið, en þetta er í þriðja skiptið, sem leikurinn er sýndur á leiksviði í Reykjavík. Um miðja viku, miðvikudag- inn 14. okt. hefjast sýningar aftur í Þjóðleikhúsiruu á „Pilti og stúlfcu“. Hluitverkaskipan er óbreytt frá því sem var á s. 1. leikári. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en Carl Billich er hljómsveitarstjóri. Um 45manns taka þátt í sýnángunni. ★ Mynddn er af mæðgiunum £ Tungu, en þær eru leiknar af Margréti Guðmundsdóttur og Guðbjörgu Þorbjamardóttur. AUGLYSIR »o 10% afsldttarkort SKÁKIN Ritstjórar: Bragi Kristjánsson og Ólafur Björnsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.