Þjóðviljinn

Ulloq
  • Qaammatit siuliiOctober 1970Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Qupperneq 7
Sunnjuxjasgiwr Ll. oflotöber 1970 — 'WÓÐVILJTNN ■*- SÍÐA J A Norðurlöndum er undirbúin löggjof gegn kynþáttumisrétti í Kaupmannahöfn hefur verið ráðizt á erlenda verkamenn á járnbraut- arstöðinni og á „klúbb“ persneskra manna í borsrinni. Sívaxandi fjöldi útlendinga á Norðurlöndum, einkum verka- fólks frá Suður-Evrópu, hefur vakið upp ný vandamál: þetta fólk verður fyrir ýmislegri mis- munun, húsalciguokri, laegri iaun fær það en heimamenn, það er einangrað félagslega o. s. frv. Því er nú mjög rætt um það I þessum löndum að berj- ast gegn kynþáttamisrétti, m. a. með Iagasetningu. 1 nýlegri grein um þessi mál, sem birt var í danska blaðinu NB segir m. a. á þessa leið: Það sem erfiðast er við mis- munun eftir kynþáttum og bjóðernum er það, að hún bygg- ir á hræðslu við það ókunna, við það sem er öðruvisi en menn eiga að venjast — þessi hræðsla virðist sérstaklega líf- seig og útbreidd. Ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að vinna gegn slíkri mismun- un er sú, að herða á refsing- um fyrir aðild að henni. Norska stórþingið hefur til dæmis sam- þykkt lög, sem gera ráð fyrir allt að sex mánaða fangelsi fyrir þann eiganda veitinga- staðar, sem neitar blökkumanni um aðgang. Það sem að baki hinni norsku löggjöf liggur er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1965 um bann við mismunun fólks eftir litarhætti eða þjóðerni. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er nú unnið að því, að rannsaka hvaða lagabreyt- ingar eru nauðsynlegar til þess að þessi samþykkt S. Þ. verði raunhæf í viðkomandi löndum. Danir hafa t. d. á prjónunum lög gegn kynþáttamisrétti þar sem eru ákvæði sem þessi: „Sá sem á opinberum vettvangi við- hefur einhver þau ummæli, sem fela í sér að hópur manna verði fyrir hótun, spotti eða auðmýkingu vegna þjóðemis síns, litarháttar eða kynþáttar eða trúarbragða, má dasma í sektir eða allt að tveggja ára fangelsi“. ★ í>essi áform um lagasetningu gegn kynþáttamisrétti hefur vakið upp noikkrar umræður, ekki fyrst og frernst vegna þess að menn séu á móti því, að beita harðari refsingum í slík- um tilvikum, heldur vegna þess að menn efast um að slík laga setning dugi. Dönsk blöð hafa bent á, að þótt lagasetningin geti deyft sárustu broddana á mismunun eftir uppruna, þá hljóti alltaf að verða á henni margar smugur. Sálfræðingar leggja á það mesta áherzlu, að það sé byrjað þegar í bama- skólum að gera grein fyrir þeim forsendum sem andúð á þeim, sem „em öðruvfsi", byggir á. ★ Fordómarnir, og þá mismun- unin, byggir ekki hvað sízt á ótta manna við að „Mnir“ séu að einhverju leyti fremri. Marg- ir hvítir menn í Bandaríkjun- um eru til dæmis dauðhræddir við að blökkumenn séu þeim miklu fremri á sviði kynlífs. Þá er og algengt að kynþáttahatur spretti af ótta manna við að þeirra staða í þjóðfélaginu sé í hættu. Það voru fremur illa stæðir smáborgarar sem urðu hlýðnustu gyðingahatarar Hit- lers, og það er hliðstæður hóp- ur manna, sem gengur harðast fram í hatri á blökkumönnum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Leikið ofbeldi er hættulegt börnum ÉG SKAL MALA ÞIG ÍKLESSU Albert Bandura, prófessor í sálarfræði við Stanford-háskól- ann í Bandaríkjunum hefur gert athyglisverða tilraun. Hann sýndi fjögurra til sex ára gömlum börnum sjónvarps- mynd, þar sem aðailleikarínn ræðst að plastbrúðu með for- mælingum, barsmíð og traðkar hana fótum. Þegar hann lætur síðan bam sem hefur séð þessa mynd eitt í leikherbergi þar sem slík brúða er fyrir, bregzt það varla, að bamið hendir brúðunni i vegginn og ber hana síðan af öllum kröftum, segj- andi sem svo: Ég skal knús- mala þig. Ég skal steindrepa þig, helvítið þitt. Hrottaskapur sjónvarpshetj- unnar verður bömunum að fyr- irmynd, og þau líkja nákvæm- lega eftir hegðun hans. Hins vegar hegðuðu þau böm, sem ekki sáu myndina, og skilin vom eftir ein í leifcherbergi við svipaðar aðstæður, sér mjög friðsamlega. Þau sýndu enga sérstaka árásarhneigð í leik sín- um að plastbrúðunni, ef þau þá kusu sér ekki önnur leifcföng. Það sem meira er: hegðun bamanna, sem höfðu séð til- raunamyndina og þeirra, sem efcki höfðu séð hana, hélt i hálft ár áfram að vera mjög ólík. Það var ekki fyrr en eftir sex mánuði, að hin skaðlegu Sjónvarp: ekki útrás heldur fyrirmynd. áhrif hmttaskapar á filmu hurfu. Ýmsir aðrir vísindamenn hafa fcomdzt að svipuðum niðurstöð- um. Mæla þeir mjög gegn þeirri útbreiddu skoðuin, að manneskjan geti losað sig við árásanhvatir sínar með þvi að horfa á hrottalegar aðfarír — hvort sem er í kvikimyndum eða í hnefaleikasal, svo daemi séu nefnd, Veitt slíkum til- hneigingum útrás, eins og það hefur verið kallað. Þykir nú æ fleira renna stoðum undir það, að menn gerí sig seka um hrottaskap fyrst og fremst af því að hann er fyrir þeim hafður. Þetta er að vísu ekki ný kenning — en hitt er vfst að hún hefur um hríð ekki verið í hávegum höfð. INKAR KUNNU AÐ SKRIFA Þegar Spánverjar komu til Perú árið 1532 fundu þeir þroskað menningarríki Indjána, eina stórveldi þeirra í Suður- Ameríku, Inkaríkið Inkar byggðu miMar og voldugar byggingar, lögðu vegi, unnu málma, voru auðugir að gulli — en samt halfa menn lengst af hikað við að kalla menningu þeirra „hámenningu". Ástæðan er sú, að þeir áttu sér ekki rit- mál. Nú kemur á daginn, að þessi staðhasfing mun ekki rétt.' Þýzkur fræðimaður, Thomas Barthel, hefur á undanfömum órum unnið að rannsóknum sem benda til þess að tákn á ýmsum ílátum og svo á veggj- um, sem menn áður töldu til skrauts, sé í raun og veru tákn úr ritmáli. Áður töldu menn að Inkar hefðu notað svokallað hnútaletur — en varla munu þeir hafa hnýtt hnúta á ólar eftir vissum regflum til annars en að leggja á minnið ýmsar tölur. Það var þjóðfræðingur og safnvörður frá Perú, Victoria de la Jara, sem kom Barthel á sporið Hún hafði lengi virt fyrir sér hin mismunandi en alltaf ferhymdu tákn á fomum bikurum og veggklæðum, tók myndir af þeim sem hún til náði. Síðan sendi hún safn sitt til Barthels, sem hafði áður unnið sér það til frægðar að ráða 120 tákn af Rongorongo- töflum þeim, sem fundizt hafa á Páskaeynni. ★ Barthél hefur fundið á um 150 sýnishomum 400 mis- munandi tákn, sem hann telur vera myndleturstá,kn svipuð þeim (að eðli en ekki gerð) sem notuð eru í kínversfcu enn þann dag í dag. Við ráðningu þeirra studdist hann við orða- lista spænskra trúboða frá sextándu öld, sem lærðu mál Indjána, Quedhua, eins og það var þá, svo og notfcun munanna sem letrað var á, ennfremur við hliðstæður úr öðrum skriftar- kerfium. Bikaramir voru notaðir við fómfæringar, og las Barthel af þedm guðanöfn, svo og sitt- hvað það sem að heimaði lýtur, en á leifum af veggteppum fann hann dtormúlur um stjörnufræði og dagatal. Barthel telur sig ednnig geta lesið úr táknum sem saman mynda eitt hugtak: Þannig les hann úr „apu“, (sem táknar Prófessor Barthel: á veggtepp- um og bikurum . . . . . . se mþcssum fannst hið týnda letur Inkanna. fjall, sól og mann) og „rimac“ (sem táknar vissan stað) apur- irnac, sem tákni hemað Inka við granna sína. Á teppisbút einum las Barthel nafn þess guðs sem æðstur var með Intoum, Con- Ticsi-Vira-Cocha, sem Indjánar trúðu að hefði komið úr austri yfir hafið og kennt þjóðum Ameríku, að því er sagnir herma, stjömutfræði, byggingar- list og leturgerð. Thor Heyerdal hafði þær sagnir í huga er hann sigldi á sefbétnum Ra frá Afríku táll Ameríku fyrir skemmstu — og hinn frægi fleki hans Kon-Tiki, var reynd- ar skírður eftir þessum sama guði. MÁLGAGNIÐ 0G LESENDUR ÞESS Það var víst mjög einfalt að vera róttækur í gamla daga, eða svo minnir mig. Allt virtist svo skýrt og ljóst, fyr- irbærin rækilega afmörkuð, hólfuð sundur, allt á sínum stað. Einn partur af þessu þægilega ástandi var sá, að hafa mikla trú á málgagninu. Þegar það hafði sagt sitt áldt þurftu menn ekki frekar vitn- anna við. En svona þægileg heims- mynd hefur verið á undan- haldi eins og margar aðrar fornar dyggðir. Menn gera sér betur grein fyrir því, að skyn- samleg skoðanamyndun — hópa eða einstaklinga, er ekki svona einfaldur hlutur, taka fremur en áður tilllt til eðli- legs skoðanaágreinings, einnig innan vinstri hreyfingar, inn- an róttæks flokks, finnst ekki endilega að hann sé sprottinn af samsæri heimsauðvaldsins eða sérstakri fúlmennsku. Þarf slík þróun auðvitað alls ekki að þýða að sömu menn séu skoðanalausdr orðnir, öðru nær. En hugarfar manna er samt sem áður íhaldsamt, vit- und þeirra einatt hlaðin helzt til þungum og óþörfum byrð- um frá fyrri tímaskeiðum. Mér finnst þessa til daamis gæta nokkuð í afstöðu margra lesenda Þjóðviljans til þessa sérkennilega og brokkgenga málgagns. Ekki kannski í þá veru, að þeim finnist blaðið óskeikult, heldur í því, að þeim finnst að blaðið ættl að vera óskeikult í hverri grein. Auðvitað væri það æskilegt, að við hér' á blaðinu færam alltaf með mannvit ómengað, en því miður rísum við ekki undir slíkri kröfu, sem von- legt er. En þeir sem hafa jafnan í huga óskeikulleika- kröfuna fyrst og fremst, þeir eru dálítið glaðir þegar þeir sjá eitthvað það í Þjóðviljan- um sem þeim finnst rétt og skynsamlegt, en hins vegar afar sárir, ef þeir sjá. eitthvað efni sem þeim likar elkki. Þetta mikla menn síðan mjög fyrir sér — ef þeir era óánægðir með skrif um verk- lýðsmál eöa Krata eða Téfckó- slóvakíu eða Rússa eða hvað- eina, þá finnst þeim einhvem veginn, að ekfcert sé í blað- inu annað en vitleysa um þá málaflokka, sem þeir hafa áhyggju af. Nú bannar enginn lesendum að reiðast, reiði er ekki „eitt andskotans reiðar- slag“ héldur upphaf hressi- legra verka ef vél til tékst. Hitt er verra þegar sflik gremja lokast inni í nöldri og óvirtkri óánægju, i stað þess að við- komandi taíki sig einfaldlega til að andmæli — í blaðinu sjálfu. Það sakar ékki að reyna. Þessar vangaveltur era til orðnar af tiletfni sem varð hér í blaðinu fyrir skömmu. Höfð voiru eftir ágæbum borg- firzkum bónda ummæli um landbúnaðarmál, sem starfs- bræður hans og um leið póli- tísikir samherjar voru efcki allir ánægðir með. En í stað þess að fara f fýlu og bölva andsibotans blaðinu, gerðu þeir það sem réttast var: tóku sig til og settu fram sín viðhorf í staðinn, það era víst komn- ar einar fjórar gredjnar í blað- inu síðan um þessa hluiti. Þetta er prýðilegt, og enn betra, etf við sem vinnum á þessu blaði fylgdum slíkri umræðu um einstaka mála- flokka betur etftir, en leyfum SUNNUDAGS- PISTILL ekfld tilviljunum að ráða þvf hvort samtal, sem byrjað er, gufar upp eða ekki. Mergurinn málsins er sá, að blað sem Þjóðviljdnn ætti fyrst af öllu að byggja á þeim grundvélli að það er hægt að tala um alla hluti, um hvaðeina sem sundrar eða sameinar sósíal- ista og annað vinstrifólk; það eina sem menn þurfa að hafa í huga er að sýna af sér haafi- lega kurtedsi í garð þess fólks sem þeir andmæla, en telja sig eiga samleið með í um- talsverðum mæli. Qmnem movere lapidem sögðu Latverjar, það þýðir víst: véltum við hverjum stedni. Árni Bergmann. í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 231. tölublað (11.10.1970)
https://timarit.is/issue/219962

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

231. tölublað (11.10.1970)

Iliuutsit: