Þjóðviljinn - 03.11.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.11.1970, Blaðsíða 4
4 SÉÐA — WOÐWLJTNTST — Þiiðrjudaguir 3. nóvatnlber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritsijórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Inglmarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Sið/eysi gtjórnarfar á íslandi er ekki aðeins máttlausara en dæmi eru uim í nálægum löndum, eins og óðaverðbólga og gengislækkanir sýna á hvað ó- tvíræðastan hátt, heldur eru ráðamenn hér skeyt- ingairlaiusari en flestir valdhafar aðrir í umgengni sinni við velsæmi og heiðarleik. Atburðarásin á sviði verðlagsmála á þessu ári er til marks um það. Þegar kjarasamningarnir höfðu verið gerðir í vor var það að sjálfsögðu aðalatriði í stjóm efna- hagsmála að koma í veg fyrir að af þeim hlytis't óðaverðbólga, og óhjákvæmilegasta varúðarráð- stöfunin hefði verið tafarlaus verðstöðvun til þess að unnt yrði að hafa sam mestan hemil á verðlag- inu. Ríkisstjórnin hafnaði þó öllum slíkum kröf- um, og opinber fyrirtæki hófu í staðinn sam- keppni við einkaaðila um linnulausar verðhækk- anir. Þessi verðbólguskriða hélt einnig áfram eft- ir að viðræður um verðstöðvun hófust, m.a. við stjóm' Alþýðusambandsins; á sama tíma og ráð- herrar töluðu fagurlega á fundum um nauðsyn þess að verðlag hækkaði ekki, stóðu þeir í verki að einni verðhækkuninni annarri meiri. Hins veg- ar fór stuðningur almennings við verðstöðvun sí- vaxandi, ekki sízt eftir að Danir og Svíár höfðu gripið til slíkra ráða. Þegar alþingi kom saman og Alþýðubandalagið bar fram fmmvarp um taf- arlausa verðstöðvun var svo komið að ríkisstjóm- in þorði ekki lengur að lýsa andstöðu við hug- myndina. í staðinn birtist Jóhann Hafstein forsæt- isráðherra í hljóðvarpi og sjónvarpi og tjáði lands- mönnum að ætlunin væri að framkvæma verð- stöðvun eftir nokkrar vikur. jþama birtist skeytingarleysið um heiðarleik og velsæmi á mjög afdráttarlausan hátt. Verð- stöðvun er ráðstöfun sem snertir einkahagsmuni margra, og vitneskja um slíkia ráðstöfun kallar á viðbúnað. Enda brá svo við eftir þessi ummæli Jóhanns, að óðaverðbólgan færðist enn í aukana, nýjar verðhækkanir, opinberar og dulbúnar, dundu á almenningi dag hvern. Hefur sú þróun haldið áfram allt til þessa; í fyrradag um leið og svoköll- uð verðstöðvun kom til framkvæmda stórhækkaði verð á þjónustu pósts og sírna, á dagblöðum, stræt- isvagnagjöldum, sérleyfisferðum, flugfargjöldum o.s.frv. Enginn vafi er á því að þær hækkanir sem yfir dundu eftir aðvaranir Jóh. Hafsteins nema að verðmæti hundruðum miljóna króna á ári. J nágrannalöndum okkar er það föst regla að ef ráðherrar eða embættismenn láta kvisast um afdrifaríkar efnahagsaðgerðir eru þeir tafarlaust reknir úr stöðum sínuim. Ef hérlendis tíðkaðist lág- marksvelsæmi í stjómmálum ættu þeir Jóhann Hafstein og félagar hans að hafa fyrirgert rétti sínum til þess að starfa í stjómarráðinu, og raunar bæri að stefna þeim fyrir landsdóm. En velsæmi þykir skoplegt orð í stjómmálaumræðum á Is- landi og mun verða það á imeðan landsmenn halda áfram að kjósa þá menn sem ævinlega taka hags- muni gróðamanna fram yfir almenningsheill. — m. Reykjavíkurmótið: Valur — ÍR 13:8 Valsliðið ttð ná sér á strík ÍR-ingar réðu ekki við Vals-vörnina sem var frábær ■ Eitnhver bezti leikur Reykj avíkurmó tsins til þessia var leikur Vals og ÍR sl. surmudagskvöld. Vals-liðið, sem menn hafa búizt við miklu af, hefur ekki verið sannfærandi til þessa, en nú fór liðið í gang svo um munaði. Einkum þó var vamarleikur liðsins frábær. ÍR-ingamir, 1. deildar- kandidatamir í ár, réðu ekkert við Vals-vömina og töp- uðu leiknum 13:8. Það leit þó ekfci út fyrir að um góðan leik yrði að ræða i byrjuninni, því að þegar 10 mínútur voru liðnar af leik eða fyrri hálfleikur hálfnaður, var ekkert marfc búið að skora. Bæði liðin fengu þó ágæt taeki- færi, en ýmist var um góða markvörzlu að ræða, eða þá að skyttumar hittu ekki markið. iR-ingamir urðu fyrri til að skora og það var „risinn“ Ágúst Svavarsson, sem það maifc sfcoraði með uppstökki fyrir utan vamarvegg Vals. En þetta mark Ágústs varð til þess að vekja Valsmennina, og Bergur Guðnason jaifinaði óðar fyrir Val. Síðan náði IR aftur forust- unni með marfci frá Þórami Tyrtfingssyni, en Ólafur Jóns- son jafnaði fyrir Val. Upp úr þessu náðu svo Valsmenn for- ustunni 3:2 og 4:2 og vamar- leikur liðsins var orðinn mjög góður. Rétt fyrir leikhlé tókst Ágústi að laga stöðuna fyrir ÍR í 4:3 og þannig stóð í leiklhlél. 1 síðari hálfleiknum komu yfirburðir Vals fyrst verulega í Ijós og innan tíðar var stað- an orðin 8:4, síðan 9:5 og 10:6 og þegar leiknum lauk var staðan orðin 13:8 fyrir Val. Það var eins og áður segir einkum vamarleikur Vals, er varð þess valdandi hve stór sigurinn varð> því að það var sama hvað IR- ingamir reyndu, þeim gekk mjög illa að finna smugu í vöminni og eins var mark- varzla Jóns Breiðfjörðs mjög góð. Þeir Bjarni Jónsson og Ólaf- ur Jónsson ledka alltalf stórt hlutverk í Vals-liðinu, en að þessu sinni voru þeir ekki beztu menn liðsins, heldur var það Gimnsteinn Skúlason og má setgja að hann taki fram- förum með hverjum leik. Eg þori að fullyrða að hann er í dag einn okkar albezti linu- spilari og vamarmaður. Þá átti Steflán Gunnarsson mjög góðan leik og örugglega sinn bezta leik á þessu hausti. Stefán er eins og Gunnstednn afbragðs vamarieikmaður oig má segja að þetta séu lykilmennimir í vörninni. ÍR-liðið er eins og gjamt er um lið skipað ungum leik- mönnum, stemmningslið og brotnar gjaman niður, ef illa gengur i byrjun, etn nær sér vel upp ef aUt fer að óskum. Að þessu sinni gekk liðinu mjög illa að finna smugu í vöminni hjá Val og fyrir bragðið fór aUt úr skorðum í sóknarleikn- Eins oig áður segir, var það fyrst og fremst Hjalta Einars- syni að þakfca hve stór sigur FH varð. Hjalti hefur að sögn æft mjög vel í haust og þá er ekki að sökum að spyrja. Þeg- ar Hjalti hefur lagt áherzlu á æfingar undanfarin ár hefur hann verið okkar bezti mark- vörður. Bræðuroir Geir og öm léku sem fyrr aðallhlutverkið í sóknarleiknum og skoruðu meirihluta markanna, en að þessu sinni var öm öllu drýgri. Haukamir náðu sér aldréá á strik vegna Mnnar frábæru markvörzlu Hjaita, en lands- liðsmennimir Viðar og SteBán voru þeirra aðaimenn sem fynr. Gunnsteinn Skúlason var bezti maður Vals I lelknum gegn IR og skoraði 4 mörk. Gunnsteinn var um daginn valinn í úrvals- lið BSÍ (landsliðið) sem lék gegn US Ivry og vaí* þáð hans fyrstl leikur með landsliðinu en áreiðanlega ekki sá síðasti. \i 'J i i-X \_j um. Ásgeir Elíassbn ber af í íR-liðinu og án hans væri liðið ekki upp á marga flska. Þá er Ágúst Svavarsson alltaf tiættu- legur leikmaður söfcum hæðar sinnar og skotkrafts. Þórarinn Tyrflngsson er ednnig ágætur sóknarleikmaður, en fuil-þung- ur á sér svo auöveldara er að taka á mótí honum en ella. Dómarar voiu Sveinn Kristj- ánsson og Jón Fridsteinsson og dæmdu þeir báða leikina þetta tkvöld og gerðu það vel. — S.dór. Markvarzla Hjalta Einars- sonar gerði útaf við Hauka Og FH vann úrslitaleikinn með 21:11 Einhverja beztu markvorzlu, sem lengi hefur sézt hér á Iandi, fengu menn að sjá i leik FH og Hauka í úrslitaleik Reykjanesmótsins í handknatt- leik s. 1. sunnudagskvöld. Hjalti Einarsson varði mark FH og gerði það af slíkri snilld að honum geta FH-ingar þakkað þennan yfirburðasigur. Það var komið svo um tíma undir lok- in, að Haukarnir þorðu ekki að skjóta á markið, nema í dauða- færum, því að það var sama hvað reynt var. Allt varði Hjalti, og því til sannindamerkis má nefna að hann varði 5 vítaköst í leiknum. Annars var greinilegt að FH- liðið var betri aðilinn, þótt ekki > kæmi til þessi ótrúlega mark- varzla Hjalta. Rétt fyrst fram- anaf var leikurinn jafn, en þó var fmrrikvæðið alltaf í hönd- um FH. Eftdr nokkrar mínútur var staðan orðin 6:5 fyrir FH og fyrir leikhlé hafði hún batn- að í 10:7. í síðari hálfleiknum má segja að Hjalti hafl hreinlega lokað markinu, enda skoruðu nú FH- ingar hvert markið á fætur öðm, án þess að Haukum tæk- ist að svara fyrir sig. Á marka- töflunni sást 12:8 — 14:8 — 15:9 og loks er flautan gall til merkis um., leikslok var staðan 21:11 og FH því orðið Reykja- nesmedstari. Hjalti Einarsson hreinlega iok aði markinu í úrslitaleik FH og Hauka I Reykjanesmótinu og þessi frábæra markvarzia varö til þess að FH vann stóran sig ur 21:11. Litla bikarkeppnin: ÍBK - ÍA 5-3 Bnn tapa Skagamenn Hafa nú tapað fimm leikjum í röð Fátt hefur vakið meiri athygli knattspymuunnenda í haust, en hin fádæma Iélega frammistaða Skagamanna frá því þeir unnu Islandsmótið. Síðan hafa þeir leikið 5 leiki og tapað öllum og nú síðast sl. laugardag í úr- slitaleik Litlu bikarkeppninnar gegn Keflvíkingum. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að í liðinu, fyrst það getur fall- ið svona gersamlega saman eftir hina frábæm frammistöðu þess í sumar. í leiknium sd. laiugardag gekk mjög vei í fyrstu hjá Skaga- mönnium og þeir skoruðu eftír aðeins 4 mínútur sitt fyrsta mark og fyrr en varðd var stað- an orðin 3:1 þedm í vil. Það skal tefcið fram, áður en lengra er haldið, að 3 af beztu mönn- um l'.ðsins vantaöi í bað, en það voru þedr Haraldur Sturiaiugs- son, Guðjón Guðmundsson og Teitur Þórðarson og að sjálf- sögðu munar um mdnna en tvo landsdiðsmenn og ungiingalands- liðsmann í eátt Mð, en það af- siakar varla það sem á eiftír flór hjá liðinu í þessum leik. Fyrir ledkMé hafði KeBlvík- ingum tekizt að mdnnka mun- inn niður í 3:2 og í síðari hálf- leiknum urðu Keflvikinigarnir nær ednráðir á veOlinum og skoruðu 3 miörk till viðbótar gegn aðeáns einu markd ÍA. Því laiuk ledknum með sdigri Kefl- víkinga 5:3 og þar mieð hjöfðu þeir unnið Litlu bikarkeppnina og hiotíð 9 stig. Skaigamenn hlutu 8 stig og Breiðablik 7, en Hafnfírðingar ráku lestina með ekkert stig. Sigurinn í Litilu bikarkeppn- inni er eini titillinn, sem Keffl- vfkingar vinna í sumar, en þó er ekki ioku fyrir það skotið, að þeir öðlist rétt tíl þátttöku í EvrópubikaTkeppmd kaup- stefnuborga, eE Fram verður bikarmeistari. Eins og menn muna vann Fram IBK í úrslit- um um 2. sætið í íslandsmótinu og þar með nétfcinn tíd þáititfcöku í EÍB. kaupstefnuborga, en e£ Frarn verður bikaimeistari, mun liðið að sjólffisögðu frekar fara í EiB. bikarfceppnina og þá hlýfcur ÍBK réttinn til kaup- stofnuborgajkeppmnnar. Uppi eru alllskónar sögusaignir af óánægju innan lA-liðsins og að hún sé ásfæðam fyrir ólfiörum liðsins undanfarið. Þessar sögu- sagnir eru þess eðdis að ekki er hægt að fá þær staðfestar hjá liðsmönnum, en sagt er að mik- ið ósaimkomulag ríki milli liðs- rnanna og þjátfara ednlhjverra hlutai vegna. Ef þetta er rétt, þá er auðvitað ©kki von til að vel gangd. — ð.dór. j drog skartgripir MKDRNEUUS €P 1ÖNSS0N r> V ___J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.