Þjóðviljinn - 13.11.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA, — WÖÐ591iLÆDRKr — FöKbadagHr l3. nówarrfber l970. fí Glæpaverk Bandaríkjamanna í S- Víetnam l 2. 3. 4. 5. 6. Eins og greint hefur verið frá í fréttum frömdu Bandaríkjamenn svívirðilega glæpi í Son My. Fjöldi aldr- aðra og barna var myrtur. ★ J9. maí sl. vörpuðu banda- rískir hermenn eitursprengj- um að íbúum héraðanna Thua Thien og Quang Tri. Fórnarlömb þcssara árása urðu fyrir alvarlegum augn- skemmdum, og svo getur farið að allmargir heirra týni lífi. Efnið í eitur- sprengjunum er OSOL 2 og er skráð á þann lista, er til- greinir þau eiturefni, sem er bannað að nota í hernaði. — Myndin sýnir eiturhylk- in ofan á tunnu með eitur- efnunum. Þjóðviljinn hefur áður greint ýtarlega frá fanga- búrunum á smáeyjunni Poulo Condor, skammt und. an ströndum Suður-Víet- nams. Þessar myndirerufrá fangabúðunum, þar sem hrikalegustu pyntingar eru gerðar á föngunum. f fanga_ búðum þessum eru tvær raðir af 60 „búrum“, sam- tals 120 búr. Hvor röð er 70 metra löng. Ofan á búr- unum eru járnstengur með 10 sentímetra millibili. Á milli búranna eru þykkir veggir og þar ganga eftir- litsmenn um og fylgjast með föngunum. Þeir láta sér raunar sjaldnast nægja að fylgjast með — það hef- ur kom í ljós að fanga- verðirnir beita fangana hinni herfilegustu meðferð, þar sem fangarnir eru varn- arlausir niðri í búrunum. Tveir Bandaríkjamenn, sem rannsökuðu ástandið gáfu skýrslu um það. Þar kemur fram, að iðulega demba fangaverðir ösku, rusli, lími, þvagi og jafnvel saur yfir fangana niðri í búrun- um. ★ f þessum búrum er fólk á öllum aldri, karlar og kon- Ur og önnur myndin sýnir hvar kvenfangar lita upp úr búrunum í gegnum járn- rimlana og á hinnl mynd- inni er búddatrúarmaður, sem hefur það eitt sér til ámælis í augum leppanna í Saigon, að hafa neitað að fara í herinn. ★ Mynd sem er táknræn fyrlr siðleysi Bandaríkjamanna í Suðaustur-Asíu, bandarísk- ur hermaður þrýstir byssu- hlaupi að gagnauga suður- víetnamskrar sveitakonu. ★ Bandaríkjamenn hafa dreift eiturefnum yfir gróðurlendi og skóga Víetnams árum saman og eytt öllu lífi þar með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. •> Vítt vinnubrögð við samn- inga opinberra starfsmanna Aðalfundur Stéttarfélags ba-rna- i kennara í Reykjavík var haldinn 28. oikt. s.l. í Norræna hústnu. Á fundinum fór £nam stjórnarkjör. Fráfarandi formaður, Steinar Þorfinnssom, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr formaðurvar kosinn Teitur Þorieifsson. Hin nýkjöma stjúrn hefur skipt með sér verkum þannig: Ásdís Skúla- dóttir varaform., Ra.gnar Guð- mundsson gjaidk., Helga Gunn- aírsdóttir ritari, Stefán Halldórs- son meðstj. Fundurinn saim.þykkti eftirfar- andi tillllöigu: „Aðalfundur SBR ’70 vítir harð- lega þau vinnubrögð sem nú edga sér stað varðandi samninga op- inberra siarfsmanna, þar sem aðdldarfélögum BSRB er ekki gef- inn kostur á að kynna sér þær tillögur sem fram hafa komið“. Skipasmiðir styðja tillögu Eðvarðs og Magnúsar Á atonennum félagisfundi sem hiaidinn var í Sveinafélagi skipasmdða 9 þessa mánaðar var einróma samþykkt eftir- farandi ályfctun: Fundur í Sveinafélagi skipa- smiða hiaidiinn mánudaginn 9. nóvember 1970 skorar á Al- þingi að samiþykkja breyting- artillöigu þá, við lög um eftir- laun til aldraðra félagsmianna í vertkalýðsfélöigum, sem fluitt er af E’ðvarði Sigurðssyni og Magnúsj Kj artanssyni. Fumdutrinn lítur á þetta sem mikið réttlætismál og telur að greiðsluirnar megi aldrei vera lægri en tillagan gerir ráð fyrir. 9. þing Lands- sambands gegn áfengisbölinu Níunda þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu verður sett að Fríkjrkjuvegi 11. laug- ardagdnn 14. þ. m. kl. 14,00 e.h. Aðildarfélög Landssam- bandsins eru 30 að tölu og á hveirt félag rétt á að senda tvo fulltrúa. Á þinginu flytur séra Krist- inn Stefánsson, áfengisvarna- ráðunautur. eirindi um áfeng- ismálin og þróun þeirra að undanfömu. Þá verða rædd ýmis mál, sem fyrir þinginu liggja og gengið frá ályktunum. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.