Þjóðviljinn - 13.11.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 13. nóvamiber 1070. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Verð/ækkanir týndust JJíkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins hefur reynzt mikilvirkust íslenzkra stjórna í verð- bólguvexti á valdatíma sínum, og á því sviði hefur henni tekizt að fara fam úr flestum eða öllum ríkis- stjómum í okkar heimshluta. Þetta er bein afleið- ing af stjómarstefnunni, afleiðing stjómarráðstaf- ana og af því að vanrækt er að gera nauðsynlegar ráðstafanir. í umræðunum á Alþingi nú í vikunni um „bjargráð" Sjálfs'tæðisflokksins og Alþýðu- flokksins minnti Lúðvík Jósepsson á eitt nýlegt dæmi um verðmyndun hér á landi. Hann rifjaði upp, að á þinginu í fyrra var samþykkt að lækka innflutningstolla allverulega, svo að talið var að skertar tekjur ríkissjóðs af þeim sökum næmu um 400 miljónum króna. Jafnframt var söluskattur hækkaður og ráð fyrir gert að ríkissjóður fengi tekjuauka af honum sem næmi að minnsta kosti jafnhárri upphæð. Alþýðubandalagsmenn á þingi lögðu þá 'til að sú skylda yrði lögð á verðlagsyfir- völdin að þau gættu þess að tollalækkunin seim Alþingi samþykkti kæmi fram í vömverðinu til lækkunar, svo milliliðimir tækju ekki lækkunina í sinn vasa. Ríkisstjórnin var andvig þeirri tillögu og lét þingmenn sína fella þessa skynsamlegu var- úðarráðstöfun; stjórnarliðið hélt því fram að þetta kæmi allt af sjálfu sér, vöruverðið hlyti að lækka við svo stórfellda tollalækkun. „Nú er það viður- kennt af öllum sem fylgzt hafa meðþessummálum, m.a. þeim sem fylgzt hafa með útreikningi vísitöl- unnar, að tollalækkunin kom aldrei fram í vöru- verðinu“, sagði Lúðvík. „Milliliðirnir tóku alla tollalækkunina til sín, en hins vegar komu fram í vöruverðinu afleiðingarnar af hækkun söluskatts- ins. Það skilaði sér fyllilega miðað við það sem á- ætlanir höfðu verið gerðar um“. Lúðvík lagði á- herzlu á, að stjórnarvöld þyrftu að fylgjast miklu betur með verðmynduninni í landinu, ríkisstjómin yrði að viðurkenna að verðbólguvandinn væri m.a. fólginn í því að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hafa komizt upp með það að hækka verðlag of mikið. Vandinn væri hins vegar ekki sá sem ríkisstjórnin virtist halda, að kaup verkafólks hefði hækkað of mikið. JJáðherrarnir hafa ekki reynt að koma því heim og saman að einmitt nú skuli ráðizt á kjara- samninga og vísitölugrundvöllinn, þegar svo er ástatt að mikill afli og stórkostlegar verðhækkan- ir á útflutningsvörum íslendinga valda stóraukn- ingu á þjóðartekjum. En hér er stjómað sam- kvæmt íhaldsstefnu, fyrir gróðabraskara og skuldakónga, fyrir okrara og afætur þjóðfélagsins. Og þessa stefnu getur íhaldið því aðeins fram- kvæmt, að Alþýðuflokkurinn láni til þess þingmenn sína og ráðherra, enda er þeim óspart beitt til að afsaka árásina á kjarasamningana og vísitölu- grundvöllinn, á sama tíma og Alþýðuflokksmenn í verkalýðsfélögunum standa við hlið annarra til að mótmæR þessum árásum. — s. Frá Félagi háskólamenntaðra kennara: Ábyrg samningsgeri eða hrossakaup Svar við yfirlýsingu Landssambands framhaldsskólakennara Fyrir skömmu birti Þjóðvilj- inn yfirlýsingu stjórnar Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara í sambandi við kjarmál kennara. Nú hefur blaðinu borizt svar við yfirlýsingu þessari Irá Félagi háskóla- menntaðra kennara, svohljóð- andi: 1 þeim drögum að kjara- samningum, sem BSRB og rík- isvaldið haía gert fyrir ríkis- stai’fsmenn, er ætlunin að láta 5 starfsár kennara gilda á móti 1 námsári. Þessi regla á aðeins að gilda um kennara, cnga aðra ríkisstarfsmenn. Ástæðan fyrir því að þessi sérstæða regla er látin gilda um kennara eiru þau áhrif sem ákveðnir aðilar í Landssambandi framihalds- skólakennara (L.S.F.K.) hafa í valdakerfi BSRB. í nýlegri yfirlýsingu LSFK er raunar státað af þessu. Af yfirlýsingunni, sem birt- ist fyrst í dagblaði 4. þ.m. verða ijósari en áður skaðleg áhrif einokunar, sem BSRB hefur á samningsrétt opinberra starfsmanna. Yfirlýsingin er m.a. sönnun þess hvemig þessi einokun getur torveldað að undirbúningsmenntun bóknáms- kennara í framhaldsskólum verði viðunandi í framtíðinni I. í yfirlýsingu LSFK er mikið vikið að fyrri „sögu“ í kjara- málum kennara og forusta LSFK er sögð þar hafa sérlega hreinan skjöld. FHK ætlar ekki að láta LSFK marka sér þann ófrjóa baráttugrundvöll áð déilá fyrst óg fremst um réttmæti eins og annars á liðn- um árum, en vill þó aðeins minnast á eitt atriði í yfirlýs- ingu LSFK um fyrri tíma. Þar segir að það séu staðlausir staf- ir að LSFK hafi reynt að halda háskólamenntuðum kenn- urum niðri í launum. Hér mæl- ir stjóm LSFK gegn betri vit- und. Snemma árs baröist LSFK og BSRB gegn því að háskóla- menntaðir kennarar hækkuðu úr 18. í 19. launaflokk, (— en ríkisvaldið hafði gert tillögu um þá hækkun) nema fjöl- margir aðrir framhaldsskóla- kennarar hækkuðu líka. Á það vildi ríkisvaldið ekki fállast. Undirrituðu fulltrúar ríkis- valdsins og BSRB síðan samn- inga, og voru allar þær hækk- anir, sem ríkisvaldið gerði til- lögu um, hafðar í þessum samningum nema ein — hækk- un háskólamenntaðra gagn- fræðaskólakcnnara. Seinna tókst FHK að fá ríkisvaldið til að hækka háskólamenntaða gagn- fræðaskólakennara um einn launafloiik. LSFK mótmæiti þessari launahækkun opinber- lega! II. Um þá takmörkuðu laiuna- flokkaskiptingu framhaldsskóla- kennara á grundvelli menntun- ar, sem samið var um 1963, segir í áðurgreindri yfirlýs- ingu. „LSFK hóf þá baráttu fyrir þvi að fá leiðréttingu á því augtjósa ranglæti að láta nýja flokikaskiptingu verka aftur fyrir sig, og kraifðist þess. að þeir kennarar, sem fyrir voru í stafi, nytu fyllsta réttar í launagreiðslum. — — Hug- mynd LSFK var þó einungis bundin við bann tíma, en eng- um hafði dottið í hug, að betta skyldi gilda um alla framtíð." Þessi orð verða vart skilin öðruvísi en svo, að LSFK mundi aldrei setja fram þá kröfu, að þeir kennarar. sem eftir samningana 1963 réðu sig til starfa í iægri launaflokk- ana á gagnfræðastigi. gætu fengið hæstu laun cftir vissa starfsreynslu. En nú berst BSRB einmitt fyrir því að beir kennarar, sem komu í starf eftir 1963 hækki í launum samkvæmt reglunni eitt námsár — fimm starfsár engu síður en þeir sem voru í starfi fyrir 1963. Vitað er að fbrusta LSFK er fyrst og fremst ábyrg fyrir þessari stefnu. Hverjum er svo ætlað að taka mark á þeim orðum er á eftir fylgja 1 yfirlýsingu LSFK. „Það eru einnig stað- lausir staifir að LSFK hafi nokkum tíma lagt til, að slíkt skuii gilda um alla framtíð." (Þ.e. að eitt námsár skuli jafn- gilda fimm starfsárum). Svari hver fyrir sig. Og hvað segja önnur s-tétt- arfélög um slíka kröfugerð? Eiga t-d. konur, sem vinnia á dagíheimilum, án þess að hafa lært fóstrustörf, að fá sömu laun og fóstrumar? Slikri kröfu hefur ekki verið hreyft svo kunnugt sé, enda hafa þær konur sem starfa við Hið fóstr- anna ekki einkarétt á að semja um kjör starfsfólks á dagheimilum. Einokun LSFK á samnings- rétti fyrir alla framhaldsskóla- kennara virðist hins vegar ætla að verða þjóðinni dýr. Með því að reyna að þvinga fram samninga um að laun háskólamenntaðra gagnfræða- skólakennara verði viðmiðun fyrir alla aðra kennara á stig- inu, án tillits til menntunar þeirra, er verið að gera tilraun til að skapa þeim kennurum augljós forréttindi í þjóðfélag- inul Ein höfuðforsenda þeirrar forréttindakröfu er sú blekking að gagnfræðaskólakennarar vinni í rauninni allir sömu störf. 1 næsta kafla verður vik- ið að haldleysi þeirrar staðlhæf- ingar. III. Óþarft ætti að vera að minna á að starf hvers kennara mót- ast af undirbúningsmenntun hans. Góð starfsmenntun er höfuðforáenda þess að kennari geti sýnt sjálfstæði og frum- kvæði í starfi. Að öðm leyti er tvenns konar munur ein- kennandi á starfi gagnfræða- skólakennara: 1. Munur á því hvort kenn- arinn er bóknámskennari eða verknámskennari. 2. Munur á því hvort kenn- arinn starfar aðeins við ung- lingadeildir, sem em í tengslum við bamaskólana (1. og 2. bekk- ur gagnfræðastigsins), eða hvort kennarinn starfar við gagn- fræðaskóla, (1.-4. bekkur eða aðeins 3. og 4. bekkur). Verknámskennarar við ’gagn- fræðastigið í Reykjavík vetur- inn 1968-1969 (handavinnu, íþrótta, matreiðslukennarar, ýmsír sérkennarar) voru sam- kvæmt skólaskýrslu Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur 89. Bóknámsikennarar við gagn- fræðastigið þennnan sama vet- ur vonu 130. Þessum bóknáms- kennumm má skipta í þrjá hópa: A Háskólamenntaðir kennar- ar 51. B Kennarar með kennara- skólapróf sem lokapróf 53. C Kennarar með stúdentspróf sem lokapróf 26. (Samtals i flokki B og C 79). Allmargir úr síðasta hópnum stunda háskólanám jafnframt kennslu. Ljóst er af þessu að verk- námskennarar við gagfræða- stigið í Reykjavík em fjöl- mennari en þeir bóknámskenn- araf þar, sem etoki hafa há- skólaprólf. Áf hinum 130 bóknámskenn- umm starfa 36 eingöngu við unglingadeildir (þ.e. skyldunám, 13-14 ára aldursfloktoar), setn em í tengslum við bamaskóla. 28 þessara kennara em úr hópi B, þ.e. hafa Uennarapróf sem Iokapróf. Aðalástæðan fyr- Framhald á 9. síðu. Bína Kristjánsson ln memoriam Ég var nýkominn til Kaup- mannahafnar haustið 1955, þeg- ar ég sá Bínu Kristjánsson í fyrsta skipti. Það var í stúd- entasamkvæmi. Þau hjónin vom nýkomin frá Rússlandi og höfðu notið gerzkrar gistivin- áttu suður á Krímstoaga fram eftir hausti. Ég held, að mér hafi ekki orðið starsýnna á annað kvenfólto en hana það kvöld. Það stóð af henni gustur geðs og gerðarþokki, og það sópaði að henni eins og drottn- ingu. Við Sverrir höfðum hitzt fyrr um haustið hér heima á Fróni, en þarna urðu fyrstu kynni okkar Bínu, og ég vil með þessum fátæklegu línum þakka henni fyrir þá tryggð og vináttu, sem ég varð aðnjótandi frá fyrstu kynnum og fram til þeirrar stundar, að hún kvaddi mig í síðasta skipti fyrir nokkr- um dögum. Bína var fædd á Akureyri á morgni þessarar, aldar, og þar sleit hún bamsskónum. Hún bar alltaf Mýjan hug til æskustöðvanna — til fjömnnar og fjallaihringsins, og það var eitthvað í svip hennar og fasi í ætt við sumarbirtuna og vetr- arheiðríkjuna þar fyrir norðan. Hún var tryggðatröll og hrein- skiptin, sannur vinur vina sinna, og hélt skömlega á máli sínu, við hvem sem var að eiga. Hún var hamhleypa að lesa og fljót að skilja, svo að notuð séu orð Benedikts Grön- dals mutatis mutandis, og fljót að átta sig á, hvar feitt var á stykkinu. „Spurðu Bínu“, var Sverrir vanur að segja, þegar ég leitaði álits hans um bók- armennt. Hún var listhneigð og glöggskyggn á liti og línur engu síður en tónlist og leik- list. Það var virkiílega mennt- andi að eyða kvöldinu hjá þeim hjónum, þegar þau bjuggu við Kóngsins nýjatorg, og aldrei hefir hin ramma rót þekking- arinnar verið fram borin með betra bragði en á því heimili. En því miður bar hér skúiggann á, þvi að húsfreyjan getok ekki heil til skógar. Þó að hún virtist ljóma af lífs- orku og andlegu fjöri, leyndist með henni sá sjúkdómur, sem átti eftir að skapa henni örlög og aldurtila. Hún var aft sár- þjáð, og enginn, sem ekki hefir reynt getiur gert sér í hugarlund þær raunir, sem hún varð að þolá síðustu æviárin. Læknavísindin reyndust þess vanmegnug að vinna buig á sjúkdóminum og hún kaus að njóta umönnunar eiginmanns og baxnia, fremur en að vera á sjúkrahúsi, því að þar vair hug- ur hennar allur, hversu veik sem hún var. Hún bar ekki þrautir sínar á torg, þó að hún hefði getað gert þessi orð að sínum. þegar hún fann að hveirju dró: Voruber, ach voruber! geh, wilder Knochenmann! Ich bin noch jung, geh, Licber, und ruhre mich nieht an. En undir ævilokin gat Mnn slyngi sláttumaður einn leyst hana frá þrautum jarðlífsins og sagtt: Gib dclne Hand, du schön und zart Gebild! Bin Freund und kommc nicht zu strafen. Sei guten Muts! Ich bin nicht wild, sollst sanft in meinen Armen schlafcn! Aðalg ’ fjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.