Þjóðviljinn - 14.11.1970, Side 10
10 SÍÐÁ — ÞJÓÐ’VK/JTNN — Laugardagur 14. nóvember 1970.
Harper Lee:
Að granda
söngfugli
17
— Já, frú, sagði Jemmi
kurteislega.
Og Atticus sagði allt í einu:
— Hvað hefurðu gert a!f bux-
unum þínum, drengur?
— Buxunum, pabbi?
— Buxunum já.
Þetta stoðaði ekki. Þama stóð
hann á nærbuxunum fyrir allra
augum. Ég stundi þungan.
— Hum . . . herra Finch . . .
í skininu frá götuijósinu gat
ég séð að Dill hafði fengið
hugmynd: Augun í bonum voru
orðin stór og kringluleitt engils-
andlitið enn kringlóttara.
— Já, Dill, hvað var það?
spurði Atticus.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 188 HI. hæð (lyfta)
Simi 24-G-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68
2^2sinnui
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NOBSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
BergstaSastr. 10A Sími 16995
— Hu ... ég vann þær af
honum, sagði hann auðsveipur.
— Vannst þær? Og hvernig
má það vera?
Dill klóraði sér í hnakkanum.
Svo renndi hann hendinni upp
á hvirfilinn og fram á ennið
og hann sagði:
— Við vorum að spila fata-
póker, sagði hann. — Þama yfir
hjá tjörninni.
Okkur Jemma varð rórra.
Nágrannamir virtust himinlif-
andi. Þeir ráku upp stór augu.
En hvað í ósköpumum var fata-
póker? Við fengum ekki tæki-
færl tii að komast að því: Ung-
frú Rakel vældi eins og þoku-
lúður:
— Já, en Jesús minn góður,
Dill Harris! Sitjið þið hjá tjörn-
inní minni og spilið á spil?
Ég skal svo sannarlega kenna
þér æriegan fatapóker, ungi
maður!
Atticus bjargaði Dill frá lim-
lestingum í bili.
— Andartak, ungfrú Rakel,
sagði hann. — Ég hef að minnsta
kosti aldrei heyrt þau minnast
á neitt slíkt. Segið mér: hvar
fenguð þið spilin?
Jemmi tók undir hina snjöllu
hugmynd Dills, en ég sá að hann
var búinn að loka augunum:
— Við notuðum eldspýtur,
pabbi.
Þessa stundina átti aðdáun
mín á bróðumum sér engin tak-
mörk. Eldspýtur voru hættuleg-
ar, en spil óheillavænleg.
— Hlustið nú á, Jem og Skjáta,
sagði Atticus. — Þið vogið .ykkur
aldrei framar að spila póker í
einni eða annarrri mynd. Fárðu
með Dill, Jem, og sæktu buxum-
ar 'þínar. Þið getið gert upp tap
og vinning á annan hátt.
— Vertu ekki hræddur, Dill,
sagði Jemmi, þegar við röltum
aftur eftir gangstéttinni. — Hún
gerir þér ekki neitt. Hann talar
hana áreiðanlega til. En skolli
varstu annars fljótur að hugsa,
félagi.. .Jæja, þama geturðu
heyrt sjálfur!
Við stönzuðum og heyrðum
rödd Atticusar:
— ... ekiki aivariega . . . all-
ir krakkar' þurfa að ganga gegn-
um þetta, ungfirú Rakpl
Dill ljómaði í framan. Hið
sama varð ekki sagt um okfcur
Jemma: Hvemig átti Jem að
fara að þvi að mæta við morg-
unverðarborðið klæddur buxun-
um sínum?
— Þú getur fengið buxur af
mér, sagði Dill, þegar við kom-
um að veröndinni hjá ungfrú
Rakel.
Jemmi sagðist ekki komast f
þær, en það væri samt ifallega
boðið. Við buðum hvort öðru
góða nótt og Dill fór inn. Um
leið virtist hann muna eftir því
að við vorum trúlofuð, þvi að
hann kom æðandi út atftur og
kyssti mig beint fiyrir framan
Jemma.
— Nú ábyrgizt þið að skritfa
mér, skiljið þið það? æpti hann
á etftár okflcur.
Jafnvel þótt Jemmi hefði haft
buxumar undir höndum, hefðum
við naumast fengið mikinn
nætursvefn þessa nótt; hvert ein-
asta hljóð sem ég heyrði í
beddanum á aftari veröndinni
margfaldaðist; í hvert sdnn sem
skósóli nerist við möi var það
auðvitað Radley á ferðinni til
að hefna sín; hver einasti svert-
ingi sem gekk framhjá og hló
í myrkrinu var Boo Radley, sem
var orðinn frjáls og byrjaður að
leita okkar; skordýrin sem flögr-
uðu á netdymar voru æðislegir
fingumir á Boo Radley sem wru
að fálma í netinu og rífa það
í sundur til að komast inn til
okkar; döðlutréð sýndist illgim-
islegt, þrúgandi, ógnandi og lif-
andi. Þannig lá ég milli svefns
og vöku þangað til ég heyrði
Jemma tauta:
— Sefurðu Þríeyg litla?
— Ertu vitlaus?
— Uss, Atticus er búinn að
slökkva Ijósið.
1 dofnandi tunglsljósinu sá ég
hvar Jemmi teygði fæturna út
úr rúminu.
— Ég skrepp yfirum og sæki
þær, sagði hann.
Ég settist upp í skyndi.
— Þú getur það ekki. Þú
mátt það ekki!
Hann klæddi sig í skyrtuna.
— Ég má tiL
— Ég kalla á Atticus ef þú
svo mikið sem reynir það.
— Já, gerðu það bara, þá
sný ég þig úr hálsiiðnum!
Ég dró hann niður á rúm-
stokkinn til mín og reyndi að
koma vitinu fyrir hann.
— Herra Nathan finnur þær
auðvitað í fyrramálið, Jemmi.
Þá getur hann reiknað út hvern-
ig þú týndir þeim og þegar
hann sýnir Attieusi þær, fer auð-
vitað allt í háaloft — en þaö
er lfka alflt og sumt. Sfcríddu
nú upp í aftur.
— Jú, þakk, ég veit þetta
allt, sagði Jemmi. — Og það
er þess vegna sem ég ætla að
sækja þær.
Mér var að verða óglaitt. Nú
færi hann aleinn 'þama yfir
um... Ég mundi hvað ungfrú
Stefanía hafði sagt: Herra Nath-
an hafði næstu patrónuna til
taks og ætlaði að skjóta, hvort
heldur það var niggara, hund
eða... Jemmi vissi þettaeins
vel og ég. Ég var að verða ör-
vílnuð.
— Heyrðu mig nú Jemmi; það
er ekki þess virði. Það er sárt
að láta flengja sig, en svo er
það búið. Og ef þú sækir bux-
umar núna, þá sfcýtur hann
þig. Vertu nú góður, Jemmi...
Hann andvarpaði þreytulega.
— Skilurðu þetta ekki, Skjáta?
tautaði hann. — Atticus hefur
aldrei lúskrað mér síðan ég man
eftir mér. Hann skal ekki fá
ástæðu til að byrja á því núna.
Þetta var reyndar alveg rétt.
Atticus hótaði okkur flengingu
annan hvem dag, en hann lét
þar við sitja. Ég sagði:
— Það er bara vegna þess að
hann hefur ekki staðið þig að
neinu ennþá.
— Það getur svo sem vel
verið Skjáta. En svona er það
nú einu sinni og það er bezt.
að það haldi þannig áfram. Við
hefðum aldrei átt að fara þarna
yfirum í kvöld, Skjáta.
Ég held að það hafl verið
á þessari stundu sem leiðir okkar
Jemma fóru að skiljast. Auð-
vitað höfðu komið þau tímabil
að ég hafðí ekki skilið hann,
en þau höfðu verð skammvinn.
En þetta var hins vegar of-
vaxið mínum skilningi.
— Vertu nú góður, sagði ég
sárbænandi. — Geturðu ekiki
bara dokað við og hugsað þig
um; reyndu að gera þér í hug-
arlund að þú sért einn þar...
— Þegiðu.
— Auðvitað væri það allt
annað ef hann myndi afldrei vilja
tala við þig framar... En ég
vek hann, Jemmi, ég sver það,
ef þú ...
Jemmi þreilf í hálsmálið á
náttjakkanum mínum, svo að
ég ætlaði að kafna. Ég saup
hveljur og sagði:
— Ég fer að minnsta kosti
með þér!
— Nei, þú gerir það ekki;
þú gerir bara hávaða.
Þetta stoðaði ekki. Ég opnaði
hliðið fyrir hann og hélt því
opnu meðan hann laumaðist
niður þrepin. Klukkan hlýtur að
hafa verið orðin tvö. Tunglið
var að ganga undir, fíngerðir
skuggarnir voru orðnir ósköp
daufir. Hvíta skyrtan hans
Jemma lyftist upp og niður eins
og dálítil vofa sem dansaði til
að forðast morguninn sem var
í vændum. Það var komin dá-
lítil gola og angistarsvitinn
þornaði á kroppi mínum.
Hann fór bakatil, yfir Hjart-
arengið, yfir skólaportið og fyrir
homið á gerðinu — þar sá ég
hann að minnsta kosti hverfa.
Þetta tæki sinn tíma, enn var
engin ástæða til að vera hrædd.
Ég beið þar til ég taldi 'að ég
gæti með allri sanngimi farið
að hafa áhyggjur og fór svo
að hlústa í ofvæni eftir skotinu
úr haglabyssu hema Radleys.
Svo fannst mér ég heyra marra
í bakhliðinu. Það var éskhyggja.
En næsta hljóð sem ég heyrði
var sannarlega raunverulegt:
Atticus hóstaði Ég hélt niðri í
mér andanum. Það kom fyrir,
þegar við fómm pílagrímsferð
út í baðherbergið um miðnætt-
ið að við sáum hann liggja í
rúminu og lesa. Hann sagðist
oft vakna á nætumar, og þá
leit hann stundum inn til okk-
ar, sagði hann, áður en hann
sótti sér bók og sofnaði aftur
út frá henni. Nú lá ég eins og
stirðnuð og beið þess að hann
kveikti Ijósið. En hann gerði það
ekki, og andartaki síðar fór ég
að anda rólegar.
Skríðandi og flögrandi skordýr
næturinnar höfðu tekið sér
hvíld, en þroskaðar döðlumar
slógust í þakdð þegar golan
bærði greinamar og myrkrið var
ömurlegt, langt í burtu heyrð-
ist öðru hverju gelt í hundi.
Svo var hann kominn. Hann
var kominn aftur. Hvíta skyrtan
hans hoppaði upp yfir hliðið
baika til og stækkaði síðan smétt
og smátt. Hann læddist upp
þrepin, lokaði hliðinu á eftir
sér og settist síðan á rúmið
sitt. Án þess að mæla orð lyfti
hann buxunum í áttina til mín.
Svo skreið hann undir teppið
og dálitla stund heyrði ég
hvemig kojan hans hristist lítið
eitt. Loks varð allt hljótt. Ég
heyrði hann eflcki hreyfa sig
meira.
7.
Jemmi var fáskiptinn og þög-
ull alla næstu viku. Ég fór að
ráðum Attieúsar og reyndi að
setja mig í spor Jemma og sá
allt með augum hans: ef ég í
eigin persónu hefði þurft að fara
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK
og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. —
Skiptum á einum degi með diagsfyrirvara fyrir ákveðið
verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar,
Skipholti 25 — Sími 19099 og 20988.
HARPIC er ilmandí efni sem hreinsar
... -. salernissfcálina og drepnr sýkia
Indversk
m
ffn
ffw
undraveröld
Frá Austurlönduni fjær, úrval hand-
unninna skrautmuna úr margvísleg-
um efnivið m.a. útskorin borð, flóka-
teppi, heklaðir dúkar, kamfóruviðar-
kistur, uppstoppaðir villikettir, Bali-
styttur. kertastjakar, ávaxta- og kon-
fektskálar, blómavasar, könnur, ösku-
bakkar, borðbjöllur, vindla- og sígar-
ettukassar, ódýrir, indverskir skart-
gripir og margt fleira.
Einnig Vnargar tegundir af reykelsi.
Fallegar og sérkennilegar gjafir, sem
veita varanlega ánægju, fáið þér á
SNORRABRAUT 22.
Tökum að okkur
breytingar, viðgferðir og húsbyggingar.
Vönduð vinna
Upplýsingar í síma 18892.
FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ:
Buxur, skyrtur. peysur, úlpur, nærföt. sokkar og
margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrvaL
PÓSTSENDUM.
• — Laugavegi 71 — sími 20141.
SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS H.F.
Sími 42222
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
MOTORSTILLINGAR
HJÖLASTILLINGAR • IJÖSASTILUNGAR
Látið stillá I tima. «fl
Flfót og örugg þjónusta. I
13-10 0
GLUGGATJALDASTANGIR
FORNVERZLUN
°g
GARDÍNUBRAUTIR
Laugavegi 133 — Sími 20745.