Þjóðviljinn - 22.11.1970, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.11.1970, Síða 1
Verða nýjar kosningar á ísafírði í vetur? Sunnudagur 22. nóvember 1970 — 35. árgangur — 267. tölublað. HNÍFSDAL, 20/11 — Rætt hefur verið um þann möguleika að efna til bæ.iarst.iórnarkosninga á ísafirði vegna sameiningar fsa- fjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps, sem nú er á döfinni þessar vik- ur. Efnt var til fundar á ísafirði fyrir nokkrum d'ögum með fuM- trúum Isafj arðarkaupstaðar og Eyrarhrepps. Var þar mættur fulltrúi frá félagsmálaráðuneyt- inu til þess að sameina viðhorf manna og raeða um framkvaemd sameininigar kaupstaðar og hrepps- félags. * ísfirðingar setja ýmis skilyrði fyrir sameiningu. öll vegagerð í Eyrarhreppi verði greidd úr rík- issjóði Þá verði ríkið að standa undir kostnaði á flutningi skóia- bama innan hreppsins. Etoki er annað að sjá en Is- firðingar heimti einskonar eigna- könnun hjá fóOki í Eyrarhreppi. Er þegar búið að semja lista yf- ir skuidir fólks í hreppnum við sjúkrasamlagið. Ætla Isfirðingar ekki að taka á móti neinum þunfalingum í sitt samfélag. — H. B. Hundar sæmdir heiðursmerkjum Bandaríkjahers WASHINGTON 21/11 — Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu glíma nú við þá gátu, hvernig á því stendur að tveim hundum voru veittar orður fyrir hugrekki á víg- veliinum í Víetnam. Hundarnir tveir, Griffin M. Canine og Smokey M. Griff, fengu heiðursmerkin um leið og hópur hermanna úr 25. fótgönguliðssveit hersins. Þetta varð uppvíst þegar hneykslaður hermaður sagði í viðtali við smáblað í heimabæ sínum: — Jú, ég fékk heiðursmerki og hafði líka sannarlega til þess unnið. En hvers vegna í ósköpunum fékk hundur liðsforingjans sömu orðu og gerir þó ekki annað en liggja fyrir utan dymar all- an guðslangan daginn? Varnamálaráðuneytið hef- ur gefið út yfirlýsingu um, að hundarnir verði sviptir orðunum. Heitið frá 1968 rofið Bandaríkjaher gerir loftárásir á margar borgir í N-Vietnam — „Til að vernda bandarísk líf"; sagði Laird landvarnamálaráðherra USA Verðhœkkun Þótt búið sé að samþykkja á Alþingi verðstöðvun hér á landi, er langt frá þvi, að þar með sé öllum verð- hækkunum lokið. Þannig var verð á kaffi hækkað á föstudag um 30 krónur kilóið í smásölu eða úr kr. 190,00 í kr. 220,00. Mun það vera 15,6% hækkun. Heild- söluverð á kaffi eftir hækk- unina er kr. 170,00 kílóið. Hækkun þessi stafar af verðhækkun erlendis á SAIGON, WASHINGTON 21/11 — Bandarískar orustuflugvélar flugu eldsnemma í gærmorgun yfir Norður-Víetnam og gerðu loftárásir á mairga bæi. Fjöldi manns særðist í sprengjuárásunum, sem eru hinar fyrstu síðan Johnson forseti til- kynnti að loftárásum á N-Víetnam yrði hætt fyrir tveim áruim. Útvarpið i Hanod skýrði frá því í gærmorgun, að margar bandarískar fluigvélar hefðu gert érásir á Norður-Vietnam fyrrum morguninn. Flugu vélarnar ^inn yfir landið milli kl. 2,30 og 3,30 að staðartíma og köstuðu sprengj- unum yfir mörg byggð svæði, m.a. að fangaibúðuim þar sem bandarískir filugmenn eru í haldi. 1 tiikynningu sem norður-viet- Mótmælaaðgerðir við krýn- ingu Miss World í London LONDON 21/11 — Allt ætlaði um koll að keyra á krýningarathöfn Miss World fegurðarsamkeppn- innar í London í gærkvöldi þeg- ar 50 konur hlupu í mótmæla- skyni upp á sviðið í Albert Hall og köstuðu dreifimiðum yfir á- horfendur. Leikarinn Bob Hcnpe, sem stjómaði athöfininni, flúði a£ sviðinu þegar konumair köstuðu blómum að honum. Lögreiglan kom á vettvang og fjaríægði þær með valdi, en þegar Böb Hope kom aftuir inn og kynnti sdgiur- vegarai keppninnar í fyrra, Evu Reuber-Staier frá Austurriki, vár kastað reyksprengjum í salnum og hundruð dreifibréfa fuku of- an af áhorfendasvölunum. Hróp um frelsi tin handa konunni glumdu í salnum þegar BobHope flúði í annað sinn. Lögregla og dyraveröir báru burt nokkrar þeirra sam að mót- mælaaðgerðunum sitóðu mieðam hin 22ja ára Jennifer Hosetn frá Vestur-Indíum var krýnd Miss World 1970. Númer tvö varð hörundsdökki fulltrúinn frá Suður-Afríku, Pearl Jansen, 20 ára. en þetta er í fyrsta sinn sem hörundsdökk stúlka þaðan tekur þátt í keppn- inni og var henni boðin þátttaika er stjómendur keppninnar fréttu, að hinin keppandmn frá S-Afríku JiOllian Jessup, hafði sigrað í keppni, þar sem aðeins hvituim stúlkum var leyfð þátttalka. Þriðja varð Ijóshærð ísrael.sk stúlka, Irith Lavi, 18 ára stúd- ent, og fjórða sæmska sýningar- stúlkan Maj Johansson, 20 ára gömul. Fjögur dagblöð sameinast um ofísetprentsmiðju Fyrir rúmlega hálfu ári var stofnað á vegum fjö-gurra dagblaÖa landsins, Alþýðu- blaðsins, Tímans, Vísis og Þjóðviljans, hlutafélaigið Blaðaprent, með það fyrir augum að stofnsietjia sameiig- inlega prentsmiðju fyrir öll þessi blöð, þar sem hagnýtt væri nýjasta og fullkomn- asta tækni í setnin.giu og prentun dagblaða. Tilgangur félagsins er bæði sá, að fó með þessu móti tæknilega betiUir unnin blöð og a0 tryggja hiagkvæmari rekstur fyrir blöðin, sem öll hafa átt við erfiðleika að etja hvað það snertir. Flest eða öll blöðin eru nú þannig sett að þau verða að enduirnýja vélakost sinn á næstu árum, og er það raunar orðið mjög áðkallandi hjá sumum þeirra. ★ Blaðaprent hf. hefur nu fest kaup á nýnri offsetprent- vél af bandarískri gerð, og er hún væntanleg til landsins á næsta ári. í undirbúningi er einnig að félagið kaupi nýj- ar vélar til setningar fyrir blöðin, en alllangur af- greiðslufrestur er á vélum þessum, og er tæplega að vænta að þær verði tekna,r í notkun fyrr en á árinu 1972. Ekki er enn ráðið hverrar teigundar vélar þessar verða, en fullyxða má að reynt verð- ur að hagnýta það nýj asta í tækninni. namska yfirherstjómin sendi út er litið á þessa atburði semmjög alvarlegar striðsaðgerðir. Útvarpið sagði frá því. aðfjöldi ólbreyttra borgara hefði særzt i árásunum, sem m.a. var beintað hafnarborginni Haifong og bæj- unum Hoa Binh, Quang Nazzai og Ha Tay. Árásirnar voru á mörg önnur bygigð svæði og ollu almenningi mikilu tjóni, sagði út- varpið í Hanoi. Ekki loftárásir í tvö ár Það var l. nóvemiber sem þá- verandi forseti, Lyndon B. John- son, tilkynnti bandarísku þjóð- inni og öllum heimi þá ákvörð- un sína að stöðva allar ioftárás- tr á Norður-Vietnam í eftirminni- legri útvarps- og sjónvarpsræðu. Sagði hann þá, að tilgangurinn með því að hætta árásunum væri að kóma af stað heiðarlegum l'riðarviðræðum við Norður-Viet- nam. Síðan hafa Bandaríkjamenn Fraimhald á 9. síðu. Eins og sagt var frá í fréttum hér í Þjóðviljanum í gær hófst 4. þing Sambands byggingamanna á föstudaginn. Þingið hélt áfram störfum í gær, en því lýkur síðdegis í dag eða í kvöld. Verður nánar sagt frá stiirfum þess í blaðinu eftir helgina. Myndin er frá setningarfundi og er forseti sambandsins, Benetlikt Davíðsson i ræðustólnum. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Verður sköpuð aðstaða fyrir náms undirbúning í skólunum sjálfum? Adda Bára Sigfúsdóttir flutti tillögu um það efni og fleira á síðasta fundi borgarstjórnar. Rætt um Jaðar og Hlaðgerðarkot ★ Fræðsluráð vinni að því að skapa aðstöðu fyrir bör,n og unglinga til námsundirbúnings í skólunum sjálfum eða í grennd við þá og að sjá nem- enðum jafnframt fyrir mat- stofum þar' sem þeir geti borðað nesti og keypt skóla- máltíðir. ★ Fræðsluráði verðf falið að gera áætlun um byggingu heima- vistarskóla, er leysi skólana af hólmi. ★ Bcrgarstjórn samþykki að næsta haust skuli stofnað skólaheimili fyrir pilta, sem lokið hafa skyldunámi að Jaðri. ★ Þessi voru efnisatriði þeirrar tillögu sem Adda Bára Sig- fússdóttir flutti á síðasta fundi borgarstjórnar Undir- tektir máísvara íhaldsins Kristjáns J. Gunnarssonar, skólastjóra og formanns fræðsluráðs borgarinnar voru ákaflega neikvæðar. Tillaga Öddu Báru er þó stórmál sem snertir alla Reykvíkinga og verður framvinda þcss vafa- iaust veitt náin athygli. Adda Bára rakti í framsögu- rædu hvíMk nauðsyn væri á því að nemendur ættu kost á því að fá að snæða nesti í skólanum sjálfum milli skólatíma, þegar kennslan sjálf slitnaði í sundur. Með því að skapa börnunum slíka aðstöðu og jafnframt að- stöðu til náms í skólunum væri unnt að draga úr sjoppurápinu og ná um leið betri árangri í námimu sjálfu. Það er sjálfsagt, sagði Adda Bára, að sjá kennur- um fyrir aðstöðu til þess að mat- asi í skólanum. En að mínu mati er það ekkert sjálfsagðara en að ióta börnunum í té aðstöðu til þessa. Ti]laga mín felur i sér að borgarstjórn marki stefnu í þessum málum, þannig að tæki- færin verði gripin til endurbóta þegar þau gefast. Að undanförnu hefur það nefnilega verið þannig að þegar skólahúsnæði hefur losnað vegna fækkunar í hverfum hefur verið troðið upp í hverju smugu, hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir eða skólahverfi færð saman. Nefndi Adda Bára í þessu sam- bandi Hlíðaskólann. Þar hafa borgaryfirvöld hreinlega ákveðið að hætta við framkvæmdir vegna þess að etoki eru eins mörg börn lí hverfinu eins og ætlað var í fyrstu. Þó er enn tilfinnanlegur skortur á sérkennslustofum í þessum skóla og börnin verða að sækja leikfimi í Valsheimilið yfir mikla umferðargötu, þau verða að sækja matreiðslu í Austurbæjarskólann og sund í Austurbæjarskólann. í Hlíðaskól- anum er ekki húsakostur til þess að hafa landspróf — unglingarnir þaðan verða að leggja stund á landsprófsnám í GaignfræðaskóHa Austurbæjar. í Hlíðaskólanum er skólastjóri sem vafalaust vildi korna á nýj- ungum í skólastarfi, sagði ræðu- maður. Hví ekki að geifa honum kost á því með því að halda áfram byggingu Hlíðaskóla og verja strax á næsta ári fé til byggingar næsta áfanga? Tefkn- ingar eru tilbúna-r og ekkert að vanbúnaði ef borgarstjórnin sam- þykkir á næstu fjárhagsáætlun að veita fé til byggingarinnar. Þá gerði Adda Bára að umtals- efni síðari liði tillögu siinnar og benti á, að í áætlun um skóla- byggingar frá 1963 til næstu fimm ára hefði verið gert ráð fyrir byggingu húsnæðis fyrir þá starfsemi sem nú fer fram að Jaðri og í Hlaðgerðarkoti. En á nýrri framkvæmdaáætlun borgarinnar er ekki einu sinni gert ráð fyrir þessum fram- kvæmdum. Tillaga mín er um að við stöndum við fyrirheit borgar- stjórnar frá 1963, sagði Adda Bára. Loks fjallaði flutningsmaður um nauðsyn þess að aðstæður Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.