Þjóðviljinn - 22.11.1970, Page 7

Þjóðviljinn - 22.11.1970, Page 7
Noröurland eystra j Rætt lið STEFÁN JÓNSSON, dagskrárfulltrúa, sem skipar efsta sæti á framboðslista Albýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra □ I>að liarf ekki að kynna Stefán Jónsson. efsta mann á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra i næstu þingkosning- um. Menn þekkja hann sem útvarpsmann og rithöfund; en hitt gæti svo verið, að pólitískar hugmyndir hans væru ekki eins kunnar, því að Stefán hefur ekki látið mikið yfir sér á þeim vett- vangi til þessa, nema hvað allir máttu vita, sem vildu, að hann hefur verið ein- dreginn andstæðingur er- lendrar hersetu á íslandi. Á dögunum sitjum við og spjöllum um pólitísika flokka, alþýðuhreyfingar, byltingar og gagnbyltingar og aðra fxóðlega hluti, og gefum þá fyrsit Stef- áni orðið: — Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvers vegna félagshyggja og þá sósí- alísk félagshyggja, sem byrjaði hér á landi að mörgu leyti glæsilega, fékk ekki lengri og frísbari byr en raun varð á. Hvort það hafi verið af þvi, að þótt átök yrðu a.llhörð um skeið, þá voru sigramir sem unnust i verkalýðsbaráttunni tiltölulega auðveldir miðað við það sem annarsstaðar gerðist? Okkar sigrar voru grundvall- aðir á dýrkeyptum sigrum dönsku verkalýðshreyfingaxinn- ar,"' Að svo búnu biðu margir sósíalistar eftir heimsbylting- urini, með hendur í skauti — þá átti að lú alla garða í einu, og tók þvi ekk; að vera að durida í einstökum görðum. Það- voru nefnilega miklu fleiri sósíalistar en Kalli gæzkuir, vinur minn sem áttu von á byltingu milli jóla og nýárs. En svo vÖknuðu menn upp frá þeim dráumi, að einhverj- ir aðrir myndu gera bylting- una fyrir okkur. Þá var reynd- ar búið að tala svo lengi um hana, að orðið var búið að missa bæði þragð og merkingu. Oo nú er það helzta vonin. að mönnum faft að skiljast, að eina aðild okkar að heimsbylt- ingu getur !orðið sú að við vinnum vel hver á sínum stað. Ekki aðeins með því að fara i mótmælaaðgerðir gegn Kön- um, eða láta i ljós samúð með Víetnömum, þótt gott sé og sjálfsagt. Heldur með því að nýta betur þá félagsiegu mögu- leika, sem fyrir hendi eru. Og þá verðui j fyrsta verkefnið sennilega að losa sig úr viðj- um gamalla fordóma og fnasa. Sem sagt að byrja með þvi að I gera prívatbyltingu í sínu eig- in hugskoti. Möguleikar alþýðuhreyfinga — Ef nú sjálf heimsbylting- in hefur glatað bragði og merk- ingu — mætti ég þá biðja um örstutta skilgreiningu á prívat- byltingu í eigin hugskoti? — Það er nú það já. Hún kynni meðal annars að felast í því að gera séir ærlega grein fyrir þeim breyttu vinnu- brögðum sem hæfa breyttum markmiðum. Það þarf annars konar vinnubrögð til að bæta hag almennings og lyfta mann- lifinu á afmörkuðum vettvangi, eins og íslandi, heldur en að bíða með greindarlegum munn- söfnuði og hendur í skauti eftir samsvarandi aðgerðum í öllum heiminum á einu bretti. Ég held til að mynda, að hvorki verkamenn né bændur í röðum félagshy ggj umanna og sósíalista, skiljj hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnair nógu djúpum skilningi í stjórnmála- baráttunni eins og hún er háð þessd misserin. Bæði Samband- ið og verkalýðssiamtökin hafa, vegna margra góðra verkia, sem þau hafa unnið á liðnum árum, orðið eins konar heilagair kýr, sem menn skirrðusit við að gagnxýna opinberlega. En sá tími er bara löngu upp runn- jnn að þessj samtök hafa betra af allt öðru en pólitískri þögn. Við vitum að sjálfsögðu að gróði og hermang eftir stríð hafa ekki verið til þess fallin að ýta undir félagslegan þroska manna. En þeim mun bétur hefðu forystumenn þessara al- þýðusamtaka átt a!ð vinna að útbreiðslu félagshyggju. Herr- ann trúr! Póltík er orðin að feimnismáli í samvinnufélög- unum og verkalýðsfélögunum. Það er 9em sagt orðin höf- uðnauðsyn að halda uppi gagn- rýni á annmarka alþýðusam- takanna Það er góðra gjalda vert að berjast fyrir launabó(t- um. En það er bara ekki nóg. — Af þessu þykist ég rá’ða að þú teljir verkalýðshreyfing- una og samvinnuhreyfinguna eiga samleið? — Já. Annað hvort samleið eða bókstaflega enga leið ella. Og ég vil bæta því við, að mér finnst sósíalistar hafi vanrækt samvinnufélögin allt of mikið (Fyrr meir af því að þeir biðu eftix heimsbyltingunni). Nú segja sumir þeirra sem svo: Framsókn er svo sterk — og vilja láta allt eiga sig. Hlut- veric sóaíalista í samvinnu- hreyfingunni á eikki að vetrða neáns konar reiptog vlð Fram- i ' •!*...' « f ; gfr ^ llllllllllllli i' ' A Stefán Jónsson flytur ræðu á almennum stjórnmálafundi sem OG 5ÆNDUR SAMHERJAR sóknarmenn, heldux eðlilegt samstarf við aðra félagshyggju- : menn. hvernjg svo sem þeir kunna að vera merktir á kjör- . skrám, innan samtaka, sem til þess eru fallin að bæta kjör fólksins í þessu landj og gera líf' þess viðkunnanlegra. Það heyrir nefnilega til hinni nýju pólitísku hugsun, að gera ljósan mun á stjómmálaflokk- unum sjálfum og kjósendum þeirra. Eftir að við höifum gert okkur grein fyrir þeim sannindum. að meðál kjósenda andstöðuflokkanna eiru fjöl- margir félagslega þroska’ðir einstaklingar, þá getum við hægast tekið okkur i munn orð ■ Maós og sagt: Framsókn og íhald eru pappírstígrar. Verkamenn og bændur eru eðlilegir samherjar, þótt ein- hverjum hafj virzt svo sem hagsmunir þeirra rækjust á hér áður. Það dettur engurn heilvita manni í hug lengur. Meðal annars af þeim ástæð- um er nú tímabært að efla samstairf verkalýðshreyfíngc % - inniar og samvinnuhreyfingar- innar sem mest. Ekki bara í orði, heldiur fyrst og frernst á borðj. Þar félst kannski nær- tækasta og brýnasta verkefnið í þágu hemsþyltingarinnar sál- uðu. Gagnbylting Máske er það lík,a aðaliásitæð- an fyrir því, að éig „fer nú út í pólitík“ edns og það heitir. Síðasta áratuiginn hefur verið í gangi þróun, sem ég kann bölvanlega við. Gagnbylting gætj bún heitið á gamila frasa- tungumálinu, — afturhvanf frá félagshyggju, gaanli asndnn með gullklyfjarnar, ráðstöfun á al- mannafé til einstakna gróða- hyggjumanna. erlent auðmiagn til ávöxtunar í landinu, land- flóttj vegna skorts á verðug- um viðfangsefnum og afvinnu- leysi. Héraðsiæknum hefur fækikað um belminig, samtímis hefur fjöldi vinveitingastaða tí- faldazt og bankaútibúa nífald- azt Úti í Grímsey er fiski- mjölsverksmiðjia sem einstak- lingsframtakið reisti fyrir al- mannafé. Hún afkastar meiru á tveimur dögium en öllu því sem berst á land í Grímsey : (ft.nriTt'AStérw. { * >. • * aeiufi.iíf* *•» >. ;RAUF/MÍHÖFÚ 'ífjii,'' r.%M&t.nrc f. CSMr.vorn ywj, y'tí *$*!}■■ • Siv**?'-** T*» GttAKK*f~ •jOi/.Far.iímnun ?., ' f ' yy “ , r . í V í P'''*, . Wi. iW » Vr. / - "'r r.t'.r* *■ I fif; <■ /'>‘ u " wrafyor r* } ■ f, HÚSAVfK,©..; “’&'f • 'y Y,. .***’ f_. ! • / , >**' f .,' VOPrtAfjftPÐU(?<á f'.f/r**.! \> i r.eiSflt - . ■ - V L / v ^ V- * •'/ /.rs„ímt* '/•.KUREVftl "A«..,i,í X ; {*;•■’ * ** y tf IXJt'Untfi, . rM ». *! V ’i t t¥t 7't /j f ' *c i tiývftí* ry' f ruv*iUr 1 ;>***„!<■? J r * *'o. a, ' v' '"v •'< ý- *- f r >/ A'/. ' £ 13 .< . <, * m wf -• --r • »•> .••-.•

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.