Þjóðviljinn - 05.01.1971, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. janúar 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Fréttir frá Knattspyrnusambandi íslands:
OL-lið Breta væntanlegt í haust — ársþing háð 6. og 7. febrúar
ÍR og KR-ingar
unnu sína leiki
□ íslandsmótinu í 1. deildarkeppninni 1
körfuknattleik var fram haldið sl. sunnudags-
kvöld og leiknir tveir leikir. Eins og búast mátti
viðj unnu stórveldin í körfuknattleik, ÍR og KR,
sína leiki mjög auðveldlega, og ljóst virðist, að
þessi lið muni enn einu sinni berjast um íslands-
meistaratitilinn, eins og þau hafa gert um árabil.
KR — VALUR 87:73.
Þrátt fyrir það að hinn frá-
basri körfuknattleiksmaður Þór-
ir Magnússon léki nú loks með
sínu nýja félagi Val, eftir að
hann ristarbrotnaði snemma í
haust, dugði það Val eikki til
sigurs. Samt skoraði Þórir 26
stig í leiknum, þar af 20 stig í
síðaii hálfleiknum og sýndi
hann þá stórkostlegan leik.
KR-liðið fékk góða aðstoð að
þessu fjpnj þar sem var Hjört-
ur Hannesson, er hér dvelst í
jólaleyfi frá námi í Svíþjóð, en
þar leikur -hann með 1. deild-
Prentmyndastofa
Laugavegi' 24
Sími 25775
Gerum allar tegundir
myndamóta fyrir
yður.
arliðinu Herkúles. Átti Hjörtur
frábæran leik og hefur sjaldan
eða aldrei verið betri en um
þessar mundir.
1 leikhléi var staðan 50:34
fyrir KR og má segja að sigur
þess hafi verið öruggur allan
leikinn Mjög fljótlega náði KR
10 stiga forustu og hélzt þetta
10-15 stiga forskiot KR út allan
leikinn og var eins og áður
segir 14 stig, er leiknum lauk
87:73.
IR — UMFN 70:48.
Sigur IR yfir UMF Njarð-
víkur varð enn staerri en sigur
KR yfir Val. iR-ingar léku af
fullum hraða til að byrja með
og náðu fljótlega 20 stiga for-
ustu og niður fyrir 20 stig fór
forskotið aldrei. Það var eins
og þessi hraði og kraftur, sem
ÍR-ingar notuðu í byrjun.
gerði útaf við Njarðvíkingana
og náðu þeir sér ekki á strik
eftir það svo sigur ÍR 70:48 var
sízt of stór.
Ekki virðist vera um miklar
framfarir hjá Njarðvíkurliðinu
að ræða frá því fyrra, en þá
var þetta lið talið mjög efnileCTt
og vakti verðskuldaða athygli
manna. En þar sem 1. deildar-
keppnin er rétt að þyrja, er ef
til vill ekki mikið að marka
getu liðanna. eins r»e er. mirst
getur breytzt á heilum vetri.
Frá Húsmæðrakennara-
skóla Islands
Sex vikna dagnámskeið í matreiðslu og heimilis-
störfum hefst mánudaginn 18. janúar.
Innritun í síma 16145 kl. 10,00 til 15.,00 daglega.
Tökum að okkur
breytingar, viðgerðir og húsbyggingar.
Vönduð vinna
Upplýsingar í síma 18892.
Vilja leika á Islandi.
Þegar- íslenzka unglingalands-
liðið lék gegn Skotlandi 24.
nov. s.l fór leikurinn fram
á leikvelli AYR UNITED, en
það félag leikur í 1. deild-
inni skozku. Við þetta tækifæri
létu forráðamenn AYR UNIT-
ED það í ljós við formann
KSÍ, Albert Guðmundsson, að
1. deildarliðið AYR UNITED
væri reiðubúið að koma til ís-
lands sumarið 1971, ef samn-
ingar næðust við íslenzka að-
ila um heimsóknina.
Þá hefur stjórn KSl borizt
bréf frá KOLDING IDRÆTS-
FORENING þess efnis að KSÍ
leitaði eftir upplýsingum um
áhuga íslenzkra knattspymu-
félaga á að taka á móti knatt-
spymuliði sínu, en KOLDING
leikur í 2. deild í Danmörku og
varð í 6. sæti á síðasta keppnis-
tímabili
Stjóm KSl vekur athygli
sambandsaðila sinna á þessum
tveim tilboðum um. heimspkn til
íslands 1971 og biður þá, sem
áhuga hafa á að taka á móti
framangreindum knattspyrnu-
liðum að tilkynna það til KSl
fyrir janúarlok 1971.
Ársþingið háð í febrúar.
Sem kunnugt er var 25. árs-
þingi KSl, sem halda átti dag-
ana 11.-13. desember sl., frest-
að. Nú hefur verið ákveðið að
halda þingið í Reykjavík dag-
ana 6. og 7 feþrúar n.k.
Þingið verður háð í Tónabæ
og sett af formanni KSl, Albert
Guðmundssyni, kl. 2 síðdegis
laugardaginn 6. febrúar.
í lögum KSÍ segir svo m.a.
um ársþing sambandsins:
„Knattspyrnuþing fer með
æðsta vald i málefnum KSÍ.
Þingið sitja fulltrúar frá þeim
aðilum, er mynda KSl. Full-
ti-úafjöldi hvers aðila fer eftir
tölu virkra knattspymumanna
og skal miðað við kennslu-
skýrslur hverju sinni, þannig
að fyrir allt að 50 menn kemur
einn fulltrúi og síðan einn fyrir
hverja 50 virka félagsmenn eða
brot úr 50, ef það nemur 25
eða fleiri
Málefni, sem sambandsaðilar
óska eftir, að tekin verði fyrir
á þingi, skulu tilkynnt stjóm
KSÍ, minnst 15 dögum fyrir
þingið og skal stjóm KSl.
senda öðrum sambandsaðilum
þau málefni, eigi síðar en 10
dögum fyrir þing.
Knattspymuþing er lögmætt,
ef löglega er til þess boðað.“
Kvennaknattspyrna.
Ákveðið hefur verið að efna
til kvennaknattspyrnukeppni,
sem fari fram í sambandi við
Islandsmótið í innanhússknatt-
spymu, en ráðgert er að halda
það mót um næstkomandi
páska.
Einnig er ákveðið að efna til
bikarkeppni í kvennaknatt-
spymu á næsta sumri, ef næg
þétttaka fæst.
Vetraræfingar landsliðsins.
Ákveðið er að vetraræfingar
landsliðsins hefjist nú í byrjun
janúar. Vetraræfingamar verða
með líku fyrirboimulagi og s.l.
ár og í umsjá Hafsteins Guð-
mundssonar.
fglandsmótið í innanhúss-
knattspyrnu.
Sótt hefur verið um Laugar-
dalsihöllina fyrir Islandsmótið í
innahússknattspyrnu og að það
fari fram um páskana 1971.
Björn Þorsteinsson sigurveg-
ari á jólahraðskákmótinu
Jólahraöskábmóti Taflfélags
Reykjavíkur lauk miðvikudag-
inn 30. des. Keppninni var
þannig hagað að mánudaginn
28 des. var undankeppni og
keppt i fimm sextán manna
riðlum, samtals áttatíu þátt-
takendur. Síðan kepptu fjórir
efstu í hverju riðli í A-riðli
úrslita og næstu fjórir í B-riðli
úrslita. Endanleg úrslit urðu
þessi:
A-riðill, sigurvegari varð
Bjöm Þorsteinsson með 16
vinninga af 19 mögulegum, eft-
ir harða keppni við Magnús
Sólmundarson, sem varð annar
með 15 vinninga, þriðji varð
Jónas Þorvaldsson með 14%
vinning, fjórði varð Ingvar Ás-
mundsson með 13% vinning,
5.-6. urðu Gunnar Gunnarsspn
og Jóhann öm Sigurjónsson
með 13 vinninga. f B-riðli sigr-
aði Guðmundur G. Þórarins-
son, félkk 16 vinninga af 19
mögulegum, Sigurður Herluf-
sen varð annar fékk 15% vinn-
ing og þriðji varð Guðmundur
Markússon með 13% vinning.
Skákstjóri í úrslitajkeppninni
var Hermann Ragnarsson.
Næsta viðfangsefni TR er
Reykjavikunmótið, sem hefst
11 janúar og verður keppt í
öllum flokkum. Síðasti innrit-
unardagur er laugardagurinn 9.
janúar í Félagsheimilinu ld.
1-3.
(Frétt frá Taílfélaginu).
Hraðkeppní
HKRR
lýkur í kvöld
Hraðkeppni' þeirri, er
Handknattlei'ksráð Reykja-
víkur gengst fyrir, hófst í
gærkveldi, en lýbur í
kvöld. Þátttakendur í mót-
inu eru öll Reykjavíkur-
félögin og Hafnarfjarðarlið-
in FH og Haukar. Þar sem
keppninni var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun
í gærkveldi, er ékfci hasgt
að greina frá úrslitum
leikja í undankeppninni og
þvf ekki heldur hægt að
segja til um hvaða lið leilca
til úrslita í krvöld. — S.dór.
Þetta er fremsta spretthlaupakona á Kúbu og heitir Carmen
Monica Lee. Hún er aðeins 22ja ára. Carmen sigraði bæði í 400
og 800 m. hlaupi á Mið-Ameríkuleikjunum á síðasta ári. Hljóp
hún 400 m. á 52,5 sek og 800 m. á 2.09,6 min. Kúbanar binda
miklar vonir við þessa stúlku á næstu Ólympíuleikjum sem fram
fara í Miinchen í V-Þýzkaland; 1972.
Innritun í Námsflokka Reykjavifcur (síðara náms-
tímabil) fer fram í Laugalækjarskóla dagana 5.,
6-, 7. og 8. janúar kl. 7-9 síðdegis alla dagana.
Ekki verður innritað í síma.
Innritun í Árbæjar- og Breiðholtsskóla verður
laugardag 9. jan. kl. 3-5 síðdegis.
NÁMSGREINAR: íslenzka, danska, norska,
sænska, enska, pýzka, franska, spánska, reikn-
ingur, bókfærzla, vélritun, heimilishagfræði,
þjóðfélagsfræði, foreldrafræðsla, bókmentnir,
leikhúskynning, kjólasaumur, barnafatasaum-
ur, sniðteikning, föndur og smelti.
Tungumálin eru kennd í flokkum, bæði fyrir byrj-
endux og þá, sem lengra eru komnir, einnig er
kennd íslenzka fyrir útlendinga. Síðara námstíma-
bilið er frá 4. janúar til marzloka.
Innritunarg'jald fyrír hvert námstámabil er kr
300,00 í hverri bóklegri grein og kr. 500,00 i verk-
legri grein. (tvær stundir á viku). í sniðteikningu
og bamafatasaumi kr. 1000,00 (fjórar stundir á
vibu)’.
Kennsla fer fram í Laugalækjarskóla og ennfrem-
ur í Árbæjar- og Breiðholtsskólum, ef þátttaka
leyfir.
Kennsla er hafin í flokfcum frá fyrra námstíma-
bili. — Kennsla í nýjum flokkum hefst 11. janúar.
— GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. —
Skákbækur
Verðmætar skákbækur og skákblöð til sölu.
Upplýsingar kl. 3-5 e.h. í síma 42034.
Sveinn Kristinsson.
Q íslendingar og Frakkar hafa nú ákveðið
leikdaga sína í undankeppninni fyrir Olympíu-
leikana 1972. Fyrri leikurinn fer fram á fslandi
12. maí í vor, sá síðari í Frakklandi 16. júní.
íslandsmófið í körfuknattleik:
Frá þessu er skýrt í frétta-
tilkynningu, sem Þjóðviljanum
hefur borizt frá Knattspymu-
sambandi Islands. Þar er og
greint frá þvi að olympíulið
Bretlands hafi óskað eftir því
að fá að hedmsækja Island í
ágústmánuði í ár og leika gegn
íslenzka oilympíuliðinu. Hefur
KSl svarað þessari ósk jákvætt.
Leikir íslendinga og Frakka í undan
keppni 0L 72 háðir í maí og júní