Þjóðviljinn - 13.01.1971, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1971, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvifciudiagur 13. janúar 1Ö7L —- Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandts Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar! tvar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Bitstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Helmir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingat, prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. / deiglunni u™ noklcurt árabil hefur stjómmálaástandið á íslandi einkennzt af miklum óróa og átökum innan stjómmálaflokkanna ekki síður en á milli þeirra. Alþýðubandalagið hefur ekki farið var- hluta af þessum átökum eins og kunnugt er og því var um skeið spáð að flokkurinn mundi laimast vegna sundrungar, en þau átök eru nú að baki; málefnaleg sannostaða innan Alþýðubandalagsins er með ágætum, og úrslit sveitarstjómarkosning- anna í fyrra sönnuðu að það er í mjög ótvíræðri sókn meðal þjóðarinnar. Hins vegar verða átökin æ grimmilegri innan annarra flokka. í sveitar- stjómarkosningunum í fyrra tapaði Alþýðuflokk- urinn um 40% fylgis síns í Reykjavík og fór hrak- íairir víða um land. Afleiðingin varð mjög harka- leg sjálfsgagnrýni og ólga innan flokksins, og er engan veginn séð fyrir endann á þeim átökum enn, þótt Gylfi Þ. Gíslason reyni að hafa hemil á þeim með sýndarmennsku og öðrum leikbrögðum æfðra stjómmálamanna. Innan Sjálfstæðisflokksins hef- ur hið sviplega fráfall Bjama Benediktssonar leyst úr læðingi mjög grimmilega valdabaráttu inn- atí flokksins. Hefur hún aftur og aftur blossað upp á opinberum vettvangi af þvílíkri heift að það hefur vakið almnna athygli og furðu, og eng- inn getur enn séð fyrir hver málalokin verða. Inn- an Framsóknar, þar sem flokksræðið hefur verið langmest, verða aftur og aftur sprengigos vegna þess að vinstrisinnuðu fólki og ungum mönnum finnst það liggja undir vaxandi fargi. Nú síðast hefur ein af innstu stofnunum flokksins, sjálf blaðstjóm Tímans, klofnað vegna ágreinings um framagosann Tómas Karlsson. Allur leiðir þessi órói svo til þess að pólitískir ævintýramenn á borð við Hannibal Valdimarsson hlaupa uim og reyna að leita fanga hvar sem færi gefst. ^llur er þessi pólitíski órói mjög fróðlegur og til marks um það að almenningur telur núverandi flokkaskipan á íslandi ekki í samræmi við þarf- ir þjóðfélagsins. íslenzk alþýða þarf á því að halda hér á landi ekki síður en annarstaðar að geta beitt fyrir sig einum öflugum ^ósíalískum flokki. Hvarvetna í Vestur-Evrópu eru slíkir flokk- ar hinir öflugustu, sumir kenndir við sósíaldemó- krata, aðrir við kommúnista, samkvæmt sögulegri en næsta úreltri hefð. Hér á íslandi er Alþýðu- bandalagið eitt flokkur af hliðstæðri gerð, með traustar rætur í öflugustu samtökum launafólks, oneð skýra félagslega stefnu og sósíalísk markmið — með víðsýni og umburðarlyndi í stefnu og starfsháttum sem gerir öllum vinstrisinnum kleift að starfa innan flokksins. Ekkert myndi á skömm- um tíma geta valdið jafn veigamiklum umskipt- um í íslenzkum stjórnmálum og stórfelld efling Alþýðubandalagsins. í vor eiga landsmenn þess kost að láta slíka þróun taka við af óróa og upp- lausn flokkakerfisins á undanförnum árum. m. Kristnihald og Nýju fötin keisarans. — Spá- kerlingabissness og mengun í útvarpinu. — Fullyrðing, sem snúa má við. Það hringdi til okikar kona um daginn, og sagði, að sem lesandi Þjóðvdljans og sönn vinstri manneskja teldi hún sór ekkert mannlegt óvið- komandd. Vildá hún í þetta sinn vékja máls á slæmri íramsögn leikara í sýningu á Kristnihaldi undsúr Jöldi, sem hún sá nú um jólin. Svo virðist sem leikaram- ir geri sér ekki girein fyrir því, að það sem þeir segja þarf að komast til ailra i hús- inu. sagði hún. Ég sat á öðr- um bekk, og naut ekki sýn- ingarinnar sem skyldi, því að mjög m-argt fór fram hjá mér. Sama er að segja um kunningja minn, sem sat á þriðja bekk á sömu sýningu, og hefur hann þó ágæta heym. Þetta verk er búið að ganga í marga mánuði, og ég minn- ist þess ekki að hafa heyrt nokkum kvarta undan lé- legri framsögn leikaranna. Ef ti-1 vili er þessu þannig far- ið Mkt og með nýju fötin keisarans. að fólk f-ari hjá sér við að hafa orð á því. Ég held hins vegax að leik- urunum sé greiði gerður með þessari ábendingiu, því að vitaskuld vilja þeir, að það sem þeir segja, komist til skila. Ég vil þó tatoa það £ram, að leikaramir voru engan veginn allir undir söm-u sök seldir. Til dæm-is voru þeir mjötg skýrmæltir þeir Stein- dór Hjörleifsson og Þorsteinn Gunnarsson, en framsögn Gísla Halldórssonar var afax böggluleg og mairgt af því sem Helga Bachmann sagði fór firam hjá mér. Þá er hér langt og merkt bréf frá Kaldasteini um spá- konur og álfapík-ur, hj-átirú óg Mndufvitríi, dg' kveikjan að þvi virðist vera viðtal við útvarpsvölvuna á nýársdag: Gott var að Bæjamósturinn vakti athyigli á hneyksl-anlegri auglýsingu Ríkisútvarpsdns um spákerlingu ú-t á Seltjam- arnesi. Tveir landskunnir út- varpsmenn heimskuðu sig á þvi að ha-fa langan þátt í út- varpinu með kvenmann þann sem aðalnúmer. Svo lanigt gekk blygðunarlaus auglýs- ingiastarfsemin að tilkynnt hafði verið fyrirfram í blöð- um. að manneskjan sem Jök- ull JakobsBon kaillar af smekkvísd „völvu“, ætlaði í þættinum að spá um óorðna hluti. atburði ársdns 1971. Þegar til kastanna kom var konan ekki upplögð þá stund- ina að spá einu eða neinu um atburði ársáns, og var það mikil vorkunn. Svo þeir brall- aramir Jökull Ja-kobsson og Ámi Gunnaæsson spdluðu í þess stað af segulbandi firá í fyrra fádæma ómerkilegt rabb við kvenmanninn og krydduðu það með grátbros- legum vangaveltum um hvað af „spádómum" hans hefði komið fram, og þeir spéfugl- amir höfðu meira að segja búið sér til ed-nkunnastiga til að geta gefið „völvum" einkunn fyrir spádóma af þessu ta-gd. Kórónan á þess- um fávitalega útvarpsþætti var svo tilkynning í lokln að ,.völvan“ væri í þann veg- inn að setja upp „litl-a s-pá- stofu" á tilteknum stað á Seltjamamesi og myndi t-aka þar við spáþyrstu fólki. Þæ-tt- inum lauk sem sagt í vesælli auglýsdngu um nýjan sp-á- kerlingabissness á höfuðborg- arsvæðinu, en greiðsla fyrir spádóm-a mun ekkd heyra undir verðlagsnefnd né verð- stöðvunarlögdn. Þessi hneykslanlegi út- varpsþá-ttur og gróf misnotk- un Jökuls Jakobssonar og Áma Gunn-arss-onar á þolin- mæði hl-ustendia (að ekki sé nefnt brot á reglum Ríkisút- varpsins um áröður og aug- lýsingar) minnir á að Ríkis- útvarpið liggu-r hundflatt fyr- ir boðun hvers konar hindur- vitn-a og hjá-trúar. Það m-á heita daglegt brauð að starfs- menn útvarpsins, einkum Jökull Jakobsson, Jónas Jón- asson og Stefán Jónsson, gangi í skrokk á fólfci sem þedr tala við til að reyn-a að teygj-a og neyð-a út úr þvi drau-gasögur eða aðra hindur- vitnaþvælu. Þetta virðist ekki gert af áhuga á þjóðfélags- fræði. sem veitt getur margs koríár vitneskju um skáld- skap, hugaróra, hjátrú og jafnvel lifnaðarhætti mann-a á liðnum tímum. í Ríkisút- varpinu virðist nefndum mönnum að minnsta kosti um það hugað að viðhalda hj-á- trúnni og hinduirvitnunum. Vera má að hér komi hin nýju hindurvitni andatrúar- innar vdð sögu, en með ri-t- un 9ögunnar um drau-ginn Móra og boðun andatrúarinn- ar tókst Einari H. Kvaran og félögum að gera drau-ga og hindurvitní þjóðsagnann-a a-ð tízkufyrirbæri á íslandi á tuttuigustu öld. Þetta hindur- vitna-bras mengar svo loftið í Ríkisútvarpinu að oft mætti álíta að t.d. ofanigreinddr stairfsmenn Ríkisútvairpsins héldu að þeir væru á fundi í andatrúarfélagi, eða nýkomn- ir langt aftan úr hjátrúa-röld- um Það er ekki lengra liðið en frá þrettándanum að útvarps- hlustendum ,var rétt einu sinni boðin upptugga á herfi- lega leiðinlegum álfapíkusög- um sem einhver Kristmann er alltaí að fara með í út- vairpinu. Stjórnandi útva-rps- þáttar, fyrmefndur Jón-as Jónasson, var enn einu siinni að reyna að draga út úr Kristmanni þessum frásögn af samskiptum hans við álíapdkur og innréttin-gu á í- búðum þeirra í einhverjum hólum, ásam-t fróðleik um hvort mætti snerta þær. Allt í fúlustu alvöru. Hvílík sönnun fyrir tilvist álfapík- anna! Hvílíkt útvarpsefni! Hvílíkir útvairpsstairfsmenn seint á tuttugustu öld! Hvar í veröldinni gæti annag eins útvarpsviðtal farið fram? Hver getur furðað sig á, að bandarískir háskóiar telji það þjóðfræðilegt viðfangsefni að sýna nemendum sínum ein- tak af mianni frá þessum þjóðflokki, íslendingum, og Jón Normann veljist til fairar- innair sem sýnishom? Sagt er a@ ráðamönnum Ríkisútvarpsins hiafi einu sinni tekizt svo upp í þessum bransa að skrítlan flau-g víða um heim. Það var þegar ís- lenzkir tóku að hnoðast við útvarp frá andafundi. Gott ef sikritlan sú er ekki enn á ferli, þó langt sé síðan Ætli það h-afi ekki verið á þedm árum þegar vandamenn ný- látins fólks keyptu sig óðast inn á fundi hjá Láiru rndðli og andatrúarmenn fengu dásam- legar sannanir á ö-llum trú- arkreddum sínum kvöld eftir kvöld, þangað til úr varð dómsmál, og tók þá mestan vindinn úr andatrúarsöfnuð- inum um skeið. Löngu síðar hló öll þjóðin að hinum dá- sam-legu fyrirbærum að Saur- um, en þar lét Sálarrann- sókniaféla-g íslands og Ríkis- útvaæpið heldux ekki sdtt eft- ir liggjá. Fer ekki að verða nokkuð nóg komið? Fer ekki að kom-a sá tími að dra-ugafarganinu, andatrúarkj aftæði og álf a- píkurómantík — men-gun hindurvitna og hjátrú-ar, ta-ki að létta í ríkisútvarpi al-lra íislendinga? Kaldisteinn. Loks er hér svo smápistill frá bílstjóra, sem hefux þetta að segja: Ríkisistjómin og ýmsir háir herrar vilja halda því fram, að við íslendingar búum við lægsta benzínverð í heimin- um. Þetta er alger fjairstáeða og líklega er óhætt að snúa þessari fullyrðimgu við og segj-a, að hérlendis sé benz- ínverðið hærra en annairs staðar gerist. Um þetta geta borið íslendingar sem búið hafa erlendis, en þedr skipta þúsundum. Við erum tvisvar til þrigvar sinnum lemgur að vinna fyrir benzínlítranúm en nágrannar okkar Bretar, Norðmenn og Danir, svo a-ð dæmi séu nefnd og þrisvar til fjórum sinnum lengur að vinn-a okkur inn fyrir Cort- inu-bifreið. Um þetta eru að vísu ekkj til ábyggilegar töl- ur, en ég skora á FÍB og bif- reiðastjóraféla-gið Frama að láta reikna þennan verðmis- mun út, og direifa síðan nið- urstöðum sinum til fjölm-iðla. Fréttapistill frá Svíþjóð: Innflytjendur fleiri á sl. ári en nokkru sinni áður Veðrið hefiur verið gott hér í Svíþjóð um þessi jtófi. Alit fram á Þorláksmessu voru hitastig víða um land, en á jólunum sjálfum kóilnaði í veðri og komst frostið í Mið-Svíþjóð nið- ur í 10 stig á annan í jólum. Samtímis birti mikið til og var glaðasólskin jóladagana frá morgni til kvöllds en enginsnjó- koma. Núna á þrettándanum er enri snjól-aiust að kalla um mest- allan suðurlhiluta landsdns, hins- vegar hefur verið mjög kált s.L nótt. Mesta frostið í Lapplandi var 36 stig og þar sem toafidast var í Smélöndium 27 stig. Um nýárslhelgi.na var lítiðum slysfiarir og telur lö'gregian að það hafi verið mikilum touilda að þakfea. Fólk treysti sér ekki til mdkilla ferðailaga í frcstinu. Hinsvegar urðu mikil slys á jólunum. Frá miðvikudegi til sunnudags fórust 33 manns, þar af 27 í umferðarslysum Einn þriðji þessara slysa var að áiiti lögreglunnar akstri undir áhrif- um áfengis að kenna. Aills flór- ust í umferðarslysum á liðnu ári 1077 manns og er það 55 fledri en arið áður. Flest uröu slysin meðal fótgangandi fóMts síðustu mánuði ársins, en slys- in bar af-tast að á þann hátt að ökumenn ófeu á fóflkíð í myrtori. Árið 1969 var 5000 manns rfíisþyrmt í Stokfehólmi og 11 biðu bana af völdum mdsþyrm- inga. Á s.l. ári hafa misþyrm- ingarafbrot aukizt um a,m.k. 20 prósent. Æskufólk undir 25 ára aldri er safcað um 54 pró- sent a£ misþyrmingarglæpunum, t.d. 75 prósent af nauðgunar- glæpunum og 93 prósent af veskj arán u nu-m. Hvaö götuó- eirðdr snertir verða telpumar ekki undan skildar. 136 stúllkur lentu í höndum lögreglunnar sökum misþyrminga og 16voru yngri en 15 ára að afdri. Telp- umar tóku þátt í 31 ráni og fjórum sinnum voru þær undir 15 ára aldri. Gert er ráð fyrir að misþyrmingum muni fjölga m-ikið á næstunni og lögreglu- liðið verður af þeám sökum aulkiö talsvert á þessu ári, þó ékki eins mdkið og æðsti mað- ur lögreglunna-r hafði farið firam á. Á s.l. ári haifa verið mdkil átök um lau-n lögregluþjóna og var eins vel búizt við verkfalld lögreglumanna á nýársnótt. Til þess kom þó ekki en samning- ar um laun rikisstarfsmanna eru í gangi og hafa samtök opinberra starfsmamna fallizt á að fresta verkfaMi, sem boðað hafði ve-rið þann 11. janúar Meðal þeirra sem þá áttu að fara í verkfáill voru lagreglu- þjónar og ken-narar í ákveðnum borgum, en þessar stéttir gegna svo mikilvægum stö-rfum að erf- itt er aö vara án þeirra. Fóllksfjöldinn í Svíþjóð e-r nú 8 093.000. og hafði flóllkinu fjölg- að um 79.000 frá érsílokum 1969. Þessi fjölgun stafiar bó ekki af fleiri bamsfæðingum heldur inniflutningi fólks frá öðrum löndurn. Árið 1970 fæddu-st að- edns 109.000 börn í Svíþjóð, en 80.000 dóu. Þetta er mjög lítdl viðkoma eða aöeins 13,5 af þúsundi. Hinsvegar var metinn- flutningur af fólki á liðnu ári. 78.000 manns fluttu til Svíþjóðar en 28.000 fluttu á brott þaðan, flest fyrrverandi innflytjendur Meðal inniflytjenda bar mest á Finnum oig Júgóslövum, enda hefur fólki f Finnlandi fækkað heldur en hiitt á liðnu ári. Nettóinnflutningur Finna táll Svfþjóðar nam 30.000 manns á sJ. ári. \ Eins og stendurereinnamest- ur hörgiull á iðnlærðum verka- mön-num, sérstaklega slkortir menn í málmiðnaðinum. Þessdr menn hafa notað sér hversu mikdll hörgull er á sHíkum mönnum og hafa knúið fram launahækkanir meiri en heild- arsamningar hatfa sagt til um á liðnu ári. Reglan um framlboð og eftirspum gildir á þessu sviði ekki síður en á vörumark- aðinum. ★ Mikið heflur verið rætt um skólamáll í jólafriinu og virðast flesitir vera sammála um að tungu-mál akennsla menntaskól- a,nna sé efeki nógu góð. Það eru einkum hásikólakennarar, sem hafa gagnrýnt málakunnáttu stúdenta, sem þeir telja alger- lega ófúlllnægjandi, einkum hvað þekkingu á málfræði snert- ir. Námslc-ið-sö-gn menntaskól- 'anna þarf einnig aö auka þann- ig, að hún standist samanburð við staxfs- og námskynnin-gar 7-9 bekkjar skyldunámsskólanna sem eru í góðu lagi. ★ 1 fréttum sem ég sferifaði, og birtust í Þjóðviljanum þann 29. desember, var ein smávilla. Ég sagði að vöruverð myndi hœikka um 5 prósent eftir nýárið. Það sem ég vildi saigt hafa var að verðaukaskatturinn hæktoaði um 5 prósent um nýár. Lesendur eru beðnir velvirðin-gar á þess- ari simávillu. Ólafur Gunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.