Þjóðviljinn - 29.01.1971, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÓÐVILJENN — Pöstaidagtir 29. janúar 1971.
Könnuð staða fyrirtækja í
vefjar-, prjóna- og fataiin
— með fjárhagslegum stuðningi Iðnþróunarsjóðs
I fréttatílkynningu sem Þjóð-
viijanum baxst í gær frá Iðn-
þróunarsjóði segir að fyrir til-
hlutan framkvæmdastjómar
sjóðsins hafi að undanförnu dval-
„Útbaf" fÍMstá
botni stöðuvatns
1 200 km íjarlægð frá Osló
er vatnið Tokika, ósalt stöðu-
vatn. Það kom öllum á óvart,
þegar £ ljós kom, að á 130 m
dýpi í því er lag af söltu út-
hafsvatni.
Fiskurinn grætur
Á miMu dýpi við strendur
Ceylon lifir svartur tfiííkur, gul-
ur á kviðinn með fjóra þreifi-
anga á hvorri hlið. Þessi fiskur
gefur frá sér hljóð, sem líkjast
mjög hamKSrát.i.
izt hér á landi særfræðingur frá
norska h agræð in garf y ri rtækinu
Hygen & Co A/S til athugana á
stöðu og framtíðarhorfiun fyrir-
tækja í vefjar-, prjóna og fata-
iðnaði. Hefur Benedikt Gunnars-
son hagræðingarráðpnautur unn-
ið að þessu verkefni með þeim.
1 lögunum um Iðnþróunarsjóð
er gert ráð fyrir þvi, að heimilt
sé að verja ákveðnum hluta af
fé sjóðsins til greiðsiLu kostnaöar
vegna tækniaðstoðar og hetfiur
framikvæmdastjóm hans haft tifl
athugunar með hvaða hætti slík
framlög yrðu veitt. Skýrði hún
iðnaðarsamtöikiunum frá þvi á sl.
ári, að Iðnþróunarsjóður væri
reiðojbúinn að veita fjárhagsileg-
an stuðning til athugana á stöðu
og framtíðarhorfum einstakra
iðngreina og er atihugun sú er nú
stendur yfir fyrsta könnunin af
þessu tagi, sem sjóðurinm styikir.
Félag ísilenzikra iðnrekenda hef-
ur séð um uindirbúning þessarar
athugunar og sérstöik netfnd skip-
uð fulltrúum framileiðenda, iðn-
verkaifélks og lónastofnana hefur
fylgzt með framkvæmdinnl At-
hugun þessi nær til 34 fyrirtækja
og eru meðal þedrra stærstu fyr-
irtæki innan FéQags ísQ. iðinrek-
enda, auk fyrirtæikja Samibands
ísL samvinnutfélaga í áðumefnd-
um grednum. Er hér um aimenna
yfirlitsathugun að ræða, se,m fyrst
og freimst er gerð til að fó nómari
hugmynd um stöðu x>g framtiðar-
horfur þessara iðngreina. Enn-
fremur fær hvert fyrirtæki, sem
þátt tekur í athuguninni skýrsfiu
um sinn eigin rekstur ásamt til-
lögum um hvað gera þurfi til að
bæta reksturinn og auka fram-
leiðnina. Verður einnig samin
hedldarskýrsla um þessar greinar
og þar gerðar tillögur um að-
gerðir þeim til eflingar og til að
auðveflda þeim að mæta aukinni
samkeppni vegna tolialækkana.
Er ráðgert að þessar skýrslur liggi
fyrir í lok marz. Mun Iðnþró-
unarsjóður, þegar þar að kemur,
talka til athugunar á hvem hátt
hann getur stuðlað að fram-
kvæmd þessaira tillagina.
Iðnþróunarsjóði hatfa nú þor-
izt umsóknir um stuðning við
siltfkar athuganir frá Meistarafé-
S; lagi jámiðnaðarmainna í Reykja-
\ák, Meistarafólagi húsgagna-
bólstnara og Húsgagnameistara-
félagi Reykjavtfkur. Einnig liggja
fyrir umdótenir frá Félagi íál. iðn-
rekenda vegna sömu iðngreina og
vegna sælgætisiðnaðarins.
Umsóknir þessar hatfa hfllotiö
jákvæðar undirteíktir Iðraþréunar-
sjóðs og fer nú fram könnun á
því, hvaða aðilar gætu hugsan-
lega framtevæmt þær athuganir.
Réttur
Islendinga
Mikið hefur verið rætt um
þá óhemjulega háu lei'gu sem
nú er greidd fyxir beimild
til að veiða lax í ám hérlend-
is. Greiðslumar eru oæðnar
svo hiáar að sárafáir íslend-
ingiar telja sig hatfa fjárhags-
legt bolmaign til þess að
stunda þvilíka íþrótt, og vel
geitur svo íairið að eftir nokk-
ur ár verði laxveiði á íslandi
forréttindi útlendra miljónara.
í>eir munu að vísiu greiða
hátt gjald. en landigæði sem
mörgum þykja eftirsóknar-
verð væru orðin utan seiling-
ar fyrir íslendinga sjálfa; þeir
væru á þessu sviði arðnir
annars flokks þegnar í landá
sínu. Setjum svo að lands-
menn vildu ektei ima þessu
ástandi, þrátt fyxir háar
greiðslur í erlendri mynt, og
alþingi ákvæði að setja lög-
gjöí um forréttindi íslend-
inga til þess að nyitja þessi
náttúrugæði sín á skaplegan
hátt. Hvað mundu menn segja
etf hinir erlendiu auðkýfingar
risu upp til andstöðu, betfðu
i hótunum við okteiur og
heimituðu íhlutunairrétt um
það bvemig veiðum yrði
háittað? Risu þá upp flotekar
manna hér á landi sem teldu
sjólfsagt að afhendia útlending-
•jn fuUan samningarétt en fela
alþjóðadómstólnum að skera
úr ef samkomulag næðist
ékki?
Ýmsum kunna að finnast
þetta fávíslegar spumingar.
Gæti nokkrum komið til hug-
ar að erlendir aðilar fengju
íhlutunarrétt um íslenzk inn-
anríkismál eða dómsvald inn-
an lögsögu okkar sjálfra?
Samt er það einmitt þetta
sem gerzt hefur í landihelg-
ismálum. Árið 1948 lýsrti Al-
þingi íslendinga yfir lögsögu
sinni á landgrunnssvæðinu
öllu; veiðar á því svæði áttu
semsé að vera einhliða á-
kvörðunaratriði íslenzkra
stjómairvaldia á sama hátt og
til að mynda laxrveiði i ís-
lenzkum ám. Alþingi íslend-
inga vissi fullvel að erlendir
aðilar myndiu vetfengja þenn-
an rétt og það kynni að taka
táma a® ná honum í verki, en
stjómlagalega lýstu íslend-
ingar þeim ötvíræða skilningi
sínum að landgrunnssvæðið
heyðri einhliða undir íslenzka
lögsögu, að á því svæði gætu
erlendir aðilar hvorki hatft
samningsrétt _ né dómsvaid.
Jaínved þótt Íslendnngar teldu
sig ekki hatfa vald til að ná
þessum yfirráðum þegar í
stað, voru þeir staðráðnir í
því að standia á rétti sdnum.
Hið alvarlega við nauðung-
arsamninginn við Breta 1961
var einmitt það að með hon-
um var róttur íslendinga
skertur. Ríkisstjóm íslands
hét því að stækfca efcki land-
helgina umfram 12 mílur án
þess að sernja við Breta eða
sætta sig við úrskurð alþjóða-
dómsitólsins etf eteki næ'ðist
samkomulag. Með þessu var
landgrunnssvœðið, sem al-
þingi hiafði lýst hiuta af lög-
sögu fslendinga, gert að al-
þjóðlegu svæði, þar sem á-
kvarðanir væru samningsait-
riði milli þjóða eða vartoefni
alþjóðlegs dómstóls.
Á þetta er enn minnzt
vegna þess að Jóhann Haf-
stein forsætisráðherra sfcritf-
ar í gær gredn í Morgunblað-
ið þar sem hann reynir að
gera sem minnst ú,r þeim um-
sfciptum sem urðu 1961. Þær
tilraunÍT Jóhanns Hatfstfeins
eru til marfcs um það að hann
er ekfci hreykinn af þeirri
samningsgerð og vill fela
hana bak við almenn blíð-
mæli. En íslendingar sæfcja
ekki fram með fögrum orð-
um einum saman. Sókn okfcar
í landhelgismálinu er háð því
að aftur verði tekin upp sú
stefna sem fylgt var fyrir
1961 og nauðungarsamningn-
um hafnaB í verki. Til þess
hafa ísfendingar ekki 'aðeins
hcimild að alþjóðalögum held-
ur og samkvæmt beim óáfrýj-
anletra rétti sem nefnist lífs-
nauðsyn. — Austri.
Áannað þúsund
gervihnettir og
geimtæki á loft
Stfðan Sovétmenn stoutu fyrsta
spútniknum á braut umhverfis
jörðu á árinu 1957 hefur á
annað þúsund geimflaugum af
ýmsu taigi verið skotið á loft
víða um heim. Langflestum
gervihnöttum og öðrum geim-
tækjum hafa Sovétmenn og
Bandarikjamenn skotið á loft
sem kunnugt er, eða um 500
hvor þjóð, en tækni- og vís-
indamenn ýmissa annarra
þjóða koma hér og við sögu;
Englendingar, Frafckar, Kan-
adamenn, Vestur-Þjóðverjar,
Ástralíumenn, Italir, Japanir og
Kínverjar. Tugir ríkja taka nú
þátt í sameiginlegum tilraunum
í þessum efmrm og er talið
að hluitur alþjóðasamvinnu í
geimrannsóknum fari vaxandi
á næstu áxum.
Tæki til ú kæla
mannsheilann
Nýlega var ihaldinn í Bakú
í Sovétríkjunum fundur undir-
nefndar sovézku vísindaaka-
demiunnar. A fundinum hrós-
uðu ýmsir vísindamenn láglhit-
ara, sem smíðaður hefur verið
í Azerbajdzan. Er tæki þessu
ætlað að kæla mannsheila eftir
höfuðkúpubnot og til að gera
tilraunir og rannsótenir á áhrií-
um lágs hita á heila manna og
dýra. Sá hluti lághitarans, sem
settur er á sjúklinginn, er kall-
aður íshjálmurinn. Innan í
honum er hægt að halda stöð-
ugu hitastigi, allt frá 20 gráðu
frosti i 50 stiga hita. Nú hefiur
verið smíðuð ný gerð lághitara
og þar er í stað hjálms komið
fyrir hiturum úr hálfleiðurum
í sveigjanlegum slöngum.
Fjöldaframleiðsla verður brátt
hafin á tækjum þessum.
iVS’ixLin.
Veggspjöld á gangi hússins.
Fylkingin í nýju húsnæði
• Fylkingin, baráttusamtök
sósíaiista, hefur nú flutt
starfsemi sína í nýtt hús-
næði að Laugavegi 53 A. Er
það tveggja hæða hús með
risi, sem Fylkingin hefur
fest kaup á.
■* AU-verulegar lagfærina»r
þurfti að gera á húsinu, sem
var aflhent um miðjan des-
emher. Hefur verið gengið
frá skrifstofu og bráða-
bi r gðafund arherbeigi á ann-
arri hæð og vinna Fylking-
arfélagar nú að breytingum
á rishæð og götuhæð. 1 ris-
inu er eldhús og tvö her-
bergi, þar verður m. a. unn-
ið viö útgáfustörf. Á götu-
hæð verður fundarsalur og
gera .menn sér vonir um að
síðar verði komið upp katflfi-
og bótesölu í húsinu.
• Um mánaðamótin, eða 1.
febrúar, verður dregið í
húsnæðishappdrætti Fylk-
ingarinnar og eru menn
hvattir til að gera skil hið
fyrsta. Fylkingarfélögum
sem enn hafa ekki skoðað
húsið er bent á, að þar er
opið á hverju fcvöldi og get-
ur fólk því skoðað litadýrð-
ina, en þar sesm lokið er
málningu veggja eru litir
ívið líflegri en við edgium að
venjast.
ÚTSALA -ÚTSALA -ÚTSALA
% FOT
ff JAKKAR-BUXUR
Mmr FRAKKAR O.FL.
1^> STÓRKOSTLEG
m VERÐLÆKKUN
V AÐEINS FÁA DAGA
ANDERSEN & LAUTH H.F. II
Laugavegi 39 og
Vesturgötu 17
r