Þjóðviljinn - 29.01.1971, Blaðsíða 4
SÍÐA — ÍOfÖÐVHLiJINN — F'östudaigur 29. janúar 1971.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans.
Framkv.stjóri: EiSur Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður GuSmundsson.
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Augiýsingastjórl: Heimir Ingimarsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðusL 19. Sími 17500
(5 línur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Ný fræðslulöggjöf
JJmræðumar á Alþingi uim fyrstu fmmvörp nýrr-
ar fræðslulöggjafar höfðu á sér nokkuð óvenju-
legan blæ. Stjómarfrumvörpum þessum, sem sér-
fræðinganefndir hafa unnið að um árabil, var ó-
venjulega vel tekið af þingmönnum allra flokka,
einkum sjálfri heildarlöggjöfinni, fmmvarpinu
um skólakerfi. Virtust þingmenn á einu móli að
breytingamar á skólakerfi landsmanna sem þaif
em fyrirhugaðar stuðli að því að gera það í senn
samfelldara og sveigjanlegra. Þegar við flutning
fruimvarpanna er gert ráð fyrir því, að þau verði
ekki komin til fullra framkvæmda fyrr en að ára-
tug liðnum, og var í því sambandi minnzt á að ým-
is beztu nýmæli fræðslulaganna frá 1946, sem var
merk lagasetnáng á þeirri tíð, hefðu enn ekki kom-
izt til framkvæmda. Fór menntamálaráðherra við-
urkenningarorðum uim löggjöfina frá 1946, sem
hefði verið frjálslynd og rúm, svo innan ramma
hennar hefði verið fært að gera víðtækar breyt-
ingar og tilraunir. Þeir sem muna lengra vita hví-
likur óskapnaður skólakerfi íslands var fyrir 1946,
þegar afturhaldsmenn í valdastöðum framkvæmdu
ákólahugsjónir sínar á þann hátt að skammta 25
ungmennum árlega inngöngu í 1. bekk Mennta-
skólans 1 Reykjavík og létu reka róttæka nemend-
ur úr skólunum fyrir „kommúnisma“. Sömu stjóm-
málaöfl héldu uppi hatrömmum áróðri gegn
fræðslulöggjöfinni frá 1946, enda þótt hún væri
mikil framför, og m.a. gerbreytti aðstöðu ung-
menna um allt land til framhaldsnáms.
jyú er önnur öld, og það menningarafturhald sem
þá reið húsum ekki sízt í Framsóknarflokknum
þykir tæpast orðið frambærilegt í opinberum mál-
um á íslandi. Því eru nú líkindi til að stigið verði
með góðu samkomulagi annað stórt skref í fram-
faraátt í skólamálum á íslandi með setningu nýrr-
ar fræðslulöggjafar. Eftir fyrstu undirtektum Al-
þingis að dæma virðast allar líkur á að þingmenn
allra flokka muni vinna heils hugar að því að móta
hina nýju fræðslulöggjöf þannig að hún verði í
samræmi við nútíma hugmyndir.
^kólalöggjöf verður ein aldrei annað en rammi.
Lifandi fólk, nemendur, kennarar og skóla-
stjórar, foreldrar og heimili, verða að gæða hana
sínu lífi. Á síðustu árum hefur skólafólk víða um
heim, nemendur og víðsýnir kennarar, risið gegn
stöðnuðum og dauðum skólahugmyndum eldri
kynslóða og knúið fram breytingar. Skólarnir með
heraga og þvingunum, stirðnað og staðnað og
gagnslaust námsefni, skólar sem lítið eru annað en
yfirheyrsluvélar með vanvitalegu sífelldu prófa-
gaufi og þjakandi kröfum um heimavinnu nem-
enda að loknum löngum mlasetum, verða að
hverfa — og raunar engum betur trúandi til en
skólafólkinu sjálfu sem við þetta á að búa að knýja
þær breytingar fram. Viðurkenning framhalds-
nárns sem launaverðs starfs, krafan um námslaun,
verður þar einnig efst á blaði. — s.
Opið bré
Sænska stúlkan Elisabet Maanson veitir leiðbeiningar í
Iitssnyrtingu. Við hlið hennar stendur Inga Kjartansdóttir,
tekur við leiðbeiningarstarfinu þegar Elisabet heldur utan
3 vikur. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Kynning á snyrtivörum frá
Pierre Roberts á Luuguv. 66
til saksóknara ríkisins
• Ísilensdc-ameríska verzlunar-
félagið hif. gengst fyrir kynn-
ingu á Pierre Roberts snyrti-
vörum á annarri hasð að Lauga-
vegi 66 uan þessar mundir.
Þar er sænsk snyrtidama
Elisabet Maanson er veitir
kennslu í meðferð smyrtivara.
Fá þær sem ótslka þess ókeypis
andi itssnyrtingu og leiðbeining-
ar um val á snyrtivörum; er
jafnvel skrifaður upp listi fyrir
þær með nölfnum á þeim vörum
er þykja henta vefl fyrir þær.
Þessi þjónusta er veitt frá kl.
12 til 6 dagflega og frá kl. 9 til
12 ■ á laugardögum og hafa
margar konur og stúlkur not-
fært sér hama. Á kvölddn eru
lialdin stutt námskeið fyrir af-
greiðslustúlkur í snyrtivöru-
verzílunum. Ennfremur hafa
stúlknaihópar frá nokkrum fyr-
irtækjum kornið á slík nám-
skeið. m.a. allmargar starfs-
stúlkur Útvegsibankans, sem
Svaiva Jakobsdóttir, rithöfundur
minnist nokkuð á í Blýhóilkn-
um, en ekki slkal farið út í þá
sálma hér!
Inga Kjartansdióttir mun starfa
áfram við leiöbeiningar um
snyrtingu að Laugavegi 66, eft-
ir að sú sænska er farin.
Hæstvirtur rikissaksóknari!
Eins og landsiýð hefur ræki-
lega verið kunngjört í öllum
helztu fjölmiðlum landsins,
hefur fjölda manns verið
stefnt fyrir „hreinsunina" í
Miðkvísl á síðastliðnu sumri.
Eftir því sem við vitumbezt,
þá þeystu fíféfldir lögreglu-
menn um sveitir Þingeyjar-
sýslu og lásu stefnu yfir „þeim
grunuðu.“ Gengu þeir vasklega
fram í þvi, að þeim öllum
yrðu kunngjörð tíðindin.
Að þessu loknu var birtur
langur listi í blöðum meðnöfn-
um þeirra sem þér teljið seka
um „glæpinn".
Nú erum við undirritaðir
eklá svo mjög fróðir í lögum,
en okkur verður samt á að
spyrja: Hvers eigum við að
gjalda sem ekki vorum stadd-
ir heima í Þingeyjarþingi þeg-
ar lögregluyfirreiðin fór fram,
og er það venjulegur gangur
mála, að skreyta síður dag-
blaðanna með nöfnum manna,
án þess að viðkomandi sé til-
kynnt um það p>ersónulega áð-
ur?
En eins og við höfum þegar
játað fyrir rétti og gerum hvar
sem er og hvenasr sem er, þá
vorum við á því þingi er
hreinsanimar voru gerðar og
drógum hreint ekki af okfcur. '
Nú eru það auðmjúk og vin-
samleg tilmæli okkar félaga til
yður, að þér sendið oklkur línu
og tilkynnið okfcur eins ogöðr-
um, sem þér álítið sakhæfa í
máli þessu, að við séum með-
al þeirra grunuðu. Við eigum
þó að vera orðnir tvítugir a.
m.k., og við viljum ekki fyrir
ndkkra muni missa af að kom-
ast í þann góða hóp sem kæmi
tdl með að dvelja í „hedman-
göngu-fangelsdnu“.
En hvað sem því líður, telj-
um við okkur eiga fullla heimt-
ingu á, ef ekki samkvæmt
lögum, þá a.m.k. samkv. sið-
ferðislögmálum, að fá í hend-
ur skriflega ákæru áður en
við erum útnefndir glæpa-
menn í fjölmiðlum.
Að lotoum þetta: Samræmist
það lögum að láta ósönnuð
atriði, svo sem að hreinsun
Miðkvíslar hafi valdið rennsl-
istruflunum í Laxá í vetur,
fylgja með ákæru um stíflu-
rifið í Laxá í vetur, fylgja
með ákæru úm stíflurifið góða?
Við aðeins spyrjum.
Með vinsemd og virðingu.
Þórhallur Bragason
Hringbraut 71, B-vík.
Lögh. Landamótssel
Kalda-Kinn S-Þing.
Páll Dagbjartsson
Skeiðarvogi 149, R-vík
Lögh. Álftagerði Mývatns-
sveit S-Þing.
A thugasemd við athuga-
semd frá Starra í Garði
Varðandd athugasemd Sigurð-
ar Þórissonar oddvita Skútu-
staðahrepps í Þjóðviljanum 20.
þ.m. sem hann gerir við frétt
mína í Þjóðvújanum. 13. s.m.
um fumd sveitarstjómar Skútu-
staðahrepps, með Maignúsi Jóns-
syni fjármálaráðherra vildi ég
segja þetta:
Hvemig í slkoManum dattþér
í hug, frændi sæll, að kenna
fréttafllutning minn af téðum
flundi við pólitíslka árás á þamn
dándismann Magnús Jónsson?
Þetta hafði mér aldrei dottið í
hug sjálfum, enda hafur Lax-
árdeilam aldrei verið bumdin
neinni pólitik í það minnsta af
okkair bálflu, Þingeyinga.
Ég eiginlega öfunda þig áf
hugkværrminn i.
Auðvitað er það fréttnasmt
atriði, hvaða skoðanir koma
fram á fundi hjá jafn valda-
mifclum manmi og Magnúsi, f
því deilutmálli sem .rfrðist þera
einna hæst í dag á voru Iandi.
Oddviti haifði á almennum
flundi í Landeigendafélaiginu
kvöldið áður en sveitarstjóm-
arfundurinn var haldinn upp-
lýst um komu ráðherrans til
viðræðna um Laxárdeiluna. Ég
leitaði því frétta af sveitar-
stjómarfundinum hjá tveiTnur
sveitarstjómarmönnum, og vissu
þeir hvernig frétt mín hljóðaði
áður en ég símaði hana Wað-
inu. Þeir tóku skýrt flram að
þeir téldu umgetinn fund ekki
hatfa verið lokaðan, né þeir
bundnir neinu þagnarheiti um
það sem þar fór fram. Hitt er
svo annað mál, að endirinm ð
frétt minni sem er tileflni at-
hugasemdar oddvita, er sjálf-
sagt ékiki orðaður á nákvæmlega
sama hátt og Magnúsi fórust
orð, en engar heimildir hef ég
fyrir öðru en medningin sé sú
sama, og það skiptir öllu máJi.
Bókum sú sem gerð var á
sveitarst.iórn arf undimuim gerir
hér hvorki að sanna né atfisanna,
eins og allir geta séð. Megum
við því báðir vel við una,odd-
vitinn og ég.
Hanm hefiur þvegið hemdur
sínar, og firrt sig þannig yfir-
vctfandi reiði Magnúsar. Hins
vegar get ég ékfci annað séö en
sannleiksgildi fréttar minmar
standi óhaggiað efltir sem áður.
Það er fjarri mér aðskemimto
skrattanum með orðaskaki áop-
inberum vettvangi við félags-
bróður minn í Landeigendafé-
laginu og granna, Sigurð odd-
vita á Grsenavatni.
Ágredningur imnan Lamdeig-
endafélaigsins er enginn fyrir
hendi, svo ég viti, um málefni
þess, og deilur á fundum þess
félagsskapar óþekfct fyrirbrigði.
Er því þessum orðasfciptum við
Sigurð Þórisscm lokið af minmi
háJifu.
Með þökk fyrir bdrtinguna.
Starri í Garði.
Skattframtöl
Aðstoðum við
skýrslugerð.
VIÐSKIPTI,
Ves’turgötu 3,
sími 19925.
Yfírdekkjum
hnappa
samdægurs
Seljum sniðnar síðbuxur
í öllum stasrðum
og ýmsan annan sniðinn
fatnað.
☆ ☆ ☆
Bjargarbúð h.f.
Ingólfsstæti 6
Sfcni 25760.
Sóluxi
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM.
Ábyrgð tekin á sólningunni.
Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða.
önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með
fullkomnum tækjum.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík.