Þjóðviljinn - 29.01.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1971, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. jawúar 1971 — ÞJÓÐVTUINN — SlÐA PP --v I/incoln Bacún Franco, þátttakandi í gaenbyltin&unni, ásamt tveim bræðrum sincm, en þeir voru ai Babún ættinni, þekktu kúbönsku yfirstéttaranðvaldi. Steinunn Jóhannsdóttir: Bréf frá Stokkhólmi Frá réttarhöldunum FÖÐUR- LANDIÐ EÐA DAUÐANN. Níu dagar í Austur-Berlín Ástæðan til þess að ég sezt niður cig síkrifa þessa grein er að fyrr í vetur skrifaði ég nokikrar línur Ihéðan frá Stokk- hölmi í þeirri trú að stofnun Ríkisleiklistarskóla á Islandi væri á döfinni og langaði mig til að leggja nokkur orð í belg í ímyndaðri umraeðu um málið, jafnframt því, sem ég hvattd aðra til að gera hið sama. Nú hefur sú trú að vísu farið minnkandi, þar sem ég hef engu orði séð hreyft um málið, en vel getur verið, að það hatfa bara farið fram hjá mér og að stofnun skölans sé enn á dagskrá. Þess vegna á- ræði ég aftur að benda á mikilvaegi þess að hafa sam- band við aðra leiklistarskóla, einkum hér á hinum Norður- löndunum, þar sem þeir eru flestir , ný-endurskipulagðir og hafa margir samvinnu við aðra evrópska skóla, og væri sambandinu haldið eftir að skólinn væri tekinn til starfa, gæti það flýtt fyrir nýjúmhug- myndum og menningarstraum- um að berast til landsins. Við erum nú alltaf svo hræðilega langt á eftir. Samstarf Skömmu fyrir jól fór 20 manna hópur í ferðalag til Austur-Berlínar. Ferðin varlok fyrri annar 1. bekkjar í Sta- tens Scenskbla í Stokkhólmi og liður í þeirri samvinnu sem skólinn hefur við Staatlidhe Schauspielsehule í AusturBerl- ín. Þátttakendur voru 11 nem- endur og 9 kennarar. Flestum fannst víst ferlega gaman, en þar sem það er nú ekki merg- urinn málsins, reyni ég að halda mér við efnið og skýra frá nytsemi ferðarinnar og samvinnu af þessu tagi. Samstarí þetta holfisit fyrir nokkrum árum, þegar núver- andi reiktor, Niclas Brunius, tók við skólanum, en honum var gert að móta honum ',á- kveðna stefnu, sem kennt skyldi sambvæmt. Hann valdi að taka Staatliche Schauspiel- sohule að einhverju leyti til fyrirmyndaar, vegna þeirra fljótvirku og árangursríku kennslua ðferða, sem þar er beitt, og að laga þaer að sænsk- um aðstæðum. Stokkhólmsskól- inn er tiltölulega ungur í sinni nýju mynd og enn að mörgu leyti á tilraunastigi, og hann hefur fram að þessu meira verið þiggjandinn í samvinn- unni, t. d. hcfur skólastjóri Bprl fnarskóllans, Rudolf Penka haidið hér stutt námskeið á hverju ári. Að skóla loknum s. 1. vor fóxu svo 18 kennarar frá Statens Scenskoda á viku námskeið í Berfín og nú í byrjun þessa árs verður hald- ið annað slíkt námskeið, að þessu sinni í Stokkhólmi. Auk þess hefur svo áðumefnit ferða- lag verið fastur liður í námi fyrstu:bekkinga. Skólinn Á morgnana drifum viö okkur á fætur, borguðum 20 pfenninga í lestina og ókum sem leið lá til skólans. Þar fýlgdumst við svo með kennsl- unni fram eftir degi. Skólinn er í gömlu húsi niðri við ána Spree. Hann er búinn ágætum en einföldum hjálpartækjum, t. d. er í hverri stofu, þar sem kennd er leiktúlkun eða „im- próvisasjónir", lítil senuupp- hækkun með ódýrum ljósaút- búnaði, auk þess er stór sýn- ingarsalur í bragga við hliðina á aðalhúsinu. Af alls kyns leik- munum er nóg, og nemendur hafa sjálfir verið ötulir að safna ýmsu dóti, fötum og hús- gögnum. Þeir fara heldur aldrei upp á leiksvið, án þess að útbúa sér gervi, sem á við þá persónu, sem þeir ætla sér að leika, en þetta hjálpar þeim að móta karakterinn og forðar þeim frá að leika alltaf sjálfa sig, sem er eins t»g mörgum er kunnuigt, ein mesta hætta, sem leikari ratar í. Tvisvar gafst sænsku nem- endunum tældfæri tíl þess að leika þær senur sem þeir hafa fengizt við í vetur fyrir þessi þýzku skólasystkini sín og kennara þeirra og ríkti mikil eftirvænting og jaffnvel kvíði fyrir að heyra álit þeirra; þar sem skólinn er enn skammt á vog kominn með hina nýju aðferð, þ.e.a^. að vinnasenum- ar fyrst rökrétt og eftir skyn- seminni, síðan þegar miklu lengra er komið, þykir óhætt að leggja tilfinningamar í leik- inn.' — Hættumerid við tilviij- unarkennt tilfinningafálm. — En kvíðinn var ástæðuiaus, því að þama kom fram sú heilbrigðasta gagnrýni, sem þau höfðu r.okkru sinni feng- ið fyrir frammistöðu sína. Gagnrýni Gagnrýni — jákvæð gagn- rýni — er eitt af því, sem lögð er þung áherzla á í Staat- liche Schauspielschule, gagn- rýni, sem er þannig að hún hjálpar til við uppbygginguna, en brýtur ékki nemendur nið- ur. Að vísu hatfði sænsfci sikól- inn kynnzt svona gagnrýni á námskeiði Penka s.L haust og áður, en það tekur tíma. að læra að vera jáfcvæður og sann- gjarn, taka til það sem máli skiptir fyrir áframhaldandi þroska nemandans, ekki sízt þar sem grimmd ög ósann- gimi eru svo afarlega í mörg- um, mörgum tekst aldrei að læra annað. En sanngimin í gagnrýninni er fölgin í því, að ekki gleymist að nemend- ur em byrjendur í leáklist, sem hægt er að læra eins og hvað annað, og það dettur engum í hug að þeir séu full- þroskaðir listamenn, sem hægt sé að krefjast af að hafi allt á valdi sínu frá upphafi. Þá þyrftu þeir ekki að fara í neinn leiklistarskóla. Nei, nemendum em sett fyrir á- kveðin vericefni, eins og íöðr- um skólum. 1 fyrstu er lögð mest áherzila á tílfinningu fyr- ir mótleikaranum og ábyrgð- arkennd fyrir honum, af því enginn getur verið virkilega góður nerna að mótleikarinn sé það líka, þ.e.a.s. aðaláherzla er lögð á samleák og sam- starf, en allur senufþjófnaður er algjörlega fordæmdur. I öðru lagi er lögð áherzila á að sýna þjóðfélagslega stöðu persónanna og afstöðuna þeirra á milii, „social gestus". Hafi þetta tekizt, fá nemendur hrós, ef ekki, þá er reynt að sýna ffram á, hvar bresturinn byrj- ar. Með síðamefnda atriðið hafði gengið öllu vexr, og vissu- lega getur verið erött fyrir skólasystldn, sem era vön að líta á hvort annað sem jafn- ingja, að fá fram þjóðfélags- legan mismun og stéttaskipt- ingu á sviðinu. Og þessu er oft ábótavant í leikhúsum, þó að fluijt séu pólitísk verk, þá em það kannski mjög fáir leikarar eða leikstjórar sem meðvitað draga fram ýmis Gin- kenni í framkomu manna aff ólíkum stéttum, sem undir- strika hlédrægni og óöryggi þess sem minna má sín gagn- vart sjálfsöryggi og tilliMeysi hins ríka og menntaða. Nemendur voru mjög ham- ingjusamir yfir þeirri jákvasðu gagnrýni, sem þeir höfðu feng- ið og ekki síður kennaramir, sem vom ábyrgir fyrir senun- um, þeir vom búnir að fá bendingar um, hvar gallamir lægju, og til að fullkomna á- nægjuna kom Penka á hótel- ið áður en haldið var heim og ræddi um hvem nemanda Framhald á 9, sóöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.