Þjóðviljinn - 17.03.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1971, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓ£mi*TrNN — Miðvikudagur 17. msarz 19TI. — Málgagn sosialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóSviIjanB. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Bitstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Ritstj.fulitrúl: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Slgurður V Friðþjófsson. Auglýslngastjórl: Heimlr Ingimarssoa Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Síml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr 195.00 á mðnuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Fleirí framsýnir þaa var mikið blygðunarleysi að Alþýðublaðið skyldi leyfa sér að nefna hugsjónir verklýðs- hreyfingarinnar í sambandi við bankastjórastöðu Óskars Hallgrimssonar. Eftirsókn hans og annarra Alþýðuflokksleiðtoga í tignarstöður og bitlinga á að sjálfsögðu ekkert skylt við verklýðshreyfing- una og gengur raunar í berhögg við hugmyndir hennar um réttlátt jafnræðisþjóðfélag. Hins vegar er það fróðlegt hvað sumir forustumenn Alþýðu- flokksins eru áfjáðir í að koma sér tryggilega fyrir í efstu þrepum þjóðfélagsmetorðanna um þessar mundir, einnig þeir sem lengi hafa staðið næstir kjötkötlunum. Má þar minna á það annar- lega fyrirbæri þegar Sigurður Ingimundarson var skipaður forstjóri Tryggingarstofnunarinnar. Og um þessar ammdir er sagt að Eggert G. Þorsteins- son ráðherra sæki það mjög fast að verða seðla- bankastjóri og hætta jafnframt öllium opinberum afekiptum af stjómmálum. Trúlega stendur þessi ákafi í sambandi við væntanlegar Alþingiskosn- ingar, þegar hrossakaup og samningamakk stoða lítið til þess að tryggja kjörfylgi. Það eru fleiri framsýnir en völskumar, sem sagðar eru yfirgefa sökkvandi skip af furðu miklu öryggi. Aðeins ioforð Jyað má teljast ósæmilegt með öllu ef alþingi lýkur svo störfum að engar ráðstafanir séu gerðar til þess að rétta hlut aldraðs fólks, öryrkja og annarra viðskiptavina almannatrygginganna. Samt mun það vera staðreynd að í væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um tryggingamál er ekki gert ráð fyrir eyrishækkun nú ■— þar er að- eins að finna fyrirheit um lagfæringar sem komi til framkvæmda um næstu áramót. Slík fyrirheit eru þvi miður ákaflega ótrygg. Verðstöðvunin fell- ur sem kunnugt er úr gildi lsta september í haust, því að þá verða þrotnir allir þeir fjármun- ir sem standa undir hinum ofurháu niðurgreiðsl- um. Þá hyggja núverandi stjómarflokkar á nýja kollsteypu af einhverju tagi, gengislækkun, stór- hækkun á söluskatti ásamt frekari skerðingum á vísitölugreiðslum eða einhver hliðstæð bjargráð. Af því er gömul reynsla að slíkar efnahagsráð- stafanir skerða alltaf kjör launamanna og þar á meðal viðskiptavina trygginganna. Þvi getur vel svo farið að þær takmörkuðu hagsbætur sem aldr- að fólk og öryrkjar eiga að fá um næstu áramót verði allar hirtar fyrirfram í septemberbyrjun. jþessi vinnubrögð sýna ljóslega af hve miklu alvöruleysi leiðtogar Alþýðuflokksins fjalla nú um tryggingaimálin. Þeir telja það fullgott handa öldruðu fólki, öryrkjum og öðrum viðskiptavin- um trygginganna að hægt sé að flíka almennum loforðum fyrir kosningar — loforðum sem enginn veit hvort efnd verða. Þeir létu sér hins vegar ekki nægja loforðin þegar fjallað var um kaup ráðherra og æðstu embættismanna. — m. Eríndi um kynferðisafbrot og viður- lög við þeim. — Opið bréf til Jóhanns Hjálmarssonar. Bæjarpósturinn ítlytwr les- endum í dag tvö bréf. Annað er fná föður og tilefini bess erindaflutningur dr. Gunn- laugs Þórðarsonar undanfama tvo aunnudaga, en Gunnlauig- ur talaði í útvarpi um kyn- ferðisaifbrot. og viðurlög við þeim. Síðara bréfið er opið bréf til Jéhanns Hjálmiarsson- Og þá kemur fyrst styttra brófið í dag: Kæri bæjarpóstur: Mig langar til að bið.ia big að koma á framfœri innileg- asta þaklklaeti mínu og fleiri foreldra til dr. Gunnlaugs Þórðarsonar fyrir hin prýði- legu hádegiserindi hans und- anfama sunnudaga. Hann hefur tekið þar á máli, sem er bæði viðikvaemt og þó að- kallandi og fjallað um það á sikörulegan og slkynsamilegan hátt af þekikingu og ábyrgð- artiilfinningu. Ég hefi hitt ýmsa, sem eru sammála af- sitöðu hans, og svo hef ég hdtt marga sem misstu af þessum erindaflokki og vilja gjaman eiga þesis kost að lesa þau í heild. Ég viH því hvetja dr. Gunnlaug til að birta þau á prenti, heJzt óstytt. og þá helzt í einhverju dagblaðanna, þar sem allur almenningur hefur greiðastan aðgang að þeim. Með fiyrirfram þöklk. Faðir. ★ Síðara bréfið x Póstinum í dag er firó Huga Hraunfjörð og ber yfirskriftina „Opið bréf til Jóhanns Hjálmarssonar..“ Það er svo- hljóðandi: 28. febrúar síðastliðinn skrifar „bókmenntafræðinigur“ Morgunblaðsins, Jóhann Hjálmarsson: „Xjjóðabókaútgáfa Almenna Bóíoafélagsins hefur undanfar- in þrjú ár beinzt inn á þá braut að gefa út samstæöar Ijóðabækur, bókaflokka, sem mynda heiíd, og Virðist eink- um stefnt að bvi að koma á framfæri f ódýrum handhæg- um útgáfum ljóðum ungra skálda, og byrjenda á sviði skáldskapar. 1. MjaHlhvítarkistan eftir Jón úr Vör 1968. 2. Þytur á bekju eftir Jón Jólhannesson 1969. 3. Kvæði Ezra Pound í þýð- ingu Kristáns Björhssonar 1970. Þessar bækur eru snyrtilega gefnair út og hafa líkleiga náð því takmarki sínu að tá til lesenda sem eikki hafa mikil fjárráð. En um útliit þeirna má bæta við, að einhæfni er of augljós. Káputeikning Kristínar Þór- kelsdóttur er laglegiá geirð en ekki svo heillandi að nota meg bana ár efitir ár með fáeinum tilbrigðum. Gaman væri að fá spánýja kópu mynd árlega Þessar aðfinnslur varða að- eins ytra fiorm bókanna. Eins og fyrr segir er engiinn skömm að fráwangi þeirra. Aftur á móti hlýtur sumum að koma þaö á óvart að sjá hlið við hlið, í sama bóka- fflokkd, skáld eins og Ezra Pound og Jón Jóhannesson" Aumingja Jóhanni Hjólm- arssyni þykir skömrn að Jóni Jóhannessyni. Það má vera að Jöhanni þyki srvo í naun og veru, en ég hefði nú ætlað að enginn maður, sem ber eitthvert skyn- bragð á ljóðagerð aimennt cg ekki vill láta líta á sig sem algjöran angurgapa á því sviði, lóti útúr sér slík ummæli. Það má vera að Ezra Pound sé miikið skáld og merkilegt, en mér þykir með ólíkindum að hann þurtQ að „skammast sín“ fýrir Jón Jó- hamnesson, hitt þykir mér sonnu nær að Ezra Pound megi skammast sín fyrir Jó- hann Hjálmairsson, og sem það ágæta skóld gjöra mundi, ef aðsitæður leyfðu að hann næði að kynnast verkum þeirra Jóns og Jóhanns. Það er nefnilega ekki sama að vera „skáld MorgunbQaðs- ins“ og vera þjlóiðskóld. Og það mega mínir áigætu landar eiga, að þótt þeir meti Morgunblaðið mikils, meta þeir ekki slkiáld eftir pólitík. Draiugur gekk um híbýli Jóhanns Hjálmarssonar í æsku og virðist elkki örgrant um að örfli fýrir draugagangi í sól þessa unga manns, og fiæri vel að Jóhann venti sínu kvæði i kross og fengi Jón Jóhannesson til að kveða drauginn niður. Því í ljós er komið að sjálf- ur er hann ekki ákvæðaskófld. Það væri ekki úr vegi að endia þetta hjal með orðum Jóns Jóhannessonar: „hamingjusiama unga skóld Kannsfloi getur þú nú Ikeypt þér steinbítinn þinn í fyrrtamálið. Ef bókmenn taáhuginn oiklkar í rjóðrinu verður ekfld dláinn." Hugi Hraunfjörð 28 milj. manna á 45 landsvæð- um búa enn við nýlendustjórn Á Iiðnu ári urðu ákaflega Iitlar framfarir í átt til þeirra markmiða sem sett voru í „Yf- irlýsingunni um sjálfstæði ný- lendna og íbúa þeirra“, segir í ársfjórðungsriti sem gefið er út af upplýsingadeild Samein- uðu þjóðanna, en í síðasta hefti þess er birtur útdráttur úr ársskýrslu U. Þants fram- kvæmdastjóra til 25. Allsherj- arþingsins. Merkasti áfanginp var sjálf- stæði Fíjis 10, október 1970. Burtséð frá honum og tiltekn- um takmörkuðum umbótum á stjórnlögum nokkurra lítilla nýlendna, má segja að afnám nýlendustefnunnar hafi lent í sjálfheldu á árinu 1970. Nú eru liðin tíu ár síðan ýfirlýsingin um sjólfstæði ný- lendna var samþyfldot af Alfls- herjarþinginu, en samt eru ennþá til 45 landsvæði með um 28 miljónium íbúa, sem ekki njóta sjáflifsstjórnar. Namibía ískyggilegustu vandamólin er að finna í sunnanverðri Afríku, þar sem viðleitni Sameinuðu þjóðanna hefur verið sýndur ódulbúinn fjandskapur og kúg- unin verið aukin í bví skyni að efla vald hvíta mirmihlutans yfir afiríska meirihlutanum, sem hvítu mennimir arðræna og mergsjúga. Andstaðan gegn áhrifavaldi Sameinuðu þjóðanna er sérlega mögnuð í Namibíu (Suðvestur- Afirílku) — landsvæði sem Sameinuðu þjóðimar bera bein- línis ábyrgð á. Suður-Afríku- stjóm neitar aö beygja sig fyr- ir álylotunum Sameinuðu bjéð- anna, sem hvetja hana til að hvedfa burt af svæðinu. Suður- Afríka hefur sömuleiðis stað- fastlega neitað að eiga sam- vinnu við Namibíu-ráð Sam- einuðu þjóðanna og þar á ofan filutt apartheid-stefnu sína til Namibíu í því skyni að skipta landinu í afmörkuð kynþátta- svæði eða -heimkynni. Ródesía Ástandið í Ródesíu er ekki síður ískyggilegt Hin ólöglega ríkisstjóm minnihlutans heldur áfram að hunza umboðsstjóm- arlandið, Bretland, og alrnenn- ingsálitið í heiminum. Efnahagsróðstafanimar gegn stjóminni í Salisbury, sem ör- yggisráðið samþyldkti, hafa reynzt gagnslitlar, og Ródesía stundar enn sem fyrr álitleg utanríkisviðskipti. Verðmæti útflutningsins er um 70% a-f þvi sem það var áður en efna- hagsráðstafanirnar voru gerðar, vegna þess að í vaxandi mæli er farið í kringum fyrirmæli öryggisráðsins, tilteknar þjóðir sýna slælega árverkni og aðrar — einfloum Suður-Afríkumenn og Portúgalar — haifna allri samvinnu við ráðið. Portúgölsku svæðin Á liðnu ári ítrekaði Portú- galsstjórn þann ósetning sinn að breyta í engu stöðu ný- lendiia sinma í Afrílou, þrátt fyrir samlþylkktir ag ályktanir Allsherjarþingsins <og öryggis- ráðsins. Portúgalar halda áfiram að magna hemað sinn gegn frels- ishreytfingunum í Angóla, Móz- ambik og hinni svonefndu PortúgÖlsflou Guíneu, og portú- galskur herafli hefur æ ofan í æ farið inn í löndin sem liggja að nýlendunum, svo sem Senegal og Guíneu-lýðveldið Til að efla yfirráð sfn yfir ný- lendunum hafa Portúgalar grip- ið til stórfeMdra flutninga á Úr flóttamannabúðum Palestínuaraba í Jórdaníu íbúxun' þeirra frá einu svæði til annars. Andstaða við apartheid í grein eftir sendiherra Só- malíu hjá Sameimuðu þjóðun- um, Abdulrahim Abby Parah, sem er tformaður hinnar sér- legu apartJheid-nefndar, segir um framtíðarbaráttuna gegn apartheid-kerfinu í Suður- Áfnfkiu, að hún virðist oft og einatt næsta vonlítil, en sé það þrátt fyrir ailt kannski elkki. Hluti af landsmönnum hefur gert sér ljóst, að tilgamgslaust er að vænta beinnar og vtrkr- ar hjálpar baráttunni frá all- þjóðlegum samtökum, og hefiur það leitt til þess að sett hefur verið á stofn frelsishreyifing Suður-Afrílku. Vaxandi styrkur hxeyfingarinnar kom fram 13. Og 14. ágúst 1970, þegar hin fonboðnu samtök „African National Congress“ sprengdu sprengjxxr, sem höfðu að geyma fregnmiða, í fimm stórum borg- um landsins. Stríður straumur mótmæla frá hvitum og svörtum Suður- Afirílfcubúum vall fram þegar efnt var til réttarofsókna gegn 22 mönnum, sem voru ákærðir með tilvísun til hermdarverka- laganna (Terrorism Act), eftir að þeim haföi verið haldið í fangelsi í 17 mánuði. Eftir full- komna sýiknun vtiru 19 þeirra ákærðir á nýjaix leik — og x það sinnið með tilvísun til Pramhald á 9. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.