Þjóðviljinn - 17.03.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.03.1971, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞaóBVTEJSMIÍ--Miðvlfcuda^^m maaia tsm. Frederik Hetmann * OÐUR TIL ARA 28 — Ég ætla ekká að leyna yður t>vi að ástandið er vonlaust. Við raðum ekki við neítt. Sjúkra- húsáð 1 borginni er yfirfullt. Ég hef ekkert starfsfólk aflögu til að senda hingað. Við höfum ekki einu sinni nauðsjmleg lyf. Við á-ttum tal vð heilbrigðisyfirvöld- in. Ra>tj var um að láta veikina „rasa út“. Þið vitið hvað átt er við með því. Þá eru reistar sött- kvíar og þess beðið að sjúkdóm- urinn rénj sjálfkrafa. Meira en þetta get ég ekki sagt. Það er trúlega of mikið. Mér finnst ég vera svifcari þegar ég segi að von sé um bata. Ef faraidiuirinn hefði brotizt út í Caserba eða Napólí, þá hefði að sjálfsögðu verið hafið hjálparstarf unddr eins . . . en þetta er gleymdur afkimi. Sömu nóttina lagði Ari af stað. Hlutverk hans var að fá alla til- tæka starfskrafta í Caserta til að hjálpa hinum sjúíku. Síðan átti hann að halda beint til Rómaborgar og biðja bandaríska eendiráðið um hjáip. Hann komst til Caserta daginn eftir en fann þar aðeins tvo samstanfsmenn í birgðastöðinni. Allir aðrir voru faimir til far- sóttamhússins með mat og lækn- islyf. Það tók hann þrjá daga að komast til Rómar, hann gekk, fékk far með asnakerrum og stundum með bílum. Hann mátti naumást vera að því að sofa eða borða. Peninga átti hann næst- um enga, en hann keypti dag- bíöð í ödlum stærri bæjum.*Þeg- ar hann var kominn til Rómar, leitaði hann hálfan daginn að bandaríska sendiráðinu — og þar vísaði ritari honum á dyr, þegar hann bar fram erindi sitt. Hann var fokreiður þegar hann kom út á götuna aftur. Bórgin var full af liSfi og hreyf- ingu. I örvæntingu sinni öskraði hann á fólkið sem framhjá gekk. Allir héldu að hann væri vit- skertur. Hann hljóp áfram. Alls staðar var sami flýtirinn, örtröð- in, munaðarvarningur og hásum- ar. Það var eins og höfuðið á honum væri glóandi. Hann sá fyrir sér atvikið í tjaldinu: Lækninn sem togaði áhyggjufull- ur í grátt skeggið og sagði: — Ég vil etkki dylja ykkur þess . .. HÁRGREIÐSLAN HárgTelðsln. og snyrtlstofa Steinu og Dódó Laugav 18 m. hæð (lyfta) SimJ 24-6-16 Perma Hárgreiðslu. og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMl 33-9-68 Þetta er brjálæði, hugsaði hann. Hér er ekki strið. Það ætti að vera hægt að hjálpa °S vegna þess að fólkið á heima n þessum stað, á að dæma nokkur hundruð manneskjur til dauða. Hann klifraði upp á háan múr- vegginn sem var umhverfis bandaríska sendiráðið. Ég ætla að sitja hérna þangað til ein- hver tekur .elftir mér, hugsaði hann. Hann mátti bíða lengi. Fyrst í stað þótti engum það skrýtið þótt hann sætl þarna. Hitinn var honum til ama; það var eins og hann væri með glóandi málmvír í kroppnum í stað beina. Hann fór að kalla á ítölsku til þeirra sem framihjá gengu. — Ég fetr fram á hjálp. Það hefur brotizt út farsótt í Caserta. Ég bið um aðstoð. Starfsfólk sendiráðsins kom á vettvang. Á . götunni birtust fréttamenn og ljósmyndarar. Honum var skipað að kpma nið- ur. — Ég held áfram setu- og hungurverkfalli þar til einihver lofar að hjálpa. Lögreglan kom. Mönnum kom efcki saman um hvort múrvegg- urinn væri á bandarísku eða ítölsku yifirráðasvæði. Hann sat þama hálfan annan sólaríhring. Það kom mynd af honum í blöð- unum. Þegar fréttamennirnir vildu fá upplýsingar um hann sjálfan, hrópaði hann til þeirra að þeim stæði nær að skrifa um eymdina á landsbyggðinni í Suður-Italíu. Hann sagðist ætla að sitja þarna á veggnum þar til ítalska stjómin eða bandaríska sendi- ráðið sendu lækna og hjálparlyf til nauðstadda fólksins. I kvöldblöðunum voru stórar fyrirsagnir: VITFIRRINGURINN Á MÚRNUM GERIR KRÖFUR Fólk hló að honum og hæddist að honum. Honum stóð alveg á sama um það. Hann hugsaði með sér: meðan gert er veður út af þessu er enn einhver vt>n. Loks urðu Eandaríkjamenn- irnir þreyttir á að horfa á hann. Garðyrkjumaður kom með stiga að múrveggnum og sagði að ambassadorinn vildi tala við hann. Ef krölfur hans væru sann- gjamar, yrði athugað hvað hægt væri að gera. Hann gekk á eftir manninum inn í sendiráðið. Vel kiæddir karlar og konur stóðu í her- berginu. Þjónn kom til hans með bakka með kokkteilum. — Ég myndi heldur vilja kókakóla, sagði hann. Hann hafði aldrei bragðað það fyrr og fannst það himneskt á bragðið. Allir horfðu eftirvæntingarfullir á hann. Fólk sýndist undrandi þegar hann ávarpaði það á lýtalausri ensku. Hann sagði aðeins frá reynslu sinni, það var auðvelt að skilja hann ... Það kom á daginn, að ambassa- dorinn sjálfur var i nefnd sem hafði það að markmiði að hjálpa íbúum Suður-ítalíu, að hann þekkti Ned og sonur hans halfði tekið þátt í söfnun til hjálpar- starfsins við háskólann sem hann var í. — Auðvitað hjálpum við ykk- ar pA.tunu.rn, sagði am.bassadór- irm. Það þurftí aðeins fáein símitöl til þess að hjúkrunarlið sem var tengt bandarfska flotanum, færi af stað frá Naipólí. Blaðaiflriéttimar opnuðu einntg augu ftalskra stjómvalda. Eikld mátti vanmeta áhrif Bandarifcja- majnnanna. Svona getur þetta verið auð- velt, hugsaði Ari í öllum gaura- ganginum á blaðamannafundin- um næsta dag. Nafn hans var allt í einu á allra vörum. Fólk kom til hans og tautaöi: — Þér hafið hitt á veika blettínn hjá Itölunum. Hann hugsaði: alf hverju állt þetta uppistand efltir á, þegar það er næstum um seinan? Af hverju er áhuginn ekki meiri þegar þörfin er mest? En hann var glaður yfir því að þetta hafði tekizt. Hann var þó ekki fylli- lega ánægður fyrr en' hann var aftur kominn á leið til Campano með ítalskri Rauðakross-deild. Ástandið var alvarlegt. Með- an verið var að reisa sjúkra- tjöld í nánd við stóra tjaldið, talaði Jim við Ara: — Þetta er skelfilegt. Það er ólýsanlegt. Fólk hrynur nið- ur eins og flugur. Ég hef ailtaf haldið að þetta væri innantómt orðta'k, en hér á það við. Okkur fannst ómannúðlegt að tala um, að veikin þyrfti að „rasa út“ en eftir tvo daga varð okkur ljóst, að það var hið eina sem kom til greina. Hið eina sem við gátum gert var að grafa hina dauðu og reyna að draga úr smithættunni. Þrír af piltunum okkar eru dánir, tveir liggja sjúkir. I gær veiktist John. Ég vona að þú getir tekið við starfi hans. Það er mikilvægt. — Hvað á ég að gera? — Grafa hina dauðu. — Já. — Þú verður að kynna þér sótfihrei n sunarreglu m ar. Ymis smáatriði eru heldur hvimleið. Við megum eifcki fyllast kald- hæðni. Mótstöðuafflið byggist að nokkru á þvtf. I nýja starfinu fór Ari að Mta dauðann sem hversdagslegan hlut. Ep viku eftir endurkom- una til Campano veiktist hann sjálfur af kóleru. Á bandarísku hersjúkrahúsi í Rómaborg komst hann alftur til meðvitundar. Hjúkrunarkona skýrði honum frá þvi að ‘hann hefði verið milli heims og helju í hálfan mánuð. Hann vissi ekk- ert um það. Hrossalækning sem fólgin var í því að setja sjúkl- inginn á víxl í heitt og ískalt vatn, haföi bjargað lfi hans. Hann leitaði í minningu sinni. Hið fyrsta sem hann mundi efltir vwu tvær fjölskyldur í Cam- pano, sem varið höfðu sjúkiinga sfna með ofbeldi. Hið næsta: að hann hafði komið til Italíu -tíl að reyna að fá fne^tir af föður sínum. Hið þriðjal að tímabært væri að hefija hjálpar- starf í Band aríkj unum; látið gagn væri að því að lækna hina sjúkiu og skiija þá síðan eftír í sömu eymdinni og áður. Hann vildi fara á fætur undir eins. Þú verður undrandi, sagði hjúkrunarkonan. — Þú getur ekki stígið í fæturna. Hann vildi dkki trúa þvtf, en þegar hann reyndi fann hann að hann var skelfilega máttifarinn. Hjúkrunarkonan ók rúmi hans út á svalimar. Sjúkrahúsið stóð á hæð og fyrir utan bygginguna var trjágarður með háum, göml- um trjám, kýprusviði, oleander- trjám, sedrusviði. Fyrir neðan mátti sjá borgina. Óveður var nýalfstaðið. Glitrandi regnbogi hvelfdist yfir borginni. Hjúkrunarkonan lagði bréfa- hlaða á sængina. Hann opnaði þau og þar las hann óvænt tíðindi Stjóm Bandaríkjanna hafði veítt honum hedðurspening. Það var ltftill, gyltur málmbútur sem bera átti í rauðum borða. Hann var ósköp skringilegur. Hann var andvtfgur orðum, en svo hugsaði hann með sér: hefur setuverkfall nokkum tíma ver- ið verðlaunað á þennan hátt? Hann gæti gefið Gabrielu orð- una. Síðan kom hann að bréfi frá manninum sem verið hafði í Budhenwaid með föður hans. Hann las það og hendur hans skulfu. Foreldrar hans bjuggu í Pale- stiinu. og þau höfðu leitað í ör- væntingu að syni sínum. Hann (flékk að vita að hann átti tveggja ára gamla systur sem hét Miriam. Bréfið var langt og greinangott. Þessi mað- ur, Dottore, vissi hvemig það var að þrá frétitir. Hann sagði ltfka hvemig á því stóð að hann skrifaði Ara. Hann hafði lesið fréttirnar um setuverkfall Ara. Yfirdekkjum hnappa samdægurs ☆ ☆ ☆ Seljum sniðnar síðbuxnr í öllum staerðum og ýmsan annan sniðinn fatnað. ☆ ☆ ☆ Bjargarbúð h.f. Ingólfsstæti 6 Sfcni 25760. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. M0T0RST1LLINGAR HJOLASTILLINGAR LJÖSASTILLINGAR Sjrni Látíð stilla í tíma. 4 O 4 rt Fljót og örugg þjónusta. I %3 I U W GLERTÆKNI H.F. Ingólfsstræti 4 Framieiðum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningu á öllu gleri. Höfum einnig allar þykktir af gieri. — LEITIÐ TILBOÐA. Símar: 26395 og 38569 h. KARPfiX hreinsar á angabragði Indversk undraveröld Nýjar vörur komnar, m.a. gólfvasar, altariskertastjakar, útskorin borð og margt fleira til tækifærisgjafa. Jasmin, Snorrabraut 22 FÉLAG ÍSLEMZKRA HLJÖMLISTARMAIA útvegar yður hIjóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tíekifari Vinsamlcgast hringið í 2025S milli kl. 14-17 Takiö eftir! Takiö eftir! Höfum opnað verzkm á Klapparstíg 29 undir nafninu HÚSMUNASKÁLINN. — Tilgangur verzl- unarinnar er að kaupa og selfja ný og notuð hús- gögn og húsmuni. Þið sem þurfið að kaupa eða selja, hvar sem þið eruð á landinu, komið eða hringið. Hjá okfeur fáið þið þá beztu þjónustu sem völ er á. Kaupum: — Buffet-skápa • Fataskápa • Bóka- skápa og hillur • Sbatthol • Gömul mólverk og myndir • Klukkur • Spegla • Rokka • Mmnis- peninga og margt fleira. Við borgum út rnunina. — Hringið; við komum strax. — Peningamir á borðið. HÚSMUNASKÁLINN Klapparstíg 29. — Sími 10099. Terylenebuxur á börn, unglinga og fullorðna. Gæði • Úrval • Athugið verðið. Laugavegi 71. Sími 20141. NÝ SÍMANÚMER: 24240 Íslenzkar bækur 24241 Erlendar bækur 24242 Ritföng 24243 Skrifstofa Bókabúð Máls og menningar LAUGAVEGl 18. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.