Þjóðviljinn - 15.07.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1971, Blaðsíða 10
§!i Hið nýja frystiskip S.I.S. Hlaup komið í Skaftá og Hverfísfljót Hlaup er koniið í Skaftá og hefur brennisteinsþef slegið fyrir öðru hverju í dajr, sagði frú Jóna Þor- steinsdóttir á Kirkjubæj- arklaustri í viðtali við Þjóðviljann snemma í gær- kvöld. Þá hefur vaxið mik- ið í Hverfisfljóti. Annars hefur verið regn og sólskin á víxi hér í dag og allt að 15 stiga hiti á C Skaftá þykir all grugg- ug orðin, en vatnsmagns gætti lítið framan af degi í ánni. Sjónvarpsmenn eru komnir á vettvang og kvik- mynda ána í þessum ham. Afhjúpaður minn- isvarði af Davíð Stefánssyni N.k. sunnudag, 18. þ.m. verð- ur minnisvarði Daviðs Stefáns- sonar skálds, afhjúpaður í Fagraskógi. Athöfnin, sem verð- ur ö'llum opin, hefst klukkan 1,30 e.h. með helgistund, Gísli Jónsson menntaskó'l akenn ari flytur erindi um skáldið og einn- ig verður einsöngur kórsöng- Ur og upplestur. Minnisvarðinn stendur á af- mörkuðu svæði sunnan við í- búðarhúsið í Fagraskógi. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar, Samband eyfirzkra kvenna og Búnaðarsamband E.yj af jiarðar hafa staðið að byggingu minnis- varðans. Skaftafell, nýtt frystiskip S.I.S. Fischer vinnur fjórðu skákina gegn Larsen Bobby Fischer hel<iur áfram sigurgöngu sinni í einvígjum þeim sem hann þarf að heyja til að nálgaist heimsmeistaratitil- inn í skák. Sigraði hann Bent Larsen í gær í fjórðu skák ein- vígis þeirra og hefur þá fjóra vinninga og þarf aðeins IV2 í viðbót til sigurs. Fischer hefur þegar sigrað sovézka stórmeist- arann Tajmanof með 6 vinning- um gegn engum. Meðan þessu fer fram gerðu sovézku stórmeistaramir Kortsn- oj og Petrosjan enn eitt jafn- tefli og hafa nú 2 Ví> vinning hvor. Fimmtudagur 15. júlí 1971 — 36. árgangur — 156. tölublað Kínverjar fúsir að fara á Genfarfund Lauigardaginn 10. þ.m. var írystiskip það sem Sambandið á í smíðum hjá Búsumer Werft í Þýzkalandi sjósett. Viðstaddir voru sem fulltrúar Sambandsins Erlendur Einarsson, forstjóri, og kona hans, frú Margrét Helga- dóttir og ennfremur Hjörtur Hjartar og Óttar Karlsson og konur þeirra. Frú Margrét gaf skipinu nafn og heitir það „Skaftaíell“. Heima- höfn verður Homafjörður. Skipið er 1680 brúttólestir og getur það siglt á allar hafnir landsins, þar sem frystihús eru. Svo til allur vélabúnaður er þeg- ar kominn í skipið og langt komið með einangrun frystilesta. Gert er ráð fyrir að „Skaftafell" verði afhent seinnipart í septem- ber. Um leið og Sbaftafell var sett á flot var kjölur lagður að 2600 lesta flutningaskipinu sem Bús- umer Werft er að smíða fyrir Sambandið, en þegar er búið að smíða vissar einingar þess. >að skip á að afhendiast í lok þessa árs. Harðir hardagar í norðurhluta Jórdan Morðin í Norður- Englandi upplýst CHESTER, Englandi 14/7 — ILögreglan hefur nú upplýst morðin á frönsiku ungmennumim þremur á Norður-Englandi. Tals- maður lögregltinnar sagði í dag. að 25 ára gamall Lundúnabúi hefði fundizt látinn í bíl og hjá honum hefði verið bréf þar sem hann játaði að hafa framið morðin.. 1 bréfinu hróeaði maðurinn m.a. rififlinum, sem hann hafði stolið. en það var sá þjófnaður sem kom lögreglunni á sporið. Samkvæmt frétt í ensku blaði, hafði maðurinn svipt sig lífi með því að leggja slöngu frá púst- rörinu og inn í bílinn. Lögreglan telur að þessi maður, Miehael Bassett að nafni, hafi verið einn að verki og hefur því hætt leitinni. Þessi morð eru ein- hver hin óhugnanlegustu, sem framin hafa verið í Englandi. DAMASKUS 14/7 — Harðir bardagar geysuðu milli stjórnar- hersins í Jórdaníu og Palestínu- skænuliða fyrir norðan Amman í morgun að sögn aðalbækistöðva skæruliðanna í Damastous. Bar- dagamir hólfust að sögn skæru- liðamna eftir að Jórdaníulher hafði ráðizt á þá með brynvögn- um og stórskotaliði. 1 tilkynningu sem A1 Fatalh sendi frá sér í Beirut sagði að her Husseins konunigs hefði aukið sókn sína eftir árásirnar, sem hann gerði á bækistöðvar skæru- liða að flóttamannbúðir í gær. I tilkynningu frá Daimaskus stóð að árásirnar hefðu hafizt í nótt, þegar jórdanskt stórskota- lið réðst á bækistöðvar skænj- liða í Jerashskóginum 40 km fyrir noðan Amman. Um leið hefðu jórdanskir brynvaignar reynt að taka stöðvar skæruliða Félag flutningsverkamanna andvígt þátttökunni í EBE SCARBOROUGH, Norður-Eng- landi 14/7 — Samband fLutn- ingsverkamanna, sem er stærsta verklýðsfélag Englands, sam- þykkti í dag með miklum meiri- hluta að berjast gegn þótttöfcu Englendinga í Efnahagsbanda- Hannibal hættir sem forseti ASf í Somia en orðið Ifrá að hverfa. í gærkvöld var sagt að her Jórdaníu hefði ráðizt inin í flóttamannabú’ðimar „Gaza“ 1 Norður-Jórdaníu eftir að hafa gert mikla skothríð á þser, og fjölmargir flóttamenn hefðu fall- ið, en ekkert hefur verið sagt um það opinberlega í Jórdaníu. Þjóðarráð Palestínubúa í Kaíró hefur sent ákall til þjóð’höfðmgja Sýrlands, Egyptalands og Saudi- Arabíu og beðið þá að skerast í leikinn og sjá um að samþyilíkt- in sem gerð var ó fundi þjóð- höfðingja arabaríkjanna í Kairó í haust verði haldin. I allan dag geysuðu bardagar milli skæruliða og jórdansfca hersins í borginni Jerash. Framhald á 7. siðu. HONG KONG 14/7 — Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, héf- ur lýst því yfir að Kínverjar séu fúsir til að taka þátt í nýrri Genfarráðstefnu um málefni Indókína ef þátttaka Asíuríkja verður meiri en hún var 1954. Það var formaður ástrafska verkamannaiflokksins. Whitlaxn, sem skýrði frá þessu í Hong Kong í dag, þegar hann kom úr tveggja vikna heimsóikn til Kína. Whitlam hitt Sjú Enlæ og full- trúa kín-verska utanríkisráðuneyt- isins í ferð sinni. Sagði hann að Sjú hefði lagt áherzlu á að síð- asta tiUaga Norður-Víetnama og þjóðfrelsishersins nyti fulls stuðnings Kínverja og væri raun- verulegur grundvöllur til lausn- ar á vandamálum Víetnams. Whit.lam taldi að þetta væri í fyrsta skipti, sem Kínverjar styddu opinberlega áætlun um frið í Víetnam. Sjú Enlæ sagði að Evrópuríkin, einkum Bretland og Sovétrikin, heffðu mótað fyrri Genfarráð- stefnur of mikið, og það hefði ekki verið nóg að hafa aðeins •eitt Asíuiland, Indland, í þeirri þriggja ríkja nefnd, sem kjörin var f-.il þess að sjá uffl fram- kvasmd friðarsáttmólans, sem gerður var á ráðstefnunni. Yfir þúsund manns handteknir í Rabat Morðingjar sendi- herrans dæmdir STOKKHÖLMI 14/7 — Réttur í Stoktohólmi dæmi í dag Júgó- slavana Miro Baresic og Delko Brejkovic í ævilangt fangelsi fyrir morðið á sendiherra Júgó- slavíu í Svíþjóð, Vladimir Rolo- vic, 7. apríl síða.stliðinn. Þrír aðrir Júgóslavar fengu fangelsis- dóma tfyrir þátttöku í morðdnu, og verður þeim vísað úr Svíiþjóð, þegar þeir verða lótnir lausir. Mennirnir fimm, sem eru allir félagar í leynifélagi króatiski-a öfgamanna, byrjuðu að undirbúa árásina á sendiráð Júgóslavíu í Stokkhólmi í lok fébrúar, og var ætlunin að handtaka sendi- herrann til að neyða yfirvöld Júgóslawiu til að lóta lausa Króata, sem sitja í fangelsd. RABAT 14/7 — Meir en þús- und menn hafa verið handtekn- ir eftir hina misheppnúðu vald- ránstilraun í Marokkó á laugar- d'aginn auk þeirra herforingja og herskólanema, sem tóku bein- an þátt í árásinni á konungs- höHina. Hasisian annar konungur hefur skipað nefnd til þess að rann- saka valdránsUlraunina, og eiga sæti í henni Úfkír innanríkis- ráðherra, dómsmálaráðherrann og vamarmálaráðhernamv Er- lendir fréttamenn hafia sagt, að þessi rannsókn kunni að leiða til nýrra dauðadóma og Hassan og stjóm hans muni nota þetta tækifæri tii að losa sig við leið- toga stjórnarandstöðunnar, en því hefur verið mótmælt opin- berlega. Enn er leitað að 500 hermönnum, sem tóku þátt í uppreisninni. Úfkír innanríkisráðherra sagði í dag í viðtali við Iæ Monde að Ababou forseti, sem var yfir- maður herforingjaskólans, hefði stjómað uppreisninni, og Med- bouh hershöfðingi hefði stutt hann, en hvorki herinn né stjóm- arandstaðan í Marokkó hel'ðu stutt uppreisnarmennina Ky deilir hart á Thieu SAIGON 14/7 — Ky vara- fonseti leppstjórnarinnar i Suður-Víetnam hefur nú gefið út harorða yffirlýsingu þar sem hann sakar Thieu forseta landsins um ein- ræði, spillingu og svik. 1 ytfirlýsingunni segir Ky að þjóðfélag Víetnams sé gegn- sýrt spillingu og Tthieu hafi ekkert gert til að virma gegn henni. Stjórn Thieus hirði ekki u-m almenn mannréttindi borgara og beiti ólýðræðislegum að- ferðum, ef hún bæti ekki ráð sitt hljóti menn .að á- lykta Thieu samsekan í spillingunni. í bili Á miðstjómarfundi i Alþýðu- nambandi íslands í fyrradag var frá því gengið að Hannibal Vaildimars'son lætur af störfum siem forseti ASÍ um sinn en Bjöm Jónsson sem verið hefur varaforseti gegnir forsetastörf- um. Hannibal tekur nú við emb- ætti félags- og - samgöngumála- ráðherra. lagi Evrópu. f félaginu eru um þrjár miljónir verkamanna. Formaður félagsins, Jaek Jon- es, sag’ðist búast við samskonar niðurstöðu á fundi verkamanna- flokksins um þetta mál, en hann byrjar í London á laugardaginn. Verkamannaflokkurinn sótti um inngöngu í Efnahagsbanda- lagið, meðan Wilson var forsæt- isráðherra, en nú virðast æ ffleiri flokksmenn vera andvágir því. Wilson mun láta álit sitt í ljós á fundi 28. júlí, en talið er að hann sé andvígur þátttöfcu Breta vegna efnahagsástands liandsins nú, og vegna þess að þau kjör, sem Bretar hafi samið nm, géu ekfci fulilnægjandi. Samkvæmt skoðanakönnu n, ' sem birtist í brezkia blaðinu Fin- ancial Times í dag eru 67 af hundraði Englendinga á móti inngöngu í Efnahagsbandalaigið, en aðeins 22 af hundraði með. 76 af hiundraði telja að Englsend- ingar muni ganga í bandalagið. ARNARHOLT Á DAGSKRÁ Amarhóltsmálið er enn mjög á dagskrá og verður fj'allað um það á fundi borg- arstjómarinnar í dag. A'ð undanfömu hefur verið fjall- að um málið í heilbrigðis- málaráði og í borgarráði var málið til umræðu á mánu- daginn. Þar gerðu læknamir Ámi Bjömsson off Gunnlaug- ur Snædtai grein fyrir málinu „til að kanna réttmæti ásak- ana senn fram baffa verið bomar um rekstur Vistheim- ilisdns að Amarholti“. HVAR VERÐA BÖRNIN? Fellaskóli í Breiðholti III er nú senn tilbúinn til útboðs. En hrvar eiga böm í Breið- holti III að vera í skóla í vetur? Um þetta hefur verið fja’laS í fræðsluráði og sam- þykkt að fela fræðslustjóra oð laysia skólaþörf barna í Breiðholti III næsta vetur, sennilega með akstri þeirra í skóla annars hverfis. FRAMKVÆMDIR STÖÐVAÐAR Á sáðasta fundi byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar var meðal annars fjallað um byggingu þá sem grunnur hefur verið lagður að á homi Banka»itrætis og Skóiavörðu- stígs, Ba«kastræti 14. í fundargerð segir byggingar- nefnd um þetta mál: „Nefnd- in hefur efnislega fallizt á uppdrætti að nýbyggingu, en ekki hefur verið unnt að sam- þykkja þá, þar eð ekfci hefur verið gengið frá samningum um framlög vegna bifreiða- stæða, samkv. 25. gr. bygg- ingarsarnþykklar. Nefndin telur þó rétt, að framkvæmd- ir, sem eru með vitund nefnd- arinnar verði stöðvaðar þar til málið hefur fengið fcllin- aðarafgreiðslu". STARFSVÖLLUR VIÐ ÁLFHEIMA Á borgarráðsfundi hefur verið fjiallað um staðsetnipgu starMeikvallar við enda húsa nr. 50 — 54 og 56 — 60 við Álfheima. Var staðsetningin samþykkt í borgarráði, skv. bréfi skipuliagsstjóra. LESBÓK UM REYKJAVÍK Borgarráð mun beila sér fyrir stuðningi við útgáfu lesbókar um Reykjavík Kem- ur þetta fram í fundargerð borgaiTáðs nýverið, en á fundii borgarráðs var lagt fram bréf fórstjóra Ríkisút- gáffu némsbóka um útgáíu séi’stakrar lesbófcar. FOSSVOGSSKÓLI í HAUST Áformað er að Fossvogs- si.óii taki til starfia í haust, en frá þessu er greint í á- ætlun um byggingarfram- kvæmdir við Fossvogsskóla sem var á dagskrá á fundi fræðsluráðs nýlega. Á sama fundi fræðsluráðs var sam- þykkt að óska eftir því við fræðslumálastjóra að staða skólastjóra við Fossvogsskóla verði auglýst lau-s til umsókn- ar. TILRAUNASKÓLI Á fundi borgarstjórnar í dag fer fram fyrri umræða um tilraunaskóla í Reykja- vík á gagnfræða- og mennta- skólastigi og fuilorðinna- fræðslu. Hefur l>etta mál verið á dagskrá borgarstofn- ana að undanfömu. KENNSLUTÆKJA. MIÐSTÖÐ Samþykikt hefur verið að stefna að því að koma upp vísi að kennsiutækjamiðstöð í Tjiamangötu 20 á vegum íræðsluyfi rvalda í- Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.