Þjóðviljinn - 31.07.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.07.1971, Blaðsíða 3
Uaugandaigur-31. jtín iSíja —WÓBVTIiJINN — SÍBA 3 Norðurverk hf. smíðar Lagarfljótsvirkjunina Framkvæmdir hefjast 15. ágúst — Munur á hæsta og iægsta tilboði 22 miljónir króna ■ Rafveitustjóri ríkisins, Valgarð Thoroddsen, boðaði blaðamenn á sinn fund í Vaiaskjálf á Egilsstöðum í fyrra- dag. Skýrði hann þar frá framkvæmdum við virkjun Lag- arfoss og ýmsum öðrum áformum Rafmagnsveitna ríkisins. Fer hér á eftir greinargerð hans um þessi tnál. Hinn 23. júlí s.l. var undirrit- aður verksamningur við Norður- verk h.f. um framkvæmdir við smíði fyrsta byggingarhluta Lag- arfossvirkjunar. Samningurinn gerir ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir 1. júlí 1973. Vélar og annar búnaður hafa verið botiin út og er skilafrestur tilboða til 6. okt. n.k. Reiknað er með að virkjunin geti tekið til starfa í árslok 1973. AKRA á brauð Þrjú tilboð bárust Þrjtilboð bárust í fyrsta byggingarhluta virkjunarinnar — frá Brúnás á Egilsstöðum og Istak í Reykjavík 92 miljónir, frá Vélsmiðjunni Stál, Húsaiðj- unni og Gunnari og Kjartani Eg- ilsstöðum 78 miljónir og frá Norðurverk h.f. Akureyri 70 miljónir. Áætlun Rafmagnsveitnanna hljóðaði upp á 74 miljónir. Lægst var tilboð Norðurverks og var það lægra en áætlaður kostn- aður. Með tilliti til þessa svo og þe®s að Norðurverk h.f. hafði áð- ur unnið að Smyrlabjargaár- virkjun í Suðursveit og leyst þaö Báran verSur senn sjófær á nýjan leik verk af hendi með ágætum var samþykkt að taka því tilboði. Stefnumótandi ákvörðun Endanleg ákvörðun um að hefjast handa um byggingafram- kvæmdir var tekin af núverandi iðnaðarráðherra Magnúsi Kjart- anssyni og hann tók einnig þá ákvörðun að laxastigi skyldi vera innifalinn í byggingarmann- virkinu. Þctta síðastnefnda • atriÖi er mjög þýðingarmikið, því þag er stefnumótandi um að vatnsafls- virkianir ríkisins stuðli að sínu leyti að fiskirækt í þeim vötnum sem virkjud eru á vegum rík- isins. Heildiarkostnaður þessa fyrsta áfanga er áætlaður 180 miljón- ir k_-., en vélaafl hans er 5000 KW Við þennan áfanga verður ekki gerÖ stífla og vatnsborðs- hækkun verður ekki af rennsli án miðlunar. Annar áfangi er áætlaður 1978, þá verður aflið aukið úr 5 í 6 þúsund KW og kostnaður við hann er áætlaður 40 miljón- ir kr. Þriðji áfangi er áætlaður 1982 og verður þá sett upp önn- ur 6000 KW vél og er áætlaður kostnaÖur við hann 170 milj- ón kr. Verður þá glls virkjað 1200 KW afl í Lagarfossi og heildar- kostnaður verður 390 miljónir króna. Upprunalega hafði verið gert ráð fyrir að yfirfall stiflna yrði í 22 metra hæð yfir sjávarmáli, en síðari vatnsborðsmælingar í Lagarfljóti sýna að þetta er full- hátt. Verður þessi fyrirhugaða yfirfallsstífla lækkuð auk þess sem í athugun er að rýmka fyr- ir vatnsrennslið á tveimur *stöð- um neðan brúar til þess að laka við flóðum. Varðandi þessi atriði um vatnsborðshækkanir við síðari áfanga standa nú yfir mælingar meðfram öllum Leginum og verð- ur tekið fullt tillit til hagsmuna jarðeigenda, þegar endanlega verður gengið frá þeim málum. Ef sú áætlun stenzt að 2 áfangi þurfi að vera fullbúinn 1978 þarf vatnshæðinn að verða end- anlega ákvörðuð 1976. Rafveitustjóri , sagðist samt vona a’ð þaö yrði fyrr — þar sem hann vonaðd að • svo mikil gróska yrði í atvinnulífi á Aust- fjörðum að þörf verði á aukinni orku töluvert fyrr en áætlun Rafveitnanna segir til um. Undirbúninður hafinn Þess má geta að þótt loka- ákvörðun hafi nú verið tekin um að hei’ja byggingarframkvæmdir við Lagarfoss, þá hafa Raf- magnsveitur ríkisins þegar áöur gert ýmsar undirbúningsfram- kvæmdir svo sem vegalagningu að virkjunarstað, lögn háspennu- linu frá væntanlegri virkjun til tengingar við aðalspennistöð á Egilsstöðum, svo og að koma upp vinnuhúsum fyrir verktaka á virkjunarstað (fyrir 40 manns) auk skrifstofu. sem til- búið verður til innflutnings svo sem samningar gera ráö fyrir 15 ágúst n.k., en þá er gert ráð fyrir að Norðurverk h.f. hefji verkil eða komi sér fyrir til að hefja það. (Nánar verður skýrt frá fyr- irætlunum Rafmagnsveitna rík- isins í öðrum landsihlutum í blaðinu á næstunni). Báran, KE 26, sem strandaði fimm mílum vestan við Ingólfs- böfða, er nú í slipp hjá Skipa- viðgerðum hf. í Vestmannaeyj- um. Báran er frambyggður bátur, smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar í Keflavík, en smíði bátsins fór fram á Fá- skrúðsfirði. Björgun hf. aðstoðaði við að ná bátnum af strandstað, en þó mun hann hafa notazt við eigið vélar- afl meðfram. Báran er nýr bát- ur, afhentur á þassu ári, 25 brúttólestir. Samkvæmt upplýs- ingum Eggerts Ölafssonar, hjá Skipaviðgerðum hf. þá var bát- urinn nokkuð skemmdur. m.a, sá á íslætti við kjölinn og öldu- stokkurinn bafcborðsmegin var brotinn. Sjór haifði komizt í vél- arrúm og mannabústaði og skemmdir urðu á rafmaignstækj- um. Viðgerð á bátnum er lokið að öðru leyti en því, að beðið er eftir vélarhlutum frú útlönd- um. Gerið góð kaup Herrajakkar kr. 2700,00. Terylenebuxur herra kr. 900,00. Bláar manchetskyrtur kr. 450.00. Sokkar tneð þykkum sólum, tilvaldir fyrir sára og sjúka fætur og einnig fyrir íþróttafólk. Sendum gegn póstkröfu. LITLI-SKÓGUR Snoirabraut 22. — Sími 25644. * Terylenebuxur á börn, unglinga og fullorðna. Gæði • Úrval • Athugið verðið. O.L. Laugavegi 71. — Sími 20141. SOOOsti gesturinn fékk listaverk Að Laugavegi 53A stendur nú yfir sýning 30 listamanna, eldri sem yngri, í húsnæði Fylkingar- innar. Aðsókn að sýningunni hefur verlð með afbrigðum góð og hafa mörg verkanna þegar verið seld. Að morgni liins 11. sýningardags heimsótti fiimnþúsimdasti gesturinn sýninguna. í tilefni þses var honum afhent listaverk eftir Rósku að gjöf. Sýningin mun enn verða opin um nokkurt skeið. Plastpokar i öllum stæröum ni actddciuTlí - áprentaðir í öllum litum. rLASTPKENTh f Gleyminn ritstjóri I útvarpsþætti í gærkvöld var ritstjóri M or gunbl aðs ins spurður hver væri afstaða hans og MorgunblaÖsins til þeirrar greinar sem Kristján Albertsson skrifaði í Morgun- blaðið í fyrra um utanríkis- mál. Kristján hefur um ára- tugaskeið verið einn helzti sérfræðingur Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálum og þess vegna vakti grein hans 25. ágúst 19.70 í morgun- blaðinu athygli, en þar hélt hann fram þeirri kenniiTgu að Bandaríkin ættu ekki að verða við óskum íslendinga um að herinn færi úr land- inu. Þjóðviljinn þráspurÖi Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkinn um afstöðu til þess- arar greinar í fyrra en fékk ekkert svar og í þessum pistli í gær var enn spurt um af- síöðu Sj álfstæðisflokksins til Þessara skrifa Kristjáns Al- bertssonar. En þegar ritstjóri Morgun- blaösins var sþurþur um af- stöðu sína til kenninga Kristj- áns í útvarpsþætti í gær- kvöld kom í ljós að hann þóttist hafa gleymt henni og svaraði út úr með steigurlæti: Ábyrgðarmaður Þjóðviljans læsi MorgunblaÖið greinilega betur en ritstjóri Morgun- blaðsins! Gleymska ritstjóra Morg- unblaðsins er hins vegar skiljanleg. Hún stafar af því að hann hefur slæma sam- vizku og í ruslahaug hennar hefur hann grafið þann sora sem sízt mé sjást; afstaða sem bannaði Islendingum að ráða málum sínum sjálfir er af landráðategundinni. Það hefur oft gerzt áðtir í seinni tíma sögu íslenzkri að menn hafi þótzt gleym.a ’—- en Þjóðviljinn mun halda minni þeirra Mórgunbláðs- manna vakandi. Fjalar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.