Þjóðviljinn - 17.08.1971, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.08.1971, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVIUTINN — Þriðjuidagur 17. áíSúsit 197L Eitt Norðurlandamet var sett, en Glæsileg frammistaða íslenzka sundfólksins, sem mætir Dönum í kvöld i ■ Það voru dúðaðir keppend- ur seim stilltu sér upp til keppni í upphafi Norðurlarida- meistaramótsins, sem hófst á laugardagsmorguninn í Laug- ardalslaugmni. Eftir margra daga logn og hlíðu breyttist veðrið skyndilega og er mótið hófst var kominn kaldi með súld. Áhyggjusvipurinn á for- ráðamönnum mótsins sýndi einnig svo ekki var um villzt, að örvænt var þar með um góðan órangur og ennfremur um góða aðsókn. Áhorfendur voru líka sárafáir í upphafi, en eftir hádegið rættist úr og sæmilegur fjöldi horfði á skemmtilega keppni. Því keppn- in var skemmtileg og oft mjög spennandi þótt kuldinn og súld- in þrúguðu alla framkvæmd- ina. Norðurlandametin, sem áttu að fjúka í hverri grein Friðrik Guðmundsson bætti íslandsmetið í 1500 m skriðsundi um nær minútu. fengu líka flest að standa, vegna hinna slæmu aðstæðna hér. En það leit sannarlega ekki illa út með árangra í byrjun, því strax í fyrsta sundinu setti hin finnska Eva Sigg Norðurlandamet i 200 m fjór- sundi kvenna Synti hún á 2.32,5 en í öðru sæti varð Anita Zamowiecki Svíþjóð á 2.33,4 og í þriðja sætinu varð hin norska Trine Krog, sem synti á nýju norsiku meti 2.35,4. Guðmunda okkar Guðmundsdóttir hafnaði í 9. sæti á 2.48,9. í næstu grein, 400 m fjór- sundinu tókst Guðmundi Gísla- syni að krækja sér i þriðja sætið nokkuð óvænt. Guðmund- ur synti mjög vel í upphafi og hafði forystu framan af, en varð að gefa eftir og hleypa Bellbring og Von Holst fram úr sér. Anders Bellbring varð Norðurlandameistari á 4.57,0 í öðru sæti varð Sven Von Holst á 5.01,4 og í þriðja sæti Gu’ð- mundur á 5.06,7. f 400 m skriðsundi karla sigraði Bellbring eining á 4.12,4, en þar varð Friðrik Guðmunds- son 5. á nýju íslandsmeti 4.34,6. í 400 m skriðsundi kvenna fengum við einnig nýtt íslandsmet. Það var Vilborg Júlíusdóttir, sem synti á 5.02,2. Sigurvegari varð Gunnilla Jonsson, Svíþjóð og synti hún á 4.46,4. í öðru sæti varð Marjatta Hara, Finnlandi á 4.47,0. í 10o m flugs. kvenna varð tvöfaldur sænskur sigur. Þar sigraði Eva Wikner á Skagamenn sigruðu Val 3—2 Glæsilegur leikur við erfiðar aðstæður Það voru mjög crfiðar að- stæður til að leika knattspymu, sem við blöstu á Laugardals- vellínum. Ahorfendur voru þó fjölmargir og óvenju mikil stemmning var meðal aðdáenda Skagamanna sem sungu nú við raust hvatriingarsöngva sína eftir langt hlé á þessari skemmtilegu sönglist. Valsmenn byrjuðu leikinn heldur betur og léku á köflum mjög skemmtilega. Reyndar má segja þá sögu um bæði liðin frá upphafi. Skot voru ótæpi- lega reynd og markmenn fengu báðir að spreyta sig og stóðu sig báðir með stakri prýði. Á 7. mínútu leika þeir Mattlhias og Hörður Jóhannesson, sem átti eftir að koma mikið við Getraunaúrslit Leifeir 14. og 16. ágúat ’71 i X t.BA. — l.B.K. 2 2 - V Í.B.V. — Fram ís' V?t Valur — ÍA. z z - 3 Arsenal — Chelsea / 3 - 0 Coventry — Stoke X / - / C. Palace — Newcastle i 2 - o! Derby — Manch. Utd. X 2 - 2 Ipswich — Everton ' X 0 - 0 Liverpool —% Nott’m For. i 3 1 Manch. City — Leeds z 0 - 1 West Ham — W.BA. 2 0 1 Wolves — Tottenham X z - 2 sögu, vel í gegn, en Sigurður varði vel skot Harðar. Aðeins mín síðar náðu Vals- menn forystu er Hermann skaut föstu skcti niðri, sem Davíð varðl vel, en hélt ekkl. Ingvar fylgdi vel á eftir og negldi knöttinn í netið. Eftir þetta tóku Skagamenn mikinn fjörkipp og héldu uppi látlausri sókn. Hefi ég varla séð betri leik hjá fslenzku liði í sumar en hjá Skagamönnum í þessum leik. Sérstaíklega var Eyleifur hættulegur á miðjunni og áttu Valsmenn lítil svör við hraða hans. Fór svo að lotoum, að víti var dæmt á Valsmenn fyrir að bregða Ihionum í dauða- færi. Bjöm Lárusson skoraði örugglega úr vítinu. Áfram hait látlaus sókn Skagamanna ag stoall oft hurð nærri hælum við Valsmiarkið, en Halldór Einarsson og Sigurður Dagsson vörðust af miklum ágætum í þessum leik. Á 38. mín. uppskáru svo Skagamenn árangur erfiðis síns. Björn einlék Iaglega upp hægra megin og skaut að marki. Skotið var varið af Valsara, sem skall- aði knöttinn út fyrir vítateiginn. þar sem Jón Alfreðsson tók hann viðstöðulaust og negldi hann með hörkuskoti í bláhorn, algjorlega óverjandl. Glæsilegt mark. Og áfram malaði milla Skaga- manna. Á. 41. mín. leitoiur Hörð- ur Jóh. sdg vel frían, en skalli hans er naumlega varinn í hom. Og stuttu seinna skallar Matt- hías framhjá góða. sendingu frá Eyleifi. SEINNI HÁLFLEIKUR: Fyrsta tækifærið í hálfileikn- um áttu Valsmenn er Ingvar skaut föstu skoti, sem Davíð varði mjög vel, en hélt ékki. Þröstur bjargarði naumlega á marídínu. En smám saman náðu Skagamjenn ölluim vöMum á vellinum satoir yfirburða tengi- liðanna Jóns, Eyleifs og Harðar og hver sóknarlotan af annarri barst inn í vítateig Vals. Á 13. mín. ver Sigurður glæsdlegt skot Jóns Alfreðssonar eftir að sá síðarnefndi hafði leikið í gegn um megnið af vörn Vals. Og stuttu seinna rennur Bjöm á hálum vellinum fyrir opnu marki og skotið fer framíhjá. Og enn mínútu síðar kemst Mattibías einn inn að markteig en Sigurður ver giæsileiga lúmskt skotið. Og strax á eftir er varið vel í hinu marfdnu, er Davíð ver fast skot Jóhannesar Eðvaldssonar Á 30. mín skora svo Skaga- menri sitt þriðja mark og enn úr víti. Matthíasi er illa brugð- ið á vítateig og dæmt víti. Hann tók það sjálfur og skoraði ör- ugglega með föstu skoti svo knötturinn festist bak við burð- arsúluna. Skagamenn áttu leik- inn algjörlega eftir þetta og voru oft nærri því að skora. En allt í einu, fimm mínútum fyrir leikslok, er komin spenna í leikinn á ný. Eftir góðan skalla er Ingi Björn allt í einu frír á markteig og skorar með föstu skoti, sem engin leið var að ráða við. Seinustu mínútum- ar pressuðu Valsmenn mjög stíft en Skagamönnum tókst að halda hreinu til leiksloka við mitoinn fögnuð sinna stuðn- ingsmanna. LIÐIN: Að öllum ólöstuðum var Jón Aifreðsson beztur á vellinum og er eins og er oktoar bezti tengiliður. Hann, Eyleifur, sem lék af snilld og Hörður, mjög efnilegur leikmaður, báru hötfuð og herðar yfir aðra leikmenn á veillinum, og þó. Varía verður talað um þá sem bám höfuð og herðar yfir aðra, án þess að minnast á yfirburði Jón Gunn- laugssonar í loftorustum, sem hann vinnur undantekningar- laust. Þann leikmann þarf að nýta af meiri útsjónarsiemi. Annars léku Skagamenn sva vel, að þar var hvergi veitour hlekfaur. Hjá Val var Sigurður Da>gsson manna beztur og forðaði liði sínu tfrá stæira tapi með stoín- andi marfcvörzlu. Hann á heima í landsliðinu. Á því er enginn vafi. Halldór Einarsson var 1.08,7, en Gunnilla Andierson varð önnur á 1.09,8. Guðmunda Guðmundsdóttir varð 5. á 1.14,8. Grein mótsins hvað okfcur fslendinga varðaði var 200 m bringusundið. ’Þar átti Leiknir möguleika á sigri og GuÖjón var einnig með álíka góðan tíma og keppendur hinna land- anna. Leiknir náði beztu við- bragði keppendanna og fyrstu ferðina voru hann og Guðjón fremstir. Næstu ferð syntu þeir samhliða Leiknir og Gör- an Eriksson en Guðjón var að- eins á eftir. Þriðju ferðina syntu þeir einnig svo til sam- hliða og áhorfendur voru hálf ærðir af spenningi og hvöttu Leikni ákaft. En á endasprett- inum reyndist Svíinn miklu sterkari og kom í markið vel á undan. Leiknir varð örugg- lega annar. Norðurlandameist- ari í þessari grein varð því Göran Eriksson, Svíþjóð á 2.35,3. Annar varð Leiknir Jónsson é 2.37,6 Guðjóni Guð- mundssyni tókst að næla sér Jón Alfreðsson — bezti maður vallarins einnig góður í vörninni og Þórir geröi margt laglega á miðjunni. Galli mikill var þó hve illa þeir tóku mótlætinu og létu það koma fram í mjög grófum leik, svo furða var að enginn fékk bókun. T.d. átti Sigurður Jónsson hana skiiyrðislaust inni fyrir gróft brot á Matthaasi að ástæðulausu. Dómarinn var sér kapítuli. Ef við gæfum stjörnur eins og kvikmyndagagnrýnend- ur Morgunblaðsins fengi hann skammtaða hauskúpu við nafn sitt. Hann heitir Þorsteinn Eyj- ólfsson frá Vestmannaeyjum og var bæ sínum til mun minni sóma en hinir skemmtilegu leikmenn, sem þaðan koma um þessar mundir. E. G. í fjórða sætið og var það héld- ur betra en reiknað hafði ver- ið með. Tvær seinustu greinar dags- ins voru boðsundin. 4x100 m skriðsund kvenna vann sænska sveitin á 4.16,8 en Noregur varð í öðru sæti á 4.22,9. ís- lenzka sveitin setti landssveit- armet og synti á 4.31,0. í 4x100 m fjórsundi karla setti íslenzka sveitin einnig met og synti á 4.21,0, en sænska sveit- in sigraði á 4.10,7. SEINNI DAGUR Fyrir hádegið var keppt í löngu greinunum og merkilegt nokk reyndust þær efcki síður spennandi en styttri sundin. í 1500 m skriðsundi karla voru úrslitin ekki ráðin fyrr en á seinustu ferð er hinum stór- kostlega Bellbring. sem landar hans kalla „Bellari", tókst að komast fram úr Sverre Kile og sigrá. Enn einu sinni fauk fs- landsmet og það tvö, því Frið- rik Guðmundsson setti met í 800 m á millitima og bætti svo metið í 1500 m skriðsundi um nær mínútu. Mjög vel gert hjá hinum unga og efnilega sund- manni. Vilborg Júlíusdóttir setti svo líka met í 800 m skriðsundi kvenna, en sigur- vegari varð Gunnilla Jonsson, Svíþjóð, sem synti á 9.55,6. Eftir hádegið héldu íslands- metin áfram að fjúka af saima glæsibragnum og þó heldu r betur. Glæsilegast var þar 100 m skriðsund Finns Garðars- sonar, sem varð aðeins sjón- armun á eftir Peteren í mark- Ið og hlaut þriðju verðlaun og bætti ísl.metið um nær sek- úndu, sem er allmikið afrek. Og gleði landsiiðsþj álfarans Guðmundar Þ. Harðarsonar jókst enn í næsta sundi, er Helga Gunnarsdóttir krækti sér einnig i þriðju verðlaun fyrir 200 m bringusund eftir glæsi- legan endasprett í einvígi við norsku sundkonuna Brit Berg- mann íslandsmet var svo sett í 100 m baksundi kvenna er Salóme Þórisdóttir hin ódrep- andi synti á 1.13,7 og varð .fjórða. — Hún varð þó engan veginn ánægð og sagðist hafa ætlað að vera í þriðja sæti. Meiha af svona skapsmunum. takk. Guðmundur Gíslason, kemp- an sú ama krækti sér svo öll- um á óvart í þriðju verðlaun fyrir 20» m flugsund og vænt- anlega þarf ekki að geta þess. að hann setti íslandsmet. Á síðasta Norðurlandamóti varð hann sjötti í þessari grein svo framfarir eru : miklar. Þarna sigraði Bellbring enn einu sinni og fór þesisi mikli af- reksmaður alls 6 sinnum á verðlaunapall. Fjórum sinnum fyrir einkasund og tvívegis fyrir boðsundin. í boðsundunum tveim, sem seinust voru á dagskrá sigruðu Framhald á 7. síðu i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.