Þjóðviljinn - 17.08.1971, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIIiJINN — Þriðjudagur 17. ágúst 1971.
— Málgagn sósialisma, verklýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson.
Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson (áb).
Fréttastjóri: Slgurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Heimlr Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00.
Líf og frelsi smáþjóðar
jpullyrt var í Morgunblaðinu sl. sunnudag, að ís-
lendingar ættu líf sitt og frelsi undir Atlanz-
hafsbandalaginu. Samkvæmt því gildir hið sama
um aðrar bandalagsþjóðir, er treysta á hersfyrk
Bandaríkjanna. Þannig eiga Grikkir og 13 miljón-
ir blökkumanna í nýlendum Portúgala einnig líf
og frelsi undir herstyrk bandalagsins. Framkoma
Bandaríkjahers 1 þriðja heiminum, t.d. í Víet-
nam sýnir hvað er að eiga líf sitt undir slíkum
herforingjum, og stjórnmálafréttir frá Bandaríkj-
unum, t.d. birting leyniskýrslnanna um Vietnam,
sýna að ekki er orði treystandi, sem valdsmenn
þár í landi segja. Morgunblaðsliðið vitnar óspart
í erlenda spekinga um nauðsyn hersetu á íslandi.
Sú var tíð, að erlendur kardínáli taldi það óhæfu
að hér á landi væri ekki konungur, sem í öðrum
ríkjum heims. Kardínálar kalda stríðsins telja það
óhæfu að hér sé ekki her. Morgunblaðsliðið tek-
ur undir það. Slíkir hirðmenn hafa ætíð verið til
hér á landi. En íslenzk þjóð hefur ávallt haft ein-
urð til að hafa boðskap slíkra erkibiskupa að engu.
p'rét'tamenn Morgunþlaðsins iðka þanaa. ieik að
senda fréttaskeyti til erlendra blaða og endur-
prenta, síðan eigin óhróður sem umsögn erlendra
fjölmiðla. Þessi hringrás rógberanna sýnir vel
þjóðhollustu Morgunblaðsliðsins. Þar er sam-
vizkusamlega fylgt reglunni — mín upphefð kem-
ur að utan.
jy|orgunblaðsliðið hneykslast yfir því, að stjórn-
völd á Möltu skuli ætla að selja hernaðarlega
aðstöðu. En hafa þeir menn, sem tóku við miljónum
króna í Marshallaðstoð, er ætluð var stríðshrjáðum
þjóðum, árið áðu-r en gengið var í Atlanzhafs-
bandalagið efni á að hneykslast á öðrum? Þeir
sem í tuttugu ár hafa velt sér upp úr hemáms-
gróða og stofnað hafa hernámsfyrirtæki, sem eru
nýtt sem mjólkurkýr hernámsflokkanna, efni á
slíku? Lengi vel boðuðu þessir menn að íslend-
ingar hefðu ekki efni á að láta herinn fara vegna
hernámsvinnunnar og gróðans. Oft lá við á ofstæk-
isárum kalda stríðsins að ísland værí selt, en
íslendingseðlið, sem hert er 1 margra alda mót-
spyrnu við erlent vald, var nógu sterkt til að
veita fégráðugum valdastéttum nægilegt aðháld.
Tslenzk ríkisstjórn hefur tekið upp þá sjálfstæðu
og sjálfsögðu stefnu að ætla að láta herinn
fara. Smáþjóðir kunna að hugsa eigi síður en hin-
ar stærri. Stjórnarflokkamir hafa stigið þefta
sjálfsagða skref, en Morgunblaðinu er enn tamara
að láta stórþjóðir hugsa fyrir sig. Við íslendingar
vitum betur, hvað er okkur sjálfum fyrir beztu.
Afturhaldsblöðin á Norðurlöndum telja það óhæfu
að láta ísland vera varnarlaust. Þau töldu það
einnig óhæfu að íslendingar lýstu yfir stofnun lýð-
veldis árið 1944. Nú gerir Morgunblaðið málflutn-
ing þessara blaða að sínum. Líf og frelsi íslenzkrar
þjóðar byggist ekki á herstyrk Atlanzhafsbanda-
lagsins, heldur á þjóðernisvitund og sjálfstæðisbar-
áíttu, sem aldrei verður kæfð. — óre.
SKUGGSJÁ
Heiðursmerki
Sem betur íer eiga íslend-
ingar Mtið af titlum og hedð-
ursmerkjum og liggur við að
þeim mun minni virðing sé
borin fyrir mönnum sem þeir
hafa hengt á sig eða látið
hengja á sig ffleiri heið-
ursmerki. Samt er það svo
að ýmsar einkunnir gefnar i
blöðum eða á opinberum vett-
vangi eru mönnum sérstakur
heiður. Þannig er með eink-
unnina „kommúnisti“. Enginn
serlegur maður íslenzkur má
vera án þess að fá á sig eink-
unnina kommúnisti í Morgun-
blaðinu. Er þetta tekið í um-
ræðu hér vegna þess að i
Reykjavíkurbréfi á sunnudiag-
inn er spurt: Á að kalla
kommúnista bommúnista?
Morgunblaðið kemst að þeirri
vituriegu niðurstöðu að
kommúnista eigi að balla
kommúnista, en hefur þó sagt
áður í Reykjavíkurbréfi: ,,Við
viljum helzt ekki trúa því
að sannleikurinn sé sannleik-
ur.“ — Við förum vinsam-
legast fram á að Morgun-
blaðið haldi áfram að kalla
sæmilega menn kommúnista.
Það er eina heiðursmerkið
sem nú orðið er nokkurs virði
í þessu landi.
Hvað er
kommúnisti?
Þegar Morgunblaðið taliar
um kommúnista er m.a. átt
við þetta: Sá maður er komrn-
únisti sem er andvígur her-
setunni eða aðild að Atlanz-
hafsbandalaginu. Það er Mka
kommúniisti sam er andvigur
því, að bandaríski herinn hiafi
einokunarrétt á sjónvarpi á ís-
landi. Það er enn kommúnisti,
sem heldur því fram að stríð-
ið í Indó-Kína sé viðurstyggi-
legt stríð og þaðan eigi
Bandaríkjamenn að hypja sig.
Sá maður er kommúnisti sem
vill umbætur í félagsmálum
á íslandi og sá er kommún-
isti sem vill láta reisa leigu-
húsnæði í stórum stíl. Sá er
kommúnisti sem starfar við
Þjóðviljann eða hefur ein-
biverja forustu í Alþýðu-
bandalaginu. En það eru einn-
ig menn í öðrum flokkum.
sem haía hlotið þennan titil
Morgunblaðsins. Þannig hafa
blaðamenn Morgunblaðsins
verið kallaðir kommúnistar ef
þeir hafa léð vitlegri mann-
legri viðleitni liðsinni sitt.
Þeir menn í forustu Samtaka
frjálslyndra eða Framsókn-
arfflokksins sem eindreignast
taka undir sjónarmið vinstri-
stefnu eru líka kommúnistar.
Þess skal að lokum getið
blaðalesendum til fróðleiks að
blaðamenn Þjóðviljans telja
sig fyrst hafa náð umtalsverð-
um árangri þegar níðið hrín
á þeim hvað hæst í Mogga.
Fjalgr.
Megum ekki setja von okkar um sölu á undirboö á mörkuðunum
Skreiðarverkun og skreiðarmarkaðir
Metnaðarmál að bjóða ekki fram
lélegri vöru en keppinautarnir ,
Að undianförnu hafa farið
fram nokkur blaðasikrif um ís-
lenzikiu skreiðarmarkaðina.
Menn hafia býsmazt yfir því, að
slkreiðarmarkaðir ckkar á ítal-
íu og í Kamerún hafa dregizt
saman, á sama tíma og Norð-
menn hafa fullkomlega haldið
veili á báðum þessum mörkuð-
um. I þessum biaðaskrifum hef-
ur það komið fram að ráðið
gegin þessu sé að lækka skreið-
arverðið þ.e. undirbjóða keppi-
nautana Norðmenn. En sam
vinna um verð, eða lágmarks-
verð»hefuc verið í gildi á milli
Islendinga og Norðmanna á
fiskmörkuðum að undanfömu.
Árið 1970 var heildarútflutning-
ur okkar á skreiö 3.814,1 tonn.
A sama tíma öuttu Norðmenn
út 17.440 tonn af skreið. Ef við
nú tökum Italíumarkaðinn þetta
ár, þá ketmir í Ijós, að við selj-
um á þann markað 1.965,6 tonn
En Norðmenn sélja inn á þenn-
an sama markað á ellefu mán-
uðum ársins 5,325 tonn og eru
búnir um áramótin að losa 7
þúsund tonna sölu. HeiWar-
verðið miðað við hvert tonn
er talsvert hærra hjá Norð-
mönnum heldur en okbur ís-
lendingum. Þessi munur á verði
er vegna meiri gæða norsku
skreiðarinnar, heldur en þeirrar
íslenzku. Og gæðamuninn má
fyrst og frernst rekja til þess,
að betra hráefni er notað í
norsku skreiðina. Árið 1970
seldum við íslendingar 223,4
tann af slkreið til Kamerún. En
á ellefu mánuðum áTsins seldu
Norðmenn þangað 745 tonn. En
hvað við þetta hefur bætzt í
desembormánuði er mér ekki
kunnugt. Mér er kunnugt um,
að söluaukninig Norðmanna á
skreið til Kamerún byggist
ekki á undirboðum heldur allt
öðru og skal nú greimt frá því.
Söluaukning
Söluaukning Norðmanna í
Kamerún byggist á tvennu. Er
þá fyrst að segja frá því að
árin 1969 og 1970 hófu Norð-
menn .geysilega auglýsdnga-
herferð fýrir skreiðarsölu f
Kemerún, sendu þangað mat-
reiðslusérfræðinga seim meðal
annars kynnxu norska skreið
með því að matbúa hana á
ljúffenigan hótt á hótelum. í
öðru lagi þá eru gæði norsku
skreiðarinnar meiri nú, en ckk-
a.r> lika þeárrar sem send er til
Afiríkulanda. Hráefnið sem upo
er hengit er allt mikið betra.
Hinsvegar búa þeir oft við
meiri frosthættu í sinni skreið-
arverfcun heldur en við, sér-
stakllega þegar byrjað er að
j hengja upp snemma. Qkkar
skreiðarhráefni síðustu árin
I fyrir Afrfkumarkað hofur verið
það lélegasta úr netafiski okk-
ar, stórskemmt hráefni strajc
við uppskipun. Slfkt hráefni
þekkist nú efcki lengur í Nor-
egi; það er löngu liðin tíð. Þeg-
ar við erum að bera saman
skreiðarsölu okkar annars veg-
ar og Norðmanna hins vegar,
þá er nauðsynlegt að við vitum
þetta tvenn.t. Norðmenn geta
boðið fram skreið sem hefur
meiri gæði sem vara, heldur en
sú slkreið sem við höfum. Og í
öðru laigi þá leggja þeir fram
árlega mikið fé og mikla fyrir-
höfn £ að kynna þessa vöru.
Það er fyrir slíka kynningt’
sem þeir hafa kornizt inn r
nýja markaði og auikið sölu á
eldri mörkuðun). Sem diæmi má’
nefna að á s.l. ári seWu Norð-
menn 1000 tonn af ráskorinni
sfcreið tii Svíþjóðar fyrir mjög
hátt verð. Nú í ár verja þeir
130 þús. n.kr. til þess oð kynna
norska sfcreið í Svíþjóð, en
stærsta sænska lútfiskverk-
smiðjan legguir fram til þess-
arar kynningar 125 þús. sænsk-
air krónur og verður þessd
kynning framkvæmd sameigin-
lega. En því er ekki að leyna,
að þrátt fyrir skipulega kynn-
ingiu á miörbuðum bá eigaNorð-
menn nú í mifclum erfiðleikum
með sfcreiðarsölu sína sökum
lokunar á markaðnum í Níger-
íu. En það er þó engin upp-
gjöf í þeirra skreiðarverkun og
skreiðarsölu, mikið fromur
mætti tala um sókn. Hins vegar
er nánast um uppgjöf að ræða
hjá okkur nú í skreiðarverkun
eftir að bankar hætfcu að lána
út á upphengdan fidk í skreið
á s.l. vetri-
En Norðmenn hafa dregið
saman sfcreiðarveikun sína á
skipulegan hátt, á meðan á-
stand í skreiðarsölumálum er
eins og það er nú. Þó er sam-
dráttur þeirra í skreiðarverkun-
inni ekki meiri en það, að þeir
geta boðið fram einnig í ár
skreið á nýjum mörkuðum og
munu gera.
Metnaðarmál
Leið okkar Islendinga ef við
höldum áfiram að vera skreið-
arframleiðendur á næstu árum
mó ekki vera sú að við setjum
von ofckar um sölu á undirboð
á mörkuðunum. Heldur verður
það að vera metnaður okkar að
bjóða fram ekki lélegri vöru
heldur en keppinautamir og fá
jafnihátt verð og þeir. En til
þess að við getum boðið flranj
jafngóða skreið og þeir þá
þurfum við að hengja upp í
skreiðarverkun hráefni sem er
ekki langt fyrir neðan þeirra
hráefni, En staðreyndin er sú
að mikið af' nýjum fiiski sem
hefur fiarið í skreiðar- og salt-
fiskverkun hjá oklxur er langt
fyrir neðan þau gæði sem
Norðmenn búa nú við í sinni
fisfcverkun. Og þannig verður
það svo lengi sem við erum
ekki menn til að taika fiskihrá-
efnismálin líkum tökum og þeír
hafa gert síðustu áratugina með
svo glæsilegium árangri.
Ef menn hér eru ekki ailveg
blindiir á staðreyndir, þá ætti
skreiðarsalan á ltalíumarkaðinn
að vera býsna lærdómsrik fyrir
okkur. I stað þess að hengja
upp valið glott hráefni í Italíu-
skreið, því skreiðarverð þar
stóð fullkomlega fyrir því og
stendur ennþá, sé hægt að
bjóða fram gæðavöru sem sótt
er eftir að fá, þá var farin sú
leið að Isekka gæðaikröfumar
fyrir Italíumarkaðinn og búa
til nýjan fflofck með rninni gæð-
um. Þetta átti að aufca markað-
inn, þannig að lægra verð átti
að bætast upp meö aukinni
sölu. Reynslan er hinsvegar allt
önnur, við höfum síður en svo
aukið markaðinn. En við höf-
um afrekað annað. Við fáum
minni gjaWeyri hlutfallslega
heldur en við fengum þau árin
sem við gátum boðið fram góða
annarsflokks skreið á þessum
markaði eins og fólk vill fá þar.
Við verðum að fatra að gera
ofckur ljóst, að við leysum eng-
an vanda með því að hlaupa
frá honum ódeystum. En það
höfum við gert nú um -langt
skeið í sambandi við meðferð
á fisklhróeiflninu.
Hættuleg braut
Lélegt hróefni sem berst á
land, úr þvl er í bezta máta
hægt að franaleiða vöru í lág-
um gæðafflokfci, en unddr eng-
um krmgumstæðum gæðavöru.
Nú er lélegasti netafislkurinn
sem áður var hengdur uipp í
Afiríkushreið, saltaður fyrir
þurrfiskmarkaði okkar. Að
sjálfsögðu er hann fluttur út og
seldur í lægstu gæðaflokbum og
verðið sem við fáum er sam-
kvæmt þvi. En þrátt fyrir þessa
staðreynd þá erum við liíka hér
komnir inn á hættulega braut.
Þegar meginíhlluti okkar
þurrkaða sailtfisks er flutfcur út
í lágum giæðaflokkum og sama
sem ekkert er fllutt úr þurrkað
af góðum eftirsóttum fiski, bá
heldur fólkið í markaðslöndun-
um að við íslemdiingar getum
elklki framleitt nema lélega
vöru. Ég talaði við mann í
fyrra sem var vel fcunnugur í
Brasilíu og hefur oft verið þar
í verzlunarerindum og dvalið
þar svo hann þekkir óstandið á
mörkuðunum. Hann benti mér
fá það, að við þyrftum að gera
?tófátak í fiskverfcunarmiálum
,.okkar ef við ætluðum ckkur að
verða nokkurs ráðandii á þeim
mairbaði. Og nú þegar allur lé-
legasti fiskurinn flrá netaveið-
unum sem áður var hengdur í
Afríkuskreið bætist þama við
þá batnar ekki álitið á okkur
sem fisfcverkunarþjóð. Það ber
allt að sama brunni, við verð-
um að byrja umbæturmar um
borð í veiðiskipunum og halda
þeim áfram gegnum verbun-
ina.
Fyrsta skrefið
Fyrsta og sjálfsagða skrefið í
þeim málum er að bæta neta-
fiskinn, því það er hann sem
veldur okkur mestum sbaða nú.
Ef eitthvert skipulag hefði
Framhald á 7. síðu.