Þjóðviljinn - 02.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1971, Blaðsíða 6
w g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. október 197L WB»Í CO MtvRmmn natM i/v StcBRl ttDHE\/ M UBEHJA jlilíJftí) VÍ XOASTfoUWAJ ■tftuunh atfusue uHimi WOAIOÍUl MÍUIIi; USIWA' JiHZPXik ZAU9W IHSEilA / a' IliTrftSt ÍERICA —' uunao ncwaucwö , [JWJMÍIWM >4 Fulltrúar fimm Afríkuríkja í heimsókn — ræða vandamál þjóða sinna og leita stuðnings 1 dag koma fulltrú- ar fimm Afrikuríkja hingað til lands, og dvelja hér í tvo daga. Þeir eru sendineflnd Einingar- samtaka Afrikuríkja og hafa að undiinfömu setið 'þiTtg Samein- uðu þjóðannn í New York, en í leiðinni koma þeir við í Was- hington, Ottawa, Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Osló og Kaupmammahöfn. Einingarsam- tök Afríkuríkja voru stofnuð í maímánuði 1963 í Addis Abeba, og þau hafa aðalstöðvar sínar þar. Samtökin eru tilraun til að uppfylla gamlan draum margra Afríkana, sem sé að sameinast um menningu sína, bróun og stjómmálastefnu, og þó svo að samtökin haffi ekki komið ýkja miklu til leiðar, né orðið pólitískur vaki í huga í- búa Afríku, þá eru þau vísir að auknu saimstaríi og samhygð , milli þjóða Afríku. Sendiniefndin er hingað kom- in til að ræða vandamál álfu sinnar, og leita stuðnings Evr- óouþjóða. Nefndarmenn eru frá Máritaníu, Mali, Kamerún, Zambíu og Alsír, og þar eð á stunduan er éhsegt um vik fyr- ir almenning að gera sér grein fyrir þróun mála í Afríku og fvlgjast með hröðum gangi sög- unnar þar, þá skal hér reynt að gera stutta grein fyrir ástamd- inu í þessum löndum, og því sem þar hefur gerzt á síðustu áratugum. Máretanía Máritanía er allstórt land á vesturströnd Afríku. Eyðimerk- ur og fjalilemdi teygja sig yfir mestan hluta þess og það er því afar ófrjósamt og harðbýlt, nema á litlu svæði syðst, þar sem Senegalfljót renmur um gróðursælam dal simn. fbúamir eru aðeins eim miljón tallsins, því sem næst allir Múhameðs- trúair. Yfirgnæfandi meirihlu'i þeirra er af arabísku og berb- ísku bergi brotinn, þeir lifa flestir hverjir flökkulífi og reika um með hjaröir sínar. Fimmt- ungur landsmaruna eru negrar, en þeir búa einfcum f Senegal- dalnum. Þótt landið sé efcfcii beinlínis heppilegt til búskapar, þá em þar geysileg náttúruauðæfi í jörðu, en þau hafa lítt verið nýtt til þessa. Auk þess eru allgóð fiskimið undam suður- ströndinni, sem vafalaust má nvtja betur en nú er gert. Arið 1904 náðu Frakkar Márí- taníu á sitt vaild, og gerða hana að nýlendu sinni, en hún hríði áður verið hluti Maroecó- ríkis um langan aldur. 1960 varð Máritamía sjálfstivtt ríki, æðsta stjómin lenti í höndum forsetans. Mokhtar Ould Dadd- ah, en hanm situr enn að völd- nm og er einn þeirra fulltrúa frá Einingarsamtökum Afríku- rfkja sem gista Island nú um helgina. Forsetinn og stjóm hans áttu við nokkurt and- streymi að etja á árunum 1967- 68, en þá spruttu upp deilur milli hinna þeldökku íbúa landsins, og þeirra aru.Li.sku. Þær snerust einkum um það, hvort arabíska skyldi vera op- inbert lamdsmál, ásamt frönsku, em negrakynstofnumum þótti sér mismunað með þvi. Vanda- málin leystust þó á tiltölulega friðsaman hátt, arabúska náði smám saman viðurkenningu seim önnur höfuðtunga lands- m'anna, og siðan hefur allt ver- ið með kyrruim kjörum. Kamerún Kamerún er frjósamt hiita- beltislam,d, rétt norðan mið- baugs. Á að gizka 85% ibúanna stunda landbúnaða,rstörf oghafa af þeim lífsviðurværi sitt, 'og londsmenm flytja út bómuli, kakaó, kaffi, banana og timbur, en álvinnsla er einnig allmikil, landið er níundi stærsti álfram- leiðamdii heims. Álverin oru þó að mestu í eigu erlendra auð- hrfaga. Austui'hluti núvcnandi Kame- rún laut franskri stjóm fram til ársins 1960, en þá var þar stofnað sjálfstætt ríki, Lýðveld- ið Kamerún. Ári síðar Jjékk vesturhluttan lausm undan ný- lcnduveldi Rreta, og íbúar hans samþykktu með þjóðaraitkvæði að saimeinast lýðveldinu. Kam- erún er eina lamd Afríkiu, sem er samsett úr fyrrverandi ný- lendum Breta og Frakika. Á ár- uouim fýrir sjálfstæðisyfiriýs- ingutna, hafði flokkur vinstri manna og sósíalista haldið uppi skeleggri baráttu gegn nýlendu- stjóminni, og um tíma náðu þeir stórum lamdshlutuim úr höndum stjómarinnar. Flokfcur- inn var vitasfculd banmaður, og leiðtogar hans urðu að fara huldu höfði og margir þeirra hröklcluðust úr landdnu, og héldu sikipuilagninigu baráttunn- ar áfraim á erlendri grundu. Þeirra á meðal var einn hæf- asti leiðtcgi sósíalista, dr. Felix Moumié, en honum var byrlað eitur í Gemf. Er stofnun lýð- voldisins hafði verið lýst yfjr, hélt nýja stjómin áfram bar- áttunni gegn vinstri mönnum. og fékk að mestu bugað þá, með dyggri aðstoð fransks her- liðs. Á þeim áratug, sem síðan er liðinn, heflur gengið á ýmsu í stjómmálum Kamerún, deilur og klofningshreyfingar hafa blómstrað, en stjómarflokkur- inn, UNC hefur haldið velli, þó með hairmikvælum sé, og er nú eini stjómmáiaflokkur landsins. Forseti Kamerún heitir Ahma- dou Ahidjo, og hann heifur set- ið að völdúm alit frá stofnun lýðveldisins, en á nýlenduárun- um var harnn forsætisráðherra undir vemdarvaang Frakka. Mali Malí er stórt land og strjál- býlt, hrjóstruigt og harðbýlt að mestu, en þó eru þar ákaflega frjósöm svæði, þótt lítil séu. Landið á sér asvafoma og merfca sögu, þar var lengst af voldugt ríkii og víðáttumeira en nú er, og auðæfin í Timbouk- tú voru rómuð í sögum og æv- intýrum fjanlægustu landa. Á síðari hluta nítjándu aldar fór að halla mjög undan fæti hjá Mailíríki, og það lenti undir ný- lendustjóm Frakka. 1946 fór aiftur að losna um tök nýlendiu- stjónmarinnar á landsmönnum, og þá mátti svo heita, að Maií væri orðið sjálfstætt að mestu, en 1958 vairð það fonmlega sjálf- stætt ríki, innan franska sam- veldisins. Á árunum upp úr 1960 hjuggu Malimenn svo á lokaitengslin við Frakka, vísuðu nær öllum franska hemum úr landi og tóku u,pp sinn eigin gjaldmiðil. Stjómmál landsins vom framan af með róttækum blæ, en ólga var undir niðri, sem endaði með því, að hægri- sfanaðir liðsforingjar steyptu Keita forseta úr stóli og hand- tóiku vinstrisinnaða ermbættis- menn og stjömmálaleiðtoga. Liðsforingjamir buðu erlcnda auðhringi volkomna oglofsungu gildi einkaframtaksfas við upp- byggingu lan^sins. Róttækir menn hafa ekfci viljað una þessu, þeir hafa haldið uppi skærahemaði og orðið allvel á- gengt þótt ekfci fari það hátt, stjómin hefur kappkostað að ,,fela“ stríðið, svo og þá stað- reynd að nokkur þúsund fransk- ir hermenn eru á hennar veg- u.m í Mailí, til að aðstoða hoina við að berja niður uppreisnar- menn. Zambía Það land, sem nú heitir Zam- bía, var áður nýlenda Breta, og nefndist þá Norður Rhodesia. Það, að landiiö brauzt uindan breztoum yfirráðum, má einkum þalsfca Þjióðlega sjálfstæðis- flokknum, UNIP og forystu- rnanini hans, dr. Kenneteh Kaunda, núvera.ndi forse'ta. Flokkurinn náði múveraedi vaíidaaðstöðu sinrni, með því að tefla afrískamskri þjóðemis- kennd gegn hættunni á harð- stjóm ihvíts minnihluta og á- framihaldandi ríkjasamsteypu við Rhodesíu. Hvítir lamdmemar uröu þó aldrei jafn fjölmemn- ir í Zambíu og Rhodesíu, né heldur náðu þeir neinum telj- andi ítökum, þeir eru aðeins um 75 þúsurnd talsins, en þel- dökkir íbúar landsins eru tæp- ar fjórar miljómir. Zambía er ákaflega auðug af kopamámum. Bretum þóttu þær hairía girnilogar til eignar, og því varð s j álfstædisbarátta Zambíumanna langvinn og gekk á ýmsu í dieilum UNIP við nýlondukúgana sína og inn- lenda bandaimenn þeirraL En árið 1963 gáfu Bretar sig, og Zambía brauzt út úr ríikjasam- steypu Rhodesíu og lýsti yfir stofnun lýðveLdis í árslofc 1964. Þó að stjórn Kaundas hafi alla tíð fyLgt sjálfstæðri u.tan- ríkissteflnu, þá or hún mjög á- llram um saimstöðu Afríku- ríkja. Hclztu vinaþjóðir Zam- bíumanna em Tanzsnía og Kenya. Stjómin hefur fjarlægzt Breta æ meir, og meðal amnars tetoið upp samband við Kío- verja, en þeir stóðu straum af kostnaði við jámbrautairlagn- ingu frá koparhéruðunuim til Dar es Salaam í Tanzamíu. Sú jámbraut er Zambíumönmum mikilvæg, þor sem land þeirra Mi ............ ••■•/•//./////'/"./—///• .........................///•f/////////'/////-/----n ../ ■**'*++*.*. ■*:* ■ *■** **+ ■+*■**:■ ■%>'* I NígerOjóti í Malí er gnótt fiskjar. Mcð bættum vciðiaðfcrðum mætti draga mun meiri afla á land en nú cr gert. Um skeið var róttæk stjóm í Malí, en hægrisinnaðir iiðsforingjar veltu henni úr scssi, og efhahagur landsmanna er næsta bágborinn. Zambíubúar eru fallcgt fólk, þar f landi helzt þjóðleg stefna i hcndur við framfarasinnaða vcrkmcnningu, og sjálfstæða afstöðu í utanríkismálum. Borgir sem þcssar eru fáar í Kamcrún, þar cð flestir landsmenn lifa á landbúnaði. Raforka er mikil á þessum slóðum, og þvi hafa erlendir álhringir reist verksmiðjur þar og kómið ár sinnj vel fyrir borð, til lítilla hagsbóta fyrir almcnna borgara. liggur ekki að sjó, og þeir þurfa á greiðum útflutnfaigsleiðum að halda fýrir höíuðframleiðslu- vöru sína, kopar, en Zambía er annaö auðugasta land heimsins, hvað þarrn máfai snertir. Landbúnaður er í ólestri, þó svo að flestir lamdsmenn fáist við þá atvinnuigrein, og þjóðin er efcki sjálfri sér nóg £ því efni og flytur því inn nokkuð af kommeti og öðrum mat- vælum. Stjóm Kaundas er til- tölulega föst í sessi, eins og nú er málum háttað en þó hefur noktour ókyrrð verið þar að undanförinu, og ýmsum háttsettum ráðamönnum var viklð úr emibætti fyrir skemmstu. Alsír Hvað Alsír viðvíkur, þá mun fflestum Islendingum vera all- vel kunnugt um þróan mála þar. Landið var nýlenda Frakka um rösklega einnar aldar skieið, og meðal annars vegna þess, að fjölmargir Franzmenn höfðu sezt þar að, var frönsku stjóminni og franska minnihlutanum í Alsír það þvert um geð, að landið fengi sjálfstæði. Þjóðin barðÍ6t lengi harðri og þrauitseigri bar- áttu fyrir frelsi sínu og ný- lendúherrarnir sýndu fádæma grimmd við að bæla frelsis- hreyfinguina niður, meðal ann- ars með það að afsökun, að Alsir væri hérað í Frakk- landi. Rúmlega fjórðungur miljónar Alsírmanna ' voru drepnir í átökum sjálfstæðis- baráttunnar, og það var naum- ast sú fjölskylda til, sem ekki átti um sárt að binda vegna hryðjuverka Frakka, sem ým- ist drápu, hnepptu í fangelsi eða pyntuðu alla þá sem grun- aðir voru um tengsl við þjóð- frelsisfylkinguna FNL. I júlímánuði árið 1962 fengu Alsírbúar loks langþráð frelsi sitt. Þegar eftir sjálfstæðisyfir- lýsinguna, spruttu upp deilur milli helztu forfagja frelsis- hreyfingarinnar, Ben Khedda annars vegar og Boumédienne höfuðsmanns hins vegar, en Ahmed Ben Bella sem hafði setið i fangelsi um langt skeið, var félagi þess siðamefnda. Ben Khedda beið ósigur, og Ahmed Ben Bella var skipað- ur forseti landsins þann 25. september. í júní 1965 var Ben Bella hrundið frá völdum, og Boumédienne tók við stjóm' landsíns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.