Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 4
4 SfiDA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugaradgur 16. ofcfxSber 1971. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Læknaskorturinn jþegar nýr heilbrigðismálaráðherra, Magnús Kjart- ansson, tók við starfi sínu í sumar blÖstu við mörg vandamál. Þessi vandamál eru þess eðlis að þau leysas't ekki nema með þrotlausu starfi á löngum tíma. Engin einföld lausn er til. Önnur þessara vandamála eru þannig að unnt er að finna á þeim bráðabirgðalausn meðan unnið er að til- löguim eða framkvæmd tillagna um varanlega lausn málanna. Þannig er þessu til að mynda háttað með læknaskortinn úti á landi. í þeim efnum ríkir vægast sagt mjög alvarlegt ástand sem ekki er unnt að leysa til frambúðar með einu pennastriki. Þess vegna sneri heilbrigðismálaráðh. sér til allra lækna á höfuðborgarsvæðinu bréflega og bað þá persónulega að athuga hvað hver og einn þeirra gæti gert. í bréfinu sagði heilbrigðis- ' ra m.a.: „Ef hver starfandi læknir í Reykja- ' ðst til að gegna starfi utan Reykjavíkur í einn mánuð á ári, eða tvo mánuði annað hvert ár, nægir það til að leysa vanda þeirra héraða er hér um ræðir.“ í framhaldi af þessu bréfi ráð- herrans hafði heilbrigðisráðuneytið síðan sam- band við lækna símleiðis og í fyrrakvöld héldu læknafélögin fund til þess að fjalla um málið. Er greinilegt að nokkur skriður er kominn á lausn þessa mikla vandamáls — til bráðabirgða að vísu — en jafnhliða bráðabirgðalausn verður að vinna að varanlegri lausn þessara vandamála. ^ðstaða dreifbýlisins í heilbrigðismálum er ger- samlega óviðunandi og hefur lengi verið. Ör- yggisleysið í þessum efnum hefur haft það í för með sér að fjöldi fólks hefur flúið dreifbýlið til Reykjavíkursvæðisins í von um meira öryggi. Það eru læknarnir og þeir einir sem geta í raun og veru eitthvað gert til þess að leysa þetta hrikalega vandamál. Tilskipanir stjórnvalda duga ekki frem- ur en allskonar gervilausnir. Rafhitun eða jarðvarmi? j^ýlega voru hitunarmál Hafnfirðinga á dagskrá í bæjarstjórninni þar. Þar lagði einhver hluti bæjarstjórnar til að þegar yrði ákveðið að no'ía jarðvarma til upphitunar húsa í Hafnarfirði og þar með hafna rafhitun. Hér var greinilega um það að ræða að einhverjir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði mátu meira flokkshagscmuni Sjálfstæðisflokksins en bæjarfélagsins og verður það að teljas’t býsna athyglisvert fyrir Hafnfirðinga. Staðreyndin er sú, að meðal sérfræðinga eru um þessi mál skiptar skoðanir og menn komast ekki að niðurstöðu með óðagotsvinnubrögðum. Eina leiðin er rannsókn. — sv. Skýrsla Jóhanns J. E. Kúld til Alþýðusambands íslands: Feri á landsþing Norges Fiskarlag Margir fulltrú&r frá úthafsveiðiflotú Noregis skildu fullkomlega nauðsyn okkar á útfærslunni Skýrsla til Alþýdusaimibands íáLands um Noregsferð á lands- þing hjá Norges Fiskarlag í Þrándheimi. Samin af Jélhanni J. E. Kúld. Að morgni þess 5.. okt. kl. 11 f.h. setti Johan J. Toft for- maður í Norges Fiskarlag þing- ið með 45 mínútna ræðu, bar sem skýrðir voru heiztu atlburð- ir milli þinga og'minnzt félaga sem dáið höfðu á tímabilinu. Eftir ræðu formanns ávöro- uðu gestir þingið í þessari röð: Fyrstur tók til máls Trygg\'e Bratteli forsætisráðherra og tal- aði í 10 mírfútur, næstur honum talaði Knut Hoern sjávarútvegs- ráðherra og talaði álíka lengi. Þriðji í röðinni af ræðumönnum var Klaus Sujmaná fiskimála- stjóri Noregs, sem tálaöi í 5 mínútur. Þá kiom röðin að er- lendu gestunum og talaði fyrst- ur fyrir hönd Svíanna, sem voru þrír Hans Levin þinigmaðut og talaöi í 3—4 mínútur. Næstur Svíanum kom svo ég, sem talaði í rúmar 10 mínútur og síðastur af útlendu gestunum tailaði Fær- eyingurinn Ole Jakobssen forrn. í Föroya Fiskimannafeilag sem tailaði í 5 mínútur. Svo héit röð gestanna áfram og töluðu um 20 norskir géstir frá öllum mögulegum félagssamtöfcum, svo að þessi liður dagsfcrárinmar stóð nofcifcuð lengi. Þegar óg hafði ávarpað þing- ið, og skilað kveðjum frá Al- þýðusamþandimu og Sjómanna- sambandinu og bakkað fyrir boðið, þá sneri ég máli mínu að sögu Þrándheims til foma og vitnaði í Láxdælu, þar sem ég dró fram dæmið af sundkeppni þeirra Kjartans Ólafssonar og Ólafs Tryggvasonar konungs, þar sem þeir urðu jafnir og Ól- afur gaf Kjartani konungsskilekj- una að laiunum. En hann tók það fram, að honum þótti ís- lendimgurinn stórlátur. Þegar hér var komið sögiu og ég fann, að orð mín höfðu fallið í góð- an jarðveg, þá sneri ég mínu kvæði í kross og byrjaði að tala um landheligismálið, sagðist vilja nota gefið tæikáfæri fil að útsikýra fyrir Norðmönnum, hvað það í rauninni væri, sem knýi okkur Islendimga til að færa út fiskveiðilögsöguna í 50 mílur strax 1. septemiber 1972. Og að við treystum oklkur eklci til að bíða eftir því, sem Haí- réttarráðstefnan hefði að segia um það mál, næst þegar hún kaemi sarnan. Síðan taldi ég ;ipp helztu rökin fyrir þessari á- kvörðun oikkar. Og endaði með því að segja, að hér væri ekkert gamanmál á ferðum, heldur væri um það að ræða, hvort að verja ætti fiskdstofnana gegn tortímingiu, því án þeirra gæt- um við ekki lifaö á Islandi. Þetta var aðalinntak rasðunnar. Svo, þegar ég hgetti, þá kvað við glymjandi lófatak um allan salinn, ekki minna en þegar Tryggve Bratteli endaði sína ræðu. Og ég var varla kominn fram í salinn, þegar fréttamenn útvarps og sjónvarps komu hlaupandi til mín og báðu mig um viðtöl. Að enduðum þessum ávörp- um byrjuðu hin eiginlegu þing- störf, sem héfust á því, að lagð- ir voru fram endurskoðaó'ir reikningar- og ge'fnar skýrslur um störf á tímabilinu frá því þing kom síðast íi>man og stóðu þær umræður framundir kl. 7. En þá flutti Káre Rodahl pró- fessrfr erindi um heilsufarslegar rannsóknir á norskum sjómönn- um, sem hann hafði gert á síð- ustu árum. Þetta var mjög fróð- legt og lærdómsiríkt erindi. Pró- fessorinn sagði að áberandi sjúkdómar hjá norskum fiski- mönnum, væru magasár og hjartabilun. Síðan ræddi hann um orsakir til þessara sjúkdóma hjá fiskimönnum og helztu ráð til að draga úr þeim. Hann sagðd, að þrátt fyrir miklar framfarir og tækni, þá fylgdi fiskimannsstarfinu mikil áhætta og mdkil áreynsla, sem aldrei yrði hægt að fyrirbyggja í þessu starfi. Hinsvegax væri hægt að herða rnenn upp í starfið, þann- ig að þeir þyldu betur en ella hörð veður, mikia áhættu og áreynslu án þess að bíða varan- legian sfcaða. Miðvikudaginn 6. október hólfst fundur kl. 9 f.h. þar sern Gunnar Sæterdal framkvaymda- stjóri hafði framsögu um efnjð: Undirstaða fiskveiða og aðkall- andi vandamál. Um þennan lið urðu miklar og fróðlegar um- ræður, sem margir tóku þátt í. Næst á dogskránni var meng- unarvandamál hafsins og sagði fiskimálastjóri sem hafði fram- sögiu, að í undirbúningi vasru ný norsk lög um það efni. Ymsir tóku til máls, þar á með- al sænski þingmaðurinn Hans Levin. Undir þessum lið tók ég til máls og sagði frá 100 miina mengunarlandlhelginni, sem sett >rði við Island. 3. málið á dag- slcránni var: Norska fiskveiöi- landhelgin með tilliti til togara- útgerðar og hófust umræður um það mál M. 4 e.m. Framsögu- maður var Arnhold Reinhoildsen frá Melbu. Þama urðu harðar umræður á milli forsvarsmanna bátaútgerðar annars vegar og togaraútgerðar hins vegar. Inn í þetta mál blamdaðist svo ís- lenzka 50 mílna landhelgin, svo ég fékk tækifæri til að taka til máls undir þessum lið og út- skýra nánar en mér gafst tími til við þingsetninguna, helztu og þyngstu rökin fyrir því að bíða ekki með úttfærsluna eftir niðurstödu næstu hafréttarráð- stefnu. Ég fékk ágætar undir- tektir oig mikið klaþp, en ann- ars var ekki klaippað nema að- eins fyrir framsöguræðum. Margir fulltrúar frá Norður- Noregi lýstu því beinlínis yfir að þeir stydidu: málstað íslands, og sögðu að eðlilegast væri að Norömemn færu í fótspor ís- lendiniga og færðu líka sfna fisikveiðilandihelgi út í 50 mílur. Allir aðrir ræðumenn tóku það fram, að þeir skyldu nauðsyn ísleindinga í þessu máli, þar sem íslonzka þjóðin yrði að lifa að stærstum hluta af fiskveiðum.O Hinsvegar vildi fiskimáilastjón i Noregs að Islendingar hefðu beðið eftir niðurrsitöðu næstu hafréttarráðstefnu sem hann taldi mundu koma saman 1973. Margir ræðumenn töldu, að út- færslan við lsiand mundd í reyndinni verka þannig, að fleiri togarar sæktu á miðdn við Nor- eg og sögðu að gera yrði cin- hverjar ráðstafanir til að bægja þeirri hættu frá. Enginn ræðú- maður dró í efa fiullkominn rétt lalendinga til útfærslu fiskveiði- landhelginnar f 50 mfiur. Bkki eitt einasta styggðaryrði féll í giarð fslendinga meðan á þess- um umræðum stóð Finnimcrkuirfulltrúamir báru fram tillögu um að skora á norsku ríkisstjómina að fara að dæmi íslendinga og útvíkka fiskveidilandíhelgina í 50 mílur. Þessi tillaga náði ekki samþykki þingsins, enda varla von, þar sem stjóm Norges Fiskariags var með aöra tillögu. sem búin var að ganga á milli stjóma félaganna fyrir bingið. Stjómartillagan var á þessa leið: „Við vitum að fsland hefur tillcynnt um útfærslu fiskveiði- lögsögu sinnar út í 50 mílur. Lanclsstjórnin hefur á grund velli norrænna umræðna varð- andi það, að einstök lönd færðu út sína fiskveiðilögsögu, látið í Ijós þá skoðun sína, að málið bæri að leysa á félagslegan háít í samvinnu við aðra. Það verður haldin hafréttarráðstefna 1973 og Norðmenn hafa nú þegar kosið nefnd í landhelgismálinu til að móta norska stefnu i sjávarútvegsmálum. Við getum ekki lokað augum fyrir því, að útfærsia íslenzku fiskveiðilandhelginnar veldur ó- heppilegum afleiðingum fyrir norskan sjávarútveg m.a. vegna fyrirsjáanlegrar aukningar á veiðum eriendra togara á mið- um við norsku ströndina. Við verðum því að fara fram á það við norsk stjórnarvöld, að þan reyni að hafa áhrif í þá átt að ísland fylgi sömu stefnu og aðr- ar þjóðir í máli sem þessu. En, ef Island samt sem áöur færir út sína fiskveiðilandheigi. óbundið af næstu hafréttarráð- stefnu, þá verða yfirvöldin í samráði við fagleg félagssamtök fiskimanna, að athuga gaum- gæfilega hvaða gagnráðstafanir hægt er að gera af Norðmanna hálfu til að tryggja okkar ð- hugamál í sjávarútvegi." Þessi tillaga var samlþykkt, én þó ekki mótatkvæðalaust. Nokkrir fulltrúar frá Finn- rnörku saimþykktu ekki tillög- una. Síðasta málið á dagskrá mið- vikudagsins voru fjármál heild- arsafmtafcanna og hinna ýmsu félagasamtaika imnam Norges Fiskarla.gs. Á fimmtudagsimorguin kl. 9 stundvíslega byrjaði þimgfundur með því, að Knut Hoem s.yiv- arútvegsráðherra hafði framsögu um umsókn Norðmanna að Efnahaigsbandalagi Evrópu. Ráðherra skýrði fyrir fulltrú- um, hvemig þau mál stæðu, og að ennbá hefði ekki fengizt neim fullnægjandi lausn á ýmsum at- riðum gaignvart norskum sjáv- airútvegi, sem gerðu inmgönguna mögulegia. Sagði hamn, að rfkis- stiórnin vildi knýja flram úr- slit f máiinu, áður en betta. ár væri úti. Ef viðunandi lausn fengist að dómi Stórþings og ríkisstjómar, þá yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá saigði ráðherramn að ríkisstjóm- im mundi hafa samráð við stjórnina í Norges Fiskarlag vm allt, sem snerti norskan sjáv- arútveg í sambandi við inn- gönguna. MiMar og harðar um- ræður urðu að lokinni fram- sö.guræðu ráðherra og vildu sumir ræðumemn láta slfia samningum við Efnahagsbanda- lagið strax. Auðheyrt var á öllu, að málið mætir talsverðri antí- stöðu, og virðist hún vera sterk- ust í Norður-Noregi, en. bó töi- uðu einmdg margir fulltrúar úr öðrum landshlutum gegn inm- görrgu í Efnahagsbandalagið. Þetta mál var svo atfgreitt með tillögu, þar sem stjóm samtak- anna var falið að gæta hags- muna norsikra fiskimanna í sambandi við imngöngu, ef til kæmi, og kalla saman ráðstefnu innan samtakanna, ef á þyrfti að halda Eftirmiðdaigur fimmtudagsins fór svo í umræður um ýmis inn- anfélaigsmál samtakanna og stjómarfkjör. Fonmaður fyrir næsta kjör- tímabil var kosinn einróma Jo- han J. Toft og varaformaður Mads Bjömerem. Þimginu var svo slitið með veizlu í Folkets Hus um kvöidið, og stóð hún langt fram eftir nóttu. Undir borðum var gam- all fiskimaður heiðraður, með gullnælu samtakanna og æðsta gullheiðuirsmerki Ölafs konungs, sem sjávarútvegsráðherra flesti á hann að endaðri ræðu. Ferðin öll geMc áðríníniú ý{íi mjög vel. Mikill fjöldi fuilltrúa gaf sig á tal við mig utan þing- flunda og þakkaði irfér'þ'éfáóniti- lega fyrir framilag rnitt á þing- inu. 1 þeim hópi voru ekki bara fulltrúar frá Norður-Noregi, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta og við, hvað útlfiærslu lamdhelginnar við kemiur, héld- ur líka fulltrúar frá úthatfs- veiðiflota Norógs, sem skilðu fullkomlega nauðsyn okkar á útfamslunni, og þó stríðir að sjálfsögðu útfærsla okkar gegn persónuiegum hagsmunum þeirra. Ég er ánægðiur með flerðina og vil þafcka Alþýðusambandi ís- lands fyrir að hafa glefið mér tækifæri til að mæta fyrir þess hönd á þiinginu. Reykjavflc, 10. dkt. 1971, Jóhann J. E. Kúld. TÖL VUTÆKNi Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar óska að ráða starfsfólk til tölvugæzlu og amnarra starfa sem tengd eru tölvuvinnslu. Umsóknarfrestur er tjl 26. október. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu vorri að Háaleitisbraut 9, sími 38660. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. TILB0D ÓSKAST í fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 20. október kl. 12 til 3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.