Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 3
Líaugardagur 16. október 1971 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA 3 AF ERLENDUM VETTVANGI Buby Doc föðurbetrungur ásfandið á Haiti skánar eir sem gerzt þekkja til mála á Haiti halda því nú fram, að ástandið sé að breyt- ast til batnaðar eftir dauða einræðisherrans Papa Doc. í- búar eyjarinnar eiga að vísu varla von á róttækum breyt- ingum, en eigi að síður hefur gerzt þar meira á nokkrum mánuðum en á þeim fjórtán árum sem Papa Doc hélt blóði drifinni morðingjahönd sinni um stjórnartaumaina. Þeir, sem spá'ðu því að Je- an Claiude hinn digri og lífs- glaði sonur einvaldsins myndi reynast valtur í sessi, hafa orðið að éta spár sínar ofan í sig. Jean Claude situr, og hann situr fast, enda bjó sá gamli vel í haiginn fyrir son sinn. ístrubelgurinn ungi fékk sem sé upp í hendumar pólitíska eirfðaskrá, sem kvað á um, hvaða ráðherra hann skyldi velja sér. hvemig hann skyldi bregðast við ef í óefni stefndi með landstjóm og einkahagsmuni, og að hann skyldi að lögum vera ein- valdur á Haiti til æviloka, en það gæti orðið dágóður tími, því að ..Baby Doc“ er ekki nema tvítugur. eir eru sárafáir sem hafa litið erfðaskrána augum. en því fleiri skeggræða efni hennar, og það gengur fjöll- tinum hærra, að í henni sé gert ráð fyrir frjálslegri stjómarháttum og „lýðræðis- . legra“ þjóðskipulagi. M kváðu rá’ðherrarnir fá meira siálfstæði en fyrrum, enda fer Jean Claude trauðl'a í fötia. föður síns hvað snertir persónuleg áhrif og völd. Þegar er farið að gæta þess „að- losnað . hafi um hriútana. Opinberar stofnanir virðast vera farnar að gegna hlut- verkum sínum og sendibréf komast til skila, aldrei þessu vant, og meira að segja eru dæmi þess að menn fái svar- bréf um hæl. Veri'ð er að endurskipuleggj.a t-ollgæzltina og skattakerfið og dómsmála- ráðherrann, André Rousseau hefur ját.að, að fulltrúum réttvísinnar hafi á stundum . verið mislagðar hendur í kné, og er þá langt gengið. Nú skyldu menn þó ekki ætla, að lýðræðið sé að balda innreið sína á Haiti. Mð, sem er að gerast, er einfaldlega að stofnanir ríkisins eru famar að starfia, en það gerðu þær ekki á stjórnarár- um Papa Docs. Jean Claude er því merkisþeri nýrra tíma, en þess ber þó að gæta að faðir hans fékk h-onum það merki upp í hendumar, eink- 'jm með því að endurskipu- leggja og veikja hinar ill- ræmdu bandíttasveitir, Ton Ton Macoute, skömmu fyrir dauða sinn. Sá gamli skildi vafalaust mætavel að ef sonurinn ætti að geta setið að völdum í friði og spekt. þá yrði að brjóta niður vald Ton Ton sveitanna, því að þær voru eina afl Haiti sem syninum væri hætta búin af. Her landsins hefur nú aftur kom- izt í náðina, en Papa Doc saumaði mjög að honum fyr- ir tíu árum, og erfðaprinsinn hefur nú myndað sinn eigin lífvörð. ,,Hlébarðana“, sem á að taka upp baráttuna gegn skæruliðum og kommúnist- um, að sögn hins opinbera. En þar eð skæruliðar og kommúnistar eru sjaldséðir fuglar á Haiti, og útlagar eru ekki sérlega athafnasam- ir sem stendur, þrátt fyrir fiórtáin misheppnaðar innrás- artilraunir, þá ber fyrst og fremst að líta á Hlébarðana sem hald og traust unglings- ins digra gaignvart hugsan- legum samsærismönnum inn- an sveita Duvaliers gamla. Fréttaskýrendur hafa gert mikið úr vinakliku Jean Claudes, og lýst ráðhérrum ban,s sem „ungum og harð- duiglegum". Ráðherramir hafa þó í raun sáralítil áhrif, nema einn, það er landvama- og innanríkismálaráðheiTanr. Luckner Cambronne, sem fyrrum daga var naumast ainnað en sendill og lítilfjör- leg blók, en nú næst valda- mesti miaður landisins. Konur fyrirmenna hafa löngum haft sín áhrif bak við tjöldin á Haiti og systir Jean Claud- es, Maria Denise, er valda- mikil, svo að hún er bein ógnun við yfirráð bróður síns, og var bví gerð að sendiherra í París. Simone. móðir Jeans Claude, er sögð afar valdamikil, og það geng- ur fjöllunum hærra í Po’.'t- au-Prince að kerlingin stjómi syni sínumn. Jean Cl'aude hefur eign- ast stuðningsmann þar sem er ambassador Bandaríkj- anna, Clinton Knox, en eft- ir átján mánaða dvöl sína á Haiti, segist hann sannfærð- ur um að allt sé betra en gamfli Voadoo-læknirinm og stjórn hans, Washington hef- ur oft staðið i ströngu með Haiti. Kennedy hætti efna- hagsaðstoð við landið, og Johnson kallaði stjómarfarið smánarblett á Ameríku. En nú telja þeir auðvaldsmenn vestra, að allt sé að snúast á betri veg, og eflaust megi gera Haiti að túristaparadís, þar sem ferðahópar blá- hærðra amerísikra kvenna kveði á skammri stund voodoo galdramenn í kútinn. Listgagnrýnendum boðnir styrkir Norræna memningarmála- nefndin hefur hvatt ríkisstjórn- ir Norðurlanda til þess aðleggja fram styrkj til að kosta list- gagnrýnendur á Norðu’rlöindum til dvalar í einhverju öðru land.i innain Norðurlanda en því, sem listgagnrýnandinn býr í. Listgagnrýnendurnir skulu vera starfandi við dagblöð, tímarit, útvarp eða sjónvarp og fjalla um bókmemntir eða listir alls konar. Sæinslka ríkisstjórnin het- ur veitt skr. 22.000 til þessa og mt þeirri upphæð renna skr. 5.000 til þess að kosta dvöl tveggja íslenzkra listgagnrýn- enda í Svíþjóð á árinu 1972. Norræna félaigið tekur á móti umsókmum um styrk þennian. 1 umsókn skal geta þess, hvemig umsækjandinn hyggst nota tím- an>n i Svíþjóð og á hvaða tíma árs hamm vill korna þangað. — Umsókmir þurfa að haifa bor'.zt skrifstofu félagsins, Norræna húsinu, fyrir 15. nó<v. (Fréttatilkynnimig frá Nor- ræna félagimu). Bíða eftir niðurstöðum á kostnaði við rafhitun Vegna þeirrar umræðu, sem nú fer fram um hvort hagkvæmara sé, að hita íbúðarhús með raforku eða heitu vatni, hafði blaðið samband við tvo kaupstaði, sem einmitt þessa dagana hafa verið að velta fyr- ir sér hvorn kostinn þeir ættu að velja. — Enn er ekki ljóst á hvaða verði Landsvirkjun kemur ti)l með að bjóða rafmagn til húsh'itunar frá væntanlegum stórvirkjunum, og dregur það eðlilega ákvarðanir í þessu efni nokkuð á langinn svo og alla útreikninga við kostnað hitaveitu.annars vegar og rafhitunar hins vegar. Bæjarritarinn á Akranesi svar- aði því tiil, að einmitt hefði verið hyrjað að ræða endanlega ákvörðum í þessu máli á síð- asta bæjarstjióirnarfundi, þannig að þessi mál eru mjög í deigl- unni á Skaganum um þessar miundir. Nú stemdur yfir hjá Akranes- bæ athugun á kostnaði við raf- hituin. Mjög aðkaillandi er fyrir bæjarstjóm að fá fljótlega bnð verð sem Lamdsvi.rkjun ætlar að selja rafmagnið á, því að nú stendur yfir bygging nýs íbúð- arhúsnæðis og talsvert margir hafa sótzt eftir að fó rafhitun í hús í því hverfi. Ekki er enn hægt að segja hvort verður ofan á hjá þeim Skagamönnum, rafhitum eða hit- un með heitu vatni, því að samanburðartölur liggja ekki fyrir enn, en reynt verður að flýta frumrannsókinum eftir mætti. Málin kcima til með að skýr- ast nokkuð eftir næsta, bæjar- st.jómarfund sem haldinn verð- ur í síðustu viku mónaðarins, en framtíð rafhitunar hérbygg- ist mjög á þvi hvort samningar takast um að And'akilsárvirkjun fái að kaupa rafstreng þann, sem liggur fyrir Hvalfjörð og flytur viðbótarrafmagn til þeirr- ar virk junar. ★ Það sem gerzt hefur í hitun- armálum Kópavogs á þessu ári, er að undirritaður hefur verið samningur við HitaveituReykja- vílcur um kaup á heitu vatni, sem leysa á af hólmi kyndi- stöðvar tvær, sem hitað hafa upp tvö hverfi í bænum með svartolíu. Mð vatn sem með þessum samningum fæst nægir til að hita um 20% bæjarins, en fjar- hitaikerfi kyndistöðvanna hefur til þessa hitað 10% bæjarins. Umframvatnið verður notað til þess- að kynda upp félagsheim- ilið og væntaírilega einnig leitt í sumdlaugina, auk annarra bygginga og fbúðarhúsa. Lögnin fyrir hitaveituvatnið er bráðabirgðalögn, sem verður fjarlægð komi til frekari heitc- vatnshitunar í Kópavog-'. Ælt'- unin er að heita vatnið ve; ði komið í gagnið upp úr dramóí- unum.' Ekki hatfa verið uranar samanburðarkostnaðairtölur við hitaveitu og raíhitun. — Eng- in átovörðun hefur ver- ið tekin um það hvor kost- urinn verður valinn í framtíð- inni. M er edtt víst, að Kópa- vogur telur málið ekki það að- kallandi, að ekki sé unnt að bíða niðurstöðu rannsókna Orku- stcfnunar og Landsvirkjunar um verð á rafmagni til hús- hitunar. — úþ. HEFURÐU GÓÐA HUGMYND? Iðnþróunarstofnunin hefur gengizt fyrir miati á iðnaðarvörum og beindist matið fyrst og fremst að því að sannreyna hönnunargæði hluta, sem framleiddir eru hér á landi en mat- ið var í hverju einstöku tilfelli gert að beiðni hlutaðeigandi framleiðandia. Stofnunin hefur nú í hyggju að efna til kynningar á fullunnum vörum og vörum, sem eru komnar á lokastig en hafa ekki ennþá ver- ið teknar til framleiðslu Ver'ður lagt mat á þessia framleiðslu og sú vara tekin til kynning- ar sem stenzt matið. Iðnþróunarstofnunin vill með þessu gefa hönnuðum, sem búa yfir góðum hugmyndum tækifæri að fá hlutlaust mat á verk sín er gæti stuðlað að því að koma vörjnni í fram- lei’ðslu. Krúsin hér til hliðar er hönnuð af Hauiki Dór. Hlututrygg- ingusjóður Vegna fyrirspurnar sein blaðinu hefur borizt umhluta- tryggingasjóð hefur Þjóðvilj- inn aflað sér eftirfarandi upp- lýsinga: Hlutatryggdngasjóður var fyr- ir allmörgum árum lagður niður með lögum sem fólu í sér stofnun aflatryggingasjóðsi Aðaltekjur aflatryggingasjóðs eru hlúti útflutningsgjalds af sjávarafurðum og nokkurt framlag úr ríkissjóði. Stjórn þessa sjóðs er þannig skipuð: MárElísson, Ásgeir Flygenring, Ingólfur Amarson, Tryggvi Helgason, Sigfús Jónsson, Ingi- mar Einarsson og öm Steins- soe. Ur þessum sjóði eru r.ú greiddar bætur til útgerðarfé' laga eftir ákveðnum reglum þegar afli verður undir með- aillagi eftir þar til settum reglum. Sjóður þessi greiðir því ékki neinar sérstakar bæt- ur til sjómanna heldur ein- göngu til útgerðaraðila, en þeim ber að nota greiðslur sem þeir kunna að fá úr sjóðn um til þess að borga van- greitt kaup til sjómanna. ef um það er að ræða, krefjist sjóðstjómin þess. Matar fyrir leikhusgesti Veitingahúsið Óðal hefur getið sér gott orð fyrir vand- aðan mat og fjölbreyti-legan. Nú vill fyrirtækið koma sér- staklega til móts við leikhús- gesti með þvi að útbúa mat- seðil fyrir þá, sem saman- stendur af tveimur tegundum af súpu a.m.k., 6 aðalréttum og desertum. Leikhúsgestir geta fengið afgreiðslu sam- kvæmt þessum matseðli frá ki. 6 og verður séð tim hraða afgreiðslu. 1 Óðali er afar vinsælt kalda-„altarið“, sem saman- stendur af ýmsum sjávar- og síldarréttum ásamt kjötréttutn sem gestir velja sjálfir. Á kvölldin leika hinir ágætu tónlistarmenn Baldur Kristj- ánsson og Steinþór Stein- grímsson. Vinstri viðræður Eins oig áður hefur veriðskýrt frá í fréttum hafa Samtök frjálslyndira og vinstri manria beitt sér fyrir viðræðum milli vinstri flloklkanna með þaðmark- mið Samtakanna fyrir augumað sameina alla jafnaðarmenn og samvinnumenn í einum stjórn- mólaflok'ki, segir í fréttatillkynn- ingu frá samtökunum. 1 gær hófust viðræður milli Samtakanna og Framsókriar- flokksins í fraimíhaldi af bréfa- skiptum fllokikanna um málið. 1 viðræðunum tóku þátt af hálfu Framsóknarfloklksins: Eysteinn Jónsson, Már Pétursson, Ólaíur Ragnar Grímsson, Steingrímur Hermannsson og Mrarinn Mr- airimsson, en af hálfu Samtalra frjálsiyndra og vinstri manna: Hannibal Valdimarsson, Bjarni Guðnason, Bjöm Jónsson og Hailldór S. Magnússon. Ennfremur var í gær haldinn fundur með fulltrúum Alþýðu- flokks og Samtaka frjálsiyedi-a og vinstri manna í framhaldi eJ fyrri viðræðum um sameimingar- málin. Frá Alþýðuflokkinum sátu fundinn: Benodikt Gröindal, Björgvin Guðmundsson, Kjartan Jóhannwspn og örlygur Geirssom.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.