Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 7
V Laugardagur 16. október 1971 — ÞJÓÐVIIjJINN — SlÐA ’J íslenzkir námsmenn í Osló skrifa: OPIÐ BRÉF til utanríkisráð- herra Einars Ágústssonar OSLO, 8. okt. 1971. Ríkisstjóm íslands hefur nú setið í tæpa 3 mánuði. í mólefnasamningi stjórnarflokkanna stendur m.a. um utanríkismál: „Stefna fslands í alþjóðamólum verði sjólfstæðari og einbeittari en hún hefur verið um skeíð og sé jafnan við það miðuð að tryqqja efnahaqsleqt oq stjómarfarslegt sjálfstœði landsins“. „Hafa skal sérstaklega nóin tengsl við Norðurlanda- þjóðimar." „Ríkisstjórnin telur að vinna beri að því að draga úr viðsjám í heiminum og stuðla að sáttum og friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri afvopnun og telur að friði milli þjóða verði bezt borqið án hernaS- arbandalaqa.“ ' „Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar í þvi skyni, að varnar- liðið hverfi frá ísilandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins éigi sér stað á kjörtímabilinu11. Við undirritaðir námsmenn í Oslo terjum miklu skipta, hverju fram vindur um uppsögn varnarsamn- ingsins við Bandaríkin og brottvísun hersins, þar sem við teljum fratnkvæmd þessa atriðis málefnasamnimgs- ins algjört prófmál þess. að ríkisstjórnin hafi í hyggju að standa við yfirlýsta stefnu í utanríkismólum og einnig þess, að henni sé alvara með „að tryggja efna- hagslegt og stjómarfarslegt fullveldi landsins“. Við undirrituð, sem lýsum eindregnum stuðningi við uppsögn vamarsamningsins og brottvísun hersins, óskum upplýsinga og svara við eftirfarandi spum- ingum: 1. Er ágreiningur innan ríkisst'jórnarinnar um her- stöðvarmólið? 2. Hefur ríkisstjómin hafið eða áætlað upplýsjnga- miðlun eða kynningu á málstað íslands 1 sambandi við uppsö'gn vamarsamningsins og áætlað að gera grein fyrir tildrögum og sögu hernámsins? 3. Hefur ríkisstjómin hafið könnun á, hvaða fjárhags- legar afleiðingar verða á efnahagi landsins við brott- vísyn heTSÍns? 4. Hefur ríkisstjórnin gert áætlun til að tryggja fram- tíð þenrra, sem nú em fjárhagslega háðir atvinnu í sambandi við veru hersins á íslandi? 5. Ef ísland verður áfram aðili að NATO, hvaða á- form hefur ríkisstjómin um hemaðarmannviirki og rekstur þeirra, skv. varnarsamningnum, eftir brott- för hersnns? 6. Hvaða undirbúning hefur ríkisstjómin hafið í sam- bandi við endurskoðun vamarsamningsins? 7. Hvenær hyggst ríkisstjómin hefjast handa um fram- kvæmd að brottvísun hersins og hvenær hefst „fyrsti áfangi“? 8. Komið hefur fram í Newsweek og til þess oft vitnað í norskum og íslenzrkum blöðum, að bandaríska rík- isstjómin noti norsku ríkisstjómina til þess að, í fyrsta lagi, skapa þrýsting heima og erlendis gegn framkvæmd áðumefnds atriðis málefnasamningsins og í öðru lagi til að gangast fyrir áróðurs'herferð í norskum fjölmiðlum í sama tilgangi. — Hvemig hyggst ríkisstjómin bregðast við þessum aðgerðum? — Við væntum skýrra svara sem fyrst. Ásgeir Sigurgestsson, stud psychol. Ari Trausti Gu&muudsson, stud. real. Albert Einarsson, stud. real. Arnar Sverrisson, stud. psych. Olga Guðrún Árnadóttir, menntaskólanemi. Nanna Þörunn Haraldsdóttir. sjúkraþjálfunarnemi. Margrét Reykdal. Erlendur Sig. Baldursson, stud. real. Kristján Ágústsson, stud. real. Sigurbjörg Gísladóttir, stud. real. Logi Jónsson. stud. real. Guðrún V. Skúladóttir, stud. real. Hreinn Hjartarson. stud. real. Anna Vigdís Eggertsdóttir, stud. med. vet. Gunnar Már Gunnarsson, stud. med. vet. Garðar G. Viborg, stud ped. Þorsteinn Ólafsson, stud. med. vet. Guðmundur Hafsteinsson, stud. real. Trausti Jónsson, stud. real Snævar G. Guðjónsson. stud. real. Kristján E. Guðmundsson, stud. sosiol. ■ Þórhildur Sigurðardóttir, stud. philol. Þórunn Ólý Óskarsdóttir. Kári Kaaber, stud philol. Sigríður Júlíusdóttir, stud. psychol. Bergþóra Gísladóttir, kennari. Magnús Þór Jónsson, stud. phil, Karl Marinósson. Hafþór Guðjónsson, stud real. Elín Einarsdóttir. Þorvaldur Ólafsson, cand. mag. Brynja Jóhannsdóttir. Ólafur Ólafsson, stud. real. Bergþóra Jónsdóttir, stud. real. Jón Gunnarsson, lektor. Kristjana Krist.iánsdóttir, Grímur R. Friðgeirsson, útvarpsvirki. Soffía Kristjánsdóttir. Hugi Þórisson, stud. psychol. Brynjólfur G. Brynjólfsson, Þorvarður Sæmundsson, stud. jur. Ingvar Gunnar Guðnason. Áslaug Bergsdóttir, stud real. Ólöf Þóra Stefánsdótttr, sjúkraþjálfunamemi. Þórunn Sigurðardóttir, stud. psychol. Hildigunnur Ólafsdóttir, cand. mag. Eggert Gunnarsson, Stud. med. vet. Andrea Jóhannsdóttir, bókavarðamemi. Bergljót Ragnars. Sigurður H. Pétursson, stud. med. vet. Magnús Jónsson. Sigrún Knútsdóttir. Jón Kristjánsson, cand. mag. Þórhannes Axelsson. Sigríður H. Ólafsdóttir. // Listin er of fjarlæg almenningi 44 Um þessar miundir heldur Jó- hanna S. Bogadóttir aðra mál- verkasýningu sína i Unuhúsi. 1 því tilefni geíkk blaðamaður Þjóðviljans á hennar fund til að ræða við hana um sýningu hennar og lífsviðhorf. „1 guðannna bænum titlaðu mig ekki húsmóður í viðtal- inu,‘‘ sagði Jóhanna þegar við höfðum borið upp erindið. „Hvers vegna eru karlmenn ekki titlaðir heimilisfeður í blaðaviðtölum? Auðvitað er myndlistin mitt aðalstarf.“ Hvað reynir þú helzt að túlka í þinnj myndlist? Hvemig stað- •setur þú list þína i veröldinni í dag? „Gáfnaskortur og afskiptaleysi þjáir mannkynið mest af öllu, held ég. Við erum á góðri leið með að gera jörðina ó- byggilega, samt erum við þó svona róleg. Hvers vegna held- ur öll hringavitleysan áfram? Erum við ekiki nógu gáfuð til að ráða fram úr vandanum? Eða erum við of afskiptalaus hvert í sínu horni, vegna þess að þetta gengur allt sinn gang hérna hjá okkur? Mig myndi langa til að mála þjóðfélags- legar ádeilumyndir, sem virki- lega hristu til í þessu en það er mér ekki eiginlegt núna. Ég get ekki málað öðruvísi en ég geri. Ég held að ég sé að reyna að túlka með myndum mínum það sem mér finnst gera lífið þess vert að lifa því, þrátt fyrir öll ósköpin. Ég mála skynhrif mín, það sem ég skynja í nátt- úrumni og lífinu. Einkum þó hina dramatísku hlið lfsins, ó- frítt andlit, tór, úfið haf, sól- skán t.d.“. og þess vegna engin markaðs- vara. Þegar kraftar hans voru á þrotum brenndi hann sig inni með verkum sínum og tók lífs- starfið með sér í gröfina. Viðtal við Jóhönnu S. Bogadóttur Hvernig finnst þér að halda sýningu? „Það er óskapleg taugaspenna, maður er að sýna hluta af sínum innri manni. Ég las einu sinni sögu um mann sem mál- aði allt sitt líf, en vildi ekki sjá af myndunum, því að þær voru hluti af honum sjálfum, Það er hægt að gefa listinni löðrung með því að mæla hana í peningum. Enginn heiðarlegur listamaður stendur fyrir fram- an léreft og segir: nú mála ég mynd upp á sextíu þúsund. Það eru kannske til menn sem hlaupa eftir smekk meirihlut- ans til þess að selja betur sín verk. Mér geðjast þó illa að þeirri tilhugsun. En málverkið lendir fyrr eða síðar í þeirri ljónagryfju að vera gert að markaðsvöru. Það er leiðinlegt starf að verðleggja myndlist. Hitt finnst mér einnig fráleitt að listamaðurinn taki verk sín með sér í gröfina. Ef honum tekst að tjá sig í málverkinu þarf hann að koma því á fram- færi.‘‘ Hvemig finnst þér vera staða listar rnú á dögum? „Mér finnst listin vera í of mikilli fjarlægð frá almenningi. Ég sætti mig ekki við, að lista- menn virani fyrir fámennan hóp listunnenda. Auðvitað er það verkefni listamannanna sjálfra að ráða fram úr því. Frá fundi Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra: Alþýðubandalagið ótvírætt sóknarafl Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi vestra hélt sinn árleiga fund á Sauðárkróki laugardaginn 2. okt. s.l. Til fundarins kom-u kjördæmisráðsmenn frá flest- um stöðum í kjördæminu. Formaður kjördæmisráðsins, Haukur Hafstað, bóndi í Vík, setti fundinn. 1 setningarræðu sinni fjallaði hann um úrslit alþingiskosninganna, starfið í kosningabaráttuinni og fleira. Fundarstjóri var tilnefndur Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri og fundarritari Kolbeinn Frið- bjarnarson. Var þá gengið til dagskrár og fyrst tekið fyrir almennt stjórnmálaviðhorf og hafði Ragnar Arnalds, alþing- ismaður framsögu. 1 raaðu sinni rakti hann atburði síðustu mánaða, kosningabaráttuna í vor úrslit alþingiskosninganna, viðræður um stjómarmyndun og síðan höfuðatriði stjórnar- samningsins. Þá ræddi Ragnar nokkuð ýmsar ákvarðanir nýju stjórnarinnar, s.s. í trýgginga- málum, raforkumálum og ura aðgerðir í landhelgismálinu. Urðu síðan um þetta aillmiklar umræður. Þá skýrðu þeir Einar M. Al- bertsson og Benedikt Sigurðs- son, frá reikningum blaðsins Mjölnis og kosningasjóðsins. Næst var gengið til kosninga. Samkvæmt flokkslögum mega menn ekki vera lengur í sömu stöðu en þrjú tímabil samfleytt. Skv. þcssu áttu þeir Haukur Hafstað, Einar M. Albertsson og Hreinn Sigurðsson, sem verið hafa í stjóm kjördæmis- rúösins að ganiga úr því nú. — í þeirra stað voru kjörnir Hannes Baldvinsson, formaður, Guðmundur Theodórsson og Guranar Rafn Sigurbjörnsson. 1 varastjórn voru kjörin þau Lára Angantýsdóttir, Hulda Sigurbjörnsdóttir og Kristinn Jóhannsson. Þá var einnig kjörið í flokksráð og blaðnefnd Mjölnis. í fundarlok urðu skemmtileg- ar umræður um flokksmál og ýmsa þætti í starfi flokks og verkalýðshreyf ingar. Eftirfarandi tvær samþykkt- ir voru gerðar á fundinum: „Fundur Kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Norður. landskjördæmi vestra haldinn á Sauðarkróki 2. október 1971 lýsir yfir að hann telur úrslit síðustu alþingiskosninga ótví- ræða kröfu um stefnubreytingu í viðhorfum stjórnvalda til málefna kjördæmisins. Þá bein- ir fundurinn þeirri áskorun til . þingmanna kjördæmisins og ríkisstjórnar, að fylgt verði fast eftir þeim umbótum sem þeg- ar eru hafnar málefraum kjör- dæmisins til framdráttar, og ekki linnt fyrr en öllu atvininu- leysi hefur verið útrýmt af Norðurlandi vestra.“ „Fundur Kjördæmisráðs AB í Norðuriandiskjördæmi vestra haldinn á Sauðárkróki 2. okt. 1971 fagnar úrslitum Alþingis- kosninganna í júní s.l. sér f lagi á Norðurlandi vestra. Um leið þakkar fundurinn flokks- mönnum og fylgjendum ágætt starf og stuðning í kosningá- baráttunni. — Alveg sérstak- lega vill þó funduriran færa þakkir þeim forystumönmum, sem í kosningastarfinu lögðu mest af mörieum með ferðalög- Framhald á 9. síðu. Jóhanna Bogadóttir með mynd sinni „Skessu * Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs verður Múhameð að fara til fjallsims. T.d. er þetta fyrirkomulag með ríkis- listasafn alveg vonlaust í nú- verandi mynd. Það er örugg- lega ekki nema fámennur hóp- ur fólks sem labbar sig inn á listasafn. Það þarf að sameina þetta daglegu lífi. Kcma mynd- um fyrir í húsakynnum sem fólk á erindi í, t. d. þar sem væri kaffistofa, kvikmyndasal- ur, bamagæzla, o. fl. o. fl. — og þá auðvitað að færa mynd- irnar til milli staða á nokkurra mámaða fresti. é l k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.