Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1971, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJ'ÓÐVTLJINT'í — Laugaradgur 16. oíktóber 1971. Skipulag skólastaris hefur venju fremur verið mikið á dagskrá nú I haust. Ástæð- urnar fyrir því eru margar og misjafnar, en kveikjuna að þessum umræðum má vafalít- ið telja opið bréf þeirra hjón- anna Gísla B. Björnssonar og Lenu M. Rist til fræðsluyfir- valda. Bréf þetta birtist hér í Þjóðviljanum fljótt eftir að skólar byrjuðu, en í því beindu þau hjónin nokkrum spumingum til fræðsluyfir- valdanna. Þar sem ekki hafa enn birtst opinberlega svör við þeim spurningum flestum, sem þar voru scttar fram, á- kvað blaðið að gera gangskör að þvi aö fá svör við þeim. Þá hafði blaðinu einnig borizt fjöldi fyrirspuma, sem lcscnd- ur fóru fram á, að blaðið reyndi að fá svör við. Þær spumingar tók blaðið einnig upp og kom þeim á framfæri við fræðslustjóra. En það er enginn hægðar- leikur að ná tnli af embætt- Jónas B. Jónsson Spurningar 1. Nú er gerð stundaskrár ekki kennd við KÍ. Fá skólastjórar sér- fratðiaðstoð við gerð stundaskrár- innar? (t, d. tölfraeðing) 2. Hver er leyfilegur hámarks- skólatími barna? 3. Er hugsað fyrir leikþörf barna við gerð stundaskrár? 4. Fram hefur komið, að nýjum námsgreinum hefur verið bætt inn á stundaskrá barna, t. d. eðl- isfræði og ensku. Falla einhverjar námsgreinar út af stundaskránni, eða er þessum greinum bætt inn á stundaskrá yfirfullra skóla? 5. Hefur komið tilskipun frá menntamálaráðuneytinu um að forðast beri eyður í stundaskrám kennara? 6. Hvað er gert til þess að börn fái notið einhverrar aðstöðu í skólum, þar sem þau hafa bið- tíma? 7. Er tekið tillit til fjarlægða milli heimilis og skóla við gerð smndaskrár, eða er viðhorf Kristj- áns J. Gunnarssonar skólastjóra, sem birtist í Vísi 10. okt, s.l., á þá leið, að ekkert væri athuga- vert við það, að börn færu fjórar ferðir í og úr skóla daglega, vegna þess að þau þurfa hreyfingar við — látið ráða? 8. Er eftirlit haft með því inn- an fræðslukerfis borgarinnar, hversu oft menn geta verið yfir- menn sjálfra sín; er þar átt við Kristján J. Gunnarsson skólastjóra — fræðslustjórnarformann — (og borgarfulltrúa) eða telur fræðslu- stjóri slíkar ráðstafanir á embætt- um eðlilegar? 9. Hefur einhverjum smnda- töflum hér.í borginni verið breytt / haust fyrir tilsmðlan Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurborgar? 10. Hvaða afgreiðslu fá beiðnir skóla um öryggisbúnað og verði vlð miklar umferðaræðar? ismönnum þessa þjóðfélaffs. Skal engan undra þótt vinn- andi fólk sem reynir að ná tali af slíkum mönnum í knöppum fritima sínum, leggl cft upp laupana og fái þann- ig ekki þá þjónustu frá þeirra hálfu, sem það þó á hcimt- ingu á. Mánudaginn 28. september hafði blaðamaður lokið við að safna saman fyrirspurnum lcsendanna og raða þcim nið- ur. Þann dag hafði hann svo samband við fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar, en án þess að ná sambandi við fræðslustjóra. Það tókst svo á miðvikudag, og var mælt til móts mánudaginn 4. okt. Áð- ur en þessi árangur náðist hafði blaðamaður reynt sex sinnum, án árangurs, að ná tali af fræðslustjóra. Var hann þá ýmist á fundum cða ekki viðlátinn annara orsaka vegha. Mánudaginn 4. okt. var svo fræðslustjóri upptekinn um- saminn tíma. Hann hringdi tii blaðsins síðar þann dag, og bað um frest til að skila svörum við spumingunum fram á fimmtudag 7. okt., en spurningamar hafði hann fengið í hendur á fimmtudegi í vikunni áður. Þann 7. okt. tókst svo, í þriðju tilraun, að ná tali af fræðslustjóra. Sendi hann þá þegar svör sín til blaðsins. Var þar mcð lokið þessu 10 daga stríði. Þctta er ckki sett hér inn fræðslustjóra til hnjóðs. Held- ur cr ætlunin með þessu, að benda rétt cinu sinni en-n á þann þunglamagang, sem ein- kennir allt okkar embættis- mannakerfi. Óhugsandi er- annað en gcrðar verði á því gagngerar breytingar. Fræðslustjóri er enginn und- antekning frá reglu, heldur dæmiger embættismaður, sem með starfi sínu er að mestu lcyti slitinn úr tengsl- um við það fólk, sem starfið er unnið fyrir. Séu teknir saman stunda- fjöldar, sem fara I bið eftir samtali við embættismenn, bankastjóra og aðra slíka, og rciknað út í krónutölu eftir almennum tímataxta, verður sú tala enn til að ítreka nauð- syn breytinga, og það gagn- gerra breytinga þessara mála. Það væri ekki aðeins, að með bættu skipulagi þessara mála, væri verið að losa fólk undan óþægilegum og tímafrekum biðum, heldur væri einnig verið að spara ómældar milj- ónir, sem með núverandi skipulagi renna til ónýtís í glötuðum vinnustundum. Hér fara svo á eftir spum- ingar Iesenda blaðsins til fræðslustjóra og svör hans Blaðið kann fræðslustjóra þakkir fyrir, að hafa Ieyst úr spurningunum og væntir þess, að svör hans megi verða til þess að glöggva lescndur á þeim atriðum, er óvissust liafa verið í málum þessum. — úþ JÓNAS B. JÓNSSON, fræðslustjóri, svarar fyrirspurnum lesenda Þjóðviljans i „Yiðhorf foreldra til skóla og kennara vinsamleg og jákvæð" 11. Er hugsanlegt, að gerð verði tilraun á næstunni með einsettan skóla, þar sem verði hvorttveggja lestrar- og mataraðstaða fyrir nemendur? 12. Hvað gerir fræðslustjóri til að fylgjast með viðhorfum for- eldra og nemenda til skólakerfis- ins og kennaranna? 13. Eru ákvæði í samningum BSRB og ríkisins um viðtalstíma kennara? Eru slíkir viðtalstímar tíðkaðir í einhverjum skóla borg- arinnar? 14 Er eitthvað sérstakt gert af hálfu fræðslumálastjóra til þess að koma á tengslum milli kennara og foreldra barna sem sækja í fyrsta skipti skóla? 15. Nú er fyrirsjáanlegt að Álftamýrarskóli verði þrísettur a. m. k. 10 ár enn, og skólinn full- byggður. Eru fyrirhugaðar nýjar framkvæmdir í húsnæ-ðismálum skólans í þessu skólahverfi? 16. Hvernig stendur á því, að skólastjóri stórs skóla hér í borg- inni þurfti að bíða í 3 ár eftir að ákvörðun yrði tekin um að skipta leikfimisal skólans, þannig að hægt væri að kenna meira en einum hóp leikfimi í senn? 17. Hefur fjárveitingavaldið, þ. e. ríki og bær, fengið nægjanleg- ar upplýsingar um vandamál skól- anna? Svör 1. Skólastjórar í Reykjavík hafa ekki fengið sérfræðiaðstoð við gerð stundataflna, en fylgst hefur verið með tilraunum varðandi notkun tölvu við gerð stundaskrár í nágrannalöndum. Á s. 1. vetri voru gerðar ráðstafanir til þess að fá hingað sérfróðan mann í þess- um efnum og mun hann koma hingað á þessu hausti til yiðræðna við skólamenn. 2. Samkv, námskrá ér hámarks nemendastundafjöldi sem hér seg- ir og er þá miðað við á viku 40 mín. stundir á barnaskólastigi og 45 mín. stundir á gagnfræðastigi: 1. bekkxu: ( 7 ára börn) 20 st. 2. bekkur ( 8 ára börn) 22 st. 3. bekkur ( 9 ára börn) 24 st. 4. bekkur (10 ára börn) 31 st. 5. bekkur (11 ára börn) 32 st. 6. bekkur (12 ára börn) 35 st. Á gagnfræðasdgi: 7. bekkur (13 ára börn) 34 st. 8. bekkur (14 ára börn) 36 st. (Simd er ekki talið með, en það fer fram í þriggja vikna námskeiðum (um 20 tímar). Heimilisfrceði í 7. og 8. bekk er heldur ekki með i þessum tölum, en þar eru 4 tímar á viku í 7. bekk og 2—4 í 8. bekk). 3. Frímínútur fylgja kennslu- stundum og fara þá börnin út til leikja undir umsjá kennara. 4. Engar námsgreinar hafa ver- ið felldar niður, en tilfærsla orðið á stundum í nokkrum greinum. Nemendastundum hefir fjölgað um 1—3 stundir á viku í elztu bekkjum barnaskóla vegna til- komu nýrra greina. 5. í erindisbréfi kennara frá 1962 segir: „Daglegur starfstími kennara í skólum skal vera sam- felldur, nema skólastjóri og kenn- arar eða kennarafundur verði ásáttir um annað". Með kjarasamningum urðu síð- ar orðalagsbreytingar á þessu og í gildandi kjarasamningi segir: „Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því sem við verð- ur komið vegna eðlis starfsins. Verði eyða í daglegum starfstíma kennara, skal greiða kr. 45.00 álag fyrir hverja kennslustund í slíkri eyðu". í erindisbréfi skólastjóra frá 1962 segir: „Við samningu stunda- skrár, gæti skólastjóri þess varð- andi námsefni að fara eftir ákvæð- um þeirrar námsskrár. sem í gildi er á hverjum tíma,og fylgjastmeð því, að nemendur hafi hóflega heimavinnu vegna skólanámsins. Einnig verði þess gætt, að stunda- skrá nemenda verði sem samfelld- ust". Ennfremur segir þar: „Hann (þ. e. skólastjóri) semur eða lætur semja stundatöflur og skipar nem- endum í deildir. Gæta skal hann hagsýni í verkaskiptingu bæði með tilliti til nemenda, kennara og rekstrarkostnaðar skólans". Um önnur fyrirmæli er ekki að ræða. 6. Útilokað er að gefa algilt svar við þessari spurningu. Ástæð- ur í skólunum eru ólíkar og þörf- in mismunandi. Margir skólar gera ráðstafanir til þess að nem- endur, sem þess óska, geti dvalið í skólahúsinu í biðtímum og borð- að þar nesti. 7. Það er miklum erfiðleikum bundið að raða nemendum í deildir eftir búsetu þeirra, en slík deildarskipan er forsenda þess, að hægt sé að gera stundaskrár, sem miðaðar eru við fjarlægð milli heimilis og skóla. Hins vegar er það ljóst, að minnsta kosti í eldri bekkjum barnaskóla og á gagn- fræðastigi, að ekki er hægt að byggja töflur upp þannig, að nem- endur fái alla kennslu öðru meg- in við hádegið miðað við það, að matartíminn fari fram milli ld. 12 og 1, til þess eru nemenda- stundir of margar. 8. Sjálfsagt er að fræðsluráð sé að einhverju Ieyti skipað skóla- mönnum og mjög mikilvægt, að reyndir skólamenn fjalli um þau mál, sem eru á dagskrá fræðslu- ráðs hverju sinnL Get ég ekki séð neina meinbugi á því, þótt skólastjóri, sem er embættismað- ur ríkisins, sé formaður fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Annars varðar það efni, sem um er spurt, ekki sérstaklega stjórn fræðslumála í Reykjavík, heldur hið almenna skólakerfi þjóðfélagsins. 9. Nei. 10. Beiðnir um „öryggisútbún- að og verði við miklar umferða- æðar" eru sendar umferðadeild borgarinnar, annað hvort um fræðsluskrifstofuna eða beint frá skólunum, og fá þax afgreiðslu eftir því sem við verður komið hverju sinni. 11. Fræðsluráð hefur samþykkt að Iáta fara fram athugun á því, hvaða breytingar þurfi að fram- kvæma á skólastarfi og skóla- húsnæði til þess að hægt væri að hafa samfelldan skóladag fyrir nemendur og hvað slíkar breyt- ingar myndu kosta. Þessi athugun er nú að hefjast. 12. Viðhorf foreldra til skóla- kerfisins koma fyrst og fremst fram í sambandi við þeirra eigin böm. Foreldrar og aðrir aðstand- endur nemenda leita oft til starfs- manna fræðsluskrifstofunnar varðandi ýmis áhugamál, L d. val námsbrauta o. fL, en einnig um vandamál einstakra barna eða unglinga. Sálfræðideild skóla, sem starfar innan fræðsluskrifstofunn- ar, fær mörg slík mál til með- ferðar og vinnur að lausn þeirra í samvinnu við skólana. Viðhorf foreldra -til skóla og kennara virðast mér yfirleitt vin- samleg og jákvæð, sem betur fer. 13. í gildandi kjarasamningi opinberra starfsmanna, frá desem- ber 1970, er í fyrsta sinn gert ráð fyrir, að ákveðinn hluti viku- legs starfstíma kennara, utan kennsluskyldu, sé til ráðstöfunar í þágu skólans. Nýting þessa tíma er í mótun, en telja verður eðli- legt, að honum verði að einhverju Ieyti varið til þess að hafa fasta viðtalstíma fyrir foreldra, sem hlýtur að verða sjálfsagður þáttur í starfi skólans. 14. Leitazt er við að koma á tengslum milli foreldra og kenn- ara sex ára barnanna með skipu- Iögðum einkaviðræðum aðila strax í upphafi skólavistarinnar. Börnin eru sem sé boðuð með Fnamih. á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.