Þjóðviljinn - 30.01.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1972, Blaðsíða 3
Samudaguir 38. janáar 1832 — RJÓÐVILJœN — SlÐA 3 íslenzk kvikmynda- gerð Umsjá: Sigurður Jón Ólafsson „EKKI HLUTVERK SJÓNVARPS AÐ SKAPA KVIKM YNDA GERÐ" Sverrir: „Vondaufur um shilning st.jórnarvalda á kvikmyndagerð". Spjallað við Sigurð Sverri Pálsson, kvikmyndatöku- mann, um þá starfsemi sjón- varpsins, sem snertir kvikmyndagerð og fleira Þegar greimaflotkkwr þessi hóf göngu sína var byrjað á því að ræða við einn úr elztu kynslóð hérlendra kvikmynda- gerðarmanna, Óskar Gíslason, ljósmyndara. Að þessu simni snúum við okkur til eins úr hópi þeirra yngstu, sem fiást við að búa til kvilkmyndir. Fyrir valinu heifur orðið Sig- urður Sverrir Pálsson, en hann er kvikmyndatökumaður hj'á sjónvarpinu. Sig. Sverrir lauik námi við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1965. Tæpum tveim ár- um síðar, eða í ársbyrjun ‘67, hóf hann nám við kvikmynda- skólarm í Lundúnum. sem þá- hét Lomdon Sdhool of Fiim Teohnique en gengur nú undir nafninu London Film Sdhool. X>ar lagði hann stund á al- menna kvikmyndagerð, en tók kvikmyndatöku sem sérgrein. Sverrir lauk prófi við skóla þennan í árslok ‘68 og í sept- ember árið eftir hóf hann sitörf við sjónvarpið, fyrst sem klippari, en gerðist síðar meir kvikmyndatökumaður hjá þeirri stofnun. Auk þess er Sverrir einn þeirra, sem skrifa um kvikmyndir fyrir Morgunblaðið. jafnframt því sem hann kynnir kvilonyndir fyrir sjónvarps- áhorfendum í þættinum Vöku, sem fjallar um listir ýmis kon- ar. Við ræddum við Sverri að heimiT' harns fyrir nokkrum dögum og lögðum fyrir hanm nokkrar sipurningar, aðallega varðandi þá starfsemi sjón- varps, sem lýtur að gerð kvik- mynda. — Hvemig stóð á þvi, að þú fórst að lær.a kvi'kmyndagerð? , — Ég held, að ..það, hafii aldrei annað komið til greina. Ég hugsaði varla ‘ um annað. Ég fékk áhuga á þessu strax og ég byrjaði í menntaskóla. Þá keypti ég mér 8 mm. kvik- myndavél og með aðstoð bekkj- a-rfélaga minna gerði ég tvær stuttar myndir meðan ég var í skölanum. önmur þeirra var frá 5. betakjarferðalagi en hin fjaöaði um kennara og nem- endur 6. Z, dimission og fileira, sem snerti síðasta ár okkar í skólanum. Utan skólans tókst mér einnig að gera litla mynd ásamt tveim kunn- ingjum mínum, sem ég kallaði ákafiiega fínu nafni, Nóttin. Hún gerðist í kjörbúð að nóttu til og segir frá und- arlegu sambandi sem þróast milli innbrotsþjófsins og nætur- varðarins- Upp frá þessu komst aldrei annað að. Mér kom ekki - til hugar að fara í læknisfræði, viðskiptafræði, lögfræði eða þp=s háttar. Strax og ég lauk við menntaskólann fór ég að at’.iuga möguleika á námi í einhverjum kvikmyndaskóla og í því sambandi skrifaði ég út til Svíþjóðar, Bretlands, Banda- ríkjamna og jafnvel ítalíu. Ég fékik svar frá skólum þessara landa en bar sem svarið frá skól'anum í London var jákvæð- ara e frá öðrum tó'k ég þá ákvörðnn fð láta irnnta mig í hann I>ar sem þetta var nokkuð dýr skóli varö ég að vinna hér heima í eitt ár, áður en ég gekk í hann. Annans vil ég hnýta hér aft- an í smáathiugasemd um nafinið á þessum greimaflokki. Þú kall- ar hann íslenzka kvikmynda- gerð, en þetta er mér eiginlega ný vitneskja. Ég vissi ekki, að þessi iðnaður væri til í dag. Hefur þú orðið var við það? — Varstu vongóður um að geta starfað sjálfstætt að þínu álhugamáli, áður em þú komst heim? — Vongóður og vongóður ekki. Sá, sem fer út til að læra kvikmyndagerð hlýtur að vera voingóður; ellegar vitlaus eða í einhverri annarlegri vímui Þegar sá hinn samí kemur heim í kaldan raunveruieikann fier varla hjá því' að hann ‘ ranki við sér aftúr. Eina leiðin til að fiá eitthvert starf viðkomandi þessari menntum minni var að leita til sjónvarpsins. Þegar ég tal- aði við þá fyrst, var engi-n laus staða, sem snerti mitt fag, en þeir lofuðu að hringja í mig, strax og eitthvað losnaði. Nokkrum mánuðum síðar höfðu þeir samband við mig, þegar losnaði staða klippara hjá sjón- varpinu, og tók ég því starfi með þá von í huga að geta komizt seinna meir að sem kvikmynda-tökumaðuir. Sú von rættist vorið eftir og í því starfi hef ég verjð síðan. í millitíðinni frá því ég hætti í skólanum og þar til ég byrjaði hjá s’jónvarpmiu hafði ég gegnt starfi dyravarðar og útkastara hjá Tönabæ við lítinn orðstir. — Fékkstu einhver verkefni þá mánuði sem þú dvaldist hér heima, milli þess sem þú varst í skólanum? — Jó, fyrra skiptið, sem éig kom heim, réðist ég í að fmmkvæma nok-kuð viðamikið verkefini en það var 35 mm. auglýsingamynd í litum fyrir lcvikmyndahús. Seinna skiptið, sem ég dvaldist hér heima gerði ég svo aðra auglýsingakvik- mynd, en hún var ekki eins stór ’ sniðum og sú fýrri. Nú, eftir að námi lauk stanfiaði ég með Gísila Gestssyni að nókkr- um auglýsiogaikivikmyndum og er óhœtt að fiulilyrða, að það samstarf hasfi tekixt ágætlega. — Nú hefiuir þú starfað við sjóinvairpið í rúm tvö ár; heifur vera þin þar orðið til þess, að þú bafír fyllzt bjartsýni á, að með tiTveru sjónvarpsins mætti beeta innlenida kviikmynda- menningu eða hefurðu orðið fyrir voníbrtgðum með starfsemi þess? — Ég myndi elkki segja. að ég hafi onðið fyrir vonibrigðum með starffeemá'sjönwairpsiíns sem slíks. Hins vegar verðurp við að gera okfcuf grein fyrir þvi, að sjónvarpið kemur ekki til með að skapa kvikmyndagerð í landinu — ekki nema að því leyti til, að það fólk, sem vinnur að kvikmyndagerð hjá stofnuninni hlýtur vissa þjálfun., sem það hugsanlega gæti notfært sér síðar meir. Ég segi fyrir sjálfan mig, að ég hlýt þarna ómetanlega reynslu, sem mundi efilaust koma að góðum notum, ef mér stæði einhvern tíma til boða að vinna að sjálfstæðu verk- efini. Jafnframt því sem sjón- varp fæðist, fæðist einnig kvikm- 'damenning innan sjón- varpsins, hjá því fólki, sem vinnur þar að kvikmyndagerð. Þannig væri hugsanlegt, að sjónvarpið gæti fætt af sér fólk, sem kæmi nokkum veg- inn fullskapað útí kvikmynda- gerð. Hitt er svö annað mái, hvemig sjónvarpinu muni far- ast við þá kvikmyndagerð, sem vooandi ris á sinum tíma. Þá er mikið undir því komið, að sjónvarpið sýni lipurð og hjálp- semi við alla -þá aðila sem und- ir stofnunina þyrftu að leita í hverri grein sem væri. En sjónvarpið sem slíkt kem- ur tæpast til með að gera nein listaverk — það fellur einfald- lega ekki inní starfssvið þess. Svo við tökum sem dæmi þætti, sem fjalla um hin og þessi kauptún og héröð uta.n af landi, þá er eteki verið að draga þar fram listrænar hliðar hvers prógrams, heldur er einfaldlega verið að skýra frá framkvæmd- um og öllum aðstæðum í hverju kauptúni eða héraði í stíl fréttamynda. — Hvemig eru í meglndrátt- um aðstæður hjá kvitemynda- deild sjónvarps? — 1 megindráttum má segja, að aðstæður hjá otekur séu íremur þægilegar. Það vantar að vísu ýmsa smáhluti. En við erum alltaf að viða að okkur ýmsum hlutum, efitir því sem reynslan teennir okteur. Við hötfum tvenns konar kvik- myndatöteuvélar: anna-rs vegar Beaulieu, sem er fyrir 100 feta spóIuT og er mikið notuð við fréttamyndatöteur; hins vegar Eclair sem er fyrir 400 feta spóTur og er sérstaklega ætluð fyrir hl'jóðupptöteur s.s. viðtöl. Hvað húsnæðí og geyrnsTurými snertir er dálítið þröngt -um okkur. Bæði kvikmyndatöku- menn og hijóðmenn, sem eru 7 talsins, geyma allir sín tæki í sömu skonsunni. — Hvað viltu segjau-mfram- kölTun og kópíeringar á fiim- USW? Framh-aad á 9. síðu. „Sjónvarpið kemur tæpast til með að gera nein listaverk."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.