Þjóðviljinn - 30.01.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1972, Blaðsíða 4
SlÐA — Í>JÖÐVIUINN — Siummiidagur 30. jamúar 19T2. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmana Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500 (3 linur). — Askríftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. , Úttekt á hermanginu |>egar núverandi ríkisstjórn lýsti því yfir í mál- i efnasáttmála sínum að stefnt skyldi að brottför bandaríska hernámsliðsins á yfirstandandi kjör- tímabili hófust miklar umræður um hernámsmál- in í blöðum. Morgunblaðið og Vísir ráku upp ramakvein af þessu tilefni og hafa krafizt áfram- haldandi hemáms af meira ofstæki en áður hefur löngum sézt í íslenzkum dagblöðujm. Þjóðviljinn benti þrásinnis á það í þessum umræðum um her- námið að skrif Morgunblaðsins og Vísis hlytu að stjómast af því, að aðstandendur þessara blaða ættu beinna hagsmuna að gæta af því að hafa her- inn hér í landinu vegna þess að þeir rækju við hann ába'tasöm viðskipti. Þessar staðhæfingar ">jóðviljans hafa vafalaust verið réttar, þeim hefur aldrei verið mótmælt að heldur af hernámsmál- gögnunum. hefur það svo gerzt að einn blaðamanna Þjóð- viljans hefur framkvæmt ýtarlega athugun á ■engsluim hernámsins og einstakra fyrirtækja í jandinu. Við þessa athugun hefur margt fróðlegt komið í ljós og mun Þjóðviljinn frá og með þriðju- deginum birta skrá yfir þau fyrirtæki sem hafa sérstaka heimild til viðskipta við hernámsliðið. Hér koma mörg hundmð manna við sögu og við- ;;kiptin nema hundruðum miljóna króna. ^andaríska hernámið á íslandi hefur nú staðið í 20 ár; — 21 ár í vor. Á svo löngum tíima hefur lemámið og hermangið víða skotið rótum í þjóð- ífinu. Þannig koma hermangsfyrirtækin ótrúlega víða við sögu. En skýrslur þær, sem Þjóð- ■/iljinn mun á næstunni birta, sýna ákaflega jreinilega hverjar eru ástæðumar til sefasýkis- ckrifa Morgunblaðsins og Vísis um hemámið. Það cemur til að mynda í ljós í þessum athugunum að stjómarmenn hermangsfyrirtækja eru einnig valdaimiklir menn í stjórnum útgáfufyrirtækja Vísis og Morgunblaðsins. Einn ritstjóra Morgun- ola&ins kemur og hér nokkuð við sögu. Þannig er augljóst að staðhæfingar Þjóðviljans um viðskipta- tengslin við herinn og áhrif þeirra á afstöðu ákveð- nna íslenzkra dagblaða til hersins, em j öllum at- riðum réttar. |Jm leið og Þjóðviljinn fagnar því að geta þann- ig svart á hvítu sýnt fram á þessi hagsmuna- tengsl vonar blaðið að þessar athuganir blaða- manns Þjóðviljans, sem senn koma fyrir almenn- ingssjónir, hafi það í för með sér, að almenningur á íslandi taki minna mark á skrifum þeirra manna í blöð og hrópum þeirra á mannfundum, sem fá dollar fyrir hverja klausu sem hrýtur úr penna þeirra og sent fyrir hvert orð sem þeir láta falla til blessunar hemámi þessa lands. f Marx-Lenínstofmiíihini í Moskvu eru saman komin flest hand- rit frumkvöðla sósíalismans, Marx og Engels. I»ar er nú unnið að fullkomtnni vísindaútgáfu á verkum þeirra félaga og mun fyrsta bindið koma út á þessu ári. Myndin er úr handritageymslu stofnunarinnar. Frumvarp umlþrótta- r kennaraskéla IshnJs Lagt hafiur verið fram á AI- þingi fruimvarp til laga um I- þróttakennaraskóla Islandis. 1 afchugasemdum við frunwarpið segir m. a.: „Hinn 9. janúar 1958 skipaði menntamálaráðuneytið nefnd til þess að 'endurskoða gildandi lagafyrirmæli um íþróttalkenn- araskóla Islands. I nefndinni áttu sæti Þorsteinn Einarsson,. íþróttafulitrúi, formaður Árni Guðmundisson, skólastjóri 1- þróttakennaraskólans. Hermaan Guðmundsson, framfcvasmda- stjóri ISI, samfcvæmt tilnefn- ingu stjómar ÍSl, Sfcúli Þor- steinssan námstjóri, sfcv. til- nefninigu UMFÍ. og Þórir Þor- geirsson, íþróttakennari, sitov. tilnefningu stjórnar Iþrótta- fcennarafélags Islands. Nefndin sfcilaði frunwarpi með bréfi, dagsettu 7. nóvem- ber 1964. Fx-v. þetta er í jhöfuðatriðum eins og frumvarpið, sem lagt var fyrir síðasta Altþimgi. Meg- inefni frv. er að breyta skólr araum í tveggja vetra sfcóla og þótt tími sé naiumur, er enn miðað við að skólinn hefji störf haustið 1972 samkvæmt ákvæð- um þessa frv. ef að JögUim verð- ur”. Stjórnunarfræðs/an (Kynningarnámskeið um stjórnun fyrirtækja). Stjómunarfræðslan heldur námskeið á vegum iðnaðarráðuneytisins á tímabilinu 7. febrúar til 20. maí. Námskeiðið fer fram 1 húsakynnum Tækniskóla íslands, Skip- holti 37, á mánudögum, miðvikudögum og fpstudögum kl. 15:30 til 19:00. Námskeiðshlutar verða eftirfarandi: Undirstöðuatriði almennrar stjórnunar ........... Frumatriði rekstrarhag- fraeði ............... Framleiðsla ............ Sala ..................... FjármáJ .................. Skipulagning og hagræðing skrifstofustarfa ..... Stjórnun og starfsmanna- mál ..... Stjómunarleikur .......... 7. febrúar — 11. febrúar 14. febrúar — 23. febrúar. 25. febrúar — 10. marz. 10. marz — 24. marz. 5. aprfl — 24. aprfl. 21. aprfl — 26. aprfl. 28. aprfl — 19- maí 19. maf — 20. maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjómunarfélags íslands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 8 2930. — Umsóknir þurfa að berast fyrir 4. febrúar 1972. RadíöfónBi hinna vandldtu Vfir 20 mismunandi gerðir á verði við allra hæfi. Komið og skoðið úrvalið í stærstu viðtækjaverzlun landsins. Klapparstíg 26, sími 19800 — NámskeiS Heimilis- iðnaðarfélags íslands I. Námskeið í vefnaði — dagnámskeið Kennari Sigrún Sigurðardóttir. Byrjar 7. febrúar til 29. marz. Kennt er 3 I daga vikunnar mánud.. miðvikud. og fimmtudaga H. 15,00 — 18,00. IL Námskeið í tóvinnu og spuna — Kvöldnámskeið Kennari Hulda Stefánsdóttir. Byrja<r 8. febrúiar til 17. marz. Kennt er 2 daga vnkunnar þriðjud. og fimmtud. H. 20 00 — 22,15. HI. Námskeið í útsaumi — Dagnámskeið Kennari Hildur Sigurðardóttir. Byrjar 9. febrúar til 17, marz. Kennt er 2 daga vikunnar miðvikud. og fimmtudag kl. 15,00 — 18,00 í undirbúningi eru einnig námskeið í leðuirvinnu spónasmíði, útskurði, hrossihársspuna o.fl. Tekið á •móti umsóknum daglega kl. 9-12 í verzlun félagsrins. ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, Hafnarstræti 3. Sími 11784.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.