Þjóðviljinn - 22.02.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 22.02.1972, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. ítebrúar 1972. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framfcv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður GuSmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. Kraían um einingu ^ þingi Norðurlandaráðs er hófst sl. laugardag hefur landhelgismálið komið mikið til um- ræðu. Forsætisráðherra kynnti sérstaklega við- horf íslendinga og hvatti vinaþjóðir okkar til „að sýna skilning í baráttu íslenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu.“ í hinum almennu umræðum á þing- inu upplýstu fulltrúar íslands, að íslenzk stjóm- völd mundu sýna fullan skilning á sérstöðu Fær- eyinga og svara jákvætt beiðnum þeirra um und- anþágur til veiða á íslandsmiðuim. I>að er vissu- lega fagnaðarefni og sjálfsögð viðbrögð við tilmæl- um er koma frá vinaþjóð, sem einnig byggir lífs- afkomu sína nær eingöngu á sjávarútvegi. efa hefur sú þjóðareining, sem náðst hefur um útfærslu fiskveiðilögsögunnar vakið verð- skuldaða athygli og styrkt málstað okkar ekki hvað sízt á alþjóðavéttvangi. Nú reynir Morgun- blaðið að tortryggja einingarvilja Alþýðubanda- lagsins 1 landhelgismálinu. Rétt er að minna á þær staðreyndir að það er engin tilviljun, að Al- þýðubandalagið átti aðild að ríkisstjórn er fært var út í 12 mílur og nú á nýjan leik er næsti áfanginn er stiginn. í bæði skiptin fellur það í hlut Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra að hafa forystu um útfærslu. Þessar staðreyndir tal- sínu máli. Árið 1958 tókst ekki að skapa þjóðar- einingu fyrr en á útfærsludaginn. Nú stendur þjóðin þegar sameinuð í málinu. í kosningunum sl. sumar lærðu núverandi stjómarands'töðuflokk- ar, að það að slá landhelgismálinu á frest eða rjúfa einingu í því máli einangraði þá sjálfa frá sam- huga þjóð. Stjómarandstöðuflokkamir mega vissu- lega þakka kjósendum fyrir þá kennslu. Sam- þykkt Alþingis á dögunum í landhelgismálinu er rökrétt framhald þeirrar þjóðareiningar sem kjós- endur sýndu að var einlægur vilji alþjóðar á síð- asta sumri. Samvinnusamtökin Um þessar mundir minnist samvinnuhreyfing- in merkra afmæla. í því sambandi hefur í fjöl- miðlum verið nninnzt hins merka starfs braut- ryðjendanna, er fyrir 70 og 90 árum hófu merki samvinnuhugsjónarinnar til vegs á íslandi. Alþýða manna til sjávar og sveita á brautryðjendimum og hreyfingunni mikið að þakka, og er óhætt að full- yrða að samvinnuhreyfingin hafi aneð starfi sínu gjörbreytt atvinnuháttum og bætt afkomumögu- leika fólksins, einkum í hinum dreifðu byggðum landsins. Dirfska og áræði brautryðjendanna ætti nú að vera bændum og verkafólki hvatning til að gera stórt átak til að efla samvinnusamtök sín, jafnframt því sem það gæti þess, að á engan hátt sé hvikað frá hugsjónum og félagsanda braut- ryðjendanna. Breytt skipulagsfiorm má á engan hátt rýra rétt hvers félagsimanns, heldúr verður að vinna að því að auka lýðræðislega starfshætti og þátttöku félagsmanna í samvinnustarfinu. Vélstjóramenntumna ber ai meta í samræmi við mikilvægi starfsins sagði Andrés Guðjónsson, skólastjóri Vélskóla íslands □ Á lauigardaginn var haldinn svonefxidur Skrúfudag- ur í Vélskóla íslands. Millj fiTran og sexhundruð manns munu hafa heimsótt sikólann á þessum hátíðisdegi, en konur vélstjóra sáu um kaffiveitingar að venju. Fáir skólar munu njóta meiri hylli fyrrverandi nemenda sinna en Vélskólinn og standa nemendurir traustan vörð um velferð skólans og stuðla að framgangi hans. Hér á eftir fer úrdráttur úr greinargerð sem skólast’jóri Vél- skólans, Andrés Guðjónsson, samd'i fyrir Skrúfudaginn. Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. 56 ára gamall skóli Nú eru liðin 56 ár frá stofn- un Vélskóla íslands. Það var iippbaf vélstjóramenntunar á fslandi, að stofnsett var vél- stjóradeild við Stýrirmannaskól- ann árið 1911, og var fenginn hingað danskur vélstjóri, M. E. Jessen til að kenma. Árið 1915 var svo stofnaður sérstak- ur skóli. og Jessen ráðinn skólastjóri Lét hann af þvi starfi 1955 fyrir aldurs sakir, en við tók Gunnar Bjamason. Andrés Guðjónsson tók svo við skóla'stjóm sl. haust, er Gunn- ar lét af starfi fyrir aldiurs sakir. Skóiinn var fyrst til húsa í gamia sfýrimannaskólahúsinu við Öldugötu, þvú næst i gamla iðnskólahúsinu við Vonarstræti, og svo aftur í skólahúsinu við Öldugötu. Árið 1945 flutti Vél- skólinn í Sjómann askólahú s i ð, en þá var smíði þess nýlokið. Með tilfeomu hins nýja sjó- mannaskólahúsis varð mikil breyting í húsnæðismáluim skól- ans, enda húsið reist af stór- hiug og myndarsikap. Skólinn var lengstum tveggja vetra skóli, 1. og 2 bekkur. Árið 1935 var stofnúð raf- magnsdeild við skólann eða 3. bekkur Þá var mikill skortur á vélstjómm með rafmagns- þekkingu, en rafbúnaður skipa, orfeuvera og alls konar verk- smiðja hafði stóraukizt. Eftir síðari heimsstyrjöldina urðu miklar breytingar, einkum i tæknimálum, fiskiskipaflotinn var endumýjaður, við fengum íjöldia nýrra fiskibáta, togara og flutnin.gaskipa; flotinn var svo til allur endurnýjaður. Að vísu voru flestir nýsköpunar- togaramir gufufcnúnir en mót- orar voru í bátum os flutn- ingaskipum. Breyttir kennslu- bættir Skólinn hafði að sjátfsögðu fylgzt með þessiari þróun, fcennslla í eimvélafræði þofcaði fyrir mótorfræðikennsiu, raf- magnsfræðikennsta var efld og kenntíla í kælitækni bafin. Árið 1966 var lögum um vél- stjóranám breytt; kennsla á vegum Fiskifélags fstands í vélfræði fyrir vélstjóra á fiski- bátum var sameinuð skólanum. Um leið var inntökuskilyrðum breytt. Áður urðu nemendur skótans að bafa lokið fjogurra ára smiðjunámi og iðnskóla- prófi til að kom-ast í skólann. Áður voru stig skólans þrjú, en nú urðu þau fjögur, þannig að eitt bættist framan við og var katlaö 1. stig, en það svarar til þess. sem áður var nefnt minna mótomámskeið Fiskifélags fslainds. 2. stig er fyrsti bekkur skólans og að nofckru leyti hið sama og meira mótoroámsifceið Fiskifélags ís- lands. Svo kemur 3. stig sem er annar bekkur. og 4. stig. sem áður var katlað rafmagns- deild. Hvert stig er tengt til- teknum atvinnuréttindum til sjós Hvert stig er raunveru- lega sjátfstæð heild að því leyti að nemandi lýkur prófi úr hverju ötigi. Hann fær ekki að baldia áfram námi, nema hann nái tiltekinni framhalds- eintounn. Nemandi getur hafið nám í 1. stigi 17 ára að aldri og komizt í 2. stig, ef hiann nær frambaldiseinkunn. Vél- virkjasveinar hefja vélstjóra- nám I 2, stigi. Þegar þessi breyting varð á skóianum, vair hiafm kennsta í smíðuim, en þær ero nú kenndar I öUum stigum; vélvirkjar eru þó und- anþegnir smíðanámi Til þess að öðtast futl rétt- indi að Xoknu prófi úr fjórstigi þurfia nemendur að fara í tveggja ára vélvirkjanám í smiðju, en að því loknu ganga þeir undir sveinspróf í vól- virkjun. Þeir þurfa ekki að situndia bóklegt nám í iðnskóla, því að í fjórom stigum Vél- skólans læra þeir allt það sem vélvirkjum er kennt í iðnskól- um. Hin síðari ár hafa einn- ig verið kenndar stýritækni og sjálflvirkni Ekki bundið við sjóinn eingöngu Námi'ð er að tötuiverðu leyti verklegt eiinkum í lægri stig- unum. Verktega námig fetur í sér simíðar, verklega vélfræði, verklega rafmagnsfræði, fjar- skiptatækni og stýritækni. Verfclega námið er hér talið það nám sem felur í sér vinhu með tækjum og krefst að jafn- aði ekki undirbúnings. en hins vegar skýrslugerðar og teikn- inga að æfingum loknum. Bóklegia námið felur í sér vélfræði, rafmaginsfræði, stærð- fræði, eðlisfræði, ísienzku, dönsku, ensku og þýzku, auk smærri greina, svo sem burð- arþolsfræði kælitækni, efna- fræði, skyndihjálpar, eidvaroa, bókfærstu og fleira. Starf vélstjóra í nútáma iðn- aðarþjóðfélagi er ekki lengur bundið við sjóinn. á skipum. Samkeppnisfær framleiðsl'a er varla hugsanleg nú á dögum með öðrum hœtti en að vélar og tækd fcomi þar til. Því fjöl- breyttari sem framteiðsian er, þeim roun margbrotnari verða tækin. Allt krefst þetta kunn- áttu, ef vel á að flara. Hlutverk Vélskólans er að mennta vélstjóra til starfa til sjós og Lands. Af þeirn stóra hópi, er lokið hefur prófi frá skólanum, er minni blutinn við störf á sjó, hinir eru við alls konar störf í landi, margir bverjir sjálfstæðir atvinnurek- endur, og störí þeirra oft tengd við sjómennsku og út- gerð. , Aukið húsnæði er aðkallandi Mörg verkefm bíða úrlaiusn- ar, endia verður atltaf svo í vélstjóraskóla, því a'ð atltaf er eitthvag nýtt ag koma fram, þar sem þróunin er svo ör. Því ríður á að skólinn fylgist vel með og sé starfinu vaxinn. Það. sem nú er mest aðkatl- andi, er aukið húsnæði Hefja þarf viðbótarbyggingu, eins fljótt og auðið er. Um 16 milj- ónir króna eru nú fyrir hendi til nýbyggingar í þeirri bygg- ingu verða tækjasalir os mtm- um við þurfa að fá nokkrar miljónir á næstu árum til tækjakaupa. Að skólanum komu st. baust fimm fastráðnir kennarar og erum við nú vet settir með Andrés Guðjónsson, skólastjóri, við Iíkan af fyrstu frystivélinni sem smíðuð var hérlendis, en það verk framkvæmdi Björgvin Frederiksen. — (Ljósm. rl.). kennara. Það er víst flestum Ijóst að án góðra kennara er lítið gagn að skólahúsum og dýrum tækjum. Skólinn hefur starfað í 56 ár og unnið sér tryggan sess í skótakerfinu. Það ætti því ekki að þurfa að kvíða um framtíð hans. Því má hetdur efcki gleyma, að að báki honum stendiur öfliugur og trausfcur flokkur manna, en það ero vélstjóramir, sem sikól- inn hefur útskrifað, og félag þeirra, Vélstjórafélag Islands Vélstjórastéttin hefur skiapað sér virðingu í þjóðfélaginu vegna góðrar menntunar ' og dugna'ðar í starfi. Verður meiri fagskóli Nú standa fyrir dyrum um- Jangsmikiar breytingar á menntun fslendinga; þar á ég við grunnskólatögin og vænt- anleg lög um verk- og tækni- menntun. Meg tilkomu þessara iaga verða eflaust atlmikiar breytingar á Véiskólanum. Vél- skótinn verður þá meiri fag- skóli, þannig að unnt verður að draga úr eða sleppa alveg kennslu í flestum undirstöðu- fögum, en I þau verðum við nú að eyða alltof miktum og dýrmætum tíma. Þá getum við hafið fyrr að kenna þau fög, sem skó'lainum er sérstaklega ættað að kenna og þarmeð út- skrifað betri vélstjóra til starfa á sjó og í landi Það hefiur verið sagt að mik- ið átak hafi verið hjá vélstjór- um og Vélskólanum á sínum tíma. þegar farið var fró eimr vélinni yfir í mó torana, Ég s tel, a’ð við stöndum nú á ’sivipúÁ- um tkniamótum, þegar sjálf- virknin er að hefja innreið sína, og svo breytt niámstilhög- un í verkiega náminu. en verk- lega námið er að færast æ meira inn í skólana úr smiðj- unum. Við verðuma að fylgj- ast vel með os vera vandanum vaxnir, ef við eigum að geta lifað áfram mannsæmandi lífi í þessu Landi, en það kostar rnikið starf og mikið fé. Ég tel, að augu ráðamanna þessa lands séu nú að opnast fyrir því, að menntxm er góð fjár- festing, en þó er oftast tatað um menntaskóta og háskóla. Ég tei, að vélskólamenntun- ina beri tvímælalauist að meta í samræmi við mikilvægi vél- stjórastarfsins fyrir þjóðfélag- ið og þá ábyxgð, sem því starfi fylgir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.