Þjóðviljinn - 01.03.1972, Side 1

Þjóðviljinn - 01.03.1972, Side 1
Miðvikudagur 1. marz 1972 — 37. árgangur — 50. tölublað. EITUREFNANEFND RANNSAKAR MÁLIÐ Skýrsla verður send tveimur ráðuneytum ■ (Frcttamaður Þjódviljans ræddi í gær við Þorkel Jó- hannesson, prófessor, sem á sæti í eiturefnanefnd <>g spurði hann um framhald rannsóknar á sinnepsgas- spremgjunni. ■ Þorkell sagði, að hann myndi vinna áfram að mál- inu og senda skýrslu væntan- lega eftir einar þrjár vikur til heilbrigðismálaráðuneytis- ins og dómsmálaráðuneytis- ins. Hann gat ekki gefið neina skýringu á því hvcmig á því stæði að sprengjukúlan væri ekki meira tærð en raun ber vitni. Kúlan er geymd á ör- uggum stað. ■ Þá er bara eftir að vita hvemig stendur á því að eit- urefni sem þessu hefur verið kastað í sjó við strendur landsins, og hvort íslenzkum yfirvöldum á stríðsárunum hefur verið kunnugt um til- vist slíkra vopna á landinu. Hlýtur það að koma fram við rannsókn síðar meir. ■ Það hefur komið ýmsum undarlega fyrir sjónir, að rannsóknarlögrcglan skylili ekki taka frumkvæði í rann- sókn málsins, cn í spjalli við Ragnar, Vigni, hjá tæknideild rannsóknarlögreglunar. kom fram, að í þessu máli var yfirvaldið bæjarfógetinn á Akranesi, cn ef slíkir atburð- ir sem þessi gerast úti á landi er allt 'framkvæmdavald í höndum bæjarfógeta og sýslu- manna og þeir ákveða hvaða aðila þeir kveðja til aðstoðar. ■ Það hefði kannski verið eðlilegast að kveðja rannsókn- arlögregluna á vettvang, en hún hefur bara engan sprengjusérfræðing á sínum snærum, sagði Ragnar, en Rúdolf Axelsson, sem gerði fyrri sprengjuna óvirka er í almennu lögreglunni. — SJ. Sylíi heldur uppi húmornum Vona að ykkur gangi vel með útfærsluna í haust — sagði Kekkonen á blaðamannafundi í gær með íslenzkum frétía- mönnum og spurði um Huseby og minntist Guðmundar frá Miðdal Tammerfors 29/2 — Frá Guð- geiri Magnússyni — Ég vona að Islendingum takist vel útfærsla landhelginnar í 50 mílur í haust, sagði Kekkónen Finnlandsfor- seti er íslenzkir fréttamenn ræddu við hann í morgun í forsetahöllinni í Helsinki. ForsetahöIIin stendur við höfn- ina í Helsinki og sér út á finnska flóann. Höfnin var ísilögð er íslenzku blaðameainirnir mættu í morgun í áheyrn hjá finnska forsetanum á köldum vetrar- morgni. Forsetinn var hress í bragði enda nýkominn úr daglegri gönguferð sinni. Hann kom fyr- ir nokkru frá Sovétríkjunum þar sem hann hitti stjórnmálamenn og veiddi 20 villisvín að éigin sögn. Á biaðamannafundinum i morgun kvaðst forsetinn gjarnan vilja koma til Islands aftur. Síð- ast er hann kom veiddi hann fimm laxa hér. Hann hafði á- huga á að koma aftur og veiða flciri. Hann spurði um Huseby og hvort hann væri í lögregl- unni. Þá minntist hann Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal. Hættu við að hætta 48 tæknimenn sjónvarpsins sem sagt höfðu upp starfi frá og með deginum í dag, drógu allir uppsagnir sínar til baka I gærdag. Mikil fundarhöld hafa staðið yfir undanfarna daga milli sjónvarpsmannanna og yiðsemj- enda þeirra og leiddu þær við- ræður til þess að þeir hættu við að hætta. Kekkonen á skokki Nixon fagnað eins og sigursælum herforingja um málefni menntaskólanna Það kváðu við tíð hlátrasköll \i'ð umræður utan dagskrár á Alþingi í gær þegar Gýlfi Þ. Gíslason ætlaði að leggja Ragnhildi Helgadóttur lið í um- ræðum um fyrirspurnir, sem hún beindi til Magnúsar Torfa Öl- afssonar, menntamáiaráðhcrra vaTðandi framkvæmd laganna um menntaskóla. Fyrirspurnir Ragnhildar voru raunar ekki um neitt gamanmál, þótt Gylfa tæk- ist að gera þær að aðhláturs- efni, með því að rangtúlka I einni og sömu ræðunni bæði orð menntamálaráðherra og tilvitnun í eitt stjórnarblaðanna. I lok umræðnanna sá Gylfi sig knú- inn til að biðjast afsökunar á hvorutveggja. Fyrirspurn þessi, sem Ragn- Frú Halldóra Eldjám Forsetahjónin fara til Finnlamb Forsetahjónin legg.ja i dag af stað í opinbera heimsókn til Finnlands. e.n þar dvelja þau dagana 2.—6. marz. — Kekkonen Finnlandsforseti tekur á móti forsetahjónun- um í Helsinki. hildur Helgadóttir (S) bai- fram utan dagsfcrár, fjallaði um ýrnsa þætti vai-ðandi starfsemi menntar skólanna s.s. hvað liði endur- skoðun regl ugerðar latganna, s ta rfsm atn n arádn inga r, húsnæðis- mál Menntaskólans í Reykjavík og greiðsLur ' til kennara fyrir heimavinnu. Magnús T. Öiafsson, meninta- málaráðherra, gat þess í upp- hafi máls síns, hve óeðlilegt væri að jaftn U'mfangsmiklar fyr- irspurnir væru bomar fram nær fyrirvaraiaust uta.n dagskrár. Vænlegra væri til að upplýsa slík mál, að þatu fengiju. þing- lega meðferð í fyrirspuirnaformi. Framhald á 9. síðu. WASHINGTON 29/2 — Nixon forseti og fyigdarlið lians koni til Washington í nótt (mánu- dagskvöld eftir staðartíma). Forsetanum var faguad af mikl- um mannfjölda á flugvellinum. Voru það mest opinberir starfs- menn. en einnig sendimenn er- lendra ríkja, þeirra á meðal sendiherra Sovétríkjanna. Aftur á móti lét sendiherra Tævan ekki sjá sig. Leikin voru hei-göngulög og fréttamenn líktu afihöfininni við heimkomu sigursæls rómversks herforingja. Nokkrir menn báru regnihlífar til að minina á samn- ing Chamberlains uim friðinn við H.itler, en þeir drulkiknuð'U- í hiimum fagna-ndi mannfjölda. Agnew varaforseti bauð Nixon veMvominn með því að lýsa því yfir að öryggið í heiminum hefði aukizt við ferðalag forsetans. Nixon þakfcaði og sagði að efcki hefðu verið gerðir neinir bak- tjaldasamningar í Peking. Mark- miðið hefði verið að ná sam- bandi við Kínverska alþýðulýð- veldið og það hefði tekizt. Vitn- aði 'hann í Sjanghæ-yfirlýstogiuna og kvað það mikilvægast að Bandariikjamerm og Kínverjar hafi komið sér saman um vissar reglur í alþjóðasamskiptum til að draga úr möguileifcum á á- tökum og styrjöld í Asíu og á Kyrraihafsisvæðinu. I dag, þriðjudag, átti Nixon fund með fulltrúum beggja þinigfilokka og skýrði þeim frá viðræðum sínum við Maó for- mamn og Sjú En-læ forsætisráð- herra Kína. Viðs-taddir voru Rogers utanríkisráðherra og Kisstoger ráðunautur í öryggis- málum. Fundur þessi var hald- inn í Hvíta húsdnu og voru gangar skreyttir litmyndum úr Kínaförinni. Menn em nú mjög farnir að velta því fyrir sér vesti’a hvaða álhrif Kínaförin heifur á forseta- kosningarnar. Móttökuathöfnin fyrir Nixon á fluigvelltoum minnti á þá þræiskipulögðu fjöldafundi sem haidnir eru í kosningabar- áttunni. Bíða menn nú spennfcir eftir fyrsta prófkjörinu, en það fer fram í New Hampshire eftir viku. Mótmælendur sprengja á Norður-lrlandi BELFAST 28/2 — öfgamenn úr röðum norður-ínskra mótmæleíida gerðu í dag árásir á byg-gtogar sem kaþólskir menn eiga eða nota. 1 Belfast voru tvær bygg- ingar í kaþólskum borgarihlutum eyðilagðar í eldi i- félagsheimili og félagsm iðstöð og tvær krár voru einnig eyðilagðar í spreng- togum. Þá var skotið að húsi frasnda Bennadettu Devlin þtogkonu ’ í borginni Cookstown — en Bema- detta var hvergi nærri. Eldborgin er komin með mesta loðnuafla, sem íslenzkt skip hcfur fengið. Skipstjóri er Gunnar Hermannsson. AFLAMET Á LOÐNU ■ Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins nam hcildarafli á loðnu frá byrjun vertíðar til sunnu- dagskvölds samtals 21(i.I84 tonn- um o.g er hér um nýtt aflamet að ræða. Áður hafði mest bor- izt á land 192 þúsund tonn. en það var árið 1970. Á sam,a tí-ma í fyrra höfðu borizt á land samtals rúm 24 þúsund tonn. I vifcunni var landað á flest- um höfnum frá Norðfirði oig suð- ui’ og vestur um, allt til Bolung- arvíkui’. Loðna virðist nú vera um ail- an sjó, þvi í vikunni fékik rækju- þ.áturinn Hafflína ÍS 3l/i tonn af loðnu i rækjutroll á ísaffjarð- ardjúpi, einnig fékk Hafrún ÍS 18 tonn af loðnu í nót á Isafjarðardj úpi, en loðn'unni var landað á Súgandaifiirði. Á flestum stöðum frá Horna- firði og að Akranesi ei’U allar þrær fullar og nokkur löndun- arlbiið. Fimm hæstu skipin eru Eld- borg GK með 8639 tonn, sem mun vera mesti loðnuafli,1 sem einn bátur heifúr fengið till þessa, Gísli Árni með 7238 tonn. Þriðii Framihaild á 9. síðu. Vestur-Þjóðverjar um fandhelgina: ■ BONN 29/2 •— Vestur-þýzka ríkisstjórnin mun koma saman á fund á morgun, miðvikudag, til að ræða tnöguleik- ana á því, að AlþjóðadómstólKnn í Haag verði beðinn um að rannsaka lögmæti þeirrar ákvörðunar íslendinga að færa út fiskveiðitakmörk sín í 50 sjómílur. Kom þetta fram hjá formælanda vestur-þýzku stjórnarinnar í dag. Hann sagði ennfremur að stækkun fiskveiðilögsögunnar við ís- land væri næsta alvarlegt 'mál fyrir bæði Bretland og V estur-Þýzkaland. ■ Foirmælandinn kvað vestur-býzka landbúnaðarráðuneyt- ið hafa fengið kvörtunarbréf frá tveimur stjórnmálamönn- um. Bentu þeir á, að stækkunin snerti 75% . af heildarafla Vestur-Þjóðverja. Mundi þetta leiða til þess að ókleift yrði að trygg’ja stöðugt framboð af nýjum fisiki handa þýzkum neytendum. Stjórnmólamennirnir, Karl-Heinz Jansen frá Brimum og Klaus-Peter Bruns frá Neðra-Saxlandi leggja til að Vestur-Þýzkaland hefji viðræður við íslenzku ríkis- stjórnina um hlutdeildarskiptingu á veiðirétti. Búast yrði við að mæta kreppu í vestur-þýzkri togaraútgerð. segár í bréfi þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.