Þjóðviljinn - 01.03.1972, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — M iðvikudagur 1. marz 1972
I
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis ■—
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjórí: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjórl: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00.
Félags/eg hrollvekja
MjSg hefur verið rætt og ritað uim þá efnahags-
legu hrollvekju, sem fráfarandi ríkisstjórn lét
eftir sig. Þar er um að ræða nijög stór og hrikaleg
vandamál sem aðeins verða leyst með miklu og
þrotlausu starfi. En á hinu félagslega sviði lét
fráfarandi ríkisstjóm einnig eftir sig hrollvekju
sem er í raun fullt eins ömurleg og systir hennar
sú efnahagslega. Hér skulu nefnd nokkur dæmi
um þann vanda sem fráfarandi ríkisstjórn lét eft-
ir sig í félagsmálum — hina félagslegu hroll-
vekju:
J — Ástandið í tryggingamálum var sannkallað-
ur smánarblettur á íslenzku þjóðfélagi. Ellilíf-
eyrir og örorkubætur voru svo lágar að ekki var
með nokkru móti unnt að draga fram lífið af
þeim. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðizt
myndarlega gegn þessum þætti hinnar félagslegu
hrollvekju; aldraðir og öryrkjar eiga nú aldrei
að hafa lægri upphæð að lifa af en 10 þúsund
krónur á mánuði. En á þessu sviði er enn mikið
verlc óunnið enda vanrækslusagan orðin löng.
2 — Ástandið í heilbrigðismólum var þannig að
jafnvel fyrrverandi stjómarblöð voru farin að
hafa orð á því. Þó fóru báðir stjómarflokkarnir
með þessi mál á viðreisnartímanum undir „fomstu“
Jóhanns Hafsteins og Eggerts G, Þorsteinssonar.
Svo er komið í geðheilbrigðismálum að þar skort-
ir pláss fyrir tugi geðsjúklinga og eigi að gera á-
tak í þessum efnum kostar það stórfé.
ÍJ — Þá má nefna menntamálin. Allar „lausnir“
Gylfa Þ. Gíslasonar í menntamálum vom bráða-
birgðalausnir. Má í því sambandi nefna húsnæð-
ismál menntaskólanna í Reykjavík eða Kennara-
skólann. Þegar menntaskólanemar og mennta-
skólakennarar fara í kröfugöngur þessa dagana
ber að fagna því að hreyfing er komin á þessi mál
innan skólanna, en það hefði mátt gerast miklu
fyrr og mótmælin í dag em mótmæli gegn stefnu
Gylfa Þ. Gíslasonar í menntamálum.
— Þá má loks nefna fangelsismálin og dóms-
mál. Þau mál hafa á annan áratug verið undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins, lengst af Jóhanns Haf-
steins. Þar er um að ræða einhvern ömurlegasta
kaflann 1 félagislegum aðbúnaði að þeim sem
minnst mega sín í íslenzku þjóðfélagi — og er þá
mikið sagt. — Hin félagslega hrollvekja er ömur-
leg og hún skrifast á reikning fráfarandi stjórn-
arvalda, sem tóku gróðasjónarmið fram yfir mann-
úðarsjónarmið.
Iðnaðarráðherra svarar fyrirspurnum um virkjunarmál:
Áætlun um virkjun Jökulsár
viB DettHoss tekur um 2 ár
Jarðfræðilegir annmarkar hafa komið í Ijós, segir í
greinargerð Raforkudeildar Orkustofnunar
A fuildi sameinaðs þings í
gær svaraöi Magnús Kjartans-
s&n, iðnaðarráðherra, fyrirspurn
frá Gísla Guðmundssyni (F).
þm. Norðurlands eystra, um
virkjun Jökulsár á Fjöllum við
Dettifoss. Auk fyrirspyrjanda
og ráöherra tóku til máls þeir
Lárus Jónsson (S) og Bragi
Sigurjónsson (A).
Fyrii-spurn Gísla var á þessa
leið:
Hefiur rfkisstjórnin ákveðið
að láta gera fullnaðaráætlun
um virkjun Jökulsár á Fjöllum
við Dettifczss, og sé svo. hve-
nær er þá líklegt, að þeirri
fullnaðaráaetlun verði loikið?
Iðnaðarráðherra sagði að ri!k-
isstjórnin hefði í haust ákveð-
ið að láta gera þessa fuíllnaðar-
áætlun. Það væri álit sérfræð-
inga að því veriki yrði lokið
eftir um það bil tvö ár.
Ráðherra kvað rétt að gera
þingmönnum nánari grein fyr-
ir hvemig þetta mál væri nú
á vegi statt og kynnti eiftir-
farandi greinargerð, frá Raf-
veitudeild Orikustofnunar um
virkjunarp^nn&qknir við Detti-
foss:
„Fýrir u.þ.b. 10 árum hóf-
ust nokkuð umfangsmiiklar
virikjunan'annsóknjr við Detti-
foss m.a. með jarðborunutn,
kortlagningu virikjunarsvæðis,
gerð frumáætlana um virkjan-
ir. jarðfræðikönmuin í Jökuls-
ágljúfrum og annarrs staðar á
yfirborði og fleiri atriðum. Þess-
ar rannsóknir stóðu í sambandi
við samanburðaráætlanir, sem
gerðar vora um virikjun í Jök-
ulsá á Fjöíllum við Dcttifoss,
er vera skyldu til samanburð-
ar við sams konar áætlanir u m
virkjun í Þjórsá hjá BúrDelli.
Rannsóknum þessum við Jök-
ulsá var haldið áfram unz sýnt
þótti að ódýrari orka væri fá-
amileg frá virfcjun í Þjórsá hjá
Búrfelli. Fyrir nokkrum árum
voru þaar teknar upp að nýjij
og hefur verið haldið áfram að
meira eða minna leyti siðan.
Fyrri rannsóknir við Detti-
foss vora við það miðaðar að
virkjumin yrði neðanjarðar og
vatn leitt frá henmi út í Jök-
ulsárigljúfur eftir frárennslis-
jarðigöngum. Eftir því sem
rannsóknum hefur miðað á-
fram hefur jarðlagafræðimigum
litizt æ verr á þá virkjumar-
hugmynd vegna ýmiss lconar
jarðfræðilegra aðstæðna, sem
ekki er rúm til að rekja hér
í smáatriðum. Því var það, þeg-
ar ramnsóknir voru teknar upp
aftur við Jöfcuísá f.yrir nokíir-
um árum, að megináherzlan vai'
lögð á að kanna möguleikana
á virkjunartiHhögun þar sem
fcomiizt yrði hjá þeirj helztu
örðugleikum, sem samfara voru
ncðanjarðarvirkjun. Eru þær
rannsókndr, sem síðan hafa
verið framkvæmdar miðaðar
við slíka tilhöigun.
Það er skemmst frá að segja
að því betur, sem viricjunar-
staðurinn við Dettifoss ' hefur
verið rannsakaður því fileiri
jarðfræðilegir annmarkar hafa
komíð f Ijós. Má þar til nefna.
að jarðfræðingar telja sig hafa
rökstuddan grun um, að jarð-
lög fcumni að vera á smágerð-
um hreyfingum við Dettifoss og
mun það, vera nær einsdæmi
um virkjunarstað hérlendis. Ef
um slíkair hreyfingar á jarð-
lögum er að ræða hljóta þær
að hafa margháttuð áihrif á
tilihögun og gerð mannvirkja
og verður að taka fullt tillit
til þeirra, þegar virkjunartil-
högun er ráðin. í þvi skyni að
kanna, hvort ufn slhkar hreyf-
ingar á jarölögum við Dettifoss
er að ræða eða etofci, voru á sl.
suartri gerðar nákvæmar halla-
mælingar við Dettifoss og
Hafragilsfoss og ammars staðar
á virkjunarsviæðinu. Þessar
mælingar era áiþekkar þeim
sem sumas staðar annars stað-
ar hatfa verið gerðar hér á
landi í vísdndailegum tilgangi
einvörðuinigu til þess að finna
hræringar jarðskorpummar. Á-
formað er að endurtaka þess-
ar mælingar á næsta surnri,
1972, og þá fyrst ifiæst hugsan-
lega vitneskja um, hvort þarna
er um hnæringar að ræða eða
ekOu. Þó er rétt að taka fram,
að neikvæð niðua-staða næsta
sumar sannar út af fyrir sig
ekki, að engar hrærimigar séu
fyrir hendi; þær gætu komið
fram. síðar, en þó má ætila. að
mikilvægar vísíbendingar fáist
þegar á nsesta sumri.
Gerð hefur verið frumáætl-'
un um virkjun við Dettifioss,
bæði með nieðanjarðartilhögun
og eins með virkjun ofanjarð-
ar. Þessi síðarnefnda frumáiætl-
un um ofanjarðarvirkjun bemd-
ir eindregið til þess, að þama
sé um hagkværpa virkjun að
ræða, þ.e.a.s. svo framarlega
sem ekki koma i ljós nein þau
atriði við frekari rammsókmir,
sem raska þeim forsendum,
sem lagðar voru til grundivallar
við áætlunargerðina. Það er t.d.
augljóst að etf í ijós kemur við
ranmsókn, að jarðlög á virkj-
unairsvæðimiu eru á hreyfingu,
er viðbúið að það kunni að
hafa veruleg áhrif á niðurstöð-
urnar. Þess vegna verður að
takQ niðurstöður framáætlana,
sem út af fyrir siig eru mjög
jákvæðar til þessa, með tals-
vert mikilli varúð enn sem
komið er.
Á vegum Orkustofnunar er
nú unnið að gerð fulinaðará-
ætlunar um virkjun við Detti-
foss. Vegna þess bve jarð-
fræðilegar aðstæður á virkjum-
arsvæðinu eru flóknar er við-
búið, að gera þurfi ýtarlegar f-
rannsóiinir á svæðinu áður en
viðunandi fullnaðaráætlun get-
ur orðið tilbúin. Fyrsta skref-
ið í þeim rannsóknum eru
þær raninsóknir, sem fyrr voru
nefmdar á hugsanlegum jarð-
hræringum. Næsta skref í
rannsóknunum yrðu jarð'boran-
ir. Það þykir nauðsynlegt að
fá fyrsitu niðurstöður af mæl-
ingumum á hugsanlegium jarð-
lagshreyfingum, áður en lagt
er í boranir. Að öðrum kosti
er hætt við, að miklu fé kynni
að verða sóað til einskis í
borholux sem mælingarnar á
jarðlagahræringunum kynnu að
leiða í ljós að hefðu verið ó-
þarfar. Áform Orfauistofmumar
í þessu efni eru í stuttu miáli
á þá leið, að á sumrinu 1972
verði gerðar áður neflndar
mælingar á jarðlagaihrajringum.
Á grundvelli þeirra verði síð-
an ráðgerð virkjumartilhögun
endurskoðuð, og á grundvelli
þeirrar end-urskoðumar verði
rannsókn-ir með jarðborunum
skipuilagðar og þær borainir síð-
an væntanlega framkvæmdar
á árinu 1973. En jaf-nframt
þessiu er nú sem stemdux unnið
að ■ endurskoðun á frumáætlun,
Er áformað að gera eins ná-
kvæma virkjunaráætlun og til-
tæk gögn frekast leyfa. Hér er
u-m að ræða eins konar milli-
stigs áætlurn milli frumáætlun-
air og fullnaðaráætlunar, enslík
áætlun er mikilvæg til þess að
hægt sé að skipuleggja betur
þær rannsóknir, sem nauðsyn-
lega verða að frarQ fram sem
umdanfari fullnaðaráætlunar.
Reiiknað er með því að niður-
stöður þessarar millistigsáætl-
unar liggi fyrir næsta vor eða
næsta sumar.
Samlhiiða áðumefndum jarð-
fræðiraninsóknum og áætQana-
gerð um virkjun við Dettifoss
hafa farið fram aðrar tegundir
virkjunarrannsókna á svæðinu,
s. s. vatnamaelingar og hafa
þær staðið yfir í fjölda ára.
Ennfremur hefur verið gerð
könnun á því með eftirlíkiingu
á rafreikmi hvernig samstarfi
Dettifossvirkjunar við aðrar
virkjanir á Norðurlandi yrði
bezt komið fyrir og hvaða orlia
yrði fáamleg í slífcu samstarfi.
Er niðurstaðan á þá lund, að
frá Dettifossvirkjun væru fá-
anleigar um 1.200 GWh á ári
af raforku og hætfileg stærð
virkjunarinnar væri um 160
MW. Er þá reifcnað með að-
eins takimarkaðri miðlun ofan
við stíflu á Selfossbrú, en örð-
ugleilrum er bumdið að gera
á þeim stað mjög stóra miðl-
un sötoum þess hve jarðlög öll
á þessum svæðum eru sundur-
sprungin og lek. Ef huigsað er
um stærri miðlum þar má því
búast við mjög miklu vatnstapi
úr lóniniu um sprumgjur og gjár
fram hjá virkjuninmi.
Þá er þess að geta, að gerð-
ar hafa verið áætlamir um orku-
flut-ningslínu til þess að flytja
orku Dettifossvirkjunar til Ak-
ureyrar og ennfremur um límiu
frá Akureyri suður yfir Spx-engi-
sand að Sigöldu, þammig að
unnt væri að flytja þamm hluta-
af orku Dettifossvirkjunar, sem
elcki nýtist norðanlands á marik-
að snxnna-nlands. Þessar línuá-
ætlantr eru um tvegigja ára
gamlar og þurfa því endur-
sfcoðumar við m. t. t. verðlags
og er sú endurskoðun áformuð
n-ú á næstu mánuðum. Tekið
skal fram að hér er þó xxm
frumáætlanir að ræða og er
mikil þörf að kanma betur
línuiljeiðir og annað því rnáli
viðvíkjandi, áður en fullinaðar-
áætlanir eru fram lagðar. Að
slíkri kö-nnun er mú unnið. og
er nýlokið við rækilega könn-
un á línuleiðum mdlli Suður-
lands og Norðurlamds og er
skýrsla um þá könnun vænt-
a-nleg nú efitir noktora daga.
1 sem stytztu máli er því
rannsókn á vdrkjxxinaraðstæðum
við Dettifoss þa-nnig á vegi
stödd, að unnið er að fullnað-
aráætlunum um virkjun við
Dettifoss, en sökum mjög örð-
uigra jarðfræðilegra aðstæðna
er viðbúið að rannsóknir þær,
sem eru nauðsynlegur undan-
fari slíkrar fxxllnaðaráætlunar
taki nassta snxmar, 1972, og hið
þar næsta, 1973. þannig að
þess er væ-nzt, að unnt verði
að gamga frá fullnaðaráætlun
eftir u. þ. b. tvö ár“.
Gaf yfirlit iim
nefmdaskipanir ’
Á fundi sameinaðs þings í
gær svaraði Ólafaxr Jóhamnes-
son fyrirspum frá Gylfa Þ.
Gís-lasyni um nefnd-askipamr
núverandi ríkisstjórmair og
fjölgun starfsmanma í ráðu-
neytunum. Verður námar skýrt
frá því sem fram kom í svari
forsættsráðherra við' þessaxi
fyrirspurn í blaðinu síðar.
Gamla krónan
i fullu verðgildi
BÚKA-
w MARKAÐURiNN
Æ SILLA OG VALDA-
:* HÚSINU ÁLFHEIMUM
ssjWííSr.'ifeM
FFRÁ FLUCFÉLACII^U
Starf í vöruafgreiðslu
Pluigfélag íslands h.f. óskar að ráða mann nú
þegair til starfa við millilandafrakt í vöru-
afgreiðslu félagsins á Reykjavíkurflugvell’i.
Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun
nauðsynleg.
Umsóknir sendist starfsmannahaldi félags-
ins í síðasta lagi þann 10. marz n.k.
FLUCFELAC /SLAJVDS