Þjóðviljinn - 19.05.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.05.1972, Blaðsíða 12
• Almennar upplýsingax uid læknaþjónustu i borginni eru gefnai I símsvara Lækinafé- lags Reykiavíkui sími 1888? # Kvöldvarzla lyfjabúða, vikuna 13.-19. maí er í Apó- teki Austurbæjar, Lyfjabúð BreiðQiolts og Borgar Apoteki. Næturvarzla er í Stóriholti 1. • Slysavarðstofan Borgarspít alanum er opin aUan sólar- hringmn. — Aðems móttaka slasaðra Sími 81212. • Tannlæknavakt i Hellsu- vemdarstöðinnl er opin aila helgidagana frá kl. 5—6. Blaðamannafundur með iðnaðarráðherra: Aílt sem losar um viðjar hernaðarbandalaga jákvætt í gær hélt Magnús Kjart- anssom iðnaðarráðherra blaða- mannafund með blaðamönn- um frá Norðurlöndum, sem hér munu staddir í boði Banda- rdsku upplýsingaþjónustunnar. Gerði ráðherra grein fyrir þeirri stefnu ríkisstjómarinn- ar að komið verði á fót á á- ætlunargt-undvelli f jölbreytt- um iðnfyrirtækjum í eigu Is- lendlinga- Hann skýrði frá þeim breyttu viðhorfium sem orðið hefðu í tíð núverandi stjórnar að því er varðar orku- sölumál og erlent fjármagn. Vildu Islendingar gjaman hafa samstatrf við erleinda að- ila um stofnun iðnfyrirtækja en á þeim forsendum að meirihluti fjármagns væri í eigu Islendinga og að það lyti í öllu íslenzkum lögum. Blaðamennimir virtust ef- ast nokkuð um getu Islend- inga til að fjármagna iðnað og sjá honum fyrir vitnnu- afli, en mest spurðu þeir um væntanlega brottför hersins. Iðnaðarráðherra kvaðst ekki hafa neina ástæðu til að ef- ast um að staðið verði við' fyrklheit stjórnarsáttmálans um brottför hersins. Hann vísaði á bug þeirri kenningu um að við brottför banda- ríks hers myndaðist eitthvað það „tómarúm" sem Rússar gætu notfært sér. Allt sem gert er í þá átt að losa um viðjar heimaðarbandalaga og leysa þau upp er jákvætt, sagði ráðherra. Ef við losnum við bandarískan her héðan er það meðal annars nókkur liðveizla við þá að- ila í Austur-Eviópu sem hyggja á sjálfstasðari stefnu. Magnús Kjartansson minnti blaðamenn og á þær forsend- ur, sem settar voru við inn- göngu íslands í Nató, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum, — og ættu Danir og Norðmenn vel að geta skilið þá afstöðu. Og ef spurt er að því' hvenær séu friðartímar, þá má svara með annarri spumingu': hvenær hefur verið friðvænlegra í Evrópui en einmitt nú? Tamningamennirnir Sigurjón Gestsson og Jóhann Þorsteinsson. Hvítasunnukappreiðarnar Keppt í fyrsta sinn í 1200 metra hlaupi Hinar árlegu hvítasunnukappreiðar hesta- mannafélagsins Fáks fara fram á skeiðvellinum að Víðivöllum annan í hvítasunnu. Keppt verður í fjölda greina m.a. góðhestakeppni í tveim flokkum, kappreiðum, en nú verður í fyrsta sinn keppt í 1200 m hlaupi. Veðbanki verður starfræktur á kappreiðunuim. Mikill fjöldi hesta er skráð- ur til keppnimmar, en engimn hestur keppir nerna í eimni greim. I góðhestakeppni taka þátt 25 hestar í tveim flokk- um. Dómar fara fram í góð- hestakeppnimni á laugardag- inm milli kl. 15.00 og 18.00 að Víðivöllum, og er öllum heilmill ókeypis aðgangur, en síðan verða beztu hestar úr hvorum flokki sýndir á kapp- reiðumum. 1 keppnimsgreinar kapp- reiða eru skráðir margir mjög þekktir hestar Nefna má í sikeiði Glæsi Höskuldar Þráinssomar og Öðinn Þor- geirs í Gufunesi. I 350 m. stökki keppir m. a. Hrímnir Matthildar Harðardóttur sem oft hefur unnið þetta hlaup. I 800 m. er rétt að neíma Blalkk Hólmsteins Arasomar. en sá hestur á íslandsmet i greininni. og í 1200 m. keppir m. a. hinn reýndi keppnis- hestur Lýsiingiur Baldusrs Oddssonar sem sigraði í 1000 m. hlaopi á afmæliskappreið- um Fáks í vor. Ný keppnisgrein. 1200 m hlaup er ný keppn- isgrein sem sérstök ástæða er til að benda á. Stjórm Fáks stefmir að því að koma smám saman á lemgri hlaup- um en fram að þessu hafa tíðkazt. Telja þeir að lengri hlaupin verði mum skemmti- legri fyrir áhorfemdur jafn- framt því að reyna á aðra eiginleika hestama em skemimi’i hlaupin gera. Hinm nýi völlur Fáks að Víðivöllum við Ell- iðaár hefur 1200 m. hrimg- braut og gerir þar með mögu- leg lengri hlaup en fram að þessu. Félagar rösklega 600. Sveinþjörn Dagfinnssom, for- maður Fáks, kvað starfsemi félagsims undanfarið hafa ver. ið mjög blómlega. Félagar væru röslklega 600 og færi fjölgandi með hverju ári em árin sem félagið hefur starf- að eru nú orðim 50. Kvenfé- lag er starfamdi inman Fáks og hefur uminið gott starf að fjáröflum með knku- og kaffi- sölu. Sl. laugardag fór fram firmakeppmi á vegum Fáks í formi góðhes'tasýnimigar. I keppninni tóku þátt 190 fyr- irtæki og urðu úrslit sem hér segir: 1. Veggfóðrarinn. keppamdi Blesi Ósikars Grímssomar. 2-—5. Loftleiðir, keppandi Ási Himriks Ragnarssonar. 2. —5. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, keppandi Sómi Þórdísar Jónsdóttur. 2.—5. Sælkerinn, keppamdi Háfeti Bergs Magmússonar. 2.—5. Rafröst, keppandd Grani Leifs Magnússomar. 250 börn hafa sótt reið- skólann. Þá er reiðskóli fyrir börn starfandi á vegum Fáks og í vetur hafa um 250 börn sótt skólaim. Kenmslu amnasit > þau Ingólfur Guðmumdsison og Kólbrún Kristjámsdóttir Tamningastöð hefur verið rekin í allam vetur og jafn- an verið fullskipuð. Tamn- ingar annazt Sigurjón Gests- son og Jóhann Þorsteinsson. Hlýðni- og fimiþjálfun. Námskeið eru og haldim með um 30 þátttakendum hverju sinmi í hlýðni- og fimiþjálfum hesta, sem um leið er rei ð mennsku þ j ál f un og leið'beining knapa. Stjóm- aindi námskeiöanna er Ragm- heiður Sigurgrímsdóttir. Sveinbjörn Dagfinnsson opn- ar nýja skeiðvöllinn að Víði- völlum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.