Þjóðviljinn - 31.05.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Blaðsíða 2
2. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN— Miðvikudagur 31. mai 1972 Það stendur mikið til á Islandi í sumar. Og það, sem hæst mun bera, er listahátíðin, sem hefst nk. sunnudag, og heimsmeistaraeinvígi í s'kák milli þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskýs. Og þótt Laugardalshöllin þyki fullgóð fyrir íþróttamenn, þá þykir hún ekki nógu góð fyrir slíka atburði sem þessa, og því er þar allt á ferð og flugi þessa dagana. Sér klefar með öllum þægindum fyrir hvorn skákmann Þarna í Laugardalshöllinni vinna nú handverkmenn baki brotnu við breytingar og lag- færingar, eða þá nýsmíði. Þeg- H ar okkur bar þarna að garði í 11 fyrradag, vou menn frá Glugga- smiðjunni að setja rennihurðir fyrir gluggagaflana frægu, til að útiloka birtuna að utan. Magnús Þorvaldsson verkstj. i Gluggasmiðjunni sagði okkur,' að þeir hefðu einnig unnið við að setja þessar rennihurðir upp fyr- ir síðustu liscahátíð. Það áttu nú víst að koma festingar fyrir þessar hurðir, þannig að hægt væri að renna þeim til og frá, en þær hafa ekki komið ennþá, svo við verðuim að festa þetta upp án þeirra, sagði Magnús. Uppi á annarri hæð unnu menn við að rífa niður bráða- birgðaskilrúm, 9em sett voru upp fyrir mörgum árum, en nú á að ganga þarna frá fyrir fram- tíðina, setja hurðir fyrir inngang- inn á áhorfendasætin og fleira. — Það er gert til að einangra betur, þannig að enginn hávaði berist inn á sviðið til skákmann- anna þegar einvígið hefst, sagði Gunnar Guðmannsson fram- kvæmdastjóri hússins. Gunnar sagði okkur einnig, að útbúnir yrðu sérklefar, með öllum þæg- indum, á sviðinu fyrir keppend- ur til að hvíla sig í, meðan ein- vígið stasði yfir. Þá verður sen- an teppalögð, svo fótatak trufli ekki, en 9kákmennirnir verða ekki einangraðir frá keppend- um, svo ég er hræddur um að umferð þeirra eigi eítir að trufla eitthvað, en þetta er gert sam- kvæmt ósk Fischers, sagði Gunn- ar. Gunnar sagði að engin Ijósa- Magnús Þorvaldsson tafla yrði sett upp eins og talað hefði verið um. — Hins vegar verða settir upp básar niðri í anddyri, þar sem skákmenn munu skýra skákirnar og verður þar sýnt af myndsegulbandi frá skákborði snillinganna. — Nú, húsið verður allt mál- að að utan, bæði veggir og þak, sagði Gunnar, og ýmsar smá- lagfæringar auk þess, sem lok- ið verður við ýmislegt sem ekki hefur verið gert á undanförnum ámm, svo sem einangrunina og hurðirnar fyrir áhorfendasvæðið uppi á 2. hæð. Það er sem sagt greinilegt, að mikið soendur til, enda ekki á hverju ári sem beztu skák- menn heims halda hér einvígi og það um heimsmeistaratitilinn, nú og ekki er það heldur á hverju ári, sem fremstu lista- menn heims á sviði tónlistar, drepa hér niður fæti og túlka list sína, svo það er kannski ekki að undra þótt menn taki við sér. —S.dór Pétur saltaði komma* rœflana Keflavík, 23. 5. 72. Kæri Bæjarpóstur. Tilefni þess, að ég sezt núnið- ur og skrifa þér, er þáttur, sem ég var að horfa á í sjónvarpinu áðan. Hann heitir Ólík sjónarmið. Þar kom fram maður, sem ég tel héðan í frá tvímælalaust mesta mann íslands á þessari öld; hann heitir Pétur Guðjóns- son. Þeir voru að tala um stríðið í Viet-Nam, hann og aðstoðar- maður hans, sem heitir Jón, og svo tvær áróðursbuLlur frá heimskommúnismanum. Ég get ekki orða bundizt af hrifningu á Pétri, hann sallaði kommaræflana algjörlega, kom fram með áður óþekktar stað- reyndir um Viet-Nam stríðið, svo árasðarnir fóru allir í panik og bara göptu. Svo rak hann þá algjörlega á stampinn í herfræðinni; kunni skil á alls konar byssum, sprengj- um og eldflaugum til að bombi- dera með, og fullt af tölum, al- veg eins og Nixon. Kommarnir voru að reyna að komast upp með moðreyk og blaður, en hann brýndi bara raustina og talaði þá alveg í hel, fljúgandi mælskur á léttri, auðskildri íslenzku, líkri þeirri, sem almennt er töluð hér í Keflavík. Já, ég segi fyrir mig; hvert hans orð var í tíma talað, og nú er ég loks búin að fá nokkra innsýn í þetta Viet-Nam stríð. Til dæmis vissi ég ekki fyrr en í kvöld, þegar Pétur sagði það, að loftárásum hefði verið hætt á Viet-Nam fyrir 4—5 ár- um; helvítis kommarnir hjá Ríkisútvarpinu eru alltaf að tala um einhverjar loftárásir þar. (Enda stilli ég núorðið alltaf á Kanann til að heyra fréttirnar. Þær eru svo afskaplega litaðar hjá Ríkisútvarpinu, síðan komm- arnir tóku við stjórn). Já, og mér fannst það vel gert að upplýsa okkur íslendinga um, að þessir tveir kommar, sem voru þarna, væru að reyna að æsa Vestur-Þjóðverja í stríð við Austur-Þjóðverja, og væru meira að segja búnir að gefa þeim leyfi til að byrja. Hann Jón, sem var þarna með Pétri, var líka ágætur. Minnti mig soldið á strák úr Heimdalli, sem ég þekkti einu sinni. (Hann hét líka Jón; sniðugtl). Mér fannst það alveg rétt hjá Jóni að vera ekkert að pexa, heldur segja bara já, þegar ann- ar komminn fór að halda því fram, að allur heimurinn væri eitt svæði. Samt vita allir, að það er tóm tjara. T. d. Keflavík, Ameríka og Grikkland eru eitt svæði, og Rússland, Viet-Nam og Kína annað, svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst að íslendingar ættu að hylla Pétur, já og kannski Jón líka, fyrir að þora að segja okkur sannleikann, grímulausan. Og Kanarnir ættu bara að ráða þá strax í The U. S. Navy, og senda þá til Viet- Nam. Þá myndu þessir hug- lausu Vietkongar Ieggja á flótta eins og skot, og allir heims- kommúnistarnir með þeim. Með þökk fyrir birtinguna. Ein af beisnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.