Þjóðviljinn - 31.05.1972, Side 10

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Side 10
10. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. mai 1972- /*v staöan Þá er lokið einni umferð 1. deildarkeppninnar i knatt- spyrnu, og þótt ef til vill sé of snemmt að fara að setja stöðúna upp, þá skulum við nú eigi að siður gera það. Fram fBK KR UBK 1A Valur IBV Vikingur l-l-O-O-l :0-2 1-1-0-0-3:1-2 1-1-0-0-2:1-2 l-l-0-0-3:2-2 l-0-0-l-l:3-0 l-0-0-l-l:2-0 1-00-2-2:3-0 1-0-0-1-0:1-0 Mörkin Steinar Jóhannsson IBK 1 Albert Hjálmarsson IBK 1 Matthias Hallgrimsson 1A 1 Óskar Valtýsson tBV 1 Heiðar Breiðfjörð UBK, 1 Ólafur Friðriksson UBK, 1 Simon Kristjánsson Fram, 1 Atii Þór Heðinsson KR, 1 Gunnar Gunnarsson KR, 1 Alexander Jóhannesson Val, 1. Og eitt sjálfsmark hefur verið skorað. Oheppnir Þeir voru vægast sagt óheppnir Víkingarnir að ná ekki að minnsta kosti jafntefli gegn Fram í fyrsta leik þessara liða s.l. mánudagskvöld. Fram vann leikinn 1:0, en Víkingarnir sóttu mun meira, og það litla sem sást af knattspyrnu í þessum annars slaka leik, kom frá Víkin- gum. Ekkert sem þessi lið sýndu í leiknum bendir til þess, að þau verði i toppbaráttunni í sumar, og hiklaust má segja að þetta hafi verið slakasti leikurinn af þeim fjór- um sem fram hafa farið í fyrstu umferðinni. Það gerðist fátt markvert fyrstu minútur þessa leiks. Strax i upphafi varð hann þófkenndur og hélzt það allan timann, nema hvaöstöku sinnum að Vikingarnir náðu upp sæmilegu samspili, en herzlumuninn vantaði alltaf hjá þeim þegar inn i vitateiginn kom. Framarar voru heldur ákveðnari þessar fyrstu minútur, en náðu þó ekki að ógna fyrir en á 16. minútu. Þá var það, að Simon Kristjánsson, ungur og cfnilegur lcikmaður Fram, sem þarna lék sinn fyrsta mfl.-leik i islandsmóti, fékk holtann innan vitateigs, utarlega, cftir mikið krafs rétt við markteiginn og hann sendi bolt- ann i netið, 1:0. Þetta var laglega gert hjá Simoni, þvi að hann var i þriingri aðstöðu. Smám saman náðu Vikingar betri tökum á leiknum og sóttu mjög stift siðustu 20 minútur f.h. Þessar minútur voru bezti kafli leiksins hvað knattspyrnu viðvék. Þrátt fyrir þessa sókn var aldrei ógnun i leik Vikinganna og mark Fram komst aldrei i hættu. Hins vegar átti Kristinn Jörundsson skot i þverslá af stuttu færi á 32. minútu, en hann fékk boltann mjög óvænt i ágætu færi, en fór svona með það. Framan af siðari hálfleik var mikið um þóf og ónákvæmar sendingar. Ekkert umtalsvert gerðist fyrr en á 62,minútu, er Gunnar Gunnarsson fyrirliði Vikings skallaði rétt yfir þverslá eftir hornspyrnu. Nokkrum sinnum eftir þetta skall hurð nærri hælum við Fram-markið, en alltaf var hættunni bægt frá, oftast á siðustu stundu að fótur kom fyrir skot innan vitateigs. Fram átti engin umtalsverð marktækifæri i siðari hálfleikn- um og það verður að segjast eins og er, að Fram var heppið að fara með bæði stigin úr þessari viður- eign. Eins og undanfarin ár var vörn Fram sterkari hluti liðsins með þá Martein Geirsson og Sigur- berg Sigsteinsson sem beztu menn. Þessir tveir stóðu eins og klettar úr hafi i öftustu vörn Fram-liðsins. Tengiliðirnir eru greinilega veikasti hlekkur Fram-liðsins, en aftur á móti eru sumir framlinumennirnir skemmtilegir, svo sem hinn boltaheppni Kristinn Jörundsson, sem alltaf er stórhættulegur. Vikingsliðið getur mun meira en það sýndi i þessum leik. Það getur leikið vel saman, ef sá gállinn er á þvi, og menn eins og Gunnar Gunnarsson og Guðgeir Diðrik Ólafsson markvörður Vikings býr sig undir að grlpa boltann. Páll Björgvinsson til varnar viö stöngina. Þorbergur Atlason slær frá en þeir Páll Björgvinsson og Ólafur Þorsteinsson sækja að honum. Gunnar Gunnarsson fyrirliði Víkings fylgist meö viðureigninni. Leifsson eiga að geta ráðið miðjunni gegn hvaða liði sem er. Já, hann Guðgeir Leifsson, sem sennilega er einn allra bezti knattspyrnumaður sem við eig- um i dag, en hann hefur einn stóran galla og það er þessi sifelldi einleikur hans. Það er ekki nóg með að hann fái minna útúr sinum eiginn leik, heldur skemmir hann mikið fyrir liðinu með þessu. Vikings-vörnin með þá Jóhannes Bárðarson og Jón Ólafsson sem beztu menn var góð i þessum leik, ef undan er skilið það sem henti hana þegar markið kom. Framlinan var greinilega veikasti hlekkurinn i Vikings- liðinu, þvi að það vantar allan brodd i sóknina hjá þvi; i það minnsta var það þannig i þessum leik. Dómari var Einar Hjartarson og slapp vel frá leiknum i heild, þótt mér fyndist hann full-smá- munasamur til að byrja með. S.dór Fundur áhuga- manna um frjólsiþróttir Næstkomandi fimmtudag, 1. júni, verður efnt til stofnfundar á félagsskap manna, sem áhuga hafa á frjálsiþrótta-þjálfun. Fundur þessi verður haldinn i kaffistofu Guðmundar Sigtúni 3 og hefst kl. 21.30. Allir eru velkomnir á fund þennan sem áhuga hafa á mál- efninu, jafnt iþróttakennarar sem aðrir. Breiðablik og KR i kvöld i kvöld kl. 20 hefst á Melavellin- um leikur Breiðabliks og KR i 1. deildarkeppni islandsmótsins. Bæði þessi lið unnu sina leiki um siðustu helgi, svo áreiöanlega verður gaman aö fylgjast með viðureign þeirra i kvöld. Menn voru að gera þvi skóna áður en tslandsmótið hófst, að þessi lið yrðu i fallbaráttunni, en byrjun þeirra i mótinu bendir ekki til þess að svo verði. Frammistaða Breiðabliksiiðs- ins i Vestmannaeyjum á sunnu- daginn var, kom öílum á óvart og það eru ár og dagar siðan úrslit knattspyrnukappleiks hér á landi hafa komið jafn mikið á óvart. Nú verður liðið að leika áfram á Melavellinum sem sinum heima- velli i. sumar, og þar sem Breiða- bliksmenn eru vanari malarvelli kemur það þeim sjálfsagt til góða að hafa malarvöllinn, þótt það sé til skammar fyrir Kópavogsbæ hvernig búið er að iþróttafólki kaupstaðarins. Halda ungu KR-ljónin áfram eins og þau byrjuðu? Það er spurning sem margir biða spenntir eftir svari við. I kvöld fæst skorið úr þvi að einhverju leyti. Vinni KR þennan leik, þá hefur það sennilega fengið það start, sem dugir þvi til að verða ekki i falihættunni i sumar. —S. dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.