Þjóðviljinn - 21.07.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Qupperneq 1
Föstudagur 21. júli 1972—37. árgangur—160. tölublað AlþýÖubankínn hf ykkar hagur okkar metnaöur I 2 1/2:2 1/2 eftir ljótan afleik heimsmeistarans I ! FISCHER SIGRAÐI FALLEGA í 27 LEIKJUM' Er menn komu til fimmtu einvigisskákarinn- I arveittu þeir því athygli að ýmsar breytingar höfðu verið gerðar til að draga úr Ihávaða i salnum. Komið hafði verið fyrir auka for- hengi og einnig höfðu tré- bekkirnir verið teknir úr umferð, það minnkar að vísu sætaplássið nokkuð, en það kemur ekki að sök þar eð menn eru það mikið á ferli. Heimsmeistarinn var mættur á tilsettum tima, en áskorandinn kom nokkrum minútum of seint að vanda. Eins og i fyrri skákum þar sem heimsmeistarinn hefur haft hvitt lék hann drottningarpeði og upp kom Nimzoindversk vörn. Spasski eyddi miklum tima í 11. leik sinn en sá leikur bauð upp á mannsfórn sem Fischer þorði ekki að Þiggia. I Kom nú upp mjög lokuð staða þar sem riddari . Fischers mátti sin meira en | biskup heimsmeistarans. . Spasski tókst að skipta upp | á hrókum og létta þannig á . Framhald á bls. 11. | Eiga að finna leið í efnahagsmálum Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að gera út- tekt á ástandi efnahags- málanna og gera tillögur um leiðir til varanlegri lausna á vanda efnahags- málanna. Þegar bráða- birgðaaðgerðirnar voru gerðar í byrjun mánaðarins var það boðað að nef nd yrði skipuð. ( gær barst blaðinu eftirfarandi fréttatil- kynning frá forsætisráðu- neytinu: „Forsætisráðherra hefur i dag skipað nefnd til þess að gera til- lögur um leiöir og valkosti i e,fna- hagsmálum með það fyrir augum að halda verðbólgu i svipuðum skorðum og i nágrannalöndunum, treysta grundvöll atvinnuveg- anna og tryggja atvinnuöryggi og kaupmátt lauan. Formaður nefndarinnar er Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri og með honum i nefndinni eru Jóhannes Nordai, seðlabanka- stjóri, Jóhánnes Eliasson, banka- stjóri, Ólafur Björnsson, prófessor, Guölaugur Þorvalds- son, prófessor, bröstur Ólafsson hagfræðingur og Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur. Lagt var fyrir nefndina að hafa samráð v\6 Alþýðusamband tslands og Vinnuveitendasam- band tslands.” Yerkbann? A fundi hjá Félagi isl. raf- virkja, sem haldinn var s.l. mið- vikudag, var nær einróma sam- þykkt tillaga þess efnis, að félagsmönnum FIR sé óheimilt að vinna i nýlagnavinnu og við meiriháttar breytingar, nema samkvæmt ákvæðisvinnutaxta. Þessi samþykkt þýðir eiginlega að FIR samþykkti einhliða taxta. t gær barst Þjóðviljanum afrit af bréfi sem Vinnuveitendur sendu til Félags isl. rafvirkja, þar sem þessari samþykkt félagsmanna FIR er mótmælt, sem broti á nýgerðum kjara- samningum. Vinnuveitenda- sambandið skorar á FIR að draga fyrrnefnda samþykkt til baka fyrir kl. 17 n.k. þriðjudag ellegar verði „málaferli og frekari óþægindi”. Bréf Vinnuveitendasam- bandsins er mjög harðort og ýmislegt bendir til að meistarar hyggi nú á verkbannsaðgerðir vegna samþykktar Félags islenzkra rafvirkja. Skaftá í ham Allar likur benda nú til þess að jökulhlaup sé aö hefjast i Skaftá. t viðtali við húsfreyjuna i Skaftár- dal um 4 leytið i gær, sagði hún að vatnsborð árinnar heföi hækkað um nálega 2 metra frá þvi kl. hálf clicfu i gærmorgun. Væri þessi vöxtur mcð örasta móti. Við höfðum samband við Sigur- jón Rist, vatnamælingamann, sem var að búa sig undir að halda austur. Hann sagði að siritinn hjá Skaftárdal hefði sýnt mjög öran vöxt i ánni á milli kl. 10 og 12 i gær. Sigurjón kvaö hlaup i Skaftá hafa verið með 4ra til 5 ára milli- bili, en nú i seinni tið væri farið að styttast verulega milli hlaupanna og væri nú timinn milli þeirra kominn niður i 2 1/2 ár. Siðasta hlaup hefði verið i janúar 1970. Rennslið i þessum hlaupum hefur náð nærri 2000 teningsmetrum á sekúndu. Nú fer Skaftá sem kunnugt er eftir tveim farvegum eftir að kemur niður i byggð. Aðalvatns- magnið fer eftir farvegi austan við bæinn Ása i Skaftártungu. Þar hefur undanfarið verið allmikil hætta og mun sennilega vera nú við brú, sem er þarna á aðalþjóð- veginum. Hættan stafar af þvi að Framhald á bls. 11. Búnir að skila sínu Nýlcga voru tveir bátar, Herstcinn og Lagarfoss, brenndir i slippnum i Eyjum, cn þeir höfðu báðir verið dæmdir ónýtir. Þetta voru happafleytur, sem voru búnar að skila sinu i þjóðar- búið. (Ljósm. Heiðar Martcinsson). IBM ruglar IBM Heilarnir hjá I.B.M. rugluðu heldur betur út- reikningunum hjá skatt- stofnunni. Tölvan gleymdi einum io miljónum og kom þannig eigin fyrirtæki i hið eftirsótta og auglýsta fyrsta sæti i tekjuskatts- greiðslu fyrirtækja. Það fyrirtæki sem varð fyrir barðinu á tölvunni var Hekla h/f sem auðvitað á að vera i fyrsta sæti eins og Volkswagen hefur alltaf leitazt við að vera og greiðir Hekla h/f 12.744 þús i tekjuskatt. En tölvan sýndi einnig Oliufélaginu h/f þann fjandskap (tölvan er á móti Esso) að sleppa þar tölu, en réttilega átti Oliufélagið að fá 12.668 þús. Samkvæmt þessu verður Hekla í fyrsta sæti i heildargjöldum félaga til hins opinbera og greiðir 20.197 þús. Fleiri villur höfðu ekki komið fram í gær. Þessi knálegi piltur dvelur i sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Reykjahlíð i Mosfells- sveit, en frá þeim sumarbúðum segir nánar i opnu blaðsins. REYKJANESKJÖRDÆMI Enn eru nokkur sæti laus í helgarferð Alþýðubandalagsins um Fjallabaksleið í Eldgjá. Horfur eru á góðu ferðaveðri um helgina og landslag er bæði hrikalegt og fagurt á þessari leið. Þeir sem enn hafa ekki tilkynnt þátttöku, en ætla að vera með i þessa ob> gðaferð þurfa að hringja i sima 40853 eða 41279 i siðasta lagi um hádegi i dag. Lagt verður af stað frá Félagsheimili Kópavogs kl. 8 i fyrramálið. V Ferðanefndin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.