Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur. 21. júli 1972 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 3. Olympíuliðið valið Heldur utan til keppni á þriðjudag og leikur 4 landsleiki Ótympiulið tslands i handknatt- leik hefur nú verið endanlega vaiið. Liðið heldur utan á þriðju- daginn og mun leika 4 landsleiki i ferðinni, 2 við Norðmenn og 2 við V-Þjóðverja. Ferðin er hugsuð sem lokaundirbúningur fyrir Ólympiuleikana i Miinchen. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Ólafur Benediktsson Gunnsteinn Skúlason Ólafur H. Jónsson Gisli Blöndal Stefán Gunnarsson Ágúst ögmundsson Geir Hallsteinsson Viðar Simonarson Stefán Jónsson Sigurbergur Sigsteinsson Björgvin Björgvinsson Axel Axelsson Sigurður Einarsson Jón Hjaltalin Magnússon riplr KDRNEUUS JONSSON Lausar stöður Við Bændaskólann á Hólum i Hjaltadal eru lausar til umsóknar tvær kennara- stöður: 1. Staða kennara i búfjárfræði og skyldum greinum. 2. Staða kennara i vélfræði. Laun samkvæmt launa kerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 15. ágúst 1972. FHÁ FLUCFELÆCIIWU Skrifstofustörf í farpantanadeild Flugfélag Islands h.f. óskar að ráða skrifstofustúlku og skrifstofumann til starfa i farskrárdeild. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif- stofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds félagsins i siðasta lagi mánu- daginn 31. júli. FLUCFELAC LSLAIS/DS Jóhannes Geir sýnir á Neskaupstað 1 dag kl. 16 e.h. opnar Jóhannes Geir listmálari málverka- sýningu i Egilsbúð Neskaupstað og stendur hún i viku og er opin daglega frá 16-22 e.h. A sýningunni eru 30 pastell-myndir og allar til sölu. H.G. Nýtt fiskiskip sjósett 1 gær fór fram sjósetning á nýju fiskiskipi sem Kristbjörn Þórarinsson og Einar Krist- björnsson hafa látið smiða hjá Stálvik h.f., Skipið er 29,01 rúmlesta fiski- skip, 16 m langt, frambyggt og smiðað úr stáli og útbúið sér- staklega til rækjuveiða, einnig linu- og togveiða. Skipið er knúið 350 ha. Caterpillar D343 TA bátavél.Ljósavéler af Lister gerð og þilfarsvindur háþrýstar frá Véiaverkstæði Sig. Svein- björnssonar. Þetta er annað skipið sem Stálvik h.f. smiðar af þessari gerð og hefur fyrra skipið reynzt prýðilega að sögn eiganda. Birna Kristbjörns- dóttir, dóttir eigandans, gaf skipinu nafnið ORION RE 44. Skipið fer til heimahafnar Reykjavikur, þegar prófunum á vélum, tækjum og öðrum búnaði er lokið og Siglingamálastofnun rikisins hefur lokið við sina skoðun. (ljósm. Gunnar) Kynnir sér örnefna- rannsóknir víðsvegar í Evrópu Undanfarna daga hefur verið hér á landi forstöðumaður örnefnastofnunar Suður-Afriku, dr. Peter Raper frá Pretoriu, en stofnun hans safnar, varðveitir og rannsakar örnefni Suður-Afriku- lýðveldisins, bæði nöfn af evrópskum og afriskum uppruna. Erindi dr. Rapers hingað var að kynna sér starfsemi örnefna- stofnunar Þjóðminjasafns, en hann er i kynnisferð til örnefna- stofnana i nokkrum löndum Vestur- og Norður-Evrópu. 12 íslenzkar smásögur í enskri þýðingu Smásögur eftir tólf islenzka rit- höfunda i enskri þýðingu komu út i vikunni. Þaö er ekki á hverjum degi að þýðingar á islenzkum verkum cru gcfin út á ensku — og útkoina bókar af þessu tagi er þvi jafnan viðburður. SHORT STORIES OF TODAY, by Twelve Modern Icelandic Authors, er titill bókarinnar, sem er i bókaflokknum ICELAND REVIEW LIBRARY. Sögurnar valdi og þýddi Alan Boucher og eru þær eftir þessa höfunda: Halldór Stefánsson, Guðmund Danielsson, Jón Dan, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jakobinu Sigurðar- dóttur, Jón Óskar, Geir Kristjánsson, Jóhannes Helga, Indriða G. Þorsteinsson, Svövu Jakobsdóttur, Hannes Pétursson og Jökul Jakobsson. Aöur hefur komið út i flokki ICELAND REVIEW LIBRARY safn ljóðaþýðinga islenzkra skálda, einnig valin og þýdd af Alan Boucher. Eins og nafnið bendir til, er það útgáfa tima- ritsins ICELAND REVIEW sem stendur að þessum nýja flokki islenzkra verka i enskri þýðingu, en slikar þýðingar eru af mjög skornum skammti á bóka- markaðnum. Munu útgefendur ritsins hafa i huga að halda þessari starfsemi áfram eftir þvi sem aðstæður leyfa og er hún einn liður i þeirri viðleitni ICELAND REVIEW að koma verkum islenzkra höfunda á framfæri við lesendur úti i heimi. Þórbergur Þórðarson. ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: FRÁSAGNIR Nýtt bindi I útgáfu Máls og menningar á ritum Þórbergs Þórðarsonar. Hinar styttri frásagnir Þórbergs, sem saman eru komnar i þessari bók, bera allar meistaranum vitni, hinum þróttmikla stil hans og þeirri eðlis- gáfu islenzks máls sem honum er léð, en annars eru þær af margvislegu tagi. Frásagnir af sjóslysum og svaðilförum eins og Ströndin á Horni og Með strandmenn til Reykjavikur, myndir úr evrópskri miðaldasögu (Barnakrossferðir og Múgvit- firringarnar þrjár), hin geysifróð- lega ritgerð um Lifnaðarhætti i Reykjavik á 19. öld, hin óviðjafnan- lega menningarsögulega heimild, Lndriði miðill, og hinar römmu draugasögur i Viðfjarðarundrunum. Smásagan Uppskera lyginnar er sér á parti, og siðast en ekki sizt er ástæða til að minna á þær tvær nostursamlegu og undirfurðulegu mannlýsingar sem bókin endar á: Björn á Reynivöllum og Gamli- Björn. Margar þessara frásagna hafa ekki komið áður út i bókarformi og verið óaðgengilegar öllum almenningi. Bókin er ómissandi öllum aðdáend- um Þórbergs. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18. 80 erlend veiðiskip við landið Samkvæmt talningu Land- helgisgæzlunnar voru 80 erlend veiðiskip hér við land 16. júli s.l. Brezku togararnir voru flestir, eða 51, þá koma 19 vestur-þýzkir togarar og 8 belgiskir. En aðeins varö vart tveggja færeyskra linu-og hand- færabáta. Fjölmennastur var flotinn út af Vestf jörðum, en þar reyndust veiðiskipin vera 41. Þj óðhátiðarnef nd opnar skrifstofu Þjóðhátiðarnefnd 1974 hefur opnað skrifstofu að Laugavegi 13, annari hæð, og er hún opin dag- lega frá 14- 17 e.h.. Þeir sem óska geta sótt tillögur sinar að vegg- skjöldum og hátiðarmerkjum á þeim tima. Einnig geta menn haft samband við skrifstofuna varðandi aðrar upplýsingar og er siminn þar 26711.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.