Þjóðviljinn - 21.07.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Page 7
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur. 21. júli 1972 Föstudagur. 21. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. % Ófullkomin skýrsla til heilbrigðisráðu- neytisins Sunnantil i Mosf'ellsdal, gegnt Mosfellskirkju, stendur lágreist og vinalegt hús með heiðbláu þaki og moldbrúnum veggjum. Þetta hús reisti á sinum tima Steían Þorláksson, sem blekbóndi á nærliggj- andi bæ hefur gert nær ódauðlegan i króniku um sveitina. Talsvert liefur húsið þó stækkað siðan á dögum Stefáns, þvi nú búa i þvi nær 70 manns. Húsið heitir Reykjadalur og er eign Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaöra. Er þar á sumrin rekið sumardvalar- heimili l'yrir fötluö og lömuð börn, en á veturna er þar skóli fyrir þau hin sömu. Við eigum leiö um einn rigningardag i júli og er boðið upp á ný- bakaðar kleinur og kaffi hjá Andreu Þórðardóttur forstöðukonu undir þvi þaki sem Stelan Þorláksson geymdi bil sinn áður. Fyrst þurltum við að visu að leysa úr ýmsum spurningum um ætt okkar og lilveru alla frammi fyrir kátum krakkahóp, sem umkringdi okk- ur er við renndum i hlað, en i kleinur komumst við að lokum. Og við byrjum að spyrja Andreu. — Ilér i Reykjadal hefur verið starfrækt sumardvalarheimili i 8 ár og skóli á veturna s.l. :s ár, en áöur var þessi starfsemi i skólum úti um landið. Það er Slyrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem rekur þetta heimili, en Styrktarfélagiðvarð20ára i marz s.l. Formaður frá upphafi hefur verið Svavar Pálsson, og það er fyrst og fremst hans verk, að þessi staður var keyptur og þessari starfsemi komið af stað. Og hér eru sem sagt börn, sem eru fötluð eða lömuð? — t viðri merkingu já, þvi l'ötlun getur spannað svo vitt svið. Hún getur verið og hér bæði andleg og likamleg og fer stundum saman, þvi oft á tiðum veldur sami sjúkdómur bæði skemmdum á heila og öðrum hlutum likamans. Hérna eru börn sem eru mállaus og heyrnarlaus, en að öðru leyti heilbrigð, börn sem eru bundin hjóla stól og önnur sem eru likamlega i'ötluð en geta farið um sjálf. Og i sumum þessara tilfella er sem sagt um að ræða heilaskemmdir, sem valda þvi að börnin hafa ekki náð andlegum þroska á við jafn- aldra sina. Kn engin hcilbrigð liörn eða...? — Jú, við erum lika með heilbrigð börn og er þar ýmist um að ræða systkini fötluðu barnanna eða börn, sem við höfum verið beðin fyrir, og höl'um við þau með til þess að reyna að gera umhverfið sem eðlilegast. Nú er böniiiiu sem eiga við ýmis konar sjúkdóina að striða blandað liér sainan. veldur það ekki crfiðlcikum og þyrfti ekki að skipta þcssum börnum á fleiri staði? — Jú, það tel ég. Það getur valdið erfiðleikum aö hafa saman börn, sem eru andlega veil og þau sem eru likamlega fötluð en að öðru leyti heilbrigð; skap og þ.u.l. fer þá oft ekki saman. En það er yfirleitt ekki um annan stað að ræða fyrir þau börn, sem eitthvað er að andlega, og þeim hentar oft ekki að vera á heimilum fyrir heil- brigð börn, og þess vegna tökum við þeim. Og sum þeirra barna, sem eru heilbrigð að öðru leyti en likamlegri ’fötlun, geta lika i mörgum tilfellum verið á heimilum fyrir heilbrigð börn og gengið i venjulega skóla, enda er það þannig i mörgum tilfellum, og vissu- lega er það æskilegast. A livaða aldri cru þessi börn? — Það yngsta i sumar er 4ra ára og svo eru þau allt upp i 15 ára gömul. ()g h vað eru þau mörg, og h vað með starfslið? — Börnin eru flest 47, en það rokkar svolitið til, og starfsstúlkur eru 22. Tiu þeirra eru i þvi að gæta barnanna, og svo er starfslið i eldhúsi, ræstingu, næturvakt ög sjúkraþjálfun. Er þetta starfslið menntað sérstaklega til þessara starfa? — Nei flestar stúlknanna eru skólastúlkur, sem vinna hér á sumr- in. Það er ekki hægt að fá útlærðar fóstrur til starfa hér þann stutta tima, sem heimilið er starfrækt á ári, en við höfum hér menntaðan sjúkraþjálfara, sem reyndar er þýzk, og sér hún um likamlega þjálfun barnanna fyrir utan þá þjálfun, sem þau fá af leikjum og annarri hreyfingu. En iivað með sálfræði- og læknisþjónustu? — Sálfræðiþjónusta er engin, og væri vissulega mikils virði að fá meiri vitneskju um hvað i þessum börnum býr, þvi sum þeirra eru þannig, aö þau geta ekki eða eiga erfitt með að tjá sig á venjulegan hátt, og þarf þvi sérstakar sálfræðilegar prófanir til þess að finna út hvaða hæfileika þau hafa, en það er þvi miður ekki um að ræða enn sem komið er. Læknisþjónusta er aftur á móti eins og bezt verður á kosið. Okkar læknir er Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykja- lundi, og kemur hann hér mjög oft og skoðar börnin, fylgist með þeim og segir til um meðferðina. Svo læknisþjónusta er alveg fyrsta flokks. Eu þyrltuð þið ckki fleira sérmenntað starfsfólk, eins og tildæmis iðjuþjálfara? — Jú, vissulega, og það á vafalaust eftir að verða. Ég veit til þess, að fólk er i námi i iðjuþjálfun, þroskaþjálfun og föndri fyrir börn eins og þessi, sem hér eru, og við eigum áreiðanlega eftir að njóta góðs af starfskröftum þeirra siðar meir. En þessar greinar eru svo nýjar að ekki er kostur á sérmenntuðu starfsfólki ennþá, en ég veit til þess að t.d. á starfsfræðsludögum i skólum er mikið spurt um þessi störf, og ég held að fólk sé að opna augun fyrir þessu sviði nú á siðustu árum og er vissulega þörf á. Er sú þjálfuu sem börnin fá hér nóg? — Nei, og stafar það ekki sizt af þvi, að mörg barnanna eru utan af landi og fá þess vegna þjáifun aðeins þann tima, sem þau eru hér hjá okkur yfir sumartimann, en þyrftu i rauninni að fá þjálfun allt árið. Ensjúkraliðareru bara ekki á hverju strái. En þjálfunin hér er ágæt, við erum meö sundlaug og gufubaðstofu fyrir utan þau tæki, sem sjúkraþjálfarinn notar, og auk þess ýmis konar leiktæki, sem við höfum fengið frá hinum og þessum. En okkur vantar enn mikið af leiktækjum. En inörg bariianiia fá bata smám saman? — Jájá, en það tekur oft mörg árað þjálfa þau þannig, að þau geti beitt likama sinum eðlilega og losnað við hækjur, spelkur og þ.u.l. Þetta hefst með þrotlausri þjálfun. Það nýjasta hjá okkur i þjálfun- inni er að við fáum hér hesta þrisvar i viku; það styrkir börnin likamlega að sitja þá, fyrir svo utan það, hvað þeim þykir þetta Húsakynni Styrktarfélags lamaðra og fatiaðra I Reykjadal. Fóstrur syngja með börnunum óskaplega gaman. Ég veit til þess að þetta hefur verið reynt erlend- is, og við erum mjög spennt að vita hvað kemur út úr þessu. Hvernig er með húsnæði, er þaö nóg? — Þetta hús sem við höfum hér finnst mér vera mjög gott, en okkur vantar mjög leikstofu, sem reyndar er veriö að innrétta i hlöðunni hér fyrir neöan með hjálp félaga Styrktarfélagsins, og við þaö batnar aðstaðan mikið, þvi börnin geta ekki veriö úti ef eitthvað er aö veðri. Aukþessvantar okkur tilfinnanlega starfsmannahús, við búum allar hér i húsinu og erum yfirleitt tvær og þrjár i herbergi, og það vill verða æði erilsamt og ekki miklir möguleikar á hvild þegar verið er á vinnustað allan sólarhringinn. Svo starfsmannahús er ofarlega á óskalistanum hjá okkur. Nú er allt starfsliðiö kvenkyns, væriekki heppilegt fyrir börnin að hér væru karimenn svo umhverfiö«yröi þeim eðlilegra? — Jú, það væri vissulega mjög gottj en húsnæðisvandræðin koma i veg fyrir að svo geti orðið, þvi þegar fleiri búa saman i herbergi er ekki hægt að blanda saman kynjunum. Og við getum ekki bætt við fleira starfsfólki, þvi börnjn'eru svo mörg og hvert rúm skipað. liveriiig cr reksturinn svo fjármagnaður? — Nú er það Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem rekur þenn- an stað að öllu leyti, og eins og þiö vitið er það áhugamannafélag og hefur tekjur af eldspýtnasölu auk simahappdrættis. Styrkur rikis og borgar til heimilisins er afskaplega litill, ekki nema nokkrir tugir þúsunda frá hvorum aðila á ári, sem hrekkur skammt þegar börnin eru svona mörg og starfsliðið yfir 20 manns. Hér er enn margt ógert og veitti ekki af að styrkur hins opinbera yrði riflegri. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að bjóða fulltrúum heilbrigðismála i heim- sókn hingað, hvenær sem þeir óska. Og reyndar ætti það helzt að vera þannig að rikið ætti þennan stað og ræki og sæi til þess að hann sé búinn öllu þvi sem til þarf, þvi mikið er i veði. Við látum samtalinu við Andreu lokið og hún sýnir okkur húsið og kynnir okkur fyrir börnunum, sem halda áfram að spyrja okkur um pabba og mömmur, afa og ömmur, langafa og langömmur og eru alls ófeimin við myndavélina. Og við höldum i bæinn endurnærðið á sál\af þessum káta hóp, en veltum þvi um leið fyrir okkur hvernig á þvi getur staðið, að yfir- völd landsins láta sig þessi börn ekki skipta nema sem svarar and- virði fárra daga i meðal-laxveiðiá. Ari og Ásgeir. HEIMSOKN I SUMARDVALAHEIMILI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐRA í REYKJADAL ■ Andrea Þóröardóttir, forstöðukona. i - I Úr einum svefnsalnum. 1 % Frá B.S.A.B. Eigendaskipti eru fyrirhuguð á tveim fjögurraherbergja ibúðum i 4. bygginga- flokki félagsins. Félagsmenn sem vilja neyta forkaups- réttar snúi sér til skrifstofunnar, Siðu- múla 34, fyrir 31. júli n.k. Simar 33509 og 33699. Bsf. atvinnubifreiðastjóra. f|| Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við svæfingadcild Borgarspitalans er lans til umsókiiar. Staðan veitist frá 15. ágúst n.k. eða siðar cftir nánara samkom ulagi. Uppiýsingar iiin slöðuna veitir yfirlæknir dcildarinnar. Laiin samkvæmt samningi Lækuafélags Keykjavikur við Keykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum tim náni og fyrri störf sendist Heilbrigðisinálaráði Rcykjavfkurborgar fyrir 15. ágúsl n.k. Reykjavik, 19. júli 1972. Heilbrigðismálaráð Iteykjavikurborgar. SKÓLASTJÓRA OG KENNARASTÖÐUR VIÐ MIÐSKOLA PATREKSFJARÐAR Vegna árs fris er staða skólastjóra laus til umsóknar. Ennfremur stöður kennara við sama skóla, söngkennsla æskileg. Upplýsingar um stöðuna veitir formaður skólanefndar Ágúst H. Pétursson, simi 94- 1288 og skólanefnd Patreksskólahverfis. Staðar- uppbót Kennara vantar að Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi við gagnfræðastigið. Kennslugrein er islenzka. 1 boði er staðaruppbót, allt að 48 þús. kr. á ári, miðað við að kennari hafi full réttindi eða langa og góða starfsreynslu. Kennt er 5 daga vikunnar. Kennslu er yfirleitt lokið kl. 14.00. Upplýsingar gefa Svavar Lárusson yfir- kennari, simi 36492 og Halldór Einarsson, simi 24104. Skólanefndin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.