Þjóðviljinn - 21.07.1972, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Qupperneq 12
Dubcek-sinnar dæmdir í T ékkósló v akíu PRAG 20/7. — Að undan- förnu hafa staðið yfir rétt- arhöld í máli nokkurra kommúnista sem tengdir eru hinum skamma blóma- tíma sósialismans í Tékkóslóvakíu árið 1968 áður en Varsjárbandalags- ríkin bundu endi á hann með innrás sinni i ágúst það ár. I dag var fyrrverandi formaöur i flokksdeildinni i Prag, Jaromir Litera, dæmdur i tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „moldvörpu- starfsemi”. Litera var þekktur leiðtogi á hinu fræðilega sviði þegar Alexander Dubcek var framkvæmdastjóri flokksins. Þá var Josef Stehlik, fyrrum flokks- starfsmaður, dæmdur i tveggja ára fangelsi. Iðnaðarmaður að nafni Rocek og kona að nafni Svobodova fengueins árs fangelsi skilorðsbundið. Saksóknari hafði krafizt 2ja ára fangelsis fyrir Litera, en dómar yfir öðrum voru i samræmi við kröfur hans. Teiknarinn hugsar sér að dómari í einviginu segi ■. Ekki vikingaspil aö visu, en við veröum að passa að Fischer laumist ekki burtu! Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Minnihlut ast j órn sósíaldemókrata fallin í Finnlandi HELSINGFORS 19/7. Minnihlutastjórn sósialdemó- krata i Finnlandi undir forystu Rafaels Paasios sagði af sér á miðvikudaginn. Var þvi lýst yfir aö stjórnin væri þeirrar skoðunar aö einungis meirihlutastjórn gæti lagt til við forseta lýðveldisins að undirrita viðskiptasamning þann sem gengiö hefur verið frá viö Efnahagsbandalagiö. Kekkonen forseti hefur beðið stjórnina að gegna störfum áfram til bráðabirgöa, en fullvist er að samningurinn við EBE verður ekki undirritaður á laugardágtrm eins og til stendur hjá öðrum þeim rikjum sem verið hafa að semja við EBE að undanförnu. Finnsku blöðin fjalla um stjórnarkreppuna i dag, fimmtu- dag, og sýnist sitt hverjum. Aðal- blað sósialdemókrata leggur áherzlu á aö stærri ákvarðanir þarfnist samstarfs á breiðum grundvelli og sósialdemókratar hafi verið fúsir til sliks samstarfs, en stjórnarandstaðan hafi sýnt ábyrgðarleysi og jafnvel skemmdarstarfsemi. Blöð til vinstri við sósialdemókrata segja að stjórnarflokkurinn hafi ekki haft mótaöa afstöðu til fri- verzlunarsamningsins og þorað EBE semur yið nýlenduveldi BRUSSEL 20/7. — i dag lauk samningaviðræðum milli hins fasíska nýlendu- veldis Portúgals og Efna- hagsbandalagsins með samkomulagi um fri- verzlunarsamning sem væntanlega verður undir- ritaður á laugardag eins og aðrir viðskiptasamningar milli EFTA-rikja og EBE. að axla ábyrgðina af honum, sem sé vorkunnarmál. Borgarablöðin eru óánægö með aö stjórnin skyldi ekki pressa friverzlunina i gegn og tala jafnvel um svik i þvi sambandi. Ekki hafi rikt full heilindi milli forseta og rikis- stjórnar. komu aðilar saman á 151. fundinn i friðarumræðunum um Vietnam i Paris. Fundurinn stóð i 4 1/2 klukkustund og verður annar fundur haldinn að viku liöinni. Ekki var um árangur að ræða af fundinum, að þvi er fréttastofn- anir herma. j Aðalsamningamaður Norður- Vietnama Xuan Thuy sagði eftir fundinn að hann vonaðist enn eftir nýjum friðartillögum frá Banda- rikjamönnum, en þær létu ekki enn á sér bóla. Porter samninga- maður Bandarikjastjórnar kvaðst hafa skýrt það út að stjórn sin krefðist þess ekki að mótaðil- inn samþykkti allar tillögur sin- ar, en ekkert hefði komiö fram á fundinum sem benti til þess að til- lögur mótaðilans væru ætlaðar til samningaumleitana. F'undurinn i dag var haldinn einum sólarhring eftir að Kiss- inger, ráðunautur Nixons forseta, og tveir af leiðtogum Norður- Vietnama, þeir Le Duc Tho og Xuan Thuy, áttu með sér 6 1/2 klukkustundar langan fund i Frcttastofa Heuters brcgður á lcik i skeyti frá Rcykjavik i gær: íslendingar eru orðnir skák- óðir eftir að þeir tóku að trúa þvi að þeir Fischer og Spasski — sem i dag hefja fimmtu skák sina — muni nú stað- ráðnir i að tefla til úrslita i heimsmeistaraeinviginu i skák. Sökum ,,þráteflis” i grennd við Paris. Kissinger flaug þegar til Bandarikjanna að þeim fundi loknum, en ekkert var til- kynnt um hvað þeim fór á milli. Þetta er 14. fundurinn sem þessir menn halda siðan sumarið 1971. Þaö sem Jane Fonda sá í Nam Dinh Bandariska kvikmyndaleik- konan Jane Fonda ásakaði Bandarikjaher i dag fyrir það að hafa varpað sprengjum á norður- víetnömsku klæðaiðnaöarborgina Nam Dinh þrátt fyrir það að ekki eru til nein hernaðarl. skotmörk i BELFAST 20/7. — Kaupmaður nokkur var skotinn tii bana i dag Um dauðdaga Lins HONG KONG 20/7. — Kinversk stjórnvöld hafa nú tilkynnt opin- berlega — segir blað i Hong Kong — að Lin Piao fyrrum hermála- ráðherra lézt i flugslysi yfir Mongoliu i fyrrahaust. Lin hafði á sinum tima verið útnefndur eftir- maður Maós formanns, en nú á hann að vera sakaöur um að hafa reynt að ráða formanninn af dögum, en siðan lagt á flótta sem hlaut snöggan endi. sambandi við upphaf einvigis- ins afpöntuðu margir að- göngumiða sina. Meðal þeirra voru margir útlendingar sem höfðu hugsað sér að taka sumarleyfið i grennd við hinn mikla atburð en trúðu þvi ekki að lokum að neitt yrði úr her- legheitunum. En eins og rætzt hefur úr málum — með borginni. Jane Fonda heimsótti borgina á þriðjudaginn. Þá sá hún með eigin augum að stærsta sjúkrahús borgarinnar með 200 rúmum hafði verið eyðilagt og klæðaverksmiðjan lá i rúst. Hún hélt þvi fram að enn hefði verið gerð árás á borgina eftir að hún var þar. Stiflugarðar við borgina höfðu verið rofnir, og ofan á þeim voru stórar sprungur. Einnig hafði verið ráðizt að pagóðu (ek. kirkju) inni i borginni. ,,En þrátt fyrirsprengingarnareða ef til vili vcgna þeirra er vietnamska þjóð- in staðráðin i að berjast áfram”, sagði leikkonan. Skýrsla um 100 þúsund sprengjur Nefnd til rannsóknar á striðs- glæpum Bandarikjamanna i Viet- nam hefur gefiö út skýrslu i Hanoi um hernaðaraðgerðir siðustu og kona hans særð af leyni- skyttum, og gerðist það nálægt þcim stað þar sem tilræðismenn skutu gamlan mann til bana i gær þegar hann reyndi að hindra þá i að konia fyrir sprengju. Brezka stjórnin gerir nú nýjar og strangari öryggisráðstafanir til að vernda lif og eignir fólks af öllum trúflokkum i Norður- Irlandi, sagði Whitelaw trlands- málaráðherra i dag, án þess að gera nánari grein fyrir i hverju þær lægju. Hann kvaðst standa i sambandi við alla stjórnmála- flokka i Norður-trlandi i þeim til- gangi að koma á ráðstefnu um pólitiska framtið landshlutans. Fischer og Spasski jafnaiþeim skákum sem tefldar hafa verið — hefur skákáhugi tslendinga vaknað fyrir al- vöru. Sala á skákborðum og taflmönnum gengur eins og i sögu. t kaffihúsum og á vinnu- stöðum liggur fólk yfir siðustu skák snillinganna eða fólk prófar eigin getu. Nicolae Ceausescu. Burt með hernaðar- bandalögin! BÚKAREST 19/7. - Þessa dagana stendur yfir þing rú- menska kommúnistaflokksins. Leiðtogi flokksins og forsætisráð- herra Rúmeniu, Nicolae Ceausescu, flutti 6 stunda langa ræðu á miðvikudag og ræddi m.a. um tengsl milli sósialisku landanna sem hann kvað þurfa að breytast i þá átt að með þeim riki fullt jafnræði. Samböndin rikja á milli eiga að byggjast á fullu sjálfstæði og verða þannig til fyrirmyndar um allan heim, sagði Ceausescu. Forsætisráð- herrann endurtók fyrri tillögur sinar um að leysa beri upp hernaðarbandalögin i Evrópu, NATO og Varsjár-bandalagið, með samningum á fyrirhugaðri öryggismálaráðstefnu. Þá hvatti hann öll lönd til að skera niður hermálaútgjöld. Stjórnmálasamband KHARTÚM 20/7. Súdansstjórn hefur ákveðið að taka aftur upp stjórnmálasam- band viö Bandarikin, en það hefur legið niðri frá þvi i 6-daga- striðinu i júni 1967. Alþjóðadómstóllinn tekur kæru Breta fyrir 1. ágúst Alþjóðadómstóllinni Haag kunngerði i gær, að ákveðið væri að hefja opinberan málflutning vegna kæru Breta á hendur íslendingum hinn 1. ágúst næstkomandi. Fundað í París en i . ■ sprengt í Víetnam Ekki er friðvænlegra á vígvöllunum i Suður- Vietnam eða i lofthelgi Norður-Vietnams þrátt fyrir fundi, bæði leynilega og opinbera i Paris. Samningafundurinn i dag er sagður hafa verið árangurslitill vegna deilu um pólitisk valdahlutföll i Suður-Vietnam. PARIS — SAIGON 20/7 — t dag Framhald á bls. 11. Strangari öryggis- reglur á N-Irlandi 'lOWIUINt Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 15. júli til 21. júli er i Reykjavikur Apóteki og Borgar Apóteki. Næturvarzl- an er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Föstudagur. 21. júli 1972

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.