Þjóðviljinn - 28.07.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.07.1972, Qupperneq 2
2.SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 28. júli 1972 Allt mat á hlutum, efnislegum og huglægum, miöast við sam- anburð. Gott og illt er raunar ekki til nema viömiðun sé höfð. Rikar þjóðir og fátækar þjóðir eru þá ekki heldur til, nema i þessum samanburði, þvi að al- gilt gæðamat hefur aldrei veriö til á þessari jörðu. En ef haft er i huga hið efna- hagslega ástand i þjóðafjöl- skyldunni, þá eru tslendingar með rikustu þjóðum heims. ts- land er „velferðarþjóðfélag” svo notað sé hið útjaskaða orð. tslendingar framleiða svo mikil verðmæti aö nægja mundi til þess að allir þegnarnir hefðu meira en nóg til að bita og brenna. bað er þess vegna Klippt út úr miðöldum nokkuð furðulegt að vissir þætt- ir i þessu tiltölulega þróaða þjóðfélagi skuli vera eins og klipptir út úr miööldum. Hér á ég fyrst og fremst við aðbúnað ýmissa þeirra hópa, sem eru i þeirri aðstööu að vera háðir ein- göngu skömmtun rikisvaldsins, hafa annaðhvort orðið undir vegna veikinda eða annarrar ógæfu, eða hafa lokið beinu hlut- verki sinu og eru ekki lengur þátttakendur i framleiðslunni. bess ber þó að geta, að siðustu tólf mánuði hefur verið gert mikið átak til að rétta hlut þessa fólks. betta átak hefur þó aðeins beinzt að þvi, að þetta fólk liði ekki lengur beinan skort eins og áður var, — að það þurfi ekki að liða vannæringu eða vera háð beinni ölmusu frá góðhjörtuðu fólki. En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði og allra sizt fyrrnefnt fólk. Og enn virðast miöaldirnar gægjast fyrir horn- ið. Ekki er sýnilegt, að uppi séu miklar ráðagerðir um að gera öldruðu fólki kleift að njóta lifs- ins eins og möguleikar væru á. bað sjónarmið virðist enn eiga einhver itök á lslandi.að þegar gamla fólkið leggur frá sér haka og skóflu fari fram óformleg jarðarför, sem siðar sé staðfest af presti. t blöðunum þessa dag- ana eru uppi miklir kveinstafir hjá ýmsum mönnum sem þurfa að borga skatta af tekjum sem eru t.d. frá kr. 700 þúsund til einnar miljónar á ári og ekki minni hjá þeim sem hærri eru. bað gamla fólk sem fær álagningu á laun frá Almanna- tryggingum og úr lifeyrissjóð- um hefur ekki uppi eins mikla kveinstafi. bessari kynslóð er það þó fyrst og fremst að þakka að tsland situr nú við efnahags- legt og menningarlegt háborð hjá þjóðafjölskyldunni. Sam- vizka manna er misjöfn og oft- ast ekki á marga fiska. bó býð- ur min samvizka mér að skrifa þessar linur. H.S. Enn skulum við líta að- eins í sérprentun úr út- svarsskrá Keflavikur og Njarðvíkur í þetta skipti þó á nokkurn annan hátt en áður. I Njarðvíkum búa Ame- ríkumenn í 70 íbúðum, meira eða minna eftir hvernig stendur á með flutninga þeirra. I þessum 70 íbúðum gætu búið 70 útsvarsg jaldendur, is- lenzkir, en eins og menn vita greiða hermennirnir ekki gjöld. Meðalgjöld einstaklinga til hreppsins nema 43 þúsundum. 43 þúsund sinnum 70 gera rúmar 3 miljónir; sem sagt: N jarðvíkurhreppur tapar 3 miljónum króna árlega á því að hafa dát- ana í byggðinni. Nú kann einhver að segja, að eitthvað af þess- um peningum skili sér í hækkuðum útsvörum þeirra sem leigja könum. Við skulum reikna dæmið til enda, en til þess þurf- um við að finna út hverja meðalleigu á íbúð hver Ameríkani greiðir. Nokkrar íbúði’r eru leigðar Ameríkönum á 130-200 dollara: flestar þeirra eru leigðar á 200- 250 dollara, en nokkrar á yfir 300 dollara. Það getur því ekki talizt ósanngjarnt að miða við, að meðalleiga á íbúð til Ameríkana sé 200 dollar- ar, og til að gera dæmið léttara i reikningi skulum við reikna með dollaran- um á 90 krónur, en draga síðan 1000 kr. frá heildar- upphæðinni þannig að meðaltalsleiga á mánuði sé samsvarandi 17 þúsund isl. krónum. 17 þúsund sinnum 70 ibúðir er 1 miljón 190 þúsund sem leigusalar í Njarðvíkum fá í kanaleigu mánaðar- lega, en allt árið yrði það 14 miljónir 280 þúsund krónur. Otsvör af þessum 14 miljónum yrði rúmlega 1,5 miljón væru allar Horn ✓ í Er bandaríski herinn á íslandi mestur allra skattsvikara? húsaleigutekjur taldar fram til skatts. Miðað við fyllsta heiðarleika hjá leigusölunum væri beint tap Njarðvíkurhrepps af Kanaleigu 1,5 miljón króna á ári. En telja leigusalarnir allar leigutekjurnar fram til skatts? Til að komast eftir því skulum við kíkja í út- svarsskrána. Þar tinnum við mann, leigubifreiðar- stjóra að atvinnu; fast- eignasafnara, þvi hann á alls 8 íbúðir í Kanaleigu. Útsvar þessa ágæta is- lenzka ríkisborgara er 39 þúsund krónur, en það bendir til þess, að hann hafi talið fram um 400 þúsund króna tekjur fyrir síðasta ár, samanlagt af húsaleigu og bilaakstri. Við vorum búin að finna út, að meðalleiga af íbúð væri 17 þúsund krónur á mánuði. 8 íbúðir í leigu fyrir 17 þúsund krónur á mánuði í 12 mánuði gerir svo mikið sem 1 miljón 632 þúsund krónur i árs- tekjur, eða rúmlega fjór- um sinnum meira en talið er fram til skatts. Þessi maður er þar með orðinn ber að 400% skattsvikum, að slepptum tekjum og prósentum af bilaakstri og smásvindli sem því fylgir. Til þessaðætla ekki öll- um þeim sem Könum leigja jafn gifurlegt svindl og þessi maður stundar, sem dæmi var tekið af, skal gert ráð fyr- ir því, að leigusalar telji fram sem svarar 1/5 hluta leigutekna, en það þýðir að af rúmlega 14 miljón- um króna leigutekjum séu taldar fram 2 miljónir 856 þúsund, en með 11% út- svari gerir það rúmar 300 þúsund krónur til hrepps- inS/ hreint tap hreppsfé- lagsins 2,7 miljónir króna miðað við að Islendingar hefðu búið í íbúðunum, en þá er heldur ekki allt ann- að tap reiknað með, sem aldrei verður fundið út í krónum. Þar er um að ræða verðmætamat, sem peningamælar ná ekki að marka. Þess má geta í leiðinni að í Keflavik eru þessar tölur fjórfalt hærri, því um 280 ibúðir þar eru leigðar dátum: það þýðir að ef íslendingar byggðu þær ykjust greiðslur til bæjarins um 12 miljónir: tekjur einstaklinga þar af Kanaleigunni eru 57 milj- ónir og sannanlegt tap bæjarfélagsins rúmar 10 mil jónir. í Keflavík og Njarðvik eru því sviknar undan sköttum um 60 miljónir króna miðað við síðastlið- ið ár, og sjást þar rök þeirra manna, sem halda vilja þvi fram að fjárhagslegu öryggi Suð- urnesjasvæðisins væri stefnt í voða með brottför dátanna. Einhver kann að undr- ast það hvers vegna Kan- ar geti greitt svo háa húsaleigu. Skýringin á því er einföld: herinn greiðir stærstan hluta húsaleigu hvers dáta. Með því að hernaðaryf- irvöld gefa ekki upp hversu mikið þau greiði í húsaleigu fyrir dáta sína, og hversu mikið og til hvaða islendinga hver dáti greiðir, eru þau orðin aðili að umfangsmesta skattsvikamáli hérlendis: skattsv i ka má I i sem sennilega fæst ekki tekið til dóms vegna þess Framhald á bls. 11.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.