Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 28. júli 1972
© EVARAAAM:
i ( i ^AANNFALL DG \AEYJAVAL
ífcSíjSSíSSiSiSiíSSii®
loks aö láta sem ekkert væri og
han tók aftur upp þráöinn. En
honum var það mikil raun að sjá
aö konurnar litu í sifellu á klukk-
una, eins og þær væru að taka
timann eða sjá um að Totta-vagn-
inn héldi áætlun.
— Hvern fjandann eru þær
eiginlega að bauka, hvislaði hann
órólegur að Sivert Kroken.
— Það veit ég ekki, svaraði
Kroken áhyggjufullur. — Ef til
vill eru þær timabundnar.
— Bara þær þyrftu allar að ná
flugvélinni til Jamaika, sagði for-
setinn af sannfæringu.
Þegar stundarfjórðungur var
liðinn litu konurnar samtimis upp
frá úrunum sinum og kinkuðu
kolli hver til annarrar og brostu.
— Skiljið þið hvað ég átti viö?
sagði Gunda og gleymdi að
hvisla.
— Nú er hann búinn að mala i
kortér án þess að segja annað en
það að hann ætli bara að tala i
nokkrar minútur. Og svona eru
þeir allir.
—Oldungis furðulegt, sagöi
roskin kona og tók upp gleraugun
sin til að sjá fulltrúana betur.
—Og svo eru þeir að segja að
við konurnar séum málglaðar,
sagði önnur.
Bara karlmannaáróður,
sagði Gunda og teymdi hópinn
sinn út aftur og háværar athuga-
semdir voru ekki sparaðar.
Bæjarstjórnin varpaði öndinni
léttar.
En fleiri áföll áttu eftir að dynja
eftir. Einn daginn mátti lesa á
töflu Gundu hjá dælunni, að farin
yrði kynnisferð til kamranna i
norðurbænum. Þar mættu
limmtiu íorvitnar konur og
Gunda leiddi þær inn i Grófina
rétt eins og hún ætti allt um-
hverfið. Maria Strand var búin
undir innrásina og hafði súkku-
laði og bollur til reiðu. Siðan var
gengið frá smáhýsi til smáhýsis
og horft á eins sætis og tveggja
sæta kerfið, og konurnar ráku upp
hljóð og héldu fyrir nefin og sögðu
að það væri smánarlegt að slikt
skyldi eiga sér stað á okkar
dögum, og hvað um smithættuna
og allt annað?
Þessi hópferð til eins af aumu
blettunum á bæjarstjórninni,
fyllti forsetann kviða. Hann fór að
eiga erfitt með svefn á næturnar.
Ekki batnaöi það, þegar fregnir
bárust um að hundraö konur að
minnsta kosti hefðu tekið
hvatningu Gundu um að lita á
..dýragarðinn i suðurbænum”.
Hjá Britu Engebretsen hafði
verið tappað vatni á fimmtiu
flöskur og miðar limdir á; bent
var á gruggið á flöskubotninum
eftir einn, tvo eða tiu daga eftir
átöppun, en sums staðar var
vakin athygli á silum sem
sprikluðu i flöskunni og bent á að
suðurbæjarfólk þyrfti ekki að
fara langar leiðir að veiða fisk.
Hægt væri að koma við veiðistöng
i eigin baökeri.
Forsetanum var hreint ekki um
þetta.
En Gunda leiddi hópinn sinn —
sem fór óðum vaxandi — á æ fleiri
markverða staði. Hún sýndi þeim
marmaragólfið og brókaði-
gluggatjöldin i iönskólanum og
sýndi fram á að fjárhagur
bæjarins hefði verið blómlegur ef
karlmennirnir væru ekki svona
fiknir i finheitin. Bæjargjald-'
kerinn var vingjarnlegur og alúð-
legur leiðbeinandi og leiddi kon-
urnar i allan sannleika um eignir
og skuldir og afskriftir og kröfur.
—Þakka yður kærlega fyrir,
sagði Gunda innilega, þegar þær
voru að fara. — Ef ég fæ ein-
hvern tima einhverju ráðið, skal
ég sjá um að bæjarkassinn verði i
yðar vörzlu um tima og eilifð, þvi
að ég held honum sé óhætt þar.
—Þetta var gott að heyra, sagði
Svendsen bæjargjaldkeri
brosandi.
Of ef atkvæði mitt er einhvers
viröi, þá fær Káti kvenna-
flokkurinn i Totta fulltrúa i
bæjarstjórn i ár og það verður
Gunda Henriksen.
Gunda hló feimnislega og rak
skótána niður i blágrátt teppið
hjá bæjargjaldkeranum.
—Það er svo undarlegt með
hann Svendsen, sagði hún við
Britu á eftir. — Hann hefur lag á
að láta veslings konu finnast hún
vera manneskja, hvernig sem á
þvi stendur. Ef til vill er það
mandal-málfarið.
—Nei, sagði Brita. — Það er
brosið. Þegar venjulegur karl-
maður brosir til þin, þá vottar
alltaf fyrir vernd og dálitlu yfir-
læti i augnaráðinu, rétt eins og þú
getir ekki gert að þvi þótt þú sért
kona, greyskinnið. En brosið hans
Svendsens er alveg eins og þegar
hann brosir til karlmanna sem
honum geðjast að; ég veit það
vel, vegna þess að hann er trú-
lofaður dótturinni i næstu ibúð við
mig og ég sé hann oft.
Þær urðu samferða heim frá
ráðhúsinu þegar þær voru búnar
að kveðja lagskonur sinar. í smá-
hópum hurfu konurnar i allar
áttir, masandi og hlæjandi: sum-
ar gleypti kjörbúðin, aðrar
strætisvagninn. Brita og Gunda
stikuðu upp Stórgötuna og litu i
búðarglugga; þær voru ánægðar
með daginn; meira en hundraö
konur höfðu sýnt áhuga á fjár-
málum bæjarins og komið á fund
Svendsens.
—Ef þetta heldur svona áfram,
þá er ekki að vita nema við
komum fulltrúa að i ár, sagði
Gunda dreymandi.
—Og það verður þú, sagði
Brita.
—Heldurðu það? sagði Gunda
og leit á hana með alvörusvip. —
Ég er hrædd um að ég sé ekki sú
rétta. Ég tala svo bjánalega,
kann enga málfræði eða neitt
annað. Nei, það hefði átt að vera
fin og glæsileg kona eins og Liva
Torén.
—Vitleysa, sagði Brita. — Það
er ekki það sem máli skiptir.
—-Hvað er það þá sem máli
skiptir?
—Þaðsem þú hefur, sagði Brita
og brosti ibyggin.
Þær gengu framhjá portinu hans
Larsens ekils, og ekillinn sá til
þeirra innanúr garðinum, þar
sem hann var að festa rim i vagn-
hjól. Hann reis á fætur eldrauður i
framan og kom i áttina til þeirra
með hamar og skrúfjárn i
hendinni.
—Já, það er bara svona: Svona
er hún þá þessi kvensa sem er að
gera allt vitlaust, ha?
Hann rak andlitið upp að andliti
Gundu og sveiflaði hamrinum
ógnandi.
—Hvað gengur að yður maður?
sagði Brita reiðilega. —Hvað
viljið þér eiginlega?
—Hvað ég vil? Er þetta ekki
kvenmaðurinn sem ætlar að troða
sér inn i bæjarstjórnina, ha? Sem
ætlar að taka frá karlmönnunum
heilagan rétt þeirra til að fara
með stjórn bæjarmála? Er það
ekki þessi kvensa sem sagði við
mig, að ef hún mætti ráða yrði
ekki einn einasti hestur eftir i
Totta? Ha!? Er það kannski ekki
hún, ég bara spyr?
—Jú, vist er það ég, sagði
Gunda rólega.
Larsen ekill blés frá sér öl-
mettuðum anda og góndi reiði-
lega á hana.
—Já, þá ætla ég bara að segja
að þér skuluð vara yöur, Gunda
Henriksen. Já, vara yður! Hafið
þér ekki heyrt um alla þá sem eru
myrtir og skotnir i stjórn-
málunum af þvi að þeir troða ein-
hvern um tær. Komið ekki nálægt
hrossunum minum, segi ég.
Snertið þau ekki!.
Hann veifaði hamrinum enn á
ný og hörfaði aftur á bak inn i
portið og starblindi án afláts á
Gundu. Konurnar tvær gengu
leiðar sinnar og þeim var undar-
lega innanbrjósts. Brita sagði
skelkuð:
—Hamingjan sanna, ef ég hefði
vitað að maður gæti átt von á
sliku hefði ég hugsað mig tvisvar
um áður en ég tók sæti á listan-
um!
En Gunda horfði hugsi, næstum
angurvær, fram fyrir sig og
stakka hendinni undir handlegg
Britu eins og til að miðla henni af
eigin styrk.
—Þessu þarf maöur að vera
viðbúinn þegar stjórnmál eru
annars vegar. Þeir sem vilja fá
einhverju framgengt, mega ekki
vera hræddir við að láta álit sitt i
ljós. Hvernig hefði farið annars?
Þá væri jörðin ennþá flöt eins og
pönnukaka og það hefði ekki
stoðað neitt þótt hann þarna
Galilei eða hvað hann nú hét hefði
ekki verið brenndur, þvi að hann
hefði verið dauður núna hvort eð
var. Nei, Brita, ég held að við
séum að gera það sem rétt er, og
þá má Larsen ekill segja það sem
honum sýnist. Mundu þaö, Brita,
að þetta eru ekki annað en
veslings karlmenn, bæði Larsen
ekill og hinir.
Brita leit á hana, og það fór um
hana hrollur.
—Kannski sagði kona Djengis
Kahns þetta sama um hann.sagöi
hún áhyggjufull.
—Bullukolla geturðu verið,
sagði Gunda hlægjandi. —
Reyndu að finna léttari tóna á
dragspilið þitt. En nú verð ég að
bregða undir mig betri fætinum,
þvi að ég þarf að fara inn i Kleif
og verzla dálitið áður en ég fer
heim. Bless Brita og so long eins
og þeir segja, fram til dáða fyrir
Káta kvennaflokkinn.
X
Það var alltaf dýrlegur ilmur i
Kleifinni, ilmur af kryddi og salt-
meti og leðri sem gladdi sálina.
Niöri i miðbæ var sálinni meinað
að njóta lyktar, þvi að allt
matarkyns var grafið i plast og
aðrar loftþéttar umbúðir, svo að
engin loftbóla gat sloppið út eða
inn. Og gamaldags skósmiður
fyrirfannst þar enginn. Aðeins
fáeinar finar og nýtizkulegar skó-
búðir, sem engin leðurlykt var úr,
þótt undarlegt mætti teljast.
Gundu féll illa að verzla i mið-
bænum, hún hélt sér að Kleifinni
þegar hún gat. Og Kleifin var ekki
aðeins unaður fyrir nefið, nei,
augaö og eyrað fengu sitt. Stórir
feitir ostar, rauðir og smjörgulir
götóttir sveinserostar glöddu
augað i búðargluggunum, og
glaðlegur bjölluhljómur kvað við
þegar dyrnar til feitmetissalans
eða bakarans eða skósmiðsins
voru opnaðar. En upp á siðkastið
voru menn i Kleifinni farnir að
gerast áhyggjufullir, þvi að það
hafði frétzt að endurbyggja ætti
alla Kleifina.
Strand feitmetissali skýrði
Gundu frá þessu hryggur i bragði
meðan hann lagði lag eftir lag af
sólgulu.nýstrokkuðu fjallasmjöri
á vogina og aukaslettu i ofanálag
sem gjöf.
—Okkur hefur liðið svo vel hér,
sagði hann sorgmæddur. — Já, ef
þér komizt i bæjarstjórnina, frú
Henriksen, þá verðið þér að
hugsa til okkar!
—Það verður ekki lift i Totta ef
Kleifin hverfur, sagði Gunda.
—-öll þessi fallegu, gömlu hús!
Nei, það verður að viðhalda
erfðavenjunum. Já, ég skal svo
sannarlega berjast fyrir þvi, að
Kleifin fái að standa, ef ég verð
kosin. En eins og þér vitið,
Strand, þá get ég engu ráðið ein.
— Nei, það er nú meinið,
stundi feitmetissalinn. — En þér
gerið það sem þér getið!
Og Gunda lofaði þvi.
Þegar hún steig aftur út i
þrönga, fjölfarna, steinlagða
Kleifina með bjölluhljóminn i
eyrunum, tók hún eftir fimm til
sex strákum sem hoppuðu
kringum hana, flissandi og fullir
af athafnaþrá. Koma Gundu
virtist eins konar merki, þvi að
þeir hlupu samtimis að næsta
horni, söfnuðust saman i iðandi
kös eins og fruma að skipta sér,
og tóku lagið af m-iklum móði:
Hver er að koma?
Hver kemur þar?
Já, hver kemur þar?
Jú.
Það er græninginn hún Gunda
sem fór pólitik að stunda
— og guð má vita hvernig það
fer?
Hæ, hæ og hó!
Hæ, hæ og hó!
Hávær hlátrasköll kváðu við að
söngnum loknum; svo stein-
þögnuðu drengirnir og tindrandi,
meinfýsin augu störðu á Gundu til
' að athuga viðbrögð hennar.
Gunda hélt fast um smjörið og
ostinn og brosti til þeirra.
—Þetta er alveg ljómandi lag.
Getið þið ekki sungið þetta aftur?
Ég heyrði ekki textann nógu vel!
Strákarnir litu vonsviknir á
hana. Þeir fóru með háfum huga
að raula fyrstu linurnar, en þegar
þeir sáu að Gunda raulaði með,
já, hafði orðin meira að segja
eftir, gáfust þeir upp. Hinir
stærstu héldu leiðar sinnar,
spýttu um tönn og blistruðu, en
litill bláeygður snáði með engla-
hár stóð eftir og horfði á hana
dapur i bragði:
—Iss, þú ert ljóta kerlingin að
verða ekki reið!
Gunda laut niöur að honum.
—Hver á þig, strákur minn?
—Hann Olsen úrsmiður. Af
hverju ertu ekki reið? Það hefði
verið miklu meira gaman ef þú
hefðir orðið vond.
—Mér fannst gaman að
söngnum. En fyrst þú ert sonur
hans Olsens úrsmiðs, þá áttu
heima alveg niður við bryggju, og
hvað heldurðu að hún mamma
þin segi þegar hún finnur þig
ekki? Þú ættir ekki að vera að
elta stóru strákana ekki stærri en
þú ert. Sjáðu bara, nú eru þeir
allir búnir að stinga þig af!
Snáðinn leit i kringum sig, það
fór að votta fyrir skeifu og hann
bar tvo óhreina hnefa upp að
augunum.
—Ég vil fara heim til mömmu.
—Jæja, ég skal keyra þig heim,
sagði Gunda. — En fyrst verð ég
að skreppa inn með vörurnar
minar.
Hún tók i höndina á snáðanum,
hljóp við fót upp að dælunni og
eldhúsdyrunum; snáðinn horfði
stóreygur á dæluna og spurði
lotningarfullur:
—Átt þú hana?
—Já, ég á hana, og hér sel ég
bensin á hverjum degi.
Vá, maður, kanntu á hana? sagði
snáðinn með aðdáun.
Gunda tróð vörunum innum
eldhúsgluggann og kallaði til
Hermanns:
—Hermann. Ég verð að keyra
þennan strák niður að bryggju,
hann er villtur. Geturðu ekki sett
kartöflurnar yfir? Það þarf ekki
annað en skola dálitið af þeim,
setja þær i vatn og skrúfa frá,
fyrst á þrjá og þegar sýður
minnkarðu niður i einn —
Hermann hallaði sér útum eld-
húsgluggann súr á svipinn.
—Hamingjan sanna, ertu nú
lika farin aö leika miskunnsama
Samverjann, sagði hann og leit til
himna.
—Segðu strákunum að ég komi
rétt strax, það eru pylsur i mat-
inn, sagði Gunda. Hún tók i
höndina á snáðanum og stikaði
fyrir hornið að verkstæðinu, þar
sem stóri, gamli vörubillinn stóð.
—Uppi með þig strákur, svo
förum við.
—Kanntu lika á vörubil,
hrópaði snáðinn alveg himin-
fallinn. Hann laumaði hendinni
yfir að stýrinu og studdi varlega á
flautuna.
—Ágætt, þá þarf ég ekki að gera
þetta, sagði Gunda. — Hér þurft-
um við einmitt að flauta. Snáðinn
leit á hana með takmarkalausri
aðdáun.
—Þegar ég er orðinn stór’, þá
ætla ég að kjósa þig, sagði hann
festulega.
Hjá Ólsen úrsmið varð uppi
fótur og fit þegar Gunda kom inn i
búðina og leiddi snáðann.
—Arni, hvar hefurðu eiginlega
verið? Ég hef verið að leita að þér
um allt, sagði móðirin sem stóð
fyrir innan búðarborðið og sýndi
viðskiptavini plötuna með úr-
festum og leðurólum.
FÖSTUDAGUR
28. júlí
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
lO.lO.Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl
8.45. Einar Logi Einarsson
les sögu sina „Strákarnir
við Straumá” (5)
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Tónleikar
kl. 10.25: Sinfóniuhljómsveit
danska útvarpsins leikur
Sinfóniu nr. 2 eftir Carl
Nielsen; Thomas Jensen stj.
Fréttir kl. 11.00. Itzhak
Perlman og Vladimir
Asjkenazy leika Sónötu fyrir
fiðlu og pianó i A-dúr eftir
César Franck / Hljóm-
sveitin Filharmónia leikur
„Pavane pour une Infate
défunte” eftir Ravel, Guido
Cantelli stj. / Hljómsveit
Tónlistarskólans i Paris
leikur Phédre, ballettmúsik
eftir George Auric; Georges
Tzipine stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 S iðd e g i s s a g a n :
„Eyrarvatns-Anna” eftir
Sigurð Ilelgason. Ingólfur
Kristjánsson les (26)
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 M iðdegistónleikar:
Peter Pears, Barry
Tuckwell og Sinfóniuhljóm-
sveitin i Lundúnum leika
Serenötu fyrir tenórrödd,
horn og strengjasveit op. 31
eftir Benjamin Britten;höf.
stj. Kathleen Ferrier syngur
brezk þjóðlög.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Ferðabókarlestur:
„Frekjan” eftir Gisla Jóns-
son.Hrafn Gunnlaugsson les
(8)
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 FréttaspegiII.
19.45 Bókemnntagetraun.
20.00 Divertimento nr. 7 i D-
dúr fyrir strengjahljómsveit
og tvö born. (K334) eftir
Mozart. Félagar úr
Vinaroktettinum leika.
20.30 Tækni og visindi.
Guðmundur Eggertsson
prófessor og Páll
Theódðrsson eðlisfræðingur
sjá um þáttinn.
20.55 „Vorblót”, ballettmúsik i
tveiin þáttum eftir Igor
Stravinsky. Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Stuttgart
leikur; Michael Gieler stj.
(Frá útvarpinu i Stuttgart)
21.30 útvarpssagan: „Dala-
lif" cftir Guðrúnu frá Lundi.
Valdimar Lárusson les
þriðja bindi sögunnar. (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðuríregnir. Kvöld-
sagan: „Sigriður frá
Bústöðum” eftir Einar H.
Kvaran. Arnheiður
Sigurðardóttir les sögulok
(4).
22.40 Danslög i 300 ár. Jón
Gröndal kynnir.
23.10 A tólfta timanum. Létt
lög úr ýmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Kópavogsapótek
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til kl.
2, sunnudaga milli kl. 1
og 3.
Sími 40102.