Þjóðviljinn - 28.07.1972, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.07.1972, Síða 12
PIÚÐVIUINN Föstudagur. 28. júli 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 22.-28. júli er i Laugavegs Apó- teki og Holts Apóteki. Nætur- varzlan er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Verkfall boðað við allar brezkar hafnir Allsherjar verkfalli aflýst, en átökin á vinnumarkaðinum halda áfram LONDON 27/7 — Full- trúasamkunda hafnar- verkamanna í öllu Bret- landi gaf i dag fyrirmæli um verkfall við allar hafnir landsins frá föstudegi að telja. Hins vegar afboöaði Alþýðusambandið — TUC — allsherjarverkfall það sem átti að vera á mánu- dag. Var ekki lengur grundvöllur fyrir þvi verk- falli, þar eð hafnarverka- mönnunum 5 var sleppt úr haldi í gær. Fulltrúar hafnarverkamann- anna höfnuðu nýjum tillögum til samkomulags sem leiðtogar verkalýðsfélaganna höfðu mælt meö. Féllu atkvæðin 38 gegn 28. Margir af þeim hafnarverka- mönnum sem höfðu verið i „óopinberu” verkfalli hurfu aftur til vinnu i dag, ásamt þeim þús- undum af öðrum verkamönnum sem höfðu lagt niður vinnu til að lýsa yfir samstöðu með hinum fimm fangelsuöu hafnarverka- mönnum. En ákvörðunin um verkfallsboðun við hafnirnar kom svo seinna i dag. Hópur hafnar- verkamanna i Norður-Englandi hvarf úr vinnu i dag, þegar þeir heyrðu fréttir af verkfallsboðun- inni. .lack Jones formaður i sam- bandi flutningaverkamanna harmaði i dag, að hafnarverka- menn skyldu hafna þvi sam- komulagi sem hann hafði tekið þátt i að gera, en i þvi fólst m.a. að stairri hluti af vinnu við gáma skyldi koma i hlut hafnarverka- manna en áður hafði verið. Wilson leiðtogi Verkamanna- flokksins sagði á þingi, að menn ættu að samþykkja samkomu- lagsdrögin. í gær, miðvikudag, þegar verk- úúsundir af verkafólki komu saman á útifund á þriðjudaginn á Tower Hill i London og héldu þaðan fylktu liði til Penonville-fangelsisins til að mótmæla frelsissviptingu 5 hafnarverkamanna. föllin náðu hámarki, var talið að 170 þúsund manns hafi veriö frá vinnu. Þar af voru um 40 þúsund hafnarverkamenn, en hitt voru strætisvagnastjórar, prentarar námuverkamenn, málmiðnaðar- verkamenn og starfsmenn flug- valla. Nokkrum klukkustundum eftir að vinnumáladómstóllinn gaf út skipun sina um að sleppa hinum 5 fangelsuöu mönnum, hvöttu flest verkalýðsfélög með- limi sina til að hverfa aftur til vinnu. Mikil aukning í brezka setuliðinu Kúgunarstefna hvítu minnihlutastjómarinnar í Rhódesíu r —■ á Norður-Irl a n di. Hermdarverk Tangwena-menn útlægir úr eigin heimkynnum SALISBURY 27/7 — Ródesisk- ar öryggissveitir fluttu i gær um 100 börn af ættkvisl Tangwena frá heimilum þcirra til bæjarins Um- tali eftir að fullorðið fólk ættkvisl- arinnar hafði — að þvi er formæl- cndur stjórnarinnar herma — yf- irgefið hús sin og hyski og flúið til fjalla. Minnihlutastjórn hvitra manna i Rhódesiu undir forustu hins al- ræmda lan Smith færir sig æ meira upp á skaftið i viðskipt um sinum við hina svörtu frum- byggja landsins og rekur þá mis- kunnarlaust frá beztu hlutum landsins og lýsir þau svæði frið- helg fyrir hvitt fólk af Evrópu- stofni. Og einmitt þetta hafði gerzt með Tangwena-ættkvislina, að hún er þessa dagana rekin eins og búfénaður úr heimkynnum sinum og flutt nauðungarflutningi i annað landshorn. Þeir sem til náðist af hinum ó- hlýðnu Tangwena-mönnum voru dregnir fyrirdóm og ákærðir fyr- ir að dvelja á landssvæði sem hvitum einum væri ætlað. Voru þeir bæði sektaðir og fengu skil- orðsbundinn fangelsisdóm. Einn þessara dæmdu manna sagðist heldur vilja deyja en hverfa frá ættarheimkynni sinu: ,,Ég get ekki skilið aö ég sé að gera neitt rangt, þótt ég búi þar sem ég er fæddur”. Castro telur Nixon verri en Hitler HAVANA27/7 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu hélt ræðu frammi fyrir miklum mannfjölda á þjóðhátiðardaginn i gær. Hann kvað Kúbumenn staðráðna i þvi að fylgja eigin stjórnarstefnu og reiðubúna til að standa á eigin fótum án tengsla við Bandarikin næstu 20 árin. Castro bar lof á Sovétrikin fyrir þá aðstoð sem þau veittu Kúbu. Hann tjáði Perú þakkir fyrir að hafa brotizt úr viðjum banda- riskrar utanrikisstefnu og viður- kennt Kúbu nú fyrr i þessum Barizt áfram í Víetnam SAIGON, PARIS 27/7 — Þjóð- frelsisherinn i Vietnam tók i gær- kvöldi virkið Bastogne sem er 20 kflómetrum fyrir vestan Hue og mikilvæg vörnum þeirrar borgar. Virkið hafði áður fallið honum i hendur seinast i april, en hann misst það siðar. í dag tókst Saigon-hermönnum að draga sinn fána að hún á kastalanum i Quang Tri, en þá geisuðu enn bardagar innan kastalans. Bandariskar B-52 risa- þotur gerðu i dag sprengjuárásir á stöðvar þjóðfrelsishersins 8 kflómetra frá Quang Tri. 152. samningafundur Vietnama og Bandarikjamanna var haldinn i Paris i dag. Aðilar skýrðu sjónarmið sin án samkomulags. Kissinger og Le Duc Tho hittust siöast heimullega þann 19. þ.m. Sprengja stifl- 99 uraar „óvart WASIIINGTON 28/7 — A mið- vikudag viðurkenndi formælandi bandariska utanrikisráðuneytis- ins að'- bandariskar flugvélar hefðu hæft stiflugarða i Norður- Vietnam, en það hefði verið ,,óvart” og aðeins valdið „minni- háttar og tilviljunarkenndu” tjóni. Þctta er i fyrsta sinn sem Bandarikjamenn viðurkenna að loftárásirnar hafi snert áveitu- kerfið i Norður-Vietnam. mánuði. Auk Perú hafa Mexikó, Jamaika og Chile stjórnmála- samband við Kúbu, ein Ameriku- landa. Sem tákn um samstöðuna með vietnömsku þjóðinni var aðal- samningamaður Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar i Paris, Nguyen Thi Binh, heiðursgestur við hátiða- höldin. Castro sagði i ræðu sinni að ekki væri unnt að afbera leng- ur striðsrekstur Bandarikja- manna i Vietnam, og hann kvað Nixon verri striðsglæpamann en jafnvel Hitler vegna loftárásanna á áveitukerfi Norður-Vietnams. Fram kom i ræðu Castros sú einlæga von að sambúðin við Bandarikin mætti fara batnandi. halda áfram og UDA boðar skemmdarverk í Derry BELFAST 27/7— Brezka stjórnin ákvað í dag að senda 4 þúsund manna brezkt lið til viðbótar til gæzlu á Norður-irlandi. Eftir nokkra daga verður þá tala brezkra hermanna á Norður-írlandi komin upp i 21 þúsund, og hafa þeir aldrei verið fleiri undan- farin 3 ár. I morgun fundust 2 menn látnir i flakinu af brenndum bil i Bel- fast. Hafa 64 látizt i átökum og af hermdarverkum siðan vopnahléi lauk 9. júli, en heildartala látinna er 416 siðan brezkir hermenn voru kvaddir til gæzlu i ágúst 1969. í dag voru margar sprengingar i Belfast bilastæðishús og hús gagnaverzlun eyðilögðust. Þetta eru fyrstu sprengingarnar siðan á föstudaginn i fyrri viku þegar 9 manns létust og 130 sködduðust i spreng jutilræðum. Að áliðnum degi sprakk sprengja i fullsetinni drykkjarkrá i viðskiptahverfi i Belfast; einn dó þegar og annar er hætt kominn. Kráin gereyðilagðist, og særðust jafnvei vegfarendur úti á götu við sprenginguna. Fyrrverandi dómsmálaróðherra Johnsons fer með nefnd til að rannsaka Stríðsglæpi Nixons í V í etnam MOSKVU 27/7 — Ramsey Clark seni var dóinsmálaráðherra Bandarik janna seinasta skciðið af forsetatið Johnsons fer á morg- un til Norður-Vietnam ásamt full- trúum alþjóðlegrar nefndar sem rannsakar bandariska striðs- glæpi i Indó-Kina. Einkum mun nefndin kynna sér loftárásir á áveitukerfi og önnur skotmörk sem ekki teljast hernaðarleg, svo og notkun sérstakra drápstækja svo sem nálasprengja. Ofgasamtök mótmælenda UDA hafa hvatt félaga sina til aö setja afgirtu kaþólsku borgarhverfin i Derry i oliubann svo að brezki herinn eigi auðveldari leik i á- hlaupi á „frjálsu Derry”. Ætlazt er til að oliuflutningabilar á leið inn i Bogside og Creggan séu stöðvaðir og olian gerð ónothæf með sandi og rusli. Símavændi í Róm RÓM 27/7 — Komizt hefur upp um viðtækt simavændi i Róma- borg, og hefur 40 ára gömul kona verið ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur út i vændi og fyrir auðgun á lauslæti annarra. Helm- ingnum af þvi gjaldi sem við- skiptavinirnir greiddu stakk hún i eigin vasa, en meöal þeirra var margt auðugra manna, iðnjöfrar, stjórnmálamenn og leikhúsmenn. Stúlkurnar voru flestar vart komnar af barnsaldri. Geislavirk úrkoma á Nýja- Sjálandi CHRISTSCHURCH Nýja Sjá- landi 27/7 — Visindamaður á Nýja Sjálandi hefur fundið geisla- virkni i úrkomu eftir siðustu kjarnorkutilraunir Frakka við Mururoa i Suður-Kyrrahafi. Forstöðumaður Rannsóknarstofu rikisins um geislavirkni hefur staðfest að fundizt hafi joð i mjólk á vesturströnd syðstu eyjunnar i rikinu, og einnig hafi orðið vart við hættulega mikla geislavirkni i rigningarvatni i höfuðborginni Auckland.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.