Þjóðviljinn - 29.07.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.07.1972, Qupperneq 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 29. júli 1972 EVARAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL —Ég fann hann uppi i Kleif með hópi af stórum strákum, sagði Gunda. — Og mér þótti rétt að koma honum hingað, ef þér væruð farnar að undrast um hann. —Þakka yður kærlega fyrir sagði móðirin innilega. — Þér eruð Gunda Henriksen, er það ekki'? Viö höfum oft tekið bensin hjá yður. Nei, það er ekki auðvelt að vera i vinnu, meðan börnin eru litil, það er satt og vist. En hvað skal gera? Það eru bókstaflega engir leikvellir i Totta. Jú, reyndar er gæzluvöllur rétt hjá kirkiugarðinum, en þar er alltaf yfirfullt. —Hún leit á Gundu og það var eins og hún fengi allt i einu góða hugmynd. —Þessu verðiö þér að berjast fyrir, ef þér komizt i bæjarstjórn, frú Henriksen! Fleiri barnaleik- velli i Totta. ó, að hugsa sér ef þér gætuð komið þvi i kring. —Já, þá er eina ráöið að kjósa Káta kvennaflokkinn, sagði Gunda og drap tittlinga. — Þá tökum við málið upp! —Þá fáið þið öll atkvæðin hér i götunni, sagði móðirin, — þvi aö íiér eru býsn af börnum! Og þeg- ar sjórinn éf svona alveg i nágrenninu, þá ættuð þér að skil ja hvernig manni liður stundum. — Já, auövítað, sagði Gunda. — En nú verð ég að flýta mér heim og setja yfir kartöflurnar. Ég bað manninn minn að gera það, en karlmenn hafa ekkert vit á sliku. Ég er viss um að hann þekkir ekki muninn á kartöflu og lauk, veslingurinni. — Já, þessir karlmenn, sagði úrsmiðsfrúin og hló. — Hver skyldi halda að þeir notuðu stund- um höfuðið til að hugsa. Gunda steig veifandi upp i vörubilinn og var komin aftur aö Henriksenshúsinu eftir nokkrar minútur. Hermann stóð með vandlætingarsvip við eldavélina og íylgdist með kartöflunum. — Þetta er meiri þeytingurinn á þér. Hér er ekki lag á nokkrum sköpuðum hlut. Enginn matur og allt i ólestri. Littu á. i Enn cinu sinni er hann Geir borgarstjóri kominn i klærnar á kommunum. Nú eru þeir sem sé farnir að rífa sig út af smáskekkjum og ruglingi i reikningshaldi borgarinnar, rctt eins og borgarstjórinn hafi ekkert annað að gera á þessum umbrotatimum en elt- ast við einhverjar hégómlegar bókhaldsreglur. Nei, nú teflir borgarstjórinn valdatafl á öðru borði, og þá skipta milj- ónir ekki máli. Vasabókhald er jafnvel heimilt á meðan. Hann sýndi sokkana sina, þar sem tvær stórar tær höföu fundið leið til frelsisins, i gleði sinni yfir þessu höfðu þær atað sig i oliu og bensini eins og börn i sólskini. — Nú er maturiin bráðum tii, sagði Gunda. Arild kom inn rétt i þessu, óhreinn og með annað augað lokað. — Mamma, þeir eru að syngja um þig, hixtaði hann. — Þarna sérðu hvað af þessu leiðir, hrópaði Hermann reiði- lega. — Þeir eru að syngja — syngja um græningjann hana Gundu, snökti Arild i uppnámi. — Hafðu ekki áhyggjur af þvi, vinur minn, sagöi Gunda og þvoöi augað úr volgu vatni. — Mér fannst þetta ágætur söngur. Og þegar við erum búin að borða, skal ég kenna þér annan texta, sem þú getur sungið þegar hinir syngja sinn. Svona nú, hættu að gráta, og þá færðu pylsur. Hvar er Bárður? — Hann er að teikna uppi i her- berginu sinu, sagði Arild, tára- flóðið haföi minnkað, það breytt- ist smám saman i hægt sirennsli, siöan i slitrótta sprænu, unz ekk- ert varö eftir nema stöku andkaf, eins og þegar silungur glefsar eftir lofti. — Bárður, kallaði GunuS upp stigann. — Bárður! Heldurðu að þú getir teiknað á tvö spjöld i viö- bót? — Já, já, hrópaði Bárður að ofan. — Hvað á að standa á þeim, mamma? — A öðru á að standa: VIÐ VILJUM EKKI LATA RtFA KLEIFINA! og á hitt geturðu sett: VIÐ VILJUM FLEIRI DAG- HEIMILI t TOTTA! Hermann barði hnefanum i eld- húsborðið svo að hnifar og gafflar tókust á loft. — Ertu farin að draga dreng- ina inn i pólitikina ! — Nú er maturinn til, söng Gunda eins og óperusöngkona. Bárður stóð i stiganum og hrópaði i fagnandi sköpunar- gleði: — Ég teiknaði á þau blóm og hjörtu, mamma! Helduröu að það verði ekki flott? Hermann þandi sig út eins og rostungur og barði aftur i eldhús- borðið, en Gunda og drengirnir voru komin inn i borðstofu. — Komdu nú, Hermann, ann- ars kólnar maturinn! — Úff, stundi Hermann af heil- um hug. — Þetta kvenfólk! Hvað var drottinn að hugsa þegar hann skapaði það! Eftir matinn gat Gunda þess i framhjáhlaupi að hún væri dálitið önnum kafin og yrði að skreppa út um sexleytið. — Ætlarðu aftur út i kvöld? sagði Hermann og lét dagblaðið siga með skelfingarsvip. — Ertu alveg hætt að hugsa um heimilið þitt? — Ég lofaði að koma á fund i húsmæðrafélaginu, sagði Gunda. — Þær verða að fá að vita hvað er á stefnuskrá hjá kvennaflokkn- um, ef þær eiga að kjósa okkur. Og á eftir hafði ég hugsað mér að skreppa á spitalann. — Gera hinar kerlingarnar þá ekki neitt? sagði Hermann ólundarlega bak við blaðið. — Jú, mikil ósköp. Brita er búin að fara á elliheimilið og Laura til þriggja trúboðsfélaga og Liva — — Þakk fyrir, ég hef engan áhuga á þvi sem þessi græningja- flokkur er að aðhafast, sagði Her- mann. — Já, græningjar, eins og þeir segja — Bárður!' Arild! Komið hingað og ég skal kenna ykkur annan texta við lagið, þið munið! Strákarnir komu þjótandi og settust spenntir fyrir framan hana. Hún fór að raula og Arild og Bárður rauluðu með: Hver er að koma? Hver kemur þar? Já, hver kemur þar? Jú! Það er kátur kvennaflokkur, karlmennirnir óttast okkur! Og kosningarnar vinnum við. Hæ, hæ, húrra! Hæ, hæ, húrra! Er þetta ekki fint? Tökum þetta aftur, strákar: Hver er að koma — Strákarnir tóku undir af hrifn- ingu, en Hermann faldi sig bak við dagblaðið og eina hljóðið sem hann lagði af mörkum i kórsöng- inn var djúp og innileg sársauka- stuna. XI En það var ekki bara á heimili bilasmiðsins sem brakaði i sam- skeytunum. Konurnar i Totta voru orðnar bandóðar: það var almennt álit karlmannanna. 1 stað þess að tala um barna- uppeldi og bezta þvottaefnið og hátt verðlag á matvörum eins og konum bar, þá óðu þær skeleggar út á götur og torg og ræddu stjórnmál. Og ekki fjarlæg stjórn- mál eins og til að mynda vanda- málin i Suður-Afriku eða léleg kjör svertingjanna i Banda- rikjunum, heldur einkamál Tottabæjar, viðkvæm mál sem ástæðulaust var að hafa i háveg- um. Var þá nokkuð að undra þótt hver einasti rétthugsandi karl- maður hristi höfuðið i uppgjöf og örvilnun og óskaði þess að þeir timar væru aftur upp runnir þeg- ar konur höfðu ekki kosningarétt. Og þessar þrjátiu og fimm,sem léð höfðu nöfn sin á þennan smánarlega kvennalista, lágu ekki á liði sinu við að koma boð- skapsinum á framfæri. Þær tróðu sér alls staðar inn: ef það var fundur i íoreidrafélaginu með stjórnarkjöri á dagskrá, þé var ekki að vita nema Liva Torén sæti þar og spyrði hvort ekki væri rétt að ræða ögn um hið ófullkomna hoiræsakerfi i Totta, og i vikuleg- um bridgeklúbb karlmannanna i Alþýðuhúsinu bar ekki á öðru en framreiðslustúlkan færi einn daginn að tala um hið háleita hlutverk kvennaflokksins. 1 miðju alslemmi. Þær báru ekki virðingu fyrir neinu. Það var komiö fram i septem- ber, og rósirnar stóðu i blóma um allan Totta-bæ. Bærinn var eins og skrúðgarður, ilmandi af fegurð og yndisleik en karlmennirnir i Totta áttu ekki auðvelt meö að gleðjast yfir þvi. Þeir horfðu áhyggjufullir á þróunina, og margir þeirra áttu i mestu vand- ræðum með eiginkonurnar. Jens Storhaug bæjarstjórnar- forseti var til að mynda svo miður sin af áhyggjum, að hann sá varla eina einustu rós þegar hann ók fram og til baka milli ráðhússins og einbýlishússins bakvið kirkjuna i fallega, nýja Mercedes-bilnum sinum. Og þó var kirkjugarðurinn ein rósa- breiða, hver einasta gröf var rósadýrð: gullnar og dökkrauðar, Poulsen og Grootendorst, Peace og Hamburger Phönix, allt lagðist á eitt þessa hlýju septem- berdaga til að gera Totta að ilmandi Paradis á jörð i miðri kosningabaráttu og byrjandi kvenfaraldri. Paradis, það er nú svo! Jens Storhaug brosti þunglyndis- lega: gráyrjótt, hrokkið hárið hafði gránað enn meira upp á sið- kastið og við munnvikin höfðu hrukkurnar dýpkað. Þetta hafði hún Laura gert honum, hún Laura hans! Hún var gjaldkeri i Káta kvennaflokknum og hafði dregið ósómann með sér inn i hans eigin stofur, að hans eigin skrifborði! Þar sat hún timunum saman og útfyllti félagsskirteini og sendi út beiðni um greiðslu á félagsgjaldi, 5 krónum, og það var geysileg vinna, þvi að félags- talan var að nálgast niu hundruð og fór stöðugt vaxandi. —Er þetta ekki ánægjulegt, Jens? sagði hún ef til vill við hann og augu hennar ljómuðu, meðan hún þandi ritvélina með sama röskleikanum og hún hafði áður þvegið gólf og föt. Hún notaði tvo fingur og skrifaði x og y i stað annarra bókstafa sem áttu betur við, en hún hafði ekki áhyggjur af sliku, og bréfin runnu i striðum straumum út um Tottabæ. Þetta var nú svo sem nógu slæmt. En verra var þó, að hún lagði sig alla fram við að vinna gegn hinni merku áætlun hans um bilastæði á Grænavangi. Og það var óskadraumur hans og hugsjón. Þetta torg hafði átt að gera nafn hans frægt og rómað að eilifu, einnig eftir að hann hafði vikið úr sæti forseta. Tilhugsunin um að sá timi kæmi að hann sæti ekki framar i forsetastólnum var honum kvalræði, en slikt varð hver maður að horfast i augu við, það var lifsins gangur. Og þá myndi Torg Storhaugs forseta vera minnisvarði um gerðir hans. Torg Storhaugs forseta — já, hann vissi ekki nema betra væri að hafa skirnarnafnið með. Torg Jens Storhaugs forseta — Hann smjattaði á nafninu, lét það renna á tunginni eins og finan og mjúkan ost, velti þvi um hugann og rýndi i þaö frá öllum sjónar- hornum. Var þetta kannski fullþunglamalegt? Já, það gat verið. Torg Storhaugs forseta var betra. Eða þvi ekki Torg Jens Storhaugs? Þessir þankar voru timafrekir: hann gat setið timunum saman á skrifstofu sinni og velt fyrir sér hvaða nafn myndi sóma sér bezt i augum eftirkomendanna. Og hann teiknaði hverja til- löguna af annarri. Torg Jens Storhaugs eða Torg Storhaugs forseta — það var verst að hann skyldi ekki geta ákveðið sig! — átti að verða bilastæði með þvi- likum glæsibrag að annað eins fyrirfyndist ekki á öllum Norður- löndum. Yfir öllu saman átti að vera þak og veitingahús ofaná þvi! marmaragólf og básar fyrir blaðasölu og minjagripi og sæl- gæti, með blómaskreytingum og gosbrunni og gullfiskum i keri og bilabiói til fróðleiks og skemmtunar. Það hafði fyrir löngu verið sett nefnd á laggirnar til að undirbúa málið, og hann var sjálfur formaður nefndarinnar. Þó það nú lika væri! En hún Laura, hÚR Laura hans! Sem aldrei fyrr hafði andmæit honum með einu einasta orði. Sem hafði kosið eins og hann og haft sömu skoðanir og hann. Eins og hann myndi ekki hvað hún var vön að segja: —Mér finnst að konur ættu ekki að skipta sér af pólitik. Þess vegna kys ég verkamanna- flokkinn eins og Jens, þvi að hann hefur betra vit á sliku. Auk þess hef ég engan tima. Börnin og heimilið, þvotturinn og matseldin er nóg fyrir mig. En siðan hún gekk i Káta kvennaflokkinn i Totta hafði orðiö á henni skelfileg breyting. Nú hafði hún svo sannarlega nægan tima aflögu. Það kom ekki fyrir að hún bakaði köku, og heimilið var á rúi og stúi meðan hún var eins og útspýtt hundskinn við að stússa i áróðri og stjórnmálum. Gegnhonum, eiginmanni hennar, og hjartans máli hans. Hann hafði sina heimildarmenn sem gáfu honum skýrslur. Verkstjórinn i húsgagnaverk- smiðjunni haföi sagt honum að hún hefði komið þangað að morgni dags og hvatt verka- konurnar með eldlegri tölu ofanaf smjörlikiskassa: hún kreppti hnefana eins og rauðglóandi kommi og lét allt flakka. —Stelpur. kallaði hún. — Nú höfum við tækifærið til að halda i Grænavang. Kjósið Káta kvenna- flokkinn i Totta. Við i Kvenna- flokknum samþykkjum aldrei að karlmennirnir eyðileggi eina al- mennilega leikvöllinn okkar. Ég á sjálf þrjá stráka og þeir eru að leik allan daginn niðri á Græna- vangi. En karlmennirnir hugsa aðeins um bilana sina og muna aldrei eftir börnunum. Nei, kjósum konur i bæjarstjórnina! Mæður sem vilja að börnunum þeirra liði vel. Bill er nú einu sinni ekki annað en bíll, nokkur hjól og stýri og vél, börnin, stelpur, börnin okkar, þau eru framtiðin. Leyfum karlmönnunum að leggja bilunum sinum hvar sem þeir vilja, en ekki á Grænavangi. LAUGARDAGUR 29. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 Morgunlcikfimi kl. 7.50 •Morgunstund barnanna k 8.45. Einar Logi Einarsson les sögu sina ,,Strákarnir viðStraumá sögulok (6) Til kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Laugardags- lögin kl. 10.25. Stanz kl. 11.00 Jón Gauti Jónsson og Árni Ólafur Lárusson sja um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar.13.00 óskalög sjúklinga Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 14.30 i hágir. Jökuli Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 IIIjómskálamúsik. a. Hljómsveit Lou Whitesons leikur lög eftir Smetana, Delius o.fl. b. Hljómsveit Kurt Edelhagen leikur lög eftir Rodgers, Berlin og Wright-Forest. c. Vico Torriani syngur með hljóm- sveit Bels Sanders. d. Hljómsveit Joe Loss leikur lög eftir Albinoni, Bach, Debussy o.fl. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Frckjan, 9. og siðasti lestur. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Kór og hljómsveit Rays Conniffs flytja lög úr kvik- myndum. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Beint útvarp úr Matt- hildi. 19.45 A Ólafsvöku. a. Halldór Steíánsson flytur pistil um þjóðhátiðarhöld Færeyinga. b. Færeysk smásaga: „Böðullinn” eftir Jens Pauli Heinesen. Helma Þórðar- dóttir les. c. Astriður Eggertsdóttir rifjar upp horfna tið i samskiptum Is- lendinga og Færeyinga. d. Hugrún skáldkona flytur frásöguþátt um „Sönginn i sjóhúsinu” eftir Kristinu Rögnvaldsdóttur á Ólafs- firði. — Ennfremur færeysk tónlist. 20.40 Framhaldsleikrit: „Nóttin langa” eftir Alistair McLean.Sven Lange bjó til flutnings i útvarp. Þýðandi Sigrún Sigurðardóttir. Leik- stjóri Jónas Jónasson. Per- sónur og leikendur i fjórða og siðasta þætti: Mason læknir — Rúrik Haraldsson Jackstraw — Flosi Ólafsson, Joss — Guðmundur Magnússon, Margaret Ross — Valgerður Dan, Johnny Zagero — Hákon Waage, Solly Levin — Árni Tryggva- son, Nick Corazzini — Jón Sigurbjörnsson, Séra Small- wood — Gunnar Eyjólfsson, Marie LeGarde — Inga Þórðardóttir, Helene Fleming — Lilja Þórisdóttir, Frú Dansby-Gregg — Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, Theodore Mahler — Jón Aðils,Hoffman Brewster — Bessi Bjarnason, Hillcrest — Guðmundur Pálsson. 21.35 Blanda af tali og tónum. Geir Waage kynnir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. SENDIBÍLASTÖÐIN Hf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.